Alþýðublaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 5
útgefandi: Alþýðublaðsútgáfan hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Frey-
steinn Jóhannsson. Stjórnmálarit-
stjóri, Síghvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti
19, sími: 86666. Afgreiðsla:
Hverfisgötu 8-10, sími: 14900. Aug-
lýsingar, Hverfisgötu 8-10, sími
86660. Blaðaprent hf.
Veraldarsiglingin
Æ fleiri úr áhöfn ólafs Jóhannessonar á
stjórnarskútunni eru nú að komast á þá skoðun,
að afskrá beri skipshöfnina og senda eigi hana i
land. Einn skipverjanna, Bjarni Guðnason, hef-
ur þegar gengið frá borði og á ekkert áhugamál
heitara um þessar mundir en að kafteinninn á
skútunni verði sviptur sinum skipstjórnar-
réttindum og settur i land á næstu höfn. Annar
úr áhöfn stjórnarfleysins og það einn úr hópi
yfirmannanna, ráðherrann Magnús Kjartans-
son, hefur i rauninni sagt það sama, þótt hann
hafi orðað það með öðrum hætti. Einnig hann
hefur fengið nóg af ástandinu um borð. Einnig
hann hefur ekki lengur trú á fyrirtækinu. Einnig
hann hefur opinberlega látið i ljós þá skoðun
sina, að hann vilji losna af stjórnarskútunni sem
allra fyrst og telur áhöfn hennar ekki lengur
þess umkomna að stjórna henni.
Nú er liðið nokkuð á þriðja ár frá þvi stjórnar-
fley Framsóknarflokksins, Alþýðubandalagsins
og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lét
úr höfn. Þá var mikið um dýrðir hjá útgerðar-
mönnum og áhöfn þessa nýja skips. Með pompi
og prakt og blaktandi veifum lagði það frá landi,
ræður voru haldnar og lofgjörðir sungnar um
hinn glæsilega farkost, Ólafiu, þá veraldarsigl-
ingu, sem nú væri hafin til fyrirheitna landsins
fyrir austan tungl og sunnan sól og þann óska-
byr, er gera myndi reisuna bæði fljóta og auð-
velda.
Svo hélt timinn áfram að liða og ekki hafði
hann lengi liðið áður en ýmislegt fór að koma i
ljós, sem benti til þess, að skipið væri e.t.v. ekki
eins vel byggt og ætlað var og áhöfnin ekki eins
vel skóluð i siglingakonstunni og hún hafði talið
sjálfri sér trú um. Svo fóru áföllin að dynja yfir.
Áttavitinn hafði gleymst i landi og skipstjórinn
þekkti ekki á sjókort. Stýrimennirnir kunnu ekki
að haga seglum eftir vindi og neituðu að standa
vaktir nema hann væri á austan. Leiðarbókin,
sem skráð hafði verið fyrirfram og allir áttu að
lesa við morgun- og kvöldandvaktir, hvarf
fyrir borð og týndist og þá gleymdu menn hvert
ferðinni var upphafl. heitið og fóru hina leiðina.
Óskabyrinn, sem pantaður hafði verið hjá
máttarvöldunum, kom aldrei fram, en storm-
arnir komu með bestu skilum og blésu ávallt öf-
ugt i seglin. Og áhöfnin þoldi ekki velting, en
lagðist upp i loft i sjóveiki og bað guð að hjálpa
sér.
Sigling ólafs Jóhannessonar og þeirra félaga
varð þvi aldrei nein veraldarsigiing og aldrei
náðu þeir landi fyrir austan tungl og sunnan sól.
Nú flatrekur skip þeirra stjórnlaust fyrir veðri
og vindum, seglabúnaðurinn fokinn út i busk-
ann, rá og reiði brotin og slitin, Bjarni Guðnason
strokinn á björgunarbátnum, yfirmennirnir að
tefla valdatafl og spila bankastjóraspil inni i
borðsal, áhöfnin undir þiljum að berjast við sjó-
veikina, loftskeytamaðurinn að senda út neyð-
arkall til Alþýðuflokksins um að taka Ólafiu i
slef og farkosturinn að sökkva.
Það er þvi engin furða, þótt Magnús Kjartans-
son hafi spurt sjálfan sig að þvi, hvort nú væri
ekki kominn timi til þess að reyna að bjarga sér
i land. Verst fyrir Magnús, að Bjarni Guðnason
skyldi hafa gleymt að bjóða honum far þegar
hann strauk á skipsbátnum.
alþýðu
Félagsvist í kvöld
Félag ungra jafnaðarmanna i Reykja vik minnir á SPILAKVÖLDBÐ,
kl. 20.30 i dag, þriðjudag, i Ingólfscafé. Þetta er fyrsta spil i
þriggja kvölda keppni.
Góð aðalverðlaun verða veitt auk sérstakra kvöldverðlauna.
öllum er heimill aðgangur. FUJ
Vélritunar- og hraðritunarskólinn
Notið fristundirnar:
Vclritun — hlindskrift. uppselning og
frdgangur vcr/.lunarbrdfa, samninga o.fl.
t rvals rafmagnsritvi'lar.
Dag- og kviildtiinar.
lipplýsingar og innritun 1 síma 2I7<>K.
HILDIGUNNUll EGGERTSDÓTTIR — Stórholti 27 — Simi 21708
Oullvcrölaunahafi — Thc Itusjncss Kducators' Association of C'anada.
LÆINAGREIÐENDUR
vinsamlega veitið eftiríaiandi eríndi aih/gii:
Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru til-
mæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greini-
lega á miðana og vandið frágang þeirra. Með þvi stuðlið þér að hag-
kvæmni í opinberum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÚRI
LAUNAGREIÐENDUR!
Munið að tilgreina nafnnúmer
launþega á launamiðanum.
Með því sparið þér yður og
skattyfirvöldum dýrmætan
tíma og tryggið, að launa-
greiðslurnar verði frádráttar-
bærar til skatts.
Þriðjudagur 8. janúar 1974