Helgarpósturinn - 17.07.1997, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR17. JÚLÍ1997
„Verðum að líta í eigin barm"
- seg/r Olafur Adolfsson, miðvörður IA
Ólafur Adolfsson er ekki ánægður með gengi Skagamanna og telur að til
að breyta því verði hver og einn leikmaður að líta í eigin barm og taka til
hjá sér.
Cengi Skagamanna hefur
verið gott undanfarin ár.
Liðið hefur unnið meistaratitil-
inn sl. fimm ár og að auki gert
vel í Evrópukeppni og bikar. Á
Skaganum hafa menn vanist
því að vinna flesta leiki og oft
með talsverðum yfirburðum.
Nú er öldin önnur. Liðið réð Iv-
an Golac sem þjálfara eftir að
hafa rekið Guðjón Þórðarson.
Golac hefur verið ákaflega yfir-
lýsingaglaður, kannski líkt og
Guðjón en ólíkt Guðjóni ekki
alltaf staðið við stóru orðin. Ef
marka má Golac verða Skaga-
menn nálægt því að verða Evr-
ópumeistarar. Sú keppni er
reyndar enn ekki hafin, en liðið
er úr leik í bikarnum og stend-
ur ekki jafn vel í deildinni og
oft áður.
Stigi á eftir toppliðunum
Bæði ÍBV og Keflavík eiga
leiki til góða, en engu að síður
skilur lítið að. Menn hafa leitað
skýringa á stöðu ÍA og vilja
margir Akurnesingar losna við
þjálfarann og telja jafnframt að
leikmannakaup fyrir tímabilið
hafi verið mistök, ekki hafi ver-
ið keyptir nægilega sterkir eða
hentugir leikmenn. Þetta sjón-
armið hefur verið nokkuð ríkj-
andi, en Ólafur Adolfsson,
miðvörður ÍA (par excellence),
segir útlendingana á Skagan-
um ekki vera vandamálið.
„Við vitum það best sjálfir
að við höfum ekki spilað sann-
færandi og eigum mikið inni.
Það gerir lítið gagn að agnúast
út í útlendingana. Við þurfum
fyrst og fremst að líta í eigin
barm og laga það sem er að
þar áður en menn fara að líta í
kringum sig eftir sökudólgum.
Það er frekar spurning um að
við lærum að nota þessa út-
lendinga rétt, það er engum
blöðum um það að fletta að
þetta eru góðir fótboltamenn."
Útiendingarnir hafa ekki
fundið taktinn frekar en aðrir á
Skaganum. Ristic er sterkur
skallamaður og gerir á tíðum
vel, hann hefur skorað talsvert
af mörkum en líður fyrir það
að lykilleikmenn ÍA eru ekki á
fullu gasi.
Óli sagðist ekki kvíða næstu
leikjum, né því að liðið yrði
ekki í baráttunni um titilinn.
„Það er nóg eftir og eins og
ég segi eigum við mikið inni.
Það ríður á fyrir okkur núna að
tapa ekki sjálfstraustinu. Það
er auðvitað slæmt að svo
margir af lykilmönnum skuli
ekki hafa fundið taktinn, en við
vinnum okkur út úr því sam-
an.“
Það var eftir því tekið á síð-
ustu leiktíð að eftir fyrri um-
ferðina, þar sem KR-ingar réðu
ferðinni og Skagamenn ekki al-
veg í takt, var sem Skagaliðið
sneri bökum saman af alvöru,
menn slíðruðu sverðin og
unnu allt sem í boði var það
sem eftir lifði móts. Þá gekk
liðið í gegnum hremmingar og
spilaði ekki góða knattspyrnu.
Menn spyrja sig auðvitað að
því hvort sagan endurtaki sig.
Skaginn hefur undanfarin ár
verið mun sterkari í seinni um-
ferðinni, enda alltaf lögð
áhersla á að standa sig vel í
Evrópukeppninni. En til að
sagan endurtaki sig verður
margt að batna í leik liðsins.
Skaginn er búinn að fá á sig
fimmtán mörk, jafnmörg mörk
og Skallagrímur og Grindavík,
einungis Stjarnan og Valur
hafa fengið fleiri á sig.
„Það er alveg rétt, það geng-
ur náttúrulega ekki að við fá-
um á okkur 1-2 mörk í hverjum
einasta leik. Það er fyrir neðan
allar hellur og lið sem ætlar
sér titil getur ekki spilað svona
endalaust.“
Á meðal sparkspekinga er
einnig mikið talað um að lík-
lega séu Skagamenn mettir.
Allir titlarnir og sigrarnir sem
unnist hafa á liðnum árum hafi
gert það að verkum að liðið
skorti tilfinnaniega hungur í
sigur. Auðvitað er eitthvað til í
því að hvötin minnkar, en því
er eins farið með Skagamenn
og aðra að þeim líkar ekki að
tapa og engum verr en Óla
Þórðar, eins og glögglega kom
fram í sjónvarpsviðtali eftir
tapleik gegn Leiftri. Þeir sem
hafa afskrifað Skagann ættu að
hugsa sig tvisvar um. Þrátt fyr-
ir að þeir hafi hafa spilað mis-
vel og fengið á sig mikið af
mörkum eru þeir í góðum mál-
um; með nítján stig og í þriðja
sæti. Ef þeir ná að þjappa sér
saman enn einu sinni munu
þeir nálgast toppinn hratt.
Fríðrof gecjn ióHd og landi
Sumarið er stutt á landinu
okkar og það vitum við öll þeg-
ar við fögnum því, þótt við vit-
um að það mun kveðja okkur í
september ef að líkum lætur.
Við vitum að sumarið er
stutt, en höfum við skilið það
til fulls að á þessu sumri geta
sveitasælan og sumarferðirnar
orðið endasleppari en áður
hefur verið?
Nú er skammur tími til
stefnu þar til stórfelldir flutn-
ingar á margskonar herbúnaði
hefjast, því 19. júlí koma til
landsins t.d. efnavagn til að
hreinsa upp eiturefni, Herkú-
les-flugvél full af búnaði, bílum
og mannskap og síðan hvað af
öðru (her?)skip frá Noregi og
fjöldi af þyrium, herliði, vopn-
um og tólum.
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. júlí 1997 hefst innlausn á
útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991 ■
3. flokki 1991 ■
1. flokki 1992-
2. flokki 1992-
1. flokki 1993-
3. flokki 1993-
1. flokki 1994 ■
1. flokki 1995-
1. flokki 1996-
2. flokki 1996-
3. flokki 1996-
22. útdráttur
19. útdráttur
18. útdráttur
17. útdráttur
13. útdráttur
11. útdráttur
10. útdráttur
7. útdráttur
4. útdráttur
4. útdráttur
4. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu,
þriðjudaginn 15. júlí.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja
frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á
Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
KS3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYRJAVlK • SÍMI 569 6900
Þann 25. júlí munu dynja yfir
Reykjanesi og Suðurlandi flug-
æfingar sem ná síðan hámarki
með heræfingum sem nefndar
eru Norður-Víkingur og fara
fram frá Keflavíkurflugvelli,
vellinum í Skutulsfirði og við
Skaftafell dagana 1.-5. ágúst.
Athugum okkar gang, gott fólk;
höfum við hugsað okkur að
vera í Grímsnesinu, við Laug-
arvatn, í Brekkuskógi eða
við Galtalæk í sumarfríinu
eða um verslunarmanna-
helgina?
Ekki er ljóst hvort ís-
lensk stjórnvöld hafa af-
hent herstjórninni umferð-
arstjórn á Suðurlandsund-
irlendinu óskorað þær 2-3
vikur sem herstjórnin og
utanríkisráðuneytið hafa
tilkynnt umsvif flughers og
herflokka á svæðinu.
Það er því ekki ólíklegt
að ferðafólk lendi í svip-
uðu öngþveiti og ríkisskip-
uð þjóðhátíðarnefnd
skipulagði sumarið 1994
umhverfis Þingvelli. Þá er
rétt að hafa í huga umferð-
artalninguna á Hellisheiði
á hvítasunnudag, sem
komst upp í 8.000 bíla um-
ferð. Ráðherrum utanríkis-
mála og ferðamála er skyit
að gera grein fyrir því með
góðum fyrirvara hvernig
umferðaröryggi almenn-
ings verði tryggt á þeim
tíma og þeim leiðum þar
sem heræfingarnar fara
fram.
Brenglað verðmæta-
mat
Þó tekur þar steininn úr
að það skuli vera heimilt
að nefna Skaftafell sem
einn af þeim stöðum þar
sem þessi ófriður á að fara
fram. Það breytir engu um
þessa ófyrirleitnu land-
notkun þótt vopnaskakinu
séu gefin dulnefni, s.s.
Samvörður ‘97, Norður-
Víkingur eða rústabjörg-
unaræfing. Það mun vera
háttur hervelda að gefa
árásum sínum og aðgerð-
um meinleysisleg dulnefni.
Það breytir engu um þá
skömm sem af þeim hlýst.
Ritið Landsbjörg gefur þær
upplýsingar að Banda-
ríkjamenn muni borga
íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leiða áhættuna yfir land og þjóð án
þess að hafa nokkurt umboð til slíkrar bíræfni. Hvaða tryggingu hefur
ríkisstjórn íslands ef þjóðin verður fyrir glæpsamlegu athæfi, félagslegum
skaða, tjóni í atvinnu, spjöllum á mannvirkjum eða landskemmdum?
Þeirra er ábyrgðin. Mestur er þó skaðinn ef við höfum ekki manndóm til
að andæfa.
meginhluta þess kostnaðar
sem af þessu hlýst. Sama þakk-
lætið kom fram í viðtali sem ég
átti við starfsmann Náttúru-
verndarráðs. Hann vildi full-
vissa mig um að engar her- eða
flugæfingar færu fram í Skafta-
felli eða í þjóðgarðinum. Að
vísu verður stór þyrla í flutn-
ingum á möl neðan af aurunum
og upp í Skaftafellsheiði. Þá er
ráðgert að sama vél þjónusti
íslenskt Náttúruverndarráð
við að fiytja fyrir það brú inn í
Mosárdal.
„Þetta er hjálparstarf og við
gætum alls ekki gert þetta
sjálfir. Það yrði of kostnaðar-
samt,“ sagði starfsmaðurinn.
Er þetta ekki enn ein útgáfan af
vælinu „Við erum fátækir, fáir
og smáir“? Er það ef til vill
vegna andlegrar fátæktar að
stjórnvöld á íslandi fleygja
verðmætum þjóðarbúsins í
kjafta innlendra og erlendra
hákarla?
í þessu samhengi er rétt að
spyrja: Hvers virði er ímynd ís-
lands sem hreins og friðsæls
lands fyrir okkur sjálf og það
ferðafólk sem hingað leggur
leið sína? Er orðstír náttúru-
perlu eins og Skaftafells ekki
meira virði en sem svarar leigu
á flutningavél í 1-2 daga?
Er Island jafn hreint og
óflekkað land þótt hér fari
fram fjölþjóðlegar heræfingar
annað hvert ár? Eða eru landið
og þjóðin jafn óflekkuð og tigin
þótt erlendir herir vaði yfir
okkur á skítugum skónum?
Áhættan er okkar
Fjölmiðlar hafa sýnt myndir
af írönskum jarðskjálftasvæð-
um þar sem hús eru byggð úr
sólþurrkuðum múrsteini án
stoðvirkja.
Ef verið er að draga úr sam-
líkingu milli jarðskjálftavarna í
íran og á íslandi með nafninu
„rústabjörgunaræfingar“ þá
ætti nafngiftin ekki að blekkja
heimafólk. Verið getur þó að í
fjarlægum heimsálfum sé því
góðfúslega trúað að litla ísland
sé mjög háð hjálp, vernd og
gýligjöfum Ameríkana.
Við erum hluti mannkyns og
ísland er sýnilegur hluti heims-
byggðarinnar. Það er óþarfi
fyrir þjóð sem býr við náttúru-
leg landamæri Atlantshafsins
að sætta sig við að vera óskil-
greind stærð eða útkjálki ein-
hvers stórveldis. Umheimur-
inn þarf að fá þá vitneskju að
við björgum okkur best á eigin
afli.
En íslensk stjórnvöld eru sí-
fellt að taka áhættu sem þau
hafa ekki fengið umboð þjóðar-
innar til að takast á hendur. Is-
lensk stjórnvöld standa fyrir
misskiptingu þjóðarauðsins,
skipuleggja byggðaröskun, of-
nýtingu náttúruauðlinda og
leggja kapp á að fá iðnaðar-
mengun í stórum stíl inn í land-
ið. Það er því ekki stílbrot þótt
þessi sömu stjórnvöld bjóði
herveldum tveggja heimsálfa
að koma til íslands með her
sinn og dáta sem ekki eru of
vel þokkaðir þar sem þeir hafa
verið við „hjálparstörfin".
Ástralska stjórnmálakonan
Margaret Reynolds hefur bor-
ið fram ásakanir og mótmæli
kvenna sem hjálparsveitir,
friðarsveitir og barnahjálpar-
sveitir hafa beitt konur og
börn. Konur í Phnom Penh
kærðu árið 1993 friðarsveitir
(UNTAC) fyrir skerðingu á
ferðafrelsi, ofbeldi og feiknar-
lega aukningu á vændi og út-
breiðslu alnæmis og fleiri kyn-
sjúkdóma.
Stofnunin International Save
the Children Alliance sendi
sínar sveitir til Mósambík.
Sveitirnar (ONUMOZ) voru
ákærðar 1994 til mannréttinda-
dómstólsins fyrir misnotkun á
börnum.
Margaret Reynolds var ekki
heldur sátt við andvaraieysi
ástralskra stjórnvalda gagn-
vart amerískum hersveitum
sem komu til Ástralíu til heræf-
inga. Hún hefur krafist þess að
ákveðnar reglur og skilyrði séu
sett varðandi hegðun og hátt-
erni erlendra hermanna í land-
inu og krefst þess að þeir am-
erísku hermenn sem ákærðir
eru fyrir kynferðislegar árásir
eða glæpi séu kyrrsettir og
komi fyrir ástralska dómstóla
og séu þeir sekir þá greiði am-
erísk stjórnvöld miskabætur
til þolenda.
MÓTMÆLUM ÖLL!
Þórunn Magnúsdóttir, cand. mag.
(Heimfld: Intemational Women's Day íor
Peace and Disarmament.)