Alþýðublaðið - 04.08.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.08.1972, Blaðsíða 12
alþýðu l n ntrtfii Alþýðubankinn hf -kkar hagur/okkar metnaður (OPAVOGS APOTEK iið öll kvöld til kl. 7 augardaga til kl. 2 unnudaga milli kl. 1 og 3 LOKS KOM AÐ SPASSKl SAGDINEI Neitaði að verða við krötu Fischers um gamla borðið — og mætti líka of seint Spenningurinn yfir skákein- viginu viröist nú vera kominn i nokkuð eðlilegan farveg, áhorf- endur farnir að ganga að þvi sem nokkuð visu, að keppendur mæti til leiks, Spasský aðeins fyrir timann, en Fischer tiu minútum of seint. Spasský mætti að sönnu vel fyrir fimm á tiundu skákina og gaf sér góðan tima til að skreppa úti móa á leiðinni og smakka á islenzkum hunda- súrum, — og kvikmyndatöku- vélarnar suðuðu án afláts á meðan. Hann var með svart i þessari skák og lét þvi ekki sjá sig á sviðinu strax, — það lá ekkert á fyrr en áskorandinn hafði leikið sinn fyrsta leik. Klukkan tifaöi á Fischer, og eftir fimm minútur kom hann askvaðandi inn á sviðið — lófa- tak, þó ekkert sérlega mikið — og lék e4. Klukkan fór að tifa á Spasský og nú brá svo við , aö hann lét ekki sjá sig. Það var engu likara en hann væri að sýna Fischer, að hann væri Tivergi hræddur, og hann lét liða fimm minútur þangað til hann kom. Það var klappað, — og kannski er það vitleysa, en mér fannst lófa- takiö vera ögn innilegra i það sinn. Eins og ég sagði i upphafi hefur öldurnar þó aðeins lægt á yfirborðinu, þó vandamálin séu kannski ekki lengur i suðu- marki. Ég vék mér að einum kvikmyndatökumanna Hassan, ABC, áður Fox, og spurði hvort skákin væri kvikmynduð. — Ég sit hér, svaraði hann, á meðan er ekki kvikmyndað. — Er þá allt i flækju? — Það er allt i stórri flækju, og ég held að hún verði ekki leyst. Þá er það taflborðið. Frétta- maður UPI segir i frétt, að Spasský hafi neitað að skipt yrði um borð þó að Fischer hefði fariö fram á það. Samkvæmt reglunum má ekki skipta um eitt né neitt eftir að einvígið er hafið, nema báðir aðilar samþykki, og þarna sagði Spasský semsagt stopp. Og borðið, sem þeir tefla á núna er þvi tréborð, steinborðið fræga hefur verið lagt til hliðar — i bili að minnsta kosti. Reyndar eru þau vist orðin nokkuð mörg taflborðin, sem hafa verið smiðuð fyrir einvigið, en ekki tókst að fá upplýsingar um það i gær númer hvað þetta er i röðinni. Aftur á móti hef ég áreiðanlegar fréttir fyrir þvi, að i fyrradag hafi verið smiðað borð, sem átti að vera Fischer að skapi, en smiðin mis- heppnaðist. Eins og menn vita stóð strið við Fischer um það hvort reit- irnir ættu að vera 2 1/4 tomma eða 2 1/8 tomma. En þegar út i þetta var komið þótti Spasský sem röðin væri komin að sér og lýsti þvi yfir, að reitirnir væru Framhald á bls. 4 10. SKAKIN FOR I DHI: FISCHER ER VÍST MED RÝMRI STÖOU Tiunda einvigisskák þeirra Spasskis og F'ischers bauð upp á miklar sviptingar á báða bóga, og var þannig ólik lognmollu niundu skákarinnar. ..Sannkölluð hörku- skák”, sagði Gunnar Gunnarsson skák- maður þegar hann af- henti okkur skákskýr- ingarnar í gærkvöldi. Þegar skákin fór i bið i gærkvöldi, hafði Fischer skiptamun yfir, hrók á inóti biskupi og peði. Staðan er tvisýn, en þó telur Larsen hinn danski stöðu Fischers betri: Hvitt : Fischer Svart : Spasski Spánskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 dó 8. c3 0-0 9. h3 (Á sama hátt tefldu þeir félagar á Kúbu 1966 á Olympiumótinu og gerðu jafntefli. Það var þá, sem Petrosjan átti að tefla á fyrsta borði við Fischer, en gaf sætið eftir til Spasski og tók sér fri). 9.------ Rb8 (Spasski beitir svokölluðu Breyer afbrigði, sem virkar dá- litið þunglamalegt, þar sem riddarinn fer aftur upp i borð, til þess að rýma fyrir c-peðinu til c5;.sem er einmitt lykilleikurinn oft i Spánska leiknum, en við fáum að sjá að Fischer vill ein- mitt hindra þann leik). 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. b4 'tHér byrjar Fischer að skemmta „teoriumönnum” enn á ný með dáiitið óvænlum leik. Algengast er 13. Rfl eða 13. b3, en leikur Fischer hefur þó sézt áður. Leikurinn hefur þann til- gang fyrst og fremst að gera svarti örðugt um vik að leika c5, eins og áður segir). 13.-------- Bf8 (Þessi leikur miðar að þvi að opna hróknum leið á e-linunni og ef til vill að leika siðar g6 og siðan Bg7). 14. a4 (Hressilegur leikur hjá Fischer. Menn bjuggust viö hefðbundn- um og hægfara leik eins og t.d. 14. Bb2). 14. ----- Rbó (Nú leikur Spasski þessum ridd- ara i fjórða sinn). 15. a5 (Fischer afræður að ,,loka” drottningarvængum i bili og þvinga svartan til að eyða fimmta leiknum i riddarann). 15. ----- Rbd7 16. Bb2 Db8 (Ef staðan er virt fyrir sér ró- lega, sést að svartur hefur ekki yfir svo ýkja mörgum leikjum að ráða. Þessi siðasti leikur hans miðar að þvi að undirbúa c5 og hafa þá jafnframt vald á e5). 17. Hbl c5 (Svartur tekur þessa örlagariku ákvörðun að leika nú c-peðinu, enda var varla um annan betri kost, en leikurinn leiðir til mik- illa og harðra sviptinga). 18. bxc5 dxc5 19. Rxe5 Dxe5 20. Rxe5 Dxe5 21. C4 Df4 22. Bxf6 Dxf6 23. cxb5 (Nú virðist hvitur vera að vinna peð, en svartur á millileik) 23. ----------------- He-d8 24. Dcl (Dr. forðar sér úr leppuninni, sem gat reynzt óþægileg). 24 --- Dc3 25. Rf3 Dxa5 (Nú hefur Spasski fengið peðið aftur). 26. Bb3 axb5 (Og nú hefur Spasski peð yfir, 27. Df4 Hd7 (Til greina kom 27. -c4). 28. Re5 Dc7 (Leppar riddarann) 29. Hb-dl He7 (Hér kom sterklega til greina að leika 29. -Ha-d8 með flóknu tafli, en ef til vill örlitið betra endatafli en upp kemur i skákinni) 30. Bxf7 Hxf7 (Þvingað vegna 30. —Kh8 31. Rg6 31. 32. 33. 34. 35. 36. ’b mátar) xf7 Rxf7 Hxe4 Hd7 Hb7 Kh2 - Dxf7 Bxe4 Kxf7 Kf6 Hal Bd6 Framhald á bls. 4 ABCDE70H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.