Alþýðublaðið - 04.12.1970, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.12.1970, Blaðsíða 7
sýndu að 55,4% af 2358 skráð- um voru sveinbörn. Fleiri svejnbörn ’en meybörn deyja skömmu eftir fyrstu vik- una. Dauðsföll sveinbarna vegna sjúkdóma í lungum og heila eru tvöfalt fleiri en meybarna, auk þess fleiri „svæfilkafnanir". Ekki eru rieinar skjalfestar or- sakir fyrir þássum mun, en álit- ið er að margar mæður álíti að sveinbörn séu hraustari en meybörn og 'þarfnist iþví ekki jafn nákvaemrar aðgæzlu. Þá vofir mun meiri banahætta af völdum slysa yfir drengjum en telpum þeir eru fíknari í ævintýri og meiri líkur til að þeir rati í líkamlega hættu. Til 15 ára aldurs látast milli tvö- fait og þrefalt fleiri piitar en stúlkur af slysförum og talan hækkar í 3,5 á móti 1 eftir að drengirnir komast á þann aldur að þeir fara að aka bifhjólum og bílum. Á milii 15 og 44 ára aldursins er einkum um þrennskonar dán arorsakir að ræða — slysfarir, krabbamein og hjartasjúkdóma. Slys við störf og á ferðalögum henda karlmenn sér í lagi, krabbam'einið reynist báðum kynjum hættulegt, en á ólíkum aldri. KarLmönnum er ihættara við krabbameini en konum á aldrinum 15—24 ára, dánartal- an er jöfn fra 25—34 ára, en á aldrinum 3^5—44 ára verður krabbameinið fleiri konum að bana, en þá sækir meinið eink- um í æxlunarlíffæri þeirra, leg, eggjastokka og brjóst. ■ Hjartasjúkdómar verða fleiri körlum en konum að fjöftjóni á öllum aldri, en konur njóta þar sérstakrar, líffræðilegrar vernd ar á frjósemisaldrinum. Er svo að sjá sem 'kvenhormónarnir séu þeim vörn fram að tíða- hvörfum, en þá hækkar dánar- talan af völdum hjartasjúkdóma hvað' þær snertir. Þetta virðist koma heim við þá staðreynd, að sú dánartala er hærri meðal ungra kvenna, sem eggjastokk- arnir hafa vérið teknir úr ein- hverra orsaka vegna. Tvær mikilvægar orsakir koma til greina varðandi þenn- an mismun dánaroi'saka af völd um ihjartasjúkdóma, Þó látin sé lönd og leið sú lítt. skilgreinda „streita", sem talið er að starf karlmanna valdi þeim, hafa reykingar og offita ekki komizt á skýi-slur hins. opinbera í sam bandi við dauðsföllin. Reyking- ar valda bæði háum blóðþrýst- ingi, skeifugarnarsári og krabba meini í lungum, blöðru og nýr- um, en offita háurn blóðþrýst- ingi, sem leiðir til hjartasjúk- dóma. Karlar á Englandi reylcja tvö falt eða þrefalt fleiri sígarett- ur en konur, flestir eta iþeir. of mikið líkaog loks eríþað að karl mönnum er '25% hættara við bana en konum vegna sömu of- þyngdar — og á því fyrírbæri er ekki heldur nein skýring, Hvað offitan er hættuleg má marka af því, að dauðsföllum fækkar hja feitu fólki; eftir að það hefur gert gangskör að því að megra sig. Konur eru ekki einungis harð gerari líkamlega, heldur virðast þær og vera í meira jafnvægi andlega. Það hendir iþær síður að fremja sjálfsmorð og árið 1968 til dæmis styttu 2695 karl menn sér aldúr en aðeins 1889 konur. Karlmenn virðást og háð ari konum en konur karlmönn- um — hlutfallsdánartaia ekkju- manna innan tmLssenis frá and- láti eiginkonunnar er 40% hærri en kvæntra karlmanna á svip- uðum aldri; hins vegar er það tiitölulega sjaldgæft að ekkjur deyi af hanmi. Þótt konur standi þannig á allan hátt betur að vígi, er það ekki nóg 'heldur hafa þær og meiri hag af framförum í lækn- islist og lyfjagerð en karlar. Skaðlegustu banavaldarnir hafa verið sigraðir, kóleran, skarlat- sóttin og bóluveikin hafa ekki lengur nein teljandi áhrinf á dánarhlutföllin hvonki hvað snertir karla eða konur. En þess ar framfarir taka og til þeirra sjúkdóma, sem áður urðu kon- um að bana s'érstaldega. Barns- burður og barnsfarasótt varð konum tíðast að bana á nítjándu öld og áður. Nú ala flestar kon- ur börn sín í sjúkrahúsum, þar sem óhætt er að fuilyrða að þær hafa ekkert að óttast; jafn vel þótt eitthvað óvænt komi fyrir á síðust'u stundu kann hið þjálfaða starfslið þar ráð við því. I Það virðist því staðreynd, að kvenkynið sé sterkára kynið, hafi alltaf verið það og verði. Siðustu árin hefur þikleg ævi- lengd karhnanna í rauninni stytzt, og er það í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað ;í menn- ingarþjóðfélagi á friðartímum. Líitleg ævilengd kvenna leng- ist hins vegar jafnt og þétt. Líf fræðilega virðist það því ekki neinum vafa bundið að þær hafi síðasta orðið. — Konstantín Pástovski MANNSÆVl Halldór Stefánsson þýddi I. bindi: Bernska og skólaár II. bindi: Fárviðri í aSsigi III. bindi: Lýsir af degi IV. bindi: Bjartar vonir Úr íslenkum og erlendum umsögnum: .. lýsing hans auðkennist af efnislegu raunsæi sam- fara sterkum Ijóðrænum stíl sem ótvírætt er af ætt og eðli klassískra rússneskra bókmennta. Ólafur Jónsson (Vísir) Engum sem íes þessa bók getur dulizt hvern mann- kostamann höfundur hennar hefur að geyma. Þórarinn Guðnason (Tímarit Máls og menningar) ... hæfileiki han9 til að tjá það sem hann hefur sjálfur reynt, óheftur Ijóðrænn náttúrleiki hans fær lýsingum hans líf og kraft, sem gerir fortíðina að nútíð og nálægð. Klaus Rifbjerg (Politiken) Sönn bók eftir sannan rithöfund. Robert Graves Hann fjallar um byltinguna og Rússland eða öllu held- ur um byltingarmenn og Rússa. Öllum aukaatriðum er svipt burt, þar til ekkert er eftir nema það sem er skýrt og lifandi og óhjákvæmilegt. The Times VerS alls verksins ib.: kr. 1.440,00 + söiuskattur HEIMSKRINGLA ffcrteka fyrri skoðánir síraai- um að umferðaröryggið veirði að ver-a leiðarljós þeirra, er með firamkvæmd vegamáia fiara, bæði hvað snierti nýbyggingu vega og viðhald eldri vega. — Sérstaklega bendi þingið á, að lagfæra þui'fi ýmsa hættulega staði í þjóðvegaikerfi okikair án tafar og þar séu ekki látin sitja við aðvörun'armerkin ein. Lands samband vörubifreiðarstjóra lýsi sig reiðubúið til samvinnu við aðra aðila í þjóðféiaginu, opin- bera sem einkaaði la, sem stuðlað geti að auknu umfterðairöryggi“. Þá ályktaði þingið um þróun verðlagsmáia og í áiyktuninni iýsir Landssamband vörubifneiðj arstjóra yfir m'egnri óánægju sinni með þróun verðlaigsmála og telur ástand þeirra nú með öllu óyiðumandi. „Sérstakiega átelur þingið þá ráðstöfun stjórn: vald.a þvert. ofan í, aðvaranir iiandssambandsins að gefa álagn- ingu frjálsa á varahlutum al- mlenint, sem hefur ieitt til stór- felldrai- verðhækkunar vara- hluta í landinu. Þegar álagningin var gefin frjáls var látið í það skinia, að vara'hlutaþjónustan myndi batna til mikilla muna vegna þættrar aðstöðú innflytj;enda ’en reynsl- an hefur sýnt, að þar var um falsvonir að ræða. Hefur vara- hlutaþjónustan ekkert batnað, en hin hækkaða álagning lagzt sem þungur fjárha'gsbaiggi á alla notendur varahluta í landinu. Fyrir því skorar níunda þing Landssambands vörubifreiðar- stjóra á stjómvöld landsins að hiutast nú þegar til um.að álagn ing á varahluti verði sett undir hófleg verðlagsákvæði og þeim ák'væðum vejði framfylgt með ströngu verði:agseftirliti.'1 E'nnfremur mótmælti þingið í ólyktun lagafrumvarpi ríkis- stjómarinnar „um ráðstafanir til stöðugs verðlags og latvinnu- ÖTyggis þar sem ákvæðum ný- gerðr'a kj r.rnsamninga um visi- tölugreiðslur á laun væri breytt með beinu lagaboði. — BAZAR Verkakvennafélagsins Framsóknar er laug- ardaginn 5. desember kl. 3 e.h. í Alþýðuhús- inu (gengið inn Hverfisgötumegm). Margt ágætra muna. > ; Komið og gerið góð kaup. Bazarnefndin 4 FÖSTUDAGUR 4. ÐESEMBER 1970 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.