Alþýðublaðið - 08.07.1972, Síða 5
útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri
Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit-
stjómar Hverfisgötu 8-10. Simar 86666.
LOKSINS
Einvígi aldarinnar vilja
margir kalla væntanlegt
skákeinvígi milli heims-
meistarans Spasskís og
áskorandans í þetta sinn
Fischers. En skyldi þá
sem fyrst fóru að tala um
einvígi aldarinnar hafa
dottið í hug, að einvígið
fyrir skákeinvígið færi
langt í að ná þeirri nafn-
bók, eða að minnsta kosti
verða til þess, an nafn-
giftin einvígi aldarinnar
festist við viðureign
þeirra Spasskís og
Fischers.
Nú er þó loksins, að því
er virðist, lokið margra
mánaða þrefi og mála-
stappi um mótsstað, fyrir-
komulag, verðlaun og
aðrar greiðslur og hlunn-
indi.
Þá stefnir loksins að því
að einvigið sjálft, keppnin
um heimsmeistaratitil-
inn, geti hafizt.
islendingar fóru af stað
til að ná þessari keppni
hingað til lands af dirfsku
og með bjartsýni. Ein
meginrökin fyrir að setja
miklar fjárupphæðir að
veði voru sú mikla aug-
lýsing, sem island fengi
óhjákvæmilega við að
einvígi háð hér á landi
yrði stöðugt fréttaefni um
heim allan þann tíma,
sem einvígið stæði. Og nú
þegar áður en það hefst
hefur þessi auglýsing svo
sannarlega orðið stað-
reynd.
En nú eru vonandi öll
vandræði leyst og eftir
ekki annað en keppnin.
Keppni tveggja snillinga í
heimi skáklistarinnar.
Keppni, sem verður háð á
þann hátt, sem hæfir
keppni, sem þessari. Af
djörfung og hörku og bar-
áttu til hins ítrasta, en þó
vonandi með því þeli, sem
sannur íþróttaandi hefur
með sér og af fullri virð-
ingu fyrir andstæðingnum
ekki aðeins sem andstæð-
ing heldur einnig sem
manni. Hver úrslitin
verða eru að sjálfsögðu
getsakir um hér á landi
ekki síður en annars stað-
ar. En hvar sem þau
verða er ósk blaðsins til
framkvæmdaaðilans að
vel takist.
Flokksstarfió
Sumarferð Kvenfélags Alþýðuflokksins i
Ileykjavik verður farin 15. júli, 2ja daga ferð.
Nánari upplýsingar: Aldis 10488, Guðrún
10360 og á skrifstofum Alþýðuflokksins simar
15020 og 16724.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst.
HVAfi ER Afl CERAST f
STIÓRHMÁLAFLOKKIINUM?
Grein þá, sem hér fer á eftir skrifaði Benedikt Gröndal fyrir kjördæmisblað Al-
þýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi, Skagann, og birtist hún í síðasta tölublaði
þess.
Hvað lifir ríkisstjórnin
lengi? Fellir Alþýðubanda-
lagið hana á efnahagsmál-
unum næsta haust?
Verður nokkuð úr sam-
einingu jafnaðarmanna?
Er Framsóknarflokkurinn
miðflokkur eða sósíalista-
flokkur? Hvernig lyktar
va Idabaráttunni innan
Sjálfstæðisflokksins?
Spurningar sem þessar
heyrast nú oft, þegar rætt
er um viðhorf í islenzkum
stjórnmálum. Margt hefur
gerzt á því ári, sem liðið er
frá tímamótum stjórnar-
skipta i fyrrasumar, og
þjóðin hefur séð alla flokk-
ana í nýjum hlutverkum og
nýju Ijósi. Það virðist sjóða
í pottinum þeim, og menn
spyrja: Eru fram undan
stórbreytingar á flokka-
skipán íslenzkra lands-
mála?
Telja verður rétt, að
flokkakerfið sé að taka
miklum breytingum, lik-
lega meiri en flestir gera
sér grein fyrir. Samtimis
hefur orðið veruleg breyt-
ing á foringjaliði og þing-
liði flokkanna og hefur það
sín áhrif.
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN
Sjálfstæðisf lokkurinn
hefur beygt allmikið ti|
hægri, eftir að hann hvarf
úr ríkisstjórn, og hafa hinir
yngri og nýrri þingmenn
flokksins forystu um hina
nýju ihaldsstefnu. Regin-
munur hefur verið á þeirri
st jórnarandstöðu, sem
sjálfstæðismenn hafa hald-
ið uppi og hinni sem komið
hefur frá Alþýðuflokknum.
Mesta vandamál Sjálf-
stæðisflokksins er þó bar-
áttan um æðstu völd í
flokknum, sem fer síharðn-
andiogskýtur upp kolli
á fundum um land allt.
Framtíð Sjálfstæðisflokks-
ins er því i mikilli óvissu.
FRAMSÓKNAR-
FLOKKURINN
Framsóknarflokkurinn
greip völdin af miklum
ákafa i fyrrasumar, en hef-
ur greitt kommúnistum allt
of hátt verð til að halda
ríkisstjórninni saman.
Komin er upp hörð deila
um eðli flokksins, og segja
sumir að hann hafi alltaf
verið og sé miðflokkur, en
yngri mennirnir, aðhann sé
vinstri flokkur eða jafnvel
lýðræðissinnaður
sósíalistaf lokkur. Hinir
yngri hafa aldrei kynnst
flokknum öðru visi en í
stjórnarandstöðu síðustu 12
árog vita sýnilega ekki, að
framsókn hefuralltaf verið
róttæk utan stjórnar en
ihaldssöm í stjórn. Þessi
mál geta valdið mjög ajúp-
stæðum ágreiningi og mikl-
um vandræðum í flokkum,
sérstaklega er ungu
mennirnir átta sig á stað-
reyndum framsóknarlífs-
ins.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið hefur
náð kverkataki á framsókn
og fengið lykilaðstöðu inn-
an ríkisstjórnarinnar. Þetta
reyna Alþýðubandalags-
menn að notfæra sér eins
og þeir geta, en þeir eiga
einnig við innanflokks-
erfiðleika að etja. Við svik
þeirra við málstað sinn í
flugbrautarmálinu sló óhug
á marga flokksmenn og
andstaða Fylkingarinnar
við hina eldri magnaðist.
Kramhald á bls. 4
VID BJODUM EINA ODÝRUSTU
SUMARLEYFISFERD ÁRSINS
1 — ; :•
i\ 1 11 II ,% ji
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur getur boðið félagsfólki sínu
og flokksbundnu Alþýðuf l.fólki annars staðar á landinu eina
ódýrustu sumarleyfisferðársinstil útlanda. Hérer um að ræða
tveggja vikna ferðtil Kaupmannahafnar. Farið verðuró. sept
n.k.
Frá Kaupmannahöfn er svo ráðgerð hópferð til Rínarlanda,
sem þeir geta tekið þátt i, sem þessóska.
Þar eð þátttakendur i ferðinni geta hagað dvöl sinni í
Kaupmannahöfn og ferðum sínum ytra eftir vild er þessi
ferð kjörin fyrir alla þá, sem kjósa að ferðast upp á eigin spýt-
ur og eins þá sem eiga gistingu vísa hjá vinum eða skyldfólki í
Kaupmannahöfn.
Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Ferðaskrif-
stofunni Sunnu, símar: 16400, 12070 og 26555 eða á skrifstofu
Alþýðuflokksins í símum 15020 og 16724.
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur.
Laugardagur 8. júlí 1972