Alþýðublaðið - 08.07.1972, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 08.07.1972, Qupperneq 9
ÍÞRÓTTIR 3 Hljótt hefur verið um George Best að undanförnu, enda virð- ist áhuginn á þeim manni hafa dofnað til muna upp á síðkastið, nema kannski hjá kvenfólkinu. Aftur á móti var Best hinn fótafimi mjög í fréttunum í vor, þegar hann lýsti því yf ir á forsiðu Sunday Mirror, að hann væri hættur knattspyrnu. Þessi yfirlýsing vakti að vonum feikna at- hygli á sinum tima, því lýsingin sem Best gaf þar á sjálfum sér var ófögur. ,,Ég er orðinn algjört rekald, bæði andlega og líkamlega", sagði Best, og átti glamurlíf hans að eiga mestan þátt í því. Auk þess var hann orðinn alkóhólisti að eigin sögn. Menn innan knattspyrnunnar ræddu ekki um annað en George Best og örlög hansá eftir, og menn spurðu sig þeirra spurningar, hvort knattspyrnan væri að drepa sina eigin syni. ,,Ég mun aldrei leika knattspyrnu framar", sagði Best í þessu dæmalausa viðtali við Sunday Mirror, en aðeins nokkr- um dögum síðar, og milljón krónum ríkari eftir viðtalið við Mirrorinn, lýsti Best þvi yfir auðmjúkur, að hann vildi koma aftur til Manchester United og elika með félaginu áfram eins og ekkert hefði i skorist. Þessu tóku forystumenn Manchester United án sýnilegrar gleði, en lofuðu aðathuga málið, enda þeim mikilvægt. Ekkert hefur heyrst um hvað þeir hyggist gera, kannski taka þeir hann aftur til félagsins, kannski selja þeir hann til annars félags. Það eru þó varla margir sem hafa áhuga á George Best þessa dagana, í það minnsta vildu engir af helztu framkvæmdastjór- um knattspyrnuliða í Englandi kaupa Best, þegar þeir voru að því spurðir af blaði einu. j sumar hefur Best notið sólarinnar á Mallorka, og honum virðist lifið ekki leitt i það minnsta ef marka má þessar mynd- ir sem teknar voru af honum þar ekki allsfyrir löngu. Laugardagur 8. júlí 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.