Alþýðublaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 8
 LEIKHÚSIN VATNS- W BERINN 20. jan. - 18. feb. RUGLINGSLEGUR: Farðu mjög varlega með peninga annarra, sem þér kann að hafa verið trúað * fyrir. Likur benda til þess,. að þeir, sem eiga þá, séu þér ekki sammála um ráð- stöfun þeirra. Farðu mjög varlega í allar skuldbind- ingar. ^FISKA- WMERKIÐ 19. feb. • 20. marz RUGLINGSLEGUR: Fjölskyldumálin reynast þér nú eitthvað erfið við- fangs og þér kann að finn- ast eins og sé verið að reyna að þvinga þig til ein- hvers, sem er þér þvert um geð. Þar sem aðrir lita málin ekki sömu augum og þú kann að vera auð- veldast að láta eftir þeim. 1 /^HRÚTS- WMERKIÐ 21. marz - 19. apr. RUGLINGSLEGUR: Nú erekki rétti timinn til þess að fara að þreifa sig áfram með eitthvað, sem þú aldrei hefur reynt áður. Eldra fólk, sem unnið hef- ur með þér, er ekkert hrif- iðaf sllku. Farðu varlega i að skuldbinda þig. ©BURARNIR 21. maí - 20. júní RUGLINGSLEGUR: Þú hefur nú mikið að gera. Liklegt er, að þú verðir beðinn um að vinna eitt- hvað lengur, en þú ert vanur, og auk þess mun fjölskylda þin einnig vera talsvert kröfuhörð við þig. Reyndu eins og þú getur að sætta bæði sjónarmiðin. éfh KRABBA- If MERKIÐ 21. jiínf • 20. jaif RUGLINGSLEGUR: Reyndu að komast hjá öll- um ferðalögum og hafðu samband við annað fólk með öðrum hætti. Aðstæð- ur eru viðsjárverðar og þú ekki alveg með sjálfum þér. Undirritaðu ekkert nema það, sem þú ert viss um hvað er. © UÓNIÐ 21. júlí - 22. ág. KVÍÐVÆNLEGUR: Ef þú þarft að hafa einhver af- skipti af peningamálum i dag, þá skaltu vera mjög gagnrýninn á upplýsingar, sem þér berast og þú þarft að styðjast við i á- kvarðanatöku þinni. At- hugaðu öll skjöl vandlega áður en þú undirritar. ® VOGIN 23. sep. • 22. okt. RUGLINGSLEGUIt: Forðastu allt fólk, sem er svartsýnt að eðlisfari eða óánægt. Slíkt fólk gerir þig ekki ánægðan,heldur hefur aðeins neikvæð áhrif á þig, jafnvel þótt þér virðist sllkt fólk vera rómantiskt og aðlaðandi. Jflh SPORÐ- WDREKINN 23. okt • 21. nóv. RUGLINGSLÉGUR: Blandaðu ekki vinum þin- um inn i peningamál þin. Þeir hafa aldrei búist við þvi, og töp, sem þú kynnir að verða fyrir, gætu svipt þig góðum vinum. Haltu þér að þvi einu, sem þú þekkir vel. BOGMAÐ- WURINN 22. nóv. • 21. des. RUGLINGSLEGUR: Lik-, legt er, að þú hafir áhyggj- ur út af verki, sem þú vannst ekki. eöa manni, sem þú gleymdir að hafa tal af. Þú getur litið gert i þvi nú og ættir þvi að reyna að gleyma van- rækslunni og njóta helgar- innar. NAUTIÐ 20. apr. • 20. maí RÚGLINGSLEGUR: Gættu þess að hafa hugann ekki of bundinn við vinn- una. Þú þarft ýmislegt á- nægjulegt að gera heima auk þess, sem þú munt hafa gaman af þvi að rölta i búðir. Eyddu samt ekki of miklu, þvi þú þarft seinna á peningum að halda. MEYJAR- MERKID 23. ág. - 22. sep. RUGLINGSLEGUR: Heldur óvanalegur dagur og ekkert sérlega vel heppnaður. Það er vist ó- hætt að segja, aö flest spjót standi á þér. Fjöl- skyldan gerir talsverðar kröfur á hendur þér og vill ekki skilja þær aöstæður, Sem þú ert i. 22. des. - 9. jan KVÍÐVÆNLEGUR: Heilsufarsvandamál veld- ur þér aftur áhyggjum og gerir þig dapran og þung lyndan. Þú þarft e.t.v. að leita ásjár sérfræðings, og það kann að hafa áhrif á á- kvörðun, sem siðar verður tekin. Leyfðu engum að hafa afskipti af einkamál- um þinum. RAGGI RÓLEGI JÚLÍA FJALLA-FÚSI Hþjóðleikhúsið KABARETT sýning i kvöld kl. 20. Siðasta sinn. Siðasta sýnina fvrir jól. Miðasala 13.15 — 20. Simi 1-1200. SÍÐDEGISSTUNDIN fyrir börnin i dag kl. 18 Jólagaman, leikur og söngvur. Höfundur og leikstjóri, Guðrún Asmundsdóttir. KLÓ A SKINNI i kvöld kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 16620. HVAÐ ER A SEYÐI? HALLGRÍMSKIRKJA: Séra Jakob Jónsson hefur um nokkurra áratuga skeið haldið enska jólaguðþjónustu i desember ár hvert. A sunnudaginn kemur, 16. desember, verður slik guðþjónusta haldin i Hallgrimskirkju kl. 16. Allir velkomnir. RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR FÉLAG EINSTÆÐRA FORELDRA heldur jólafundinn i Domus Medica á föstudags- kvöldið 14. des. kl. 21. Til skemmtunar verður jazzballetsýning, Omar Ragnarsson, 8 ára drengur les sögu, fluttur verður leikþáttur, spurningákeppni, jólahappdrætti og fleira. BASARAR i GUÐSPEKIFÉLAGID heldur jólabpsar sinn i húsi félagsins, Ingólfsstræti 22, sunnu- j daginn 16. desember kl. 14. — Þjónustureglan. í MÆÐRASTYRKSNEFND: Munið jólasöfnun I Mæðrastyrksnefndar að Njálsgötu 3, Reykja- I vik. Opið daglega frá kl. 10—18. Fatagjafir kl. 14—18 i Þingholtsstræti 25. Fatagjöfum veitt viðtaka þar á sama tima. SÝNINGAR OG SÖFN NORRÆNA HUSIÐ: Til og með mánudags 17. des. er opin i kjallara hússins dönsk list- sýning, „Tre generationer danske akvareller”. Þetta er farandsýning á vegum Norræna listbandalagsins. Sýningarsalir Norræna hússins eru opnir kl. 14—22. LISTASAFN ASl: Jólasýningin er opin alla daga nema laugardaga,kl. 15—18 til,jóla. í fremri salnum að Laugavegi 31 eru eingöngu uppstillingar eða samstillingar eftir Asgrim, Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar, Kristján Daviðsson, Þorvald Skúlason. Kjar- val, Ninu Tryggvadóttur, Jón Stefánsson og Braga Asgeirsson. 1 innri salnum eru verk eftir Kristján Daviðsson, Ninu, Einar G. Baldvinsson, Karl Kvaran, Jóhann Briem, Asgrim og Jón Stefánsson. Málverk Jóns heitir „Bóndinn” og hefur sjaldan verið sýnt. Þá er á sýningunni ein grafikmynd eftir franska myndlistarmanninn Vincent Gayet er nýlega er lokið á safninu sýningu á verk- um hans. NORRÆNA HÚSID: Bókasafnið er opið virka daga.frá 14-19, laugardaga og sunnu- daga frá 14-17. ARBÆJARSAFN er opiö alla daga nema mánudaga frá 14-16. Einungis Arbær, kirkjan og skruðhús til sýnis. Leið 10 frá Hlemmi. ASGRÍMSSAFN: Bergstaðastræti 74 er opið á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtu- dögum frá 1:30-4. Aðgangur ókeypis. NAÍTÚRUGRIPASAFNIÐ Hverfisgötu 115. Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30-16. ATHUGIÐ: Þeim sem vilja koma tilkynning um og smáfréttum i „Hvað er á seyði?" er bent á að hafa samband við ritstjórn, Skip- holti 19, 3. hæð, simi 86666, með þriggja daga fyrirvara. 0 Laugardagur 15. desember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.