Alþýðublaðið - 29.03.1972, Side 6

Alþýðublaðið - 29.03.1972, Side 6
SAMVINNA - SAMEINING? Unghreyfingar vinstri flokkanna hata undanfarnar vikur haldið sameiginlega fundi um sameiningarmálið viðs vegar um land. Nefndir þær, sem vinstri flokk- arnir kusu til viðræðna um málið, hafa haldið áfram að ræðast við og búast má við því að nú, þegar páskafri hefur verið gefið á Alþingi og timi manna rýmkast i kringum hátiðirnar, verði viðræðu- fundir tiðari. Þannig er stöðugt unnið að sameiningarmálinu. Það hefur siður en svo verið látið niður falla. Og al- menningur sýnir málinu enn sama áhugann. Það hefur komið glöggt i ljós á þeim fundum, sem haldnir hafa verið út um land upp á siðkastið um þetta mál. Þeir hafa yfirleitt verið vel sóttir og já kvæðir. Það hefur einnig komið fram á þess- um fundum og viðar, að menn leggja dálitið misjafnan skilning i þetta mál. Annars vegar eru það þeir, sem ræða fyrst og fremst um sameiningu jaf- naðarmanna, þ.e.a.s. sameiginlega flokksstofnun þeirra með einum eða öðrum hætti. Hins vegar eru þeir, sem aðallega ræða um flokkasamstarf vinstri manna. Þótt samstarf og sameining geti verið skyld mál þá ber þó að leggja áherzlu á, að á sameiningarmálinu annars vegar og hugsanlegri flokkasamvinnu hins vegar er mikill munur, bæði eðlismunur og stigsmunur, og varasamt er að ræða þau mál án þess að skilja þar glöggt á milli. Menn verða að vita um hvort málið þeir eru að ræða og menn verða yð skilja, að samvinna og sameining er ekki eitt og það sama. Aðdragandi, eðli og afleiðingar eru gerólik eftir þvi, hvort um flokkasamvinnu eða flokka- sameiningu er að ræða. Þegar stjórnmálaflokkar ákveða að vinna saman er sú samvinna byggð á ákveðnum samvinnusamningi. Með samvinnunni hefur það einfald lega gerzt, að tveir eða fleiri flokkar með ólika stefnu i ákveðnum grund- vallaratriöum ákveða að vinna saman að tilteknum málum, sem þeir hafa komiðsérsaman um. Tilþess að unntsé að ná slikri samvinnu flokka þurfa auk þess ákveðnar ytri aðstæður að vera fyrir hendi. Breytist þessar aðstæður verulega frá þvi sem þær voru, þegar samvinnusattmálinn var gerður, eða bresti málefnalegur grundvöllur sam- vinnunnar, þá brestur samstarfið. Þegar flokkar, tveir eða fleiri, ganga til samvinnu er þvi eitt fyrirfram alveg vist og þaö er, að sú samvinna tekur enda. Flokkasamvinna getur þvi aldrei orðið endanlegt takmark neinna áhuga- manna um stjórnmál. Hún getur aðeins orðið takmark á ákveðnum timum og við ákveönar kringumstæður, en aðeins sem timabundin ráðstöfun, sem menn ganga til i þeirri fullvissu, að fyrr eða siðar muni upp úr samvinnunni slitna og annað taka við. Heilbrigð skynsemi segir okkur þetta, og ef menn binda meiri vonir við flokkasamvinnu, en slik samvinna getur staðið undir, þeim mun meiri vonbrigðum verða menn þá fyrir, þegar vonirnar ekki rætast. A sama hátt og samvinna flokka er aðeins timabundin ráðstöfun er flokka- sameining framtiðarráðstöfun. t henni felst, að tveir eða fleiri flokkar komast að raun um, að þá greinir ekki á i grund- vallarstefnumálum, og flokksmenn þeirra og aðrir, sem sömu grundvallar- hugsjón aðhyllast, ákveða að ganga til sameiningar með einum eða öðrum hætti. Þannig er sameiningarmálið miklu stærra og afdrifarikara mál, en flokkasamvinna og miklar vangaveltur um einhvern samvinnusambræðing margra og ólikra flokka getur auðveld- lega ruglað öllum fyrirætlunum um flokkasameiningu og unnið þeim mál- stað mikið ógagn. Timabundin ráö- stöfun, eins og samvinna flokka, getur aldrei komið i stað varanlegrar ráðstöf- unar, eins og sameiningar flokka. Það hljóta islenzkir vinstri menn, og þá ekki sizt jafnaðarmenn, fyrir löngu að hafa lært. Þegar rætt er um sameiningarmál, þá Sighvatur Björgvinsson skritar-. þarf eðlilega fyrst að svara þeirri spurningu hverja eigi að sameina. Vinstri flokkarnir hafa sjálfir svarað þeirri spurningu. Aðeins tveir þeirra, Alþýðuflokkurinn og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hafa gert álykt- anir, sem eru ótviræðar viljayfir- lýsingar um sameiningu. Alþýðubanda lagið og Framsóknarflokkurinn tala fyrst og fremst um vinstra samstarf. t ályktunum bæði Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna er talað um sameiningu jafnaðarmanna i einn flokk. Sameiningarmálið er þvi sameining jafnaðarmanna. _Og aðeins þessir tveir stjórnmálaflokkar, Alþýðu- flokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, kenna sig við jafnaðar- stefnu i stefnuskrám sinum. Þar með er vitaskuld ekki sagt, að jafnaðarmenn finnist hvergi annars staðar, en i þess- um tveim flokkum. En aðrir flokkar á tslandi kenna sig ekki við jafnaðarstefn- una. 1 ljósi þessa hafa viðræður Alþýðu- flokksins og Samtakanna þvi verið með öðru móti, en viðræður þessara flokka við hina vinstri flokkana. Markmiðið með viðræðum Alþýðuflokksins og Sam- takanna er sameining islenzkra jaf- naðarmanna i einum flokki. Það er yfir- lýst stefna flokkanna beggja. Um það mál snúast þeirra viðræður. Báðum aðilum er það ljóst, að sú sam- eining verður ekki á einni nóttu. Hún tekur tima og á að taka tima, þvi hún verður að vera vel undirbyggð, þegar að henni kemur. Fulltrúar beggja flokk- anna i viðræðunum munu þó leggja áherzlu á að fá einhverjar niðurstöður á næstu mánuðum og sjálfsagt mun málið koma til kasta flokksþings beggja þess- ara flokka, sem haldin verða i haust. En endanleg sameining á sér þó sennilega lengri aðdraganda. Þvi er ekki að neita, að margir halda að méð sameiningarmálinu sé stefnt að einhverjum allsherjar samruna allra fjögurra vinstri flokkanna. A þvi stigi er málið ekki. Það er ekki verið að reyna að skapa einhvern „vinstri” flokk, sem hefði það fyrst og fremst til sins ágætis að vera stór. Það væri til litils unnið, ef út úr sameiningartilraununum kæmi einhvers konar vinstri viðrini án hreinna lina eða skýrra viðhorfa, gal- opinn i alla enda og kanta. Markmið sameiningarmálsins er ekki að leggja jafnaðarstefnuna niður, heldur þvert á móti. Og þótt barátta is- lenzkra jafnaðarmenna kunni á tiöum að vera erfið þá kemur þeim ekki til hugar að fórna sinni jafnaðarstefnu þótt þeir fengju stærsta flokk þjóðarinnar i staðinn. Verði árangur af sameiningar- tilraununum, sem ég vona, má enginn fyrirvari á þvi vera, að þar séu jafn- aðarmenn á ferð, — ekkert ef eða en. Þetta er algert aðalatriði i þeim sam- einingartilraunum, sem nú eiga sér stað. Það verða menn að gera sér ljóst. Atburöir, sem endurtaka sig varla. Enn hefur ekki tekizt að tryggja fullkomna vináttu og eindrægni gagnvart þjóðum Austur-Evrópu, en það er harla ósennilegt, að hin- ir geigvænlegu atburðir, sem áttu sér stað innan Þýzkalands á ævi- dögum fyrri verðlaunaþega, eigi eftir að endurtaka sig. t persónu þess manns, sem nú veitir stjórn sambandslýðveldisins forustu, sameinast að nokkru starfsemi allra þeirra þriggja manna, er hlutu friðarverðlaunin á árunum 1926, 1927 og 1935, i þágu friðar og sáttfýsi. Það hefur aldrei farið leynt, fyrir hverju verð- launaþegarnir börðust eða að hverju þeir stefndu, en þegar nút- fmi er borinn saman við fortið, sést að nú eru margfalt meiri !ik- ur fyrir þvi, að hrinda megi af stað áhrifarikari þróun i friðar- átt. Þegar ákveðið var árið 1935, að friðarverðlaunin ættu i það sinn að falla i skaut Carl von Ossiet- zky, útgefanda vikublaðsins „Weltbuhne” i Berlin, sem hafði haft mjög mikil áhrif á afstöðu þýzkra menntamanna, vænti eng- inn þess, að þjóðernisjafnað- armenn, sem varpað höfðu von Ossietzky i fangabúðir i Sachsen- hausen-Oranienburg, fengjust til að breyta stefnu sinni, sem fólgin var i yfirgangi og ofbeldi, þótt menn i Oslo hefðu sýnt ótviræða samstöðu með manni, er var framarlega i fylkingu andstæð- inga þeirra. Friöarverðlaun mátti eng- inn þiggja. Ossietzky hafði þegar verið tek- inn fastur, þegar Weimar-lýð- veldið var að liða undir lok, Tyrir að birta greinar um þá leynilegu hervæðingu, sem hægri sinnaðar stjórnir Þýzkalands höföu þá þeg- ar hafið og var i trássi við alþjóð- lega samninga. Það skal að visu viðurkennt, að nazistar létu þenn- an Nóbelsverðlaunaþega lausan, þegar hann hafði verið skamma hrið i fangabúðum - hann andað- istárið 1938 af afleiðingum fanga- vistarinnar - en Hitler bannaði siðan Þjóðverjum að þiggja þessi verðlaun. Það hafði æst þjóðernissinna og afturhaldssama aðila, þegar Ludwig Quidde, prófessor, voru veitt friðarverðlaunin árið 1927. Hann var mjög hugrakkur friðar- sinni, forseti Friðarsamtaka Þýzkalands, óþreytandi forvigis- maður og skipuleggjandi friðar- samtaka Þjóðverja i öllum stjórn.m.fl. og félögum, og þreyttist aldrei á að minna menn á það i ræðu og riti, hver hætta stafaði af utanrikisstefnu Þjóð- verja og þeirri þróun, sem hægri öflin í Þýzkalandi mótuðu i innan- rikismálum. (Quidde fluttist úr landi árið 1933, fór þá til Sviss, þar sem hann andaðist árið 1941.) Styöja þurfti friðarsinna. Nóbelsverðlaunanefnd norska Stórþingsins, sem kaus Þjóðverja á ný til að taka við f r i ð a r v e r ð 1 a u n u n - um aðeins ári eftir að Gustav Stresemann hafði verið heiðraður með þeim, sýndi með þvi óyggjandi, að hún teldi stjórn- málastarfsemi Quiddes, bæði við blaðaútgáfu og i félagsmálum, ekki siður mikilvæga á alþjóða- vettvangi en hina opinberu stefnumótun i samskiptum rikja og að aðgerðir á báðum sviðum væru jafnáriðandi - og hvort tveggja þarfnaðist stuðnings, þar sem hætta steðjaði að. Þegar friðarverðlaununum var skipt á milli Stresemanns og franska stjórnmálamannsins Aristides Briand (og Cham- berlains) árið 1926, þá var verið að viðurkenna sérstakt framlag þeirra til alþjóðafriðar, þvi að þeir voru aðalhöfundar Locarno- sáttmálans 1925 og frumkvöðlar þess, að Þjóðverjar gengu i Þjóðabandalagið 1926. Stresemann haföi verið formaður jafnaðarmannaflokksins frá 1918, og sem kanzlari (frá 1923) hafði hann háð vanþakkláta bar- áttu fyrir skilningi þjóða i milli. Átti hann m.a. erfitt uppdráttar vegna hernáms Frakka á Huhr, sem Þjóðverjar svöruðu með óvirkri andspyrnu, svo og vegna skaðabótaákvæða Dawes-sátt- málans, en fékk þó siðar að ráða þeim afdrifariku skrefum, sem getið hefur verið hér að framan. Þegar Stresemann varð utan- rikisráðherra Þýzkalands, hélt hann áfram fyrri stefnu allt til dauðadags árið 1929, og á þeim árum undirrituðu Þjóðverjar m.a. Kelloggsáttmálann, sem bannfærði strið sem úrræði i sam- búð þjóða, og féllust á Young- áætlunina (sem gerði ráð fyrir árlegum skaðabótagreiðslum af hálfu Þjóöverja til ársins 1988.) Þýzkaland erfitt fööurland. Nokkrum árum siðar, hafði nazistaflokkurinn náð völdunum og hann tilkynnti þá, að hann ætl- aði að hafa slika samninga að engu. A siðasta ári, tæpum fjörtiu ár- um siðar, gafst i fyrsta skipti tækifæri til að veita verðlaunin á forsendum, sem gefa góðar vonir um batnandi friðarhorfur, aukið frelsi og skilning þjóða á meðal, og jafnframt voru verðlaunin veitt Þjóðverja, sem hefur i öllu starfi sinu sem stjórnmálamaður, ræðumaður, rithöfundur og blaðamaður lagt kapp á barátt- una fyrir þeirri hugsjón, sem Nóbel hafði i huga, þegar hann ákvað friðarverðlaunin. Það var Gustav Heinemann, forseti Vestur-Þýzkalands, sem komstsvo að orði:,,Sumföðurlönd eru erfið. Eitt þeirra er Þýzka- land”. Þegar Willy Brandt tók við embætti kanzlara Vestur-Þýzka- lands haustið 1969, komst hann svo að orði i stefnuskráarræðu sinni á sambandsþinginu i Bonn 28. október: „Margir hafa óttazt það hérlendis á siðustu árum, að þýzkt lýðræði liði aftur undir lok, eins og það gerði á sinum tima. Ég hef aldrei verið þeirrar skoð- unar. 1 dag óttast ég það enn siður en áður. Nei, við stöndum ekki við endalok lýðræðis okkar - við erum einmitt að byrja að beita þvi. Við höfum i hyggju að gerast og vera þjóð góðra granna, og það mun- um við verða bæði inn á við og út á við”. Vissrar trúar er þörf... Willy Brandt hafði einnig tekið til máls i Genf þ. 3. september 1968, þegar þar var háð ráðstefna rikja, sem höfðu ekki umráð yfir kjarnavopnum og ætluðu ekki að afla þeirra eða smiða þau. Þá sagði hann: „Hafi menn ekki trú á vissum undirstöðureglum i sambúð þjóðanna, þá er vonlaust, að hægt sé að hafa hemil á tor- timingaröflunum.... Án slikrar trúar og trausts verður ekki frið- ur i heiminum. Undirskriftir manna eru einskis virði, ef þær byggjast aðeins á einhverju lágmarki áreiðanleika”. Willy Brandt hefur sýnt það i öllu dagfari, bæði sem stjórn- málaleiðtogi og einstaklingur, að honum má treysta i einu og öllu. Jafnframt er allt ástand i málum Þýzkalands orðið miklu öruggara en áður, hvað snertir vilja stjórn- valda i friðarmálum og einbeitni þeirra i að halda fram stefnu sinni, þótt heimsmálin séu að mörgu leyti viðsjálli en oft áður. Eugen Koch prófessor. Höfundur þessarar greinar fæddist 1. febrúar 1903 i Mun- chen. Hann lagði stund á stjórn- visindi, hagfræði og félagsfræði i Munchen, Flórens og Vin, en var siðan ritstjóri vikublaðs kaþólskra og ihaldsmanna i Vin frá 1927 til 1934. Hann var tekinn fastu 12. marz 1938 fyrir starf- semi gegn nazistum og settur i fangabúðirnar i Buchenwald árið eftir. Þegar hann hafði verið lát- inn laus úr fangabúðunum eftir striðið, lýsti hann kynnum sinum af fangabúðunum i bókinni ,,SS- rikið”, sem öðlaðist heimsfrægð. VHI STÖNDUM EKKI VHI Hugleiðingar um friðarverðlaunin og fjóra Þjóðverja EIUMLIIK LYÐHÆÐIS OKKAR VHLERHM EIHHITT M BVBIl «0 BEITA ÞVÍ... Stjórnmálaþróunin i Þýzkalandi á siðustu 50 árum - frá þvi skömmu eftir fyrri heims- styrjöld og fram á þennan dag - gerir okkur fært að átta okkur á tengslunum milli þeirra fernu friðarverðlauna Nóbels, sem veitt hafa verið Þjóðverjum á þessu timabili, á árunum 1926, 1927, 1935 og 1971, að ákvörðun friðarverð- launanefndar norska Stórþings- ins. Var það þó hvorki ætlun né hlutverk nefndarinnar að leggja áherzlu á þessi tengsl, þvi á ári hverju eru verðleikar einstakl- inga, þjóða, stofnana eða sam- taka i þágu heimsfriðarins metnir án tengsla við fyrri veitingar. En hver sá, sem kannar þessi mál i ljósi siðustu veitingar friðarverðlaunanna og kemur auga á samband þeirra innbyrðis, möguleikana á framförum og straum hugmynda og skoðana i heiminum og áttar sig á rikjandi öflum i honum fyrr og nú, verður að taka tillit til framvindu sög- unnar. 1 Þýzkalandi hafa orðið róttækar breytingar, og Willy Brandt getur byggt starfsemi sina á miklu breiðari grundvelli, bæði stjórnmálalega og siðferði- lega, en hinir þrir Þjóðverjarnir áttu við að búa á þriðja tug aldar- innar og i upphafi hins fjórða. A SVO KANNSKI AD FARA AD FALLA FRÁ • • • • ORYGGISKROFUNUM? Ef lög, sem samþykkt hafa verið i Bandarikjunum um auk- inn öryggisútbúnað bifreiða og ráðstafanir gegn loftmengun af þeirra völduin, verða fram- kvæmd á breytinga mun út- söluverð bandariskra bila hækka um 755 dollara (rösklega 66 þús. kr.). Miðað við að- flutningsgjöld og tolla af slikum bilum hér myndi framkvæmd laganna bafa i för með sér verð- bækkun á bandarískum bflum hér á landi, sem gæti numið frá 120 þús. til 150. þús. kr. Þessi mikla verðhækkun hef- ur valdið bifreiðaframleiðend- um miklum áhyggjum. Hafa þeir haldið þvi fram, að hin nýju lög væru allt of ströng, en þau eiga að vera komin til fram- kvæmda árið 1976. Bandariskir bilaframleiðend- ur hafa nú fengið óvæntan og kærkominn stuðning. Opinber nefnd sérfræðinga, sem rann- sakað hefur áhrif tagasetning- arinnar á bandariska bilaiðnað- inn i niu mánuði samflcytt, hef- ur komi/.t að þeirri niðurstöðu, að lögin séu allt of ströng. Legg- ur nefndin til, að lögunum verði breyttog fallið verði frá ýmsum ströngustu kröfum þeirra. i nefndinni eiga sæti ýmsir viðurkenndir visindamenn og hagfræðingar. Hafa þeir rann- sakað málin mjög ýtarlega og m.a. komizt að þvi, að jafnvcl þótt lagafyrirmælunum væri fylgt út i yztu æsar, þá yrði árangurinn ékki sá, sem eftir var sótzt. Meðal annars benda þeir á, að breytingarnar, sem lögin gera ráð fyrir að gera verði i sambandi við hreyfilút- búnað bifreiða til að koma megi i veg fyrir mcngun andrúms- loftsins frá útblæstri þeirra, muni á árabilinu frá 1976 til 1985 kosta 63 billjónuin dollara meir, en sparist á öðrum svið- um vegna minni mengunar. Þa' er nefndin einnig mjög efins um, að það verði til nokk- urs gagns til þess að draga úr slysahættu í sambandi við árekstra, þótt bilarnir verði búnir sérstökum gúinmipúðum, sem blásast sjálfkrafa upp við árekstur og forða eiga öku- inanni og farþeguin frá limlest- ingu. I.ögin gera ráð fyrir slík- um búnaði i öllum bilum eftir 1976, en mikill kostnaður mun vera að koma slikum útbúnaði fyrir. ltalph Nader, forystumaður neytenda i Bandarikjunum, hef- ur harðlega ráðizt á niðurstöður nefndarinnar og fullyrðir, að hún hafi látið bandariska bila- framleiðendur „kaupa” sig. Hins vegar eru fulltrúar bila- iðnaðarins eðlilega mjög ánægðir með niðurslöður nefn- darinnar. Þennan bil hefur Volvo látið gera til að vera með i kapphlaupinu um öryggisbilinn. EN ÖRYGGIÐ ER ÞÓ UND- IR EFTIRLITI HÉR HEIMA HIHS VEGAR MÆTTI AÐSTADAH GJARHAH BATHA Við erum nú aö herða mikið allt eftirlit meö öryggisútbúnaði bíla, svo sem hemluin og stýris- útbúnaði.en sökum afleitrar að- stöðu, getum við þó ekki fram- kvæmt þær athuganir á bilum sem við vildum, sagði Guðni Karlsson forstöðumaður bif- reiðaeftirlits ríkisins, i viðtali við blaöiö i gær. Aðalskoðun bifreiða i Rcyk- javik hófst fyrr i þessum mán- uði, en menn hafa mætt heldur dræmt það sem af er og margt hefur fundizt ábótavant við bil- ana. Betri bilarnir koma þó yfir- leitt fyrst, og sagði Guðni að þegar tæki að liða á skoðunar- timann, væri algengt að þriðji hver bill næði ckki skoðun, og er ótrúlegur fjöldi atriða úr lagi gengin á sumum bílunum. Bifreiðaeftirlitið skoðar allt upp i 300 bila á dag, þegar mest er, en það eru um mitt sumarið samkvæmt reynslu undanfar- inna ára. Nú er cinnig Tarið að skoða hjólbarðana með tilliti til hvort þcir eru af misjöfnum gerðum, sem getur verið stór- hættulegt, en ekki eru til ákvæði i reglugcrðum það atriði, og þvi ekki hægt ncma að benda mönn- um á hættuna, en reglugerð um hjólbarða cr i undirbúningi. Að lokum sagði Guðni, að lög- regla og bifreiðaeftiiiitsmenn, hafi að undanförnu kannað ástand bila úti á þjóðvcgunum, og sagði hann að það hafi gefið góða raun, margir hilar hafi reynst i stórhættuiegu ástandi, og væri nú hugur fyrir að auka þessháttar eftirlit,- Miðvikudagur 29. marz 1972 Miðvikudagur 29. marz 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.