Alþýðublaðið - 16.12.1973, Blaðsíða 7
sundur, stykki fyrir stykki, og
endurbyggja þá. Meðal þeirra
bíla, sem þannig eru komnir á
safnið, er t.d. Lotus, sem Bra-
bham eyðilagði. Billinn tókst á
loft og fór tvær kollsteypur — en
þótt undarlegt megi virðast slapp
Brabham lifandi. Nú stendur bill-
inn þarna á safninu i Donington
eins og hann hafi aldrei á Kapp-
akstursbraut komið — kostnaður-
inn við endurbygginguna var
svimandi hár.
Margir bilanna eru frá allra
siðustu árum. Þarna eru t.d. bil-
ar, sem þeir Jackie Stewart og
Emerson Fittipaldi hafa ekið ný-
lega i Grand Prix. Þeireru á hálfs
metra breiðum dekkjum, em eru
alveg slétt af sliti, en það er hið
eina, sem ekki hefur verið endur-
nýjað og gert við á þessum bilum.
Slitnu dekkin eiga að gefa nokkra
hugmynd um það undir hvaða
álagi þau eru i 70—80 hringja
kappakstri. 1 þessu sambandi má
geta þess, að nú eru þessi breiðu
dekk að hverfa, en gamla mjóa
gerðin aftur að koma til sög-
unnar. f ljós hefur komið, að þau
hafa betra veggrip i beygjum.
Af þessu má sjá, að þótt á safni
þessu séu flestir frægustu kapp-
akstursbilar heimsins eru það
ekki allt bilar, sem hafa verið
sigursælir. Þarna má sjá ýmsa
tilraunabila sem dæmi upp á hina
stöðugu þróun og eilifu tilraunir i
kappakstrinum. Þarna er t.d.
svissnesk-italskur bill, sem
stendur skinandi fagur á palli sin-
um og hefur allt útlit til að vera
hinn besti bill. Staðreyndin er
hins vegar sú, að hann er algjör-
lega misheppnaður, og þeir sem
stóðu að smiði hans fleygðu mill-
jónum króna i ekkert.
f sérstökum sal standa tveir
bilar undir stórri ábreiðu, og á
hliðum þeirra stendur málað
stórum stöfum „Tom William-
son”. Þetta eru bilar Williamson
þess, sem fórst i sumar i Nurn-
burg i Þýskalandi. í tilefni þess
óhugnanlega slyss vaknar sú
spurning óneitanlega hjá þeim,
sem skoða bila þessa, hvað það er
sem fær unga menn til að tefla i
slika tvisýnu, sem kostar marga
þeirra lifiö. Forstöðumaður
safnsins, Mr. Lockheed, sem
sjálfur er gamall kappaksturs-
maður, svarar á þann veg, að
þetta sé einskonar geðveiki —
eitthvað sem menn ráða ekki við
sjálfir, og i hita keppninnar
gleyma þeir hættunum. Hvað
Tom Williamson varðar sagði
hann, að dæmalaust óheppni hafi
elt hann i keppninni, — hann
klemmdist i flakinu og brann til
bana.
Sunnudagur 16. desember
Þorgrímur Gestsson
BÍLAR OG
UMFERÐ
Sofanda
háttur í
stefnuljósa-
gjöf
Notkun stefnuljósa
viröist furöuiega ábóta-
vant hér í borginni, og
mætti lögreglan hafa
strangara eftirlit með
fólki en nú er, hvað _það
varðar. Sú ringulreið í
notkun stefnuljósa, sem
ríkir hér, hefur gert það
að verkum, að alls ekki er
óhætt að treysta merkja-
gjöf þessari, og ekki bæt-
ir það úr umferðar-
',,menningunni" okkar.
Það er sofandaháttur
sá, sem einkennir svo
marga íslenska ökumenn,
sem veldur þessari
stefnuljósaóreiðu. Alvar-
legast er kannski ekki að
gleyma algerlega að setja
stefnuljósiri á. það getur
komið fyrir hvern mann
öðrti' hvoru, — heldur er
alvarlegast að setja
stefnuljósin á um leið og
byr jað er að snúa stýrinu.
Það sýnir, að ekki er um
gleymsku að ræða, heldur
sofandahátt, kæruleysi
og virðingarleysi fyrir
þeirri miklu ábyrgð, sem
fylgir því að aka btl. Auk
þess telfur þetta mjög
mikið fyrir allri umferð
— veldur því, að menn
fara að bíða eftir bílum,
sem þeir búast við, að
fari beint áfram, en
beygja síðan skyndilega
inn í hliðargötu — og gefa
þá um leið stefnuljós.
Annað atriði má drepa
stuttlega á. Það er raunar
þveröfugt við það sem
rætt hefur verið hér að
framan. f sumum tilfell-
um virða ökumenn ekki
þau stefnuljós, sem gefin
eru á greinilegan og ótvi-
ræðan hátt. Þarna er átt
við þegar ökumaður þarf
að skipta um akrein þar
sem mikil umferð er.
Gefi menn stefnuljós í
tæka tið, vel áður en f arið
er að beygja, ætti engum
að leyfast að gefa í og
flauta, eins og iðulega
gerist.
Menn hafa fullan
rétt á að skipta um ak-
rein, þótt einhver annar
verði aðeins að hægja
ferðina, — sé farið lög-
lega að því.
1973
Þú kaupir ekki
Volvo vegna
útlitsins
Volvo selst fyrst og fremst vegna traustra eiginleika, jafnt í byggingu
sem í akstri. Enda tala sölutölur í Volvo verðflokki sínu máli:
BÍLAR ( VOLVO VERÐFLOKKI 1972 SELDIR:
1. VOLVO 140 381
2. TOYOTA CORONA 161
3. FORD MERCURY 124
4. SAAB 99 79
5. OPEL REKORD 68
6. CITROEN DS 66
7. CITROEN GS 57
8. PEUGEOT 504 505 52
9. TOYOTA CROWN 47
10. CHEVROLET NOVA 35
Volvo öryggi er meöal annars:
Innbyggður öryggisbiti i öll-
um hurðum til varnar í
hliðarárekstrum.
Öryggispúði i miöju
stýrinu. I árekstri gefur
stýrisbúnaðurinn eftir
á tveim stöðum, auk
þess sem púðinn ver
ökumanninn fyrir
meiöslum.
Stillanleg stólbök búin sérstökum
öryggislokum, sem gefa eftir við
mikinn þiýsting, t.d. ef ekið er
aftan á bifreiðina.
Hemlakerfi, löngu heims-
þekkt sem eitt hið örugg-
asta, sem til er.
Þrihyrningsvirkni tvöfalda
kerfisins í Volvo heldur 80%
hemlunargetu, þó að annað
kerfið bili skyndilega.,
Farþegarými, sem er hannað innan i niðsterka öryggisgrind,
til verndar ökumanni og farþegum.
ÞAÐ ER KOMIÐ
í TÍZKU AÐ FÁ MIKIÐ
FYRIR PENINGANA
SUÐURLANDSBRAUT 16. SiMI 35200
Við tökum notaða bíla upp í greiðslu á nýjum. Athugið lánakerfi Veltis h.f.