Alþýðublaðið - 07.07.1972, Blaðsíða 1
alþýðu
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1972 —53. ÁRG. 148.TBL
KVERIÐ KVEÐIÐ
NIÐUR í KÍNA!
Rauöa kverið Maos formanns
er komið úr tizku i Kizku i Kina.
Ferðalangar, sem þaðan
koma, fullyröa, að það sjáist
varla lengur.
Kverið, sem á sinum tima var
prentað i hundruðum milljóna
eintaka, hefur meira að segja
oröiö fyrir gagnrýni i útvarpi
landsins og i blöðum þar.
Verkafólk er hætt að veifa þvi
og tilvitnanir i það eru sömu-
leiðis orðnar „gamaldags”.
Gallinn við litlu rauðu bókina
virðist vera sá, að þær af
„hugsunum Maos”, sem hún
hefur að geyma, voru valdar
undir handleiðslu Lin Peao
marskálks, sem samdi lika for-
málann.
Lin Peao var þá hægri hönd
formannsins og hafði verið út-
nefndur væntanlegur eftir-
maður hans.
En marskálkurinn hvarf i
Kramhald á bls. 4
SSEINT KOMA SIIMIR
Nú virðist allt vera fallið I ljúfa löð og Spasski klappar Fischer lof
i lófa þegar Golombek kynnti þann fyrrnefnda, — og siðan var
dregið um lit.
Mohamed Ali (Cassius Clay)
keppir við Floyd Patterson i
hnefaleikum 28. ágúst, og sá sem
vinnur mun siðan mæta Joe
Frazier i heimsmeistaraeinvigi i
þungavikt.
Ali hafa verið boðnar rúmar 20
milljónirfyrir að taka þátt i þessu
einvigi, sem verður i 12 lotum.
Floyd Patterson fær helmingi
lægri upphæð.
Þetta er i annað sinn sem þessir
tveir fyrrum heimsmeistarar i
hnefaleikum mætast i hringnum.
Þegar Cassius var heimsmeist-
ari vann hann Patterson á stig-
um. Patterson er hins vegar sá
eini sem unnið hefur titilinn tvisv-
ar.
LANDHELGIS-
SAMNINGAR
I LOK KSSA
MANADAR?
Verulegur árangur náðist i næst
siðustu umferð viðræðna lslands
og Efnahagsbandalagsins i
Brussel i gær, að þvi er haft er
eftir áreiðanlegum heimildum
þar i borg. Siðasta umferð við-
ræðnanna mun að öllum likindum
hefjast i næstu viku
Norska fréttastofan NTB hefur
það eftir Þórhalli Ásgeirssyni,
ráðuneytisstjóra, formanni
islenzku sendinefndarinnar, að nú
séu aðeins tvö stór mál óleyst,
tollfrelsi islenzkra fiskflaka á
EBE mörkuðum og landhelgis-
málið.
Landhelgismálið er i rauninni
ekki eitt af þeim málum, sem
leysa þarf i viðræðum EFTA-
landanna og EBE, en talsmenn
Efnahagsbandalagsins hafa þó
gert íslenzku sendinefndinni það
ljóst, að lausn þess sé grund-
vallarskilyrði fyrir samningum
við EBE.
Haft er eftir heimildum i
Evrópunefndinni, að þetta þýði að
ekki fáist neitt samkomulag um
tollfrelsi eða tollalækkanir
islenzkra sjávarafurða fyrr en
viðunandL-tausn sé fengin, — og
mun þá átt við samkomulag
tslendinga annars vegar og
Breta. Vestur-Þjóðverja og Belga
hins vegar.
Haft er eftir sömu heimildum
að ekkert virðist vera i veginum
íyrir þvi að tsland muni undirrita
viöskiptasamkomulag við EBE á
sama tima og hin EFTA rikin,
sem ekki hafa sótt um fulla aðild
það er að segja 27. þ.m.
Samkvæmt þvi reikna þessar
heimildir með þvi að lausn hafi
fengist á landhelgisdeilunni fyrir
þann tima.
tslenzka rikisstjórnin sendi i
gær út fréttatilkynningu um
þessar viðræður, en þar var ekki
tekið fram að neinn sérstakur
árangur hefði náðst, hvað þá aö
gert væri ráð fyrir þvi að sam-
komulag myndi nást timanlega.
MEISTARARNIR
BERJAST AFTUR
KIR 1EFLA A ÞRIÐIU-
DAG, SPASSKl DRð HVfn
Laust fyrir klukkan niu i gær-
kvöldi gengu þeir inn á sviðið i
Laugardalshöllinni, heims-
meistarinn i skák, Boris Spasski
og Robert Fischer, stórmeist-
ari, ásamt forystumönnum ein-
vigisins og fylgdarliði.
Spasskikom 10 minútum fyrir
átta, en þá átti að draga um lit.
Fischer kom hins vegar 20 min.
yfir átta. Þeir ræddu um stund
saman við tjaldabaki og komu
sér saman um, að einvigið
skyldi hefjast á þriðjudag.
Eftir að hr. Golombek, stað-
gengill Dr. Euwe, hafði kynnt
snillingana, fylgdarmenn þeirra
og dómara einvigisins, kvaddi
Geller stórmeistari sér hljóðs og
lýsti þvi yfir fyrir hönd þeirra
Sovétmanna, að á grundvelli
þeirra loforða, að eigi verði
framar hvikað frá reglum um
Farmhald á 2. siðu.