Alþýðublaðið - 15.07.1972, Side 5

Alþýðublaðið - 15.07.1972, Side 5
alþydul aðift B Alþýðublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb) Aðsetur rit- stjórnar Hverfisgötu 8—10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. GRUNNSKÓLI Á næst síðasta alþingi lagði þáverandi menntamála- ráðherra fram tvö veigamikil stjórnarfrumvörp um fræðslumál. Annað þeirra var frumvarpið um Kenn- araháskóla íslands, sem samþykkt vará því þingi með fyrirvara um endurskoðun að tveim árum liðnum. Hitt frumvarpið var frumvarp um grunnskóla. Það var samiðaf nefnd aðila með sérþekkingu á skólamálum. Þarvarað finna allsherjarendurskoðun skólakerfisins, og var nefndin, sem það samdi einhuga um málið. i frumvarpi þessu vargert ráð fyrir lengingu skóla- skyldu um eitt ár, það var gert ráð fyrir raunhæfari framkvæmd skólaskyldunnar i dreifbýli landsins, þar voru i frumvarpinu mikilvæg ákvæði um stjórnarform skólanna, og margt fleira. Skemmst frá að segja fékk frumvarp þetta góðar undirtektir þíngmanna úr öllum flokkum. Þó var um að ræða, eins og oft vill brenna við, einstaka ihalds- raddir, sem höfðu allt á hornum sér. Upphaflega áætlunin fyrir frumvarpið var að kynna það á þinginu, enda voru stuðningsmenn þess yfirleitt sammála um að láta það ekki fá fullnaðarafgreiðslu, heldur yröi sumarið milli þinga notað til að kynna það öðrum, sem hlut áttu að má li. Og svo var gert. Kosningasumarið var frumvarpið sent öllum skóla- nefndum og sveitarstjórnum svo og kennarasamtök- um. Yfirleitt lýstu viökomandi yfir samþykki sinu við frumvarpið, þótt að sjálfsögðu kæmu fram ýmsar ábendingar um hvaö þeir teldu að betur mætti fara. Athugasemdir þessar voru yfirleitt um smáatriði og ýmiss konar framkvæmdaatriði. Einstaka raddir tón- uðu þó gegn frumvarpinu í heild. Þegar fór að liða á siðasta þing fór marga þvi að undra, að ekki skyldi bóla neitt á frumvarpinu aftur, því ekki ættu stjórnarskipti að hafa haft mikil áhrif á framgang þess, þvi flestir þingmenn núverandi stjórn- arflokka höfðu virzt frumvarpinu samþykkir, þegar það var lagt fram. í viðtali viö Þjóðviljann í gær segir Magnús Torfi ólafsson m.a. þetta um frumvarpið eftir að hafa gert grein fyrir nefndaskipan til athugunar á þvi: i erindisbréfi nefndarmanna er gerð grein fyrir ákveðnum sjónarmiðum, sem ég bið nefndarmenn að hafa sérstaklega til hliðsjónar við endurskoðun frum- varpsins Ég tel ekki rétt að rekja þetta í einstökum atriðum nú, en það vil ég taka fram, að ég bið nefndina að fara vandlega yfir þær margvíslegu álitsgerðir, ábendingar og samþykktir, sem fram hafa komið um frumvarpið. — Ég get tekið fram, að eitt höfuðsjónarmið sem ég tel að hafa beri til hliðsjónar, er það að gera sjálft frumvarpið sem einfaldast, og taka út úr þvi þau at- riði, sem við nánari athugun virðist heppilegra að skip- að verði með reglugerð, því að eins og þeir sem kynnt hafa sér frumvarpið vita er það erafar umf.mikið og nákvæmt. Og það er min skoðun, að það sé ekki heppi- legtað binda í lögum ýmisþau atriði, sem i frumvarp- ið voru sett, heldur sé heppilegra, að þeim sé hægt að skipa með reglugerð og breyta eftir fenginni reynslu á einfaldari hátt en með lagabreytingum á Alþingi." Það verðurþvi að segja ráðherra til hróss, að málinu er haldið vakandi, þótt deyfð stjórnarinnar í skólamál- um hafi nú þegar kostað að heilt ár hefur glatazt í skólaþróuninni. VERÐSTODVUNARUM- MÆU 70-EFNDIR '72 begar farið var til verðstöðvunar árið 1970 voru að sjáifsögðu um hana skiptar skoðanir. Allir þingflokkarnir viðurkenndu þá nauðsyn hennar, en gátu þó ekki sameinast um framkvæmd hennar. bað er þvi ekki úr vegi að rifja upp hvað núverandi stjórnarflokkar höfðu helzt út á þá veröstöðvun að setja. Mest var andstaðan við það ákvæði, að áhrifum tveggja visi- tölustiga á launakerfið yrði frestað. Um það atriði segir i bjóð- viljanum 28. ágúst 1970 Kjarninn i viðreisnarstefn- unni er að skerða einu tryggingu launafólks gegn óðaverðbólgu, visitölukerfið.” Og um þetta sama atriði sagði Edvarð Sigurðsson á Alþingi 10. nóv. ..Vandinn, sem við er að etja er ekki kauphækkanir i vor. Vandinn eru þær verðhækkanir. sem voru látnar fylgja i kjiilfarið." Og á Alþingi sagði núverandi fjármálaráðherra : ,,Fram- sóknarflokkurinn tekur ekki þátt i að eyðileggja nýgerða kjara- samninga." Með verðstöðvuninni 1970 voru niðurgreiðslur auknar að miklum mun. bað var gert með þvi að leggja á aukinn launaskatt 1.5%. Ba>ði Timinn og bjóðviljinn túlkuðu það atriði á þennan hátt: Tvö visitölustig jafngilda aukningu launaskattsins hjá atvinnurekendum, sem þýðir ein- faldlega, að það eru launþegar sem bera hann. llm þetta atriði sagði llalldór E. Sigurðsson á Alþingi þann 9. nóvember: ,Kostnaður við niðurgreiðslur og fjölskyldubætur er eins og önnur útgjöld rikissjóðs. sem eiga að ákvarðast i sambandi við fjár- lagaafgreiðslu." Ba>ði blöðin settu fram atriði, sem þau töldu að fara þyrftu sam hliða verðstöðvun. Timinn nefnir afnám söluskatts af nauðsynjum, meiri persónufrádrátt til skatts, auknar tryggingabætur og bjóð- viljinn eignakönnun, niður- fellingu tolla og söluskatts af nauðsynjum og haldbetra verð- lagseftirlit. Auk þess, sem hér er talið mátti sjá i Timanum þann7. nóvember: ,,Bændur verða að þola bótalaust hækkun kjarnfóðurs.” i Timanum 10. nóv. segir á for- siðu: „Verðstöðvun verður að vera raunhæf barátta gegn verð- bólgunni, en ekki aðeins frestun á vandamálunum. 1 sama blaði segir þann 13. nóv., að Fram- sóknarflokkurinn styðji verð- stöðvun, enda þótt hann áliti það hreint neyðarúrræði. bó er tekið fram að flokkurinn verði gegn þvi frumvarpi, sem þá var til um- ræðu, ef kjaraskerðingarákvæð- um þess verði ekki breytt. Og i nefndaráliti þeirra Vilhjálms Hjálmarssonar og bórarins bórarinssonar sagði: „Verðstöðvun getur ekki haldizt öllu lengur (en frumvarpið gerði ráð fyrir — innskot Alþýðubl.) ef hún á ekki að hafa neikvæð áhrif og gera ástandið enn verra. bess vegna verður tafarlaust eftir kosningar aö gripa til nýrra ráð- stafana.” betta voru glefsur úr um- mælum stjórnarandstæðinga 1970 um verðstöðvunina, sem þá var sett á. Auk þess, sem hér er talið, komu fram kröfur um úttekt á stöðu rikissjóðs. bað skorti þvi ekki að nú- verandi stjórnarsinnar höfðu ákveðnar hugmyndir um, hvað hefði átt að varast, hvað þyrfti að gera og hvernig ætti að bregðast við i framtiðinni. bá sögu hvað gerðist i kosningunum á verðstöðvunar- timanum er ekki þörf að rekja. Viö rikisstjórnarmyndunina hafði ástandið lagast svo, að ekki var talin ástæða til úttektar á rikissjóði, heldur voru greiðslur úr honum stórauknar mjög bráð- lega. bá var ekki lengur talið/að verðstiiðvun færi að hafa neikvæð áhrif,ef henni væri haldið lengur áfram og þvi ekki nein ástæða il að gripa til nýrra ráðstafana. 1 raun var ekki viðurkennt nokkurn tima opinberlega. að verð- stöðvuninni frá 1970 væri aflétt fyrr en það var gert i reynd með þvi að setja ný verðstöðvunarlög. Og á hvern hátt eru þau nýju verðstöðvunarlög'.' bvi er nokkuð fljótsvarað. bau eru ekki i neinu veigamiklu atriði frábrugðin fyrri lögum, sem hafa átt að þjóna sama tilgangi. bau eru þó það strangari gagnvart visitölu, að i stað þess að fresta greiðslu- áhrifum visitölustiga áður, eru þau felld niður nú. Bæði fyrr og nú er gert ráð fyrir mjög auknum niðurgreiðslum og hækkun fjöl- skyldubóta. Fjár til þess var aflað með nýjum, umdeildum skatti 1970,en er nú aflað með tilfa>rslu á útgjaldaliðum rikissjóðs, enda viðurkennt af stjórnarsinnum, að skattheimta þetta árið sé þegar komin i hámark. barna var ekki einu sinni haft fyrir þvi að ræöa kostnað við niðurgreiðslur og fjöl- skyldubætur á Alþingi, hvað þá við umræður um fjárlög. bess i stað er áður samþykktum fjár- lögum breytt með einu penna- striki um nokkur hundruð milljónir, sem kemur þannig út, að þá skattaaukningu, sem áður var búið að réttlæta með fram- kvæmdum af miklum móð, verður að nota til rekstrargjalda. Hafi það verið rétt 1970, að vandinn sé ekki kauphækkanir, heldur verðhækkanir, sem fylgja, hvers vegna i ósköpunum tóku þá núverandi stjórnarherrar mark á einum þingmanna sinna og for- manni stærsta verkam .félagi landsins og höfðu hemil á þeim i stað þess að heimila ekki aðeins einstakar hækkanir, heldur einnig hækkun álagningar- prósentu að miklum mun. Fyrir tæpum tveim árum var það aðalröksemd núverandi stjórnarsinna, að verðstöðvun yrði að vera raunhæf barátta, en ekki frestun á vandamálunum. En hvað nú? Nú er verðstöövun notuð til að ýta vandanum frá fram yfir áramót. „Og það verður að vera búið að gera eitthvað” var hið hnyttilega svar forsætis- ráðherra viö þvi hvað tæki við. Fyrstu fjárlög núverandi rikis- stjórnar voru knúin i gegn um Alþingi án þess að fyrir lægi hvernig ætti að afla tekna til þeirra útgjalda, sem þau gerðu ráð fyrir. Að hausti verða áhrif skattalaganna orðin Ijós, en má þá búast við að ekki liggi fyrir þau útgjöld, sem leiða af þeim ráðstöfunum, sem gera á eftir áramót þannig að önnur fjárlög stjórnarinnar verði afgreidd, hvað tekjur snertir, en útgjalda- hliðarnar verði i lausu lofti á sama hátt og tekjurnar siðast? Framhald á bls. 4 AVARP HL (SL. ÞIÚOARUMAIt 1 gærdag gengu sex fulltrúar úr Miðnefnd herstöðvaandstæðinga á fund utanrikisráðherra, Einars Agústssonar, og afhentu honum meðfylgjandi ávarp til fslenzku þjóðarinnar. Miðnefnd herstöðvaandstæðinga minnir á, aö i dag, 14. júli, er rétt ár liðið, siðan núverandi rikisstjórn lýsti yfir i málefnasamningi sinum þeirri stefnu, að allt bandariskt herlið verði flutt á brottá yf- irstandandi kjörtimabili. betta ákvæði markaði mikilvægan áfanga i baráttu þjóðarinnar fyrir óskertu fullveldi. bvi beinir miðnefnd herstöðvaandstæðinga þeirri eindregnu kröfu til rikisstjórnarinnar, að hún láti athöfn fylgja orðum, og telur, að nú, þegar ár er liðið frá samþykkt stjórnarsáttmálans, megi ekki dragast öllu lengur, að rikisstjórnin hefji raunhæfarframkvæmdir i þessu þjóöþrifamáli. Jafnframt heitir nefndin á landsmenn að halda vöku sinni, láta framgang þessa málefnis sitja i fyrirrúmi fyrir veigaminni ágrein- ingsefnum og krefjast skýlausra efnda á þvi fyrirheiti, sem gefiö var fyrir réttu ári. Nefndin telur það verðugt markmiö þjóðarinnar, að á þjóðhátiðardaginn 1974 verði engar herstöðvar á Islandi. Reykjavik, 14. júli 1972. MIÐNEFND HERSTOÐVAANDSTÆÐINGA. VKIBMDUM SUMARLEYFISFERD ÁRSINS Alþýðuflokksfélag Ileykjavikur getur boðið félagsfólki sinu og flokksbundnu Alþýðuflokksfólki annars staðar á landinu eina ódýrustu sumarleyfisferð ársins til útlanda. Hér er um að ræða tveggja vikna ferð til Kaupmannahafnar. Farið verður 7. sept. n.k. Frá Kaupmannahöfn er svo ráðgerð hópferð til Rinarlanda, sem þeir geta tekið þátt i, sem þess óska. Það að þátttakendur i ferðinni geta hagað dvöl sinni i Kaupmannahöfn og ferðum sinum ytra eftir vild er þessi ferð kjörin fyrir alla þá, sem kjósa að ferðast upp á eigin spýtur og eins þá, sem eiga gistingu visa hjá vinum eða skyldfólki i Kaup- mannahöfn. Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Ferðaskrif- stofunni Sunnu, simar: 16400, 12070 og 26555 eða á skrifstofu Alþýðuflokksins i simum 15020 og 16724. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Laugardagur 15. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.