Alþýðublaðið - 19.05.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.05.1972, Blaðsíða 6
Viðburður ársins hjá hestamönnum i Reykjavik, hinar árlegu hvitasunnu- kappreiðar hestamannafé- lagsins Fáks fara fram á skeiðvellinum aö Viðivöllum á annan i hvitasunnu. A hinu nýja athafnasvæði reykviskra hestamanna að Viðivöllum hefur verið gerð 1200 metra hringbraut og verður nú i fyrsta sinn keppt i svo langri vegalengd hér á landi. Að venju verður starf- ræktur veðbanki á þessum kappreiðum, og fara 80% af veltu bankans i vinninga. Aður en keppni hefst verða sýndir efstu hestar i góð- hestakeppni félagsins en i henni verður dæmt n.k. laugardag kl. 15.00— 18.00 að Viðivöllum, og er aðgangur þá ókeypis. 1 keppnisgreinum kapp- reiða eru skráðir margir mjög þekktir hestar. Nefna má i skeiði Glæsi Höskuldar Þráinssonar og Oðinn Þorgeirs i Gufunesi. í 350 m. stökki keppa m.a. Hrimnir Matthildar Harðar- dóttur sem oft hefur unnið þetta hlaup. 1 800 metrum er rétt að nefna Blakk, Hólmsteins Arasonar, en sá hestur á Islandsmet i greininni og i 1200 metrum keppir m.a. hinn reyndi keppnishestur, Lýsingur, Baldurs Odds- sonar sem sigraði i 1000 metra hlaupi á afmæliskapp- reiðum Fáks i vor. Á þessum kappreiðum er 1200 metra hlaup ný keppni- grein, sem sérstök ástæöa er til að benda á. Hinn nýi hringvöllur gerir þetta kleift og vist er að hlaup þessi eru miklu skemmtilegri fyrir áhorfendur að fylgjast með. Alls koma fram á kapp- reiðunum og góðhestakeppn- inni milli 80 og 90 hestar, viðsvegar aö af landinu t.d. Arnessýslu, Rangárvalla- sýslu, Borgarfjarðarsýslu, og Skagafjarðarsýslu, auk þeirra, sem styttra eiga að sækja. Mikið lif er i starfi Fáks um þessar mundir og mikill fjöldi nýrra félagsmanna hefur bætzt við á árinu. Tamningastöð hefur verið rekin i allan vetur og jafnan verið fullskipuð. Yfirmaður tamninga er Sigurjón Gests- son. Reiðskóli erstarfræktur og munu sækja hann um 250 börn i vetur. Kennslu hafa annazt Ingólfur Guðmunds- son og Kolbrún Kristjáns- dóttir. Þá standa yfir námskeið með um 30 þátttakendum i hlýðni og fimiþjálfun hesta, sem um leið er reiðmennsku þjálfun og leiðbeining knapa. Stjórnandi námskeiðsins er Ragnheiður Sigurgrims- dóttir. Stjórn Fáks sýndi i fyrra- dag fréttamönnum hið nýja athafnasvæði að Viðivöllum, sem Fáksmenn eru að vonum ánægðir með, enda er það ekki hver borg, sem geturstátað af bæði laxveiði- á og athafnasvæði hesta- manna innan borgarmark- anna. Viðivellir liggja nánast við Breiðholt og þar er unnið af fullum krafti að fullgera svæðið, og allir fjármunir fé- lagsins fara i það verk. I þvi sambandi má geta þess að Fákskonur hafa verið gegn um árin óvenju ötular við fjáröflun og lagt félaginu til fjármagn sem nemur meiru en öllum byggingarkostnaði félagsheimilisins. Viðivaliasvæðið liggur að Heiðmörk, og sagði for- maður Fáks, Sveinbjörn Dagfinnsson, að það væri framtiðarvonin að með teng- ingu Heiðmerkur og væntan- legs Fólksvangs fengist stórt útivistarsvæði, einungis fyr- ir gangandi og riðandi. Félagar i Fák eru nú á átt- unda hundrað, og fer stöðugt fjölgandi. Við spurðum Ragnheiði Sigurgrimsdóttur hvað það kostaði að eiga og reka hest. — Fyrir andvirði eins sigarettupakka á dag má borga allan kostnað af tveim hestum, svaraði hún, og spurði á móti hvort við teld- um heilsusamlegra, hesta- mennskan eða reykingarnar. Kostnaður við að eiga hest hjá Fák, með heyi, hirðingu og öllum öðrum kostnaði, er um 15.000 krónur á ári, en pakki á dag kostar um 26 þúsund krónur yfir árið. Og velji menn sjálfir. • Verkun: Aðalverkun 'áfengis er á miðtaugakerfið, en þar hefur það hemjandi áhrif sem skipta má i þrennt: i fyrsta lagi róandi áhrif, i öðru lagi svæfingaráhrif og i þriðja lagi verkjastillandi áhrif. #Róandi verkunin er sú verkun, sem menn sækjast mest eftir. Fjölmörg próf sýna, að jafnvel við minnstu áfengisneyzlu minnkar hæfni manna báeði likamleg og andleg t.d. lengist viðbragðstimi, sjón- og heyrnar- skerpa minnkar svo og bragð- lyktar- og snertiskyn. Kynferðis- geta minnkar einnig veruiega, þótt áhuginn aukist oft. #Samstilling vöðvahreyfinga fer úr skorðum, svo menn slaga og velta um hlutum. Það eina sem ekki lætur sig er sjálfsálitið, en það veldur þvi að menn vanmeta getuleysi sitt. Þetta er þeim mun hættulegra sem viðkomandi hefur á hendi ábyrgðarmeira starf svo sem akstur bifreiða. T.d. má geta þess að um helmingur allra dauðsfalla i umferðinni er beint eða óbeint af völdum áfengis- neyzlu. #Stundum sér maður hömluleysi og ruddaskap i stað róandi áhrifa. Skýringin á þvi er sú, að þau svæði heilans sem flóknust eru að uppbyggingu eru einnig við- kvæmust fyrir áhrifum áfengis, en það eru þau svæði sem sjálf- stjórn, viljastyrkur og dómgrejnd búa i. • Eins og menn þekkja er drúkkið fólk rautt og þrútið i andliti sem stafar af útvikkun húðæða. Þessi útvikkun er vegna hemjandi áhrifa á þær stöðvar heilans, sem stjórna rennsli blóðs um æða- kerfið. • Þessi verkun hefur lengi verið hagnýtt hér á landi i þeim tilgangi að ná úr sér hrolli, eftir að komið er inn úr kulda. Hættulegt er aftur á móti að drekka úti i kulda, þar sem æðaútvikkun þar, mundi að- eins auka varmatap likamans. •Afengi eykur sýruframleiðslu magans, en það útilokar alla magasárssjúklinga frá drykkju. Áfengi hefur einnig þvagaukandi verkun, sem sjá má af þvi, hve oft menn við drykkju þurfa að kasta af sér vatni. #Ég ætla ekki að eyða timanum i að lýsa ölvun frekar, til þess er hún þvi miður flestum of vel kunn. Heldur mun ég geta heiztu afleiðinga langvarandi áfengis- notkunar og þá helzt likamlegra. #Deilt er um, hvort það eru bein skaðleg áhrif áfengis eða vannær- ing meðan á neyzlu þess stendur, sem valda hinum likamlega skaða. Liklega eiga þarna báðir þættir hlut að máli. Afengi er frumueitur og veldur langvarandi áfengisneyzla m.a. skemmdum á lifrarfrumum, þannig að þær þenjast út af fitu og lifrin stækk- ar. Ef neyzlan heldur áfram, deyja þessar frumur og lifrin skreppur saman, verður að svo- kallaðri skorpulifur. Eru þá lifrarbilun og dauði á næsta leiti. Skorpinni lifur fylgja oft æðahnút- ar i vélinda, sem blætt getur gifurlega frá. Langvarandi magabólgur eru lika algengar, einnig taugabólgur með lömunum og skemmdir á hjartavöðva. • Siðast en ekki sizt eru svo skað- leg áhrif á heilafrumur. Fyrstu einkenni heilaskaða eru oftast þverrandi dómgreind og minnk- andi tilfinningaleg sjálfstjórn. • Heilafrumur eru það sérhæfð- ar, að þær geta aðeins brennt sykri, en áfengi hamlar einmitt nýtingu sykurs i frumum. Við þann brennsluefnisskort sem af þvi hlýzt, truflast fyrst starf heilafrumanna, en við lengri skort verður frumudauði. Allur frumudauði i miðtaugakerfinu er óafturkræfur og verður þvi heil- inn eftir þeim frumunum fátæk- ari þ.e.a.s. hann hefur rýrnað. Ekki bætir úr skák, að þessir sömu menn eru oft vannærðir af ýmsum ástæðum eins og lystar- leysi og þvi að þeir vilja fremur eyða fé sinu i vin en mat. B-vita- min skortur hefur hér sérstöðu, vegna þess hve nauðsynlegur þáttur B-vitamin er i allri tauga- starfsemi. • Það sem menn taka fyrst eftir hjá heilarýru fólki eru breytingar á persónuleika eins og skert dóm- greind, skortur á innsæi i eigin vandamál og tilfinningalegt jafn- vægisleysi. Þegar frumudauðinn er orðinn o Föstudagur 19. maí 1972 r A ráðstefnu, sem félag læknanema gekkst fyrir um ávana- og fínilyf í marzmánuði s. I. flutti Guðmundur Viggósson, læknanemi erindi þar sem hann gerði grein fyrir áhrifum helztu vímugjafa, sem notaðir eru. Eitt blaðanna hefur áður birt erindi Guðmundar í heild, en það sem Alþýðublaðið birtir hér er hluti þeirra kafla úr erindinu, sem fjallað um alkóhól og kannabisefni. SAMftNBURÐUR A ÁFENGI OG HASSI verulegur, veröa menn hreinlega dement eða elliærir fyrir aldur fram: Nærminni hverfur, gangur verður óstöðugur, hendur og tunga skjálfa og tal verður óskýrt. Þegar á þetta stig er kom- ið þarf ekki nema einn sopa af víni til að sú litla æðri heilastarf- semi sem eftir er, gangi úr skorð- um og viðkomandi missi alia stjórn á gerðum sinum. • Við langvarandi neyzlu áfengis myndast þol, þannig að meira magn, oft 2—3 sinnum meira þarf til að fá sömu áhrif. Þolmyndunin er slæm, ekki aðeins vegna meiri kostnaðar við áfengiskaup heldur og að þvi leyti að dauðamörkin hækka ekki, þannig að alkóhólist- anum er miklu hættara við að ná þeim sérstaklega ef hann notar jafnframt önnur róandi lyf eins og svo oft vill verða. öll róandi lyf hemja nefnilega starfsemi mið- taugakerfisins þannig að mun minna áfengismagn þarf til að ná dauðamörkum. • Afengi veldur likamlegum jafnt sem andlegum ávana. Þegar áfengi er skyndilega tekið frá manni, sem neytt hefur þess langan tima, koma i ljós ákveðin einkenni, svokölluð fráhvarfsein- kenni, timburmenn eins og menn kalla þau. Þau byrja eftir nokkrar klst. mað óróa, hræðslu, skjálfta og máttleysi. Eftir hálfan - einn sólarhring kemur óráð með misskynjunum, mönnum finnst eins og kvikindi skriði undir húðinni og menn sjá alls konar óhugnað. Þetta veldur mikilli hræðslu og áreynslu hjá illa fyrir- kölluðum skrokki eftir langtima slark, enda eru dauðsföll ekki fátið i þessu ástandi, sem kallað er delerium tremens. • Þetta eru helztu afleiðingar áfengisneyzlu á neytandann sjáifan og er þá ógetið þess skaða, sem hann veldur öðrum eins og sinum nánustu og þjóðfélaginu vegna upplausnar heimila, at- vinnumissis og fleira sem of langt mál yrði að fara út i á þessum vettvangi, en alkóhólismi er öll sú drykkja sem skaðar viðkomandi andlega, likamlega eða félags- lega. • Hvað veldur þvi, að sumir verða drykkjumenn en aðrir ekki? Lita má á drykkju sem eins konar flótta frá þeim vandamál- um sem neytandinn finnur eða telur sig vanmáttugan að leysa. Lang oftast er um geðræna orsök að ræða sem hindrar aðlögun við- komandi að þvi umhverfi, sem hann lifir i. Þetta kemur heim við dýratilraunir, sem sýna, að ekki er hægt að venja heilbrigð dýr i eðliiegu umhverfi á ávanaefni eins og t.d. áfengi, en séu þau gerð taugaveikluð, sækjast þau fljótlega eftir þessum efnum. #Að lokum þetta: Sannað er að enginn eðlismunur er á svokall- aðri hófdrykkju (social dringing) og alkóhólisma. Báðir neyta áfengis af sömu ástæðum, þar er þvi aðeins um að ræða stigsmun á þeim skapgerðarbresti sem veld- ur sókn i vimugjafa. • 1 nýlegri grein i Nature frá 1971 er lýst tilraun með THC-ól á öp- um. Ahrif á apa eru að mörgu leyti hliðstæð áhrifum á menn. Aparnir voru svo drepnir á hinum mismunandi stigum verkunar efnisins og dreifing þess um heila þeirra athuguð. Dreifingin var mjög sérstæð og skýrði flest áhrif efnisins á miðtaugakerfið. • Ekki er vitað til að mönnum hafi tekizt að kála sér á kannabis einu saman, enda er dauða skammtur mjög hár. Hjá hundum er hann 10 g af THC-óli á kg likamsþyngdar. Therapeutiskur index er hlutfallið milli venjulegs skammts og dauðaskammts. Hann er 10 hjá alkóhóli og bar- biturötum en áætlaður 40,000 hjá kannabis þ.e.a.s. menn þurfa 40,000 faldan normalskammt til að drepa sig. • Þegar kannabis er reykt frá sogast um 50% af THC-ólmagni reyksins um lungun. Eftir að THC-ól er komið inn i líkamann skilst það ekki út sem slikt, held- ur brotnar niður hægt og hægt. Niðurbrotið byrjar strax, en tek- ur meira en þrjá sólarhringa. Niðurbrots efnin skiljast siðan út með þvagi og saur á rúmlega 8 dögum. • Verkun: Lyfjafræðilega hefur kannabis algera sérstöðu. Það er hvorki eiginlegt róandi lyf, örvandi lyf, skynvilluefni né fikniefni, en hefur þó eiginleika allra þessara efna. #T.d. eykur kannabis syfuverk- un svefnlyfja og örvandi áhrif amfetamins á ýmis dýr. Skyn- villursjást við stóra skammta, en kannabis hefur þó ekki krossþol við ekta skynvilluefni eins og LSD eða meskalin. Kannabis veldur ekki likamlegum ávana, þoli eöa fráhvarfseinkennum, en er þó ávanaefni með miklum andlegum ávana. • Hjá rottum minnkar árásar- hneigð um leið og félagskennd riðlast, við kannabisskammta sem ekki minnka heildarfram- taksemi dýranna. Aftur á móti eykur langtima kannabisgjöf árásarhneigð hjá sveltum rott- um, sérstaklega kvendýrum. Þetta er enn óskýrt. • Verkun á menn: Kannabis er oftast reykt i hópi. Ahrifin koma mjög fljótt, oft innan einnar min. Mest eru áhrifin eftir 20 min. og standa oftast 1—3 klst. Þar sem áhrifin koma svona fljótt, getur kannabisneytandinn ákveðið inn- tekið magn nákvæmlega og forð- ast þar með of stóra skammta. Ef kannabis er étið þarf 2—3 sinnum meira magn til að fá sömu áhrif, þau koma þá seinna og standa lengur, oft upp i 8 tima. • Kannabisvimann hefur ótrú- lega litil áhrif á likamsstarfið. T.d. hefur hún engin áhrif á andardrátt, blóðþrýsting, sjáöld- ur eða taugaviðbrögð. Það eina sem hægt er að finna er aukin tiðni hjartsláttar, rauðsprungin augu og minnkaður vöðvakraftur. Eftir meðalskammt kemur væg vima, sem óvanir kannabisneyt- endur fara þó oftast á mis við, en vanir dópistar likja við áhrif kókains og LSD. Timaskyn brenglast og menn fá þægilegar sjón- og heyrnarmisskynjanir. Eftir 5-10 sinnum stærri skammt koma til viðbótar hreinar of- skynjanir likt og eftir LSD. • Kannabisviman hefur á sér oflætisblæ, menn verða hypo- maniskir, þreyta hverfur, en velliðunarkennd kemur i staðinn, sem einkennist af mikilli kæti, þannig að menn hlæja hrossa- hlátri oft timunum saman af minnsta tilefni. Þótt vimunni fylgi ákveðið hömluleys: hreyfa menn sig ógjarnan vegna hræðslu um að áhrifin hverfi eða truflist. • Ahrif á skynjun: Almennt má segja að allt skyn aukist og brenglist. Likaminn virðist vera miklu léttari en hann er og menn fá það á tilfinninguna að þeir svifi. Timaskyn gengur allt úr skorðum, þannig að 10 min. virðast jafnlengi að liða og ein klst. Bragð- og lyktarskyn eykst samfara aukinni matarlyst, sér- staklega á sætan mat. Þessi aukna matarlyst helzt oft eftir að áhrif efnisins eru horfin, enda er kannabisneytandinn iðulega feit- ur. •Oft er talað um að snertiskyn aukist og sjón og heyrn dýpki. Ekki hefur þó tekizt að mæla neina breytingu á næmi þessara skynfæra, þannig aö liklega er aðeins um að ræða huglæga breytingu. • Listamenn sem notað hafa kannabis eru flestir þeirrar skoð- unar að timinn undir áhrifum sé dauður timi með tilliti til listsköp- unar. Þannig má segja að þeir séu listamenn þrátt fyrir kanna- bisneyzlu, en ekki vegna hennar eins og sumir hafa haldið. • Ein goðsagnanna um áhrif kannabis segir að þau auki kyn- ferðislegan áhuga og nautn sam- fara. Margir nota kannabis ein- mitt i þeim tilgangi. En sann- leikurinn mun vera sá, að kanna- bis hefur þveröfug áhrif, þótt losun á hömlum geti vegið þar rif- lega á móti likt og hjá alkóhóli. I Austurlöndum nota meinlæta- menn reyndar kannabis til að halda niðri kynkvötinni. • Meðan áhrif kannabis vara eiga menn erfitt meða að einbeita sér og reikar þá hugurinn viða. Menn fá þá oft þá hugmynd að þeir séu gáfaðir og eigi auðvelt með að hugsa. Reynslan hefur þó sýnt að þetta hugar- sveim er algerlega ófrjótt, enda taka þeir sem umgangast menn i kannabisvimu aldrei cItí- neinum gáfumerkjum hjá þeim. • Stjórnleysi hreyfinga er ekki eins áberandi eftir kannabis- notkun og eftir alkóhól. Þó er kannabisneytandinn engu betri i umferðinni, vegna skerts fjar- lægðar- og timamats. •Viman endar oftast með djúp- um draumlausum svefni, sem menn vakna yfirleitt upp af, út hvildir og án fráhvarfseinkenna með fullt minni frá þvi sem gerðist meðan á vimunni stóð. •Lýsingin á kannabisvimunni hér að framan á við áhrifin hjá langflestum en fólk með óþroskaðan persónuleika verður oft psykótiskt eða sálsjúkt meðan áhrifin vara og sama er að segja um normal fólk eftir stóra skammta. Menn hafa skýrt þetta sem ofsahræðslu og hamsleysi, sem gripi neytendur þegar þeim finnst þeir vera að missa vald á persónuleika sinum og skynja sjálfan sig sem óviðkomandi veru. • Afleiðingar langtima neyzlu: Likamlegar breytingar eru ekki miklar eftir langtima notkun. I Austurlöndum er getið ýmissa likamsskaða eins og lifrarbólgu sem allt eins geta stafað af vannæringu. Menn eru þó sam- mála um að kannabis valdi króniskum bronkitis og rauðsprungnum augum og ef til vill höfuðverk. Einnig er þekkt að menn fái yfir sig annarlegt ástand likt áhrifum efnisins löngu eftir að töku þess er hætt. Þetta er kallað ,,flashback” eða að flippa. Fósturvanskapnaðir haf sézt hjá rottum eftir langtima kannabis- gjöf, svo að ærin ástæða ætti að vera fyrir barnshafandi konur að halda sig frá kannabis. • Aðalhættan við langtima kannabisneyzlu er i sambandi við breytingar á geðhöfn. Menn verða smám saman áhuga lausir og tilfinnanlega sljóir, áhugasvið rýrnar og einbeitingarhæfileikinn hverfur. Sérstaklega er það áberandi i sambandi við allt nám og starf sem krefst skipu- lagningar. Menn hætta aö gera framtiðarplön, dómgreind þverr, nærminni og raunsæi minnka, en grufl og galdraiðkun kemur oft i staðinn. • Þessi einkenni valda þvi oft, að góðir námsmenn flosna frá námi. Svipuð einkenni eru algeng hjá heilarýrum gamalmennum og fólki með heilaskaða. Það varð til þess, að nokkrir sérfræðingar á mismunandi sviðum lækna- visinda, tóku sig saman um að rannsaka unga króniska kanna- bisneytendur með tilliti til þess hvort finna mætti einhverja skýringu á einkennum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust siðan i brezka læknatima- ritinu Lancet i desember 1971. Rannsakaðir voru 10 karlar á aldrinum 18-28 ára, meðalaldur þeirra var 22 ár. Þeir.höfðu allir neytt kannabis i mjög miklum mæli langan tima, allt frá 3 árum upp i 11 ár. Allir höfðu meiri eða minni einkenni af höfuðverk, minnisleysi og geðræn vandamál. Þess má geta að þeir neyttu ekki alkóhóls, en höfðu allir notað LSD og amfetamin i litlu magni. • Með sérstakri tækni, loften- cephalografiu, sem gerir kleift að sjá heilaholin á röntgenmynd, fannst greinileg rýrnun á vissum heilasvæðum hjá öllum karnabis- neytendunum. Heilarýrnun er merki um varanlegan heiiaskaða sem aldrei gengur til baka. Rýrn- unin likist einna mest þeirri heilarýrnun, sem sést hjá gamal- mennum og fólki með mikla æða- kölkun i heila, þannig að verið getur að kannabis hindri á ein- hvern hátt súrefnisnýtingu hjá frumum heilans, og þær deyja þá úr súrefnisskorti. • Dýratilraunir sýna einnig minnkaða súrefnisnotkun heilans eftir kannabisgjöf. Vert er að hafa þetta i huga þegar rætt er um hvort leyfa eigi kannabis, þar sem óvist er hvaða áhrif gamalmenni milli tvitugs og þritugs hafa á uppbyggingu þjóð- félags. •Ungmenni spyrja oft ráða menn hvers vegna þeir fordæmi kannabis, meðan þeir ánægðir njóti sins löglega vimugjafa, áfengisins, þrátt fyrir að skað- semi þess sé vel þekkt og mikil i samanburði við skaðsemi kanna- bis. • Þótt áfengi sé slæmt, þýðir það ekki endilega að kannabis sé skaðlaust og þótt núverandi lög um kannabis séu heimskuleg, þýðir það ekki endilega að engin þörf sé á lögum, sem takmarki sölu og notkun vimugjafa, þvi aö trufla skynjun og einbeitingu eru hættuleg, vegna þess að þau valda siðferðislegri og félagslegri hnignun. Stjórnleysi hreytinga er ekki eins áberandi eftir kannabisnotkun og eftir alkohol. Þó er kannabisneyt andinn engu betri i umferöinni, vegna skorts fjarlægðar- og tímamats. Suðurlandsbraut 16 Laugaveg 33 Simi 35200 Föstudagur 19. mai 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.