Alþýðublaðið - 11.06.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.06.1972, Blaðsíða 6
Hér á norðurslóðum notum við sólina sem fegurðarlyf. Brúnleitur blær gerir allar konur fallegri i okkar augum, og þess vegna nota islenzkar konur hvert augnablik, sem gefst, til að safna sólbrúnum litablæ. En sólin er varasöm, sé ætlunin að verða of brún á of skömmum tima.og stundum fylgja kvillar i kjölfarið. HðRUNDSKVILLI SEM SE6IR TIL SÍN FYRST Á SUMRIN Sífellt er verið að uppgötva nýja sjúk- dóma. Sumir þeirra eru lífshættulegir hafa dauðann í för með sér, án þess að læknar geti þar nokk uð að gert. Aðrir eru ekki eins alvarlegir og valda einungis ó- þægindum um skemmri eða lengri tíma. ( þeim flokki er meðal annars ,,nýr“ hörundskvilli, sem talsvert er farið að gæta i Danmörku — ef til vill fyrirfinnst hann einnig hér á jandi, þótt þess hafi ekki heyrzt géfið"— öy allt bendir til þess að hann reynist nokkuð þrásætinn, þær or- sakir hans er að rekja til áhrifa sólarinnar. Það voru nokkrir sérfræðingar við Finnsen- stofnurrina, sjúkrahúsið i Ilorsens og amtssjúkra- húsið að Genlofte i Kaup- mannahöfn, sem komust að þessari niðurstöðu. Undanfarin ár hafa leitað til þeirra sjúklingar, sem þjáðust af einskonar hörundsbólum, sem helzt liktust svokölluðum ,,fila- pensum” eða „acne vulg- aris”, sem sá gelgju- skeiðs-húðkvilli nefnist á latinunni, en reyndust þó að verulegu leyti Irábrugðnir filapensun- um. Uæknarnir og sérlræð- ingarnir töldu sig komast að raun um að þessir sjúklingar ættu það sam- eiginlegl að hafa lekið hörundskvillann i orlofi á Suðurlöndum. Fyrir það kiilluðu þeir kvillann l'yrst i stað „Majorku-bólurn- ar”. Kn svo sýndi það sig innan tiðar að sólböð á Norðurslóðum gátu einnig valdið þessum hörunds- kvilla, og er heiðarlegum visindum samkvæmt breyltu sérlræðingar þá nalninu i ,,acne aestival- es” — sumarbólur. I.eiður kláði. Ilúðsjúkdómalæknar við þrjár áður nefndar stofn- anir hafa samtals fengið fjörutiu sjúklinga með þennan hiirundskvilla til meðlerðar, og nú hala þeir birt niðurstöðurnar af rannsóknum sinum i dönsku læknatimariti. Uað hafði upphaflega vakiö með læknum þessum grun um að nýr og áður ókunn- ur hörundskvilli væri þarna á uppsiglingu, að filapensar minnka yfirleitt að mun, þegar þeir sem af þeim þjást, dveljast i sól- inni á Suðurlöndum. En það var þveröfugt hvað þessa sjúklinga snerti. I>essi hörundskvilli sagði til sin i vorsólinni eða fyrstu sumarmánuð- ina. Hans verður einkum vart á þeim stöðum likam- ans þar sem hörundið ligg- ur óvarið fyrir sólskininu — á andliti, hálsi og oft efst á brjóstinu eða öxlun- um. Þetta eru stórir og harðir nabbar, 1—3 mm, Ijósrauðir eða bleikir og rauður hringur i kring. Þessir bólunabbar geta myndað þétta hvirfingu á afmörkuðum blettum en sitja lika oft á við og dreif. Oft klæjar viðkomandi á- kaft i nabbana, einkum eftir að sól hefur skinið á þá. Læknarnir hafa reynt að ráða niðurlögum þessa nýja hörundskvilla með öilum þeim lyfjum og ráð- um, sem reynst hafa koma að gagni við venjulegum filapensum og bólum, en þau hafa ekki borið minnsta árangur. Það er ekki fyrr en haustar að og sól hverfur, að þessi hörundskvilli læt- ur undan siga, i bili að minnsta kosti. Það þýðir með öðrum orðum, að þeir sem taka þennan hörunds- kvilla þjást af honum 3—6 mánuði, án þess að nokkru tauti verði við hann komið. Það eina sem læknar og sérlræðingar geta aðhafst cr að segja sjúklingunum að bólunabbarnir hverfi smam saman. Einkum konur, sem taka kvillann. Filapensar eru jafn al- gengirhjá báðum kynjum, en aftur á móti leynir það sér ekki að það er kven- þjóðin sem næmari er fyr- ir þessum nýja hörunds- kvilla. Alls eru það sumsé 37 konur, en einungis 3 karlmenn, sem enn hafa leitað til lækna vegna hans. Þetta hlutfall varð til þess að sérfræðingarnir tóku aö athuga hvort verið gæti að fegurðarlyf eða ilmvötn kynnu að eiga sinn þátt i þvi að sólskinið hefði þessi áhrif á hörundið. Einnig tortryggðu þeir ýmis sólbrúnkulyf, sem sjúklingarnir höfðu notað. En þrátt fyrir ýtarlega rannsókn hefur ekki reynst unnt að uppgötva nein tengsl þarna á milli. Venjulegir filapensar eru algengastir hjá ung- lingum, 15—25 ára, en meðalaldur þeirra, sem tekið hafa þennan nýja hörundskvilla er mun hærri 20—40 ár. t sam- bandi við filapensana myndast fita i húðinni, „húðormar”, sem veldur bólgunni. Hins vegar hafa rannsóknir leitt i ljós að fitan evðist úr hörundinu i sambandi við þennan nýja kvilla: fitukirtlarnir verða óvirkir og visna upp. Þýðing hormónanna. 40—80% af öllum ungling- um þjást af filapensum, og 10—20% svo að óþægindi og lýti stafa af á meðan kvillinn varir. Þessi hörundskvilli er kunnur um allan heim og á meðal allra þjóðflokka. Hann getur sagt til sin þegar á aldrinum 9—10 ára og þjáð viðkomandi fram á miðjan aldur. Sú staðreynd að fila- pensarnir segja til sin um það leyti sem unglingarnir eru að verða kynþroska, bendir til þess að hormón- arnir komi þar að ein- hverju leyti við sögu. Með- al geldinga fyrirfinnst sá kvilli heldur ekki, en séu þeim gefnir karl-hormón- ar um nokkurt skeið, taka filapensarnir að segja til sin. Tvenns konur örveirur. Oft færast filapensarnir i aukana hjá stúlkum, þeg- ar þær hafa tiðir, aftur á móti hverfa þeir, verði kvenmaðurinn vanfær. Þessi greinilegu áhrif hor- mónanna stafa sennilega af þvi, að starfsemi fitu- kirtlanna stjórnast af þeim. Eigi að siður bendir ekkert til þess að hinn nýi hörundskvilli standi i nokkru sambandi við truflanir á hormónastarf- semi. 1 hörundi þeirra sem þjástaf filapensum, finnst undantekningarlitið viss sýklategund og snikju- sveppur, en báðar þessar örveirur geta klofið húðfit- una i óháðar fitusýrur, og það eru einmitt þær, sem kvillanum valda en ekki sjálf fitan. Báðar þessar örveirur geta einnig valdið bólgunöbbum i hörundinu. Enda þótt filapensarnir séu i sjálfu sér meinlaus kvilli, getur hann haft alls ekki svo litil áhrif þar eð hann lýtir andlit margra einmittá þeim árum, þeg- ar unglingarnir leggja sem mesta áherzlu á útlit sitt. Oftast nær takmark- ast filapensarnir við and- litið eitt, þegar konur eiga i hlut, en karlmenn geta fengið slika bólgunabba um allan likamann. Meðhöndlun kvillans. Þess eru mörg dæmi, að slæm tilvik af filapensum hafa valdið þunglyndi og öðrum geðrænum sjúk- leika. Og þar er um gagn- virk áhrif að ræða, þar eð vitað er að filapensar geta magnast við taugaálag um lengri eða skemmri tima. Ekki er enn fundið neitt lyf, sem talizt getur öruggt gegn filapensum, en við- tækar visindalegar rann- sóknir hafa veitt ýmsar gagnlegar visbendingar i þvi sambandi. Enda þóttþærrannsóknir hafi ekki getað leitt i ljós neitt samband á milli mat- aræðis og þessa hörunds- kvilla, hefur reynslan sannfært marga um að fitumikill eða reyktur matur hefur neikvæð áhrif á filapensana. Sé um væg tilvik að ræða er það til mikilla bóta að lauga andlitið úr volgu vatni og sápu kvölds og morgna, og siðan úr köldu vatni. Undir nóttina má smyrja húðina þunnu lagi af brennisteinssmyrslum: þrýsta skal húðormunum út, en þó ekki svo harka- lega að hörundið merjist. Ekki má nota feitt krem, þar sem húðin er svo fitu- menguð fyrir, að slikt ger- ir illt verra. Ekki heldur nein fegrunarlyf önnur, sem aukið geta fitumeng- un hörundsins. Útivera og næg hreyfing i fersku lofti og sólskini, en háfjallasól á vetrum er yf- irleitt til bóta. En þó er það til að filapensar færist i aukana við sólskin, og verður viðkomandi þá að haga sér samkvæmt þvi. Læknismeðhöndlun. Sé um alvarlegri tilvik að ræða, kemur læknismeð- höndlun til greina, og er þá oft notað hormónalyf, sem unnið er úr nýrnahettu- berkli og sýklaeyðandi lyf. Hormónalyfið heldur þá þrotanum i hörundinu i skefjum. Þessi lyf fást ein- ungis gegn lyfseðli. Sama er að segja um töflur með sýklaeyðandi efnum, t.d. tetracyklin, sem getur haft mjög gagn- leg áhrif, sé það gefið i smáum skömmtum i nokkkrar vikur eða mán- uði. Segi filapensarnir ein- göngu til sin þegar stúlkan hefur tiðir, nægir oft að gefa lyfið i tiu daga eða svo áður en tiðir hefjast. Þessar töflur má þó ein- göngu nota sé um alvarleg tilvik að ræða, þar sem þær geta orsakað auka- verkanir, sem ekki er vert að hætt á ella. Getnaðarvarna-taflan getur og reynst mörgum stúlkum gagnlegt lyf gegn filapensum, þar eð hún dregur úr fitumynduninni i húðinni. Það er þó oft ekki fyrr en eftir 2—5 mánaða notkun töflunnar að sá árangur kemur i ljós, og auk þess hentar það lyf ekki öllum stúlk- um, þar eð það þykir ekki með öllu áhættulaust að telpur um fermingu taki slik hormónalyf. © Sunnudagur 11. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.