Alþýðublaðið - 15.07.1972, Side 2

Alþýðublaðið - 15.07.1972, Side 2
Laugardalsvöllur (M KR — ÍBV leika i dag kl. 16.00. Komið og sjáið spennandi leik. KR. Reykvíkingar — ferðafólk Hringferð um Þjórsárdal á sunnud. kl. 10 f.h. Vanur leiðsögumaður er með i ferð- inni. Komið aftur að kveldi. Njótið hinnar óviðjafnanlegu náttúrufeg- urðar dalsins. Upplýsingar gefa B.S.Í., simi 22300 og ferðaskrifstofurnar. LANDLEIÐIR H.F. Ingvar Hallgrímsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar í TLEFW ÚTFÆRSLU fiskvedilOgsOgukur t sambandi við þá ákvörðun islenzkra stjórnvalda að færa fiskveiðilögsöguna út í 50 sjó- milur frá 1. september 1972, samkvæmt einróma samþykkt Alþingis, vill Hafrannsókna- stofnunin sérstaklega fagna þessari sameiginlegu ákvörðun landsmanna. Hinsvegar verður ekki hjá þvi komizt að harma neikvæðar undirtektir nágranna okkar, sem kannskeeiga eftir að þakka tslendingum framtakið, þótt siðar verði. Eins og nú er, eru nokkrar dýrategundir i islenzkum sjó eingöngu veiddar innan núver- andi fiskveiðimarka, t.d. rækja og humar, og eru sérstakar verndarreglur i gildi um veiðar á þessum dýrum, þótt betur megi, ef duga skal. Sömuleiðis var islenzki sildarstofninn ein göngu veiddur innan fiskveiði lögsögunnar, en til verndar hon- um voru sildveiðar bannaðar frá sl. áramótum, er sýnt var, að langvarandi verndunarað- gerðir aðrar komu ekki aðhaldi. A meðan 12 milna fiskveiði- lögsaga helzt hér við land, hafa verndaraðgerðir tslendinga afar takmarkað gildi hvað snertir þá fiskistofna, sem eru janft veiddir utan þeirrar lög- sögu sem innan. Við slikar að- stæður erumvið þolendur þeirr ar þróunar, sem erlendar veiði- þjóðir skapa. Eins og nú er eru helztu fiskstofnar hér við land algjörlega fullnýttir — svo að ekki sé meira sagt — og þola ekki aukið álag. Aukning islenzkra fiskveiða er þvi bókstaflega háð þvi, að álagi erlendra veiðiskipa á is- lenzka fiskistofna létti. Við tilkomu hinnar stóru fisk- veiðilögsögu tslendinga, sem verður meira en tvöfalt flatar- mál landsins sjálfs, koma helztu nytjafiskar okkar undir islenzka lögsögu að langmestu leyti. Okkur ber þvi skýlaus skylda til aö vernda þessa stofna gegn rányrkju og ofveiði. Það verður að marka þá stefnu að nýta verðmæti sjávarins af fullri skynsemi. Sé það ekki gert, fell- ur allt i sama horf og áður var, og til hvers er þá barizt? Sjálf útfærsla fiskveiðilögsög- unnar er þó aðeins fyrsti þáttur landhelgismálsins. Næsti þáttur er skynsamleg varðveizia og nýting þeirra verðmæta, sem okkur falla i skaut. Við ís- lendingar verðum einnig að hafa i huga, að eftir að hin stóra fiskveiðilandhelgi er fengin, höfum við einstakt tækifæri til að vera fyrirmynd annarra þjóða hvað snertir skynsamlega nýtingu dýrastofna i sjó, visa öðrum þjóðum veginn i þessu máli. En til þess að svo megi verða, er nauðsyn á algjörri samstöðu allra landsmanna. Slik áframhaldandi samstaða til að vinna að næsta þætti land- helgismálsins — skynsamlegri nýtingu fiskistofnanna — er ts- lendingum meira virði en flest annað. Hjukrunarkonur — I icpi uncDniN imniR Námsstöður I ituLUujiiitiin unum Við Landspitalann eru lausar til umsókn- ar þrjár stöður námshjúkrunarkvenna i svæfingum. Námið hefst 1. september. Umsóknareyðublöð fást hjá forstöðukonu spitalans, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. Reykjavik 14. júli 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. KENNARAR Eftirtaldar kennarastöður við skólana i isal'jarðarkaupstað eru lausar til umsóknar: 1. 5 kennarastöður i bóklegum greinum við Gagnfræðaskólann á ísafirði. Upplýsingar gefurdón Ben Ásmundsson, skólastjóri, simi (94) 3010 RITUD I GÆRDAG FRAMHALD AF1. SIDU gerðarinnar, að það væri skýr afstaða rikisstjórnarinnar, að hún væri reiðubúin til að halda viðræöum við Breta um fisk- veiðar þeirra hér við land áfram. Aðspurður sagði ráðherrann, að það væri rétt, að enginn slik- ur fundur með fulltrúum Breta hafi verið ákveðinn og alls ekki væri vitað, hvort tiann yrði haldinn. Ráðherrann sagði enn- fremur: „Viðræðurnar við Breta hafa fjallað um hugsan- lega fiskveiðisamninga, en ekki um sjálfa lagalegu hlið land- helgismálsins. Reglugerðin er ekkert lokaorð okkar gagnvart Bretum. Þeir hafa allan timann vitað, að þessi reglugerð yrði sett”. Ráðherrann kvaðst búast við þvi, að viðræður við fulltrúa Vestur-Þjóðverja færu fram á næstunni. ,,En ég skal ekkert um það segja, hvort Vestur- Þjóöverjar séu tilbúnir að semja við okkur sjálfstætt. Þeim verður gerð grein fyrir þvi, hvernig málin standa”, sagði Lúðvik Jósepsson. Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, sem jafnframt er viðskiptaráðherra sagði um samninga tslands við Efna- hagsbandalagið, en þeir eru eins og kunnugt er af hálfu bandalagsins nátengdir lausn landhelgismálsins: „Samningur hefur nú verið gerður efnislega séð við Efna- hagsbandalagið. t samningnum er af hálfu EBE fyrirvari varð- andi tollfriðindi á frosnum sjá varafurðum, þar sem bandalgið áskilur sér rétt til bess að láta þessi tollfriðindi ekki gilda gagn vart okkur, ef samkomulag ná- ist ekki i landhelgismálinu. En við höfum lika fyrirvara. Þannig munum við ekki full- gilda þennan samning við Efna- hagsbandalagið, fyrr en við vit- um, hvernig bandalagið hyggst beita fyrirvara sinum”. Ráðherrann sagði m.a. við undirskrift reglugerðarinnar um 50 sjómilna fiskveiðiland- helgi: „Stækkun fiskveiðiland- helginnar í 50 sjómilur frá grunnlinum er vissulega mikill og merkilegur áfangi i réttinda- og hagsmunabaráttu tslend- inga. Það er yfirlýst stefna okk- ar, að allt landgrunnið út frá ströndum landsins og allt haf- svæðið yfir þvi, eigi að lúta islenzkri lögsögu og eigi að fylgja landinu sem eðlilegur hluti af þvi. Landgrunnið og hafið yfir þvi er ein liffræðileg heild. Með 50 mflna fiskveiði- landhelgi tökum við tslendingar i okkar hendur yfirstjórn á hag- nýtingu þeirra miklu auðæfa, sem fiskimiðin á landgrunninu búa yfir. Nú fáum við aðstöðu til að stjórna veiðunum sem heild. Nú getum við sett reglur til verndar fiskistofnum á svo stóru haf- svæði, að telja má, að þær ættu að ná tilgangi i flestum tilfell- um”,— 2. Ke.nnarastaða við Barnaskólann i Hnifsdal. Upplýsingar gefur Bernharður Guð- mundsson, skólastjóri, simi: (94) 3716 3. Staða iþróttakennara stúlkna við Barna- og Gagnfræðaskólann á ísafirði. 4. Söngkennarastaða við Barna- og Gagn- fræðaskólann á ísafirði. Upplýsingar um báðar stöðurnar gefa Björgvin Sighvatsson, skólastjóri, simi (94 ) 3064 og Jón Ben Ásmundsson, skóla- stjóri. Ennfremur gefur Jón Páll Halldórsson, formaður fræðsluráðs ísafjarðar, simi (94) 3222 upplýsingar um allar stöðurnar. Fræðsluráð ísafjarðar. GÓOIR GÖNGUSXÖR P 0 s T s E N D U M RÚSSKINN-UPPREIMAÐIR BEZIU FERÐASKÚRNIR STÆRÐIR 28—46. MARGAR GERÐIR Skóverzlun Péturs Andréssonar LAUGAVEGI 17 — FRAMNESVEGI 2. © Laugardagur 15. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.