Alþýðublaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.01.1974, Blaðsíða 4
------ -- - ^ ■ —— ÞANNIG FYLLUM VIÐ ÚT SKATTAFRAMTALIÐ ____ ______ ——— ar fasteignaveðlána, að há- marki kr. 800.000, ef þau voru tekin til 10 ára eða lengri tima og sannanlega notuð til að afla fasteigna eða endurbæta þær. Síðan skal færa samtölu skatt- skyldra inneigna i eignarlið 7. Vixlar eða önnur verðbréf, þótt geymd séu i bönkum eöa séu þar til innheimtu, teljast ekki hér, heldur undir tölulið 9. 8. Hlutabréf. Rita skal nafn hlutafélags i lesmáladálk og nafnverð hluta- bréfa i kr. dálk, ef hlutafé er ó- skert, en annars meö hlutfalls- legri upphæð, miðað við upp- haflegt hlutafé. 9. Verðbréf, útlán, stofn- sjóðsinnstæður o.fl. Útfylla skal B-liö framtals bls; 3, eins og eyöublaðið segir til um, og færa samtölu i eignarlið 9. 10. Eignir barna. Útfylla skal B-lið framtals bls 4, eins og eyðublaðið segir til um, og færa samtöluna, að frá- dregnum skattfrjálsum inn- stæöum og verðbréfum, i eign- arlið 10. Ef framteljandi óskar þess, að eignir barns séu ekki taldar með sinum eignum, skal ekki færa eignir barnsins i eign- arlið 10, en geta þess sérstak- lega i G-lið framtals bls 4, að það sé ósk framteljanda, að barnið verði sjálfstæður eignar- skattsgreiðandi. 11. Aðrar eignir. Hér skal færa þær eignir (aðrar en fatnað, bækur, hús- gögn og aðra persónulega muni), sem eigi er getið hér að framan. II. Skuldir alls. Útfylla skal C-lið framtals bls. 3, eins og eyðublaðið segir til um, og færa samtölu i þennan lið. III. Tekjur árið 1973. 1. Hreinar tekjur af at- vinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi samkv. meðfylgjandi rekstrar- reikningi eðalandbúnað- arskýrslu. Framtölum þeirra, sem bók- haldsskyldir eru skv. ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald, skal fylgja rekstrarreikningur. Þeir, sem landbúnað stunda, skulu nota þar til geröa land- búnaðarskýrslu. 2. Hreinar tekjur af eignaleigu, þ.m.t. útleiga íbúðarhúsnæðis samkv. meðfylgjandi rekstraryf- irliti. Hafi framteljandi tekjur af eignaleigu, án þess að talið verði, að um atvinnurekstur sé aö ræða i þvi sambandi, ber honum að gera rekstraryfirlit, þar sem fram koma leigutekjur og bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld, sem eru tengd þessari teknaöflun. Sé slikra tekna aflað i atvinnu- rekstarskyni, ber að gera rekstrarreikning skv. tölulið 1. Hafi framteljandi tekjur af útleigu ibúðarhúsnæðis, hvort heldur hann telur það vera i at- vinnurekstrarskyni eða ekki, ber honum að gera rekstraryfir- lit, þar sem fram koma leigu- tekjur frá hverjum einstökum leigutaka, svo og leigutimabil og fasteignamat útleigðs i ibúð- arhúsnæöis og hlutdeildar i lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins útleigða, svo sem fasteignagjöld, viðhaldskostnað og vaxtagjöld, sem beint eru tengd þessari teknaöflun. Enn O--------------------------- fremur skal telja fyrningu hús- næðisins, sem nemur eftirfar- andi hudraöshlutum af fast- eignamati hins útleigða hús- næðis: Ibúðarhúsnæði úr steinsteypu 1,0% Ibúöarhúsn. hlaöið úr steinum 1,3% tbúðarhúsn. úr timbri 2,0% Frádráttarbær viðhalds- kostnaöur nemur eftirfarandi hundraöshlutum af fasteigna- mati hins útleigða húsnæöis: tbúðarhúsnæði úr steini l,59i tbúöarhúsnæði úr timbri 2,0% Hreinar tekjur eða rekstrar- tap skv. rekstraryfirliti ber þvi að leiörétta um mismun gjald- færös viðhaldskostnaðar og frá- dráttarbærs viðhaldskostnaðar. með áritun á rekstraryfirlit, og færa síðan hreinar skattskyldar tekjur á framtal undir 2. tölulið III eða rekstrartap undir 13. tölulið IV. t þessum tölulið má ekki telja tekjur af útleigðu ibúöarhús- næði, sem framteljandi lætur öörum i té án eðlilegs endur- gjalds, þ.e., ef ársleiga nemur lægri fjárhæð en 3% af fasteignamati ibúöarhúsnæðis og lóöar. Slikar tekjur ber aö telja i 3. töluliö III. 3. Reiknuö húsaleiga ai íbúðarhúsnæði, sem eig- andi notarsjálfur eða læt- ur öðrum í té án eðlilegl endurgjalds. Af ibúöarhúsnæði, sem fram- teljandi notar sjálfur, skal húsaleiga reiknuð til tekna 3% af fasteignamati ibúöarhús- næðis (þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þótt um leigulóö sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat ibúðarhúsnæðis. Nú er ibúöarhúsnæði i eigu sama aöila notað aö hluta á þann hátt, sem hér um ræðirl og að hluta til útleigu, og skal þá fasteignamat húss og lóðar skipt hlutfallslega miðað við rúmmál, nema sérmat i fast- eignamati sé fyrir hendi. A sama hátt skal skipta fasteigna- matihússog lóðar, þar sem um er aö ræða annars vegar ibúðar- húsnæði og hins vegar atvinnu- rekstrarhúsnæöi i sömu fast- eign. 1 ófullgeröum og ómetnum ibúðum, sem teknar háfa verið i notkun, skal eigin leiga reiknuö 1% á ári af kostnaöarverði i árs- lok eöa hlutfallslega lægri eftir þvi, hvenær húsið var tekiö i notkun og að hve miklu leyti. 4. Vaxtatekjur. t A-lið framtals, bls. 3, ber þeim, sem ekki eru bókhalds- skyldir, aö sundurliða vaxta- tekjur af þar framtöldum eign- um. Enn fremur skal tilgreina skattskylda vexti af útteknum innstæðum og innleystum verð- bréfum á árinu. Hafi framtelj- andi einungis taliö þar skatt- skylda eign og skattskyldar vaxtatekjur, ber aö færa sam- tölu vaxta i kr. dálk skatt- skyldra vaxta. Hafi framtelj- andi hins vegar talið fram allar innstæður og verðbréf, ber að færa samtölu vaxta i þar til gerðan dálk, draga siðan frá hlutfall skattfrjálsra vaxta og færa niöurstöðu i kr. dálk skatt- skyldra vaxta. 1 B-liö framtals, bls. 3, ber að sundurliða vaxtatekjur af þar framtöldum eignum og vaxta- tekjur af slikum eignum, sem innleystar hafa veriö á árinu. Skattskylda vexti skv. A-lið, ásamt vöxtum skv. B-Iið, þó að frádregnum vöxtum af stofn- sjóðsinnstæðum, ber að færa i kr. dálk vaxtatekna og fær þá fjárhæð i 4. tölulið III á fram- tali. 5. Arður af hlutabréfum. Hér skal færa arö, sem fram- teljandi fékk úthlutaðan á árinu af hlutabréfum sinum. 6. Laun greidd í peningum. t lesmálsdálk skal rita nöfn launagreiöenda og launaupp- hæð i kr. dálk. Ef vinnutimabil framteljanda er aðeins hluti úr ári eða árs- laun óeðlilega lág, skal hann gefa skýringar I G-lið bls. 4, ef ástæöur koma ekki fram á ann- an hátt i framtali, t.d. vegna náms, aldurs, veikinda o.fl. 7. Laun greidd í hlunnind- um. a. Fæöi: Skattskyld fæðishlunn- indi: (1) Fullt fæöi innan heimilissveitar: Launþegi, sem vann innan heimilissveitar sinnar, skal telja til tekna fullt fæði, sem vinnuveitandi lét honum i té endurgjaldslaust (fritt). Rita skal dagafjölda i lesmálsdálk og margfalda hann meö kr. 250 fyrir fullorðinn og kr. 200 fyrir barn, yngra en 16 ára, og færa upphæðina til tekna. Fjárhæð fæðisstyrks (fæðis- peninga) þess i staö skal hins vegar teljast aö fullu til tekna. Sama gildir um hver önnur full fæðishlunnindi látin endurgjaldslaust I té, þau skal telja til tekna á kostnaðarverði. (2) Fæöisstyrkur (fæöispen- ingar) á orlofstima. Fjárhæð fæðisstyrks (fæðis- peninga), sem launþega er greidd, meöan hann er i or- lofi, skal teljast að fullu til tekna. (3) önnur skattskyld fæöishlunnindi: a. Launþegi, sem vann utan heimilissveitar sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) i staö fulls fæðis, skal telja til tekna þann hluta fæðisstyrks- ins, sem var umfram kr. 300 á dag. Sama gildir um fæðis- styrk greiddan sjómanni á skipi meðan það var i heima- höfn eöa utan. b. Launþegi, sem vann hvort heldur innan eða utan heimilissveitar sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) i stað hluta fæðis, skal telja til tekna þenn hluta fæöisstyrks- ins, sem var umfram kr. 125 á dag. c. Allt fæöi, sem fjölskylda framteljanda fékk endur- gjaldslaust (fritt) hjá vinnu- veitanda hans, fjárhæð fæðis- styrkja (fæðispeninga) þess i stað, svo og hver önnur fæðis- hlunnindi, látin endurgjalds- laust i té, skal telja til teknaá sama hátt og greinir i lið (1). Fritt fæði, sem eigi telst fullt fæði, látið þessum aöilum i té, skal telja til tekna hlutfalls- lega af mati fyrir fullt fæöi. 1 þessu sambandi skiptir eigi máli, hvort framteljandi vann innan eða utan heimilissveit- ar sinnar. b. Húsnæöi: Hafi framteljandi (og fjölskylda hans) afnot ibúöarhúsnæöis, sem vinnuveit- andi hans lætur endurgjalds- laust i té, skal framteljandi rita i lesmálsdálk fjárhæð gildandi fasteignamats þessa ibúðar- húsnæðis og lóðarog mánaöa- fjölda afnota. Telja skal til tekna 3% af þeirri fjárhæð fyrir ársafnot eða hlutfallslega miðað við mánuði. Hafi framteljandi (og fjöl- skylda hans) afnot ibúðarhús- næðis, sem vinnuveitandi hans lætur i té gegn endurgjaldi, sem er lægra, miðað við ársafnot, heldur en 3% af gildandi fast- eignamati ibúðarhúsnæðis og lóðar, skal framteljandi telja mismuninn til tekna. c. Fatnaður eöa önnur hlunnindi: Til tekna skal færa fatnað, sem vinnuveitandi lætur framteljanda i té án endur- gjalds og ekki er reiknaður til tekna i öðrum launum. Til- greina skal, hver fatnaðurinn er, og telja til tekna sem hér segir: Einkennisföt karla....kr. 6.700 Einkennisföt kvenna... kr. 4.600 Einkennisfrakki karla .kr. 5.200 Einkenniskápa kvenna kr. 3.400 Einkennisfatnað flugáhafna skal þó telja sem hér segir: Einkennisföt karla....kr. 3.350 Einkennisföt kvenna... kr. 2.300 Einkennisfrakki karla .kr. 2.600 Einkenniskápa kvenna kr. 1.700 Fatnaður, sem ekki telst ein- kennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð i stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. önnur hlunnindi, sem látin eru i té fyrir vinnu, ber aö meta til peningaverðs eftir gangveröi á hverjum stað og tima og telja til tekna i tölulið 7.c. III á fram- tali. M.a. teljast hér sem hlunn- indi afnot launþega af bifreið- um, sem skráðar eru sem fólks- bifreiðar, látin honum i té af vinnuveitanda endurgjaldslaust eða gegn óeðlílega lágu endur- gjaldi. t lesmálsdálk skal rita afnot bifreiðarinnar i eknum kilómetrum (þ.m.t. akstur úr og i vinnu) og margfalda þann kilómetrafjölda með kr. 9.70 fyrir fyrstu 10.000 kilómetraaf- not, með kr. 8,10 fyrir næstu 10.000 kilómetraafnot ogkr. 6,85 fyrir hver kilómetraafnot þar yfir. Fjárhæð, þannig fundna, ber að færa i kr. dálk, þó að frá- dregnu endurgjaldi, ef um þaö var að ræða. Fæði, húsnæði og annað fram- færi framteljanda, sem býr i foreldrahúsum, telst ekki til tekna og færist þvi ekki i þenn- an lið, nema foreldri sé atvinnu- rekandi og telji sér nefnda liði til gjalda. 8. Elli- eða örorku- lífeyrir frá alm.trygg. Hér skal telja til tekna ellilif- eyri og örorkulifeyri úr al- mannatryggingum. Upphæðir geta verið mismun- andi af ýmsum ástæðum. Til dæmis er ellilifeyrir greiddur i fyrsta sinn vegna næsta mánað- ar, eftir að lifeyrisþegi varð fullra 67 ára. Heimilt er að fresta töku ellilifeyris, og fá þá þeir, sem það gera, hækkandi lifeyri, eftir þvi sem lengur er frestað að taka lifeyrinn. Almennur ellilifeyrir allt áriö 1973 var sem hér segir: sjúkrasamlögum eða úr sjúkra- sjóöum stéttarfélaga, þá koma þeir einnig til frádráttar i frá- dráttarlið 12. 10. Fjölskyldu- bætur frá alm.trygg. Fjölskyldubætur frá al- mannatryggingum skulu færðar til tekna undir tekjulið 10. Fjölskyldubætur á árinu 1973 voru kr. 15.803 fyrir hvert barn á framfæri allt árið. Margfalda skal þá upphæð með barna- fjölda. Auk þess voru á árinu 1973 greiddar uppbætur fyrir hvert bótaskylt barn í des. 1972 kr. 333 og ber að telja þá upphæð með fjölskyldubótum 1973 og færa heildarupphæðina til tekna. Fyrir börn, sem bætast við á árinu, og börn, sem ná 16 ára aldri á árinu, þarf að reikna bætur sérstaklega. Fjölskyldu- bætur fyrir börn, sem fæðist á árinu, eru greiddar frá 1. næsta mánaðar eftir fæðingu. Fyrir barn, sem verður 16 ára á árinu, eru bætur greiddar fyrir af- mælismánuðinn. Fjölskyldu- bætur árið 1973 voru: Jan.—febr. Mars—april Mai—sept. Okt.—des. kr. 1.193 á mán. kr. 1.083 á mán. kr. 1.500 á mán. kr. 1.250 á mán 11. Tekjur barna Útfylla skal F-lið framtals, bls. 4, eins og eyðublaðið segir til um. Samanlagðar tekjur barna (að undanskildum skattfrjáls- um vaxtatekjum) skal siðan færa i tekjulið 11, bls 2. Ef barn (börn), hér tilgreint, stundar nám i framhaldsskóla, skal færa námsfrádrátt skv. mati rikisskattstjóra i frá- dráttarlið 13, bls. 2, og tilgreina þar nafn barnsins, skóla og bekk. Upphæð námsfrádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur barnsins (barnanna, hvers um sig), sem færðar eru i tekjulið 11. Hafi barn hreinar tekjur (þ.e. tekjur þess skv. tekjulið 11, að frádregnum námskostnaði skv. mati rikisskattstjóra), er nema kr. 23.100 eða lægri fjárhæö, skal færa helming hreinu tekn- anna i frádráttarlið 13, bls. 2. Hafi barn hreinar tekjur, er nema meira en hálfum persónu- frádrætti barns, þ.e. kr. 23.100, getur framteljandi óskað þess, að barnið veröi sjálfstæður framteljandi, og skal þá geta þess i G-lið framtals, bls. 4.1 þvi tilviki skulu tekjur barnsins færðar i tekjulið 11, eins og áður segir, en i kr. dálk i frádráttar- lið 13, bls. 2, færist ekki náms- Fyrst tekinn: frá 67 ára aldri frá 68 ára aldri frá 69 ára aldri frá 70 ára aldri frá 71 árs aldri frá 72 ára aldri Einstaklingar kr. 99.075 kr. 107.499 kr. 119.943 kr. 132.300 kr. 148.602 kr. 165.531 Hjón Kr. 178.335, þ.e. 90% af lifeyri tveggja einstak- linga, sem báöir tóku lifeyri frá 67 ára aldri. Ef hjón, annað eða bæði, frestuðu töku lifeyris, hækkaöi lifeyrir þeirra um 90% af ald- urshækkun einstaklinga. Ef t.d. annað hjóna frestaði töku lifeyr- is til 68 ára aldurs, en hitt til 69 ára aldurs, var lifeyrir þeirra árið 1973 90% af (kr. 107.499 + kr. 119.943) eða kr. 204.697. örorkulifeyrir skal teljast hér til tekna. örorkustyrkur, af hvaða ástæðum sem hann er greiddur, telst hins vegar til tekna i tekjuliö 13 „Aörar tekj- ur”. 9. Sjúkra- eða slysabætur 'dagpeningar). Hérskal telja til tekna sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá almannatryggingum, frádráttur, heldur sú fjárhæð, sem afgangs verður, þegar kr. 23.100 hafa verið dregnar frá tekjum barnsins skv. tekjulið 11. t lesmálsdálk skal rita ,,v/sérsköttunar” (nafn barns). 12. Laun eiginkonu. Hér skal færa launatekjur eiginkonu. 1 lesmálsdálk skal rita nafn launagreiðanda og launaupphæð i kr. dálk. Athuga skal, að þótt helmingur eða hluti af launatekjum giftrar konu sé frádráttarbær, ber að telja allar tekjurnar hér. 13. Aðrar tekjur Hér skal færa til tekna hverj- ar þær skattskyldar tekjur, sem áður eru ótaldar, svo sem: (1) Eftirlauna- eða lifeyris- greiðslur, þ.m.t. barnalifeyr- ir, úr eftirlauna- eða lifeyris- sjóðum eða frá öðrum aðilum. (2) Meðlög með börnum eldri en 16 ára. (3) Skattskyldar bætur frá al- mannatryggingum, aðrar en þær, sem taldar eru undir tekjuliðum 8, 9 og 10, og skulu þær nafngreindar, svo sem ekkju- og ekklabætur, lifeyrir til ekkju eða ekkils, lifeyrir vegna maka og barna örorku- lifeyrisþega, makabætur og örorkustyrkur. Einnig skal færa hér barnalifeyri, sem greiddur er frá almanna- tryggingum með börnum eldri en 16 ára, eða greiddur vegna örorku eða elli foreldra (framfæranda), eða með barni manns, sem sætir gæslu- eða refsivist, en barnalifeyrir, sem greiddur er frá almannatryggingum með börnum, yngri en 16 ára, ef annaö hvort foreldra er lát- ið eða barn er ófeðrað, færist hins vegar i dálkinn til hægri á bls. 1, svo sem áður er sagt. Hér skal enn fremur færa mæöralaun úr almannatrygg- ingum, greidd ekkjum, ógift- um mæðrum og fráskildum konum, sem hafa börn, yngri en 16 ára, á framfæri sinu. Sama gildir um sambærileg laun, sem greidd hafa verið einstæðum feðrum eða ein- stæðu fósturforeldri. A árinu 1973 voru mæðralaun sem hér segir: Fyrir 1 barn kr. 8.694, 2 börn kr. 47.181 og fyrir 3 börn eða fleiri kr. 94.362. Ef barn bætist við á árinu eða börnum fækkar, verður að reikna sjálfstætt hvert tima- bil, sem móðir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o.s.frv., og leggja saman bæt- ur hvers timabils og færa i einu lagi i kr. dálk. Mánaðargreiðslur á árinu 1973 voru sem hér segir: Fyrir 1 barn: Jan.—mars kr. 636 á mán. April—júni kr. 712 á mán. Júli—sept. kr. 749 á mán. Okt.—des. kr. 801 á mán. Fyrir 2 börn: Jan.—mars kr. 3.450 á mán. April—júni kr. 3.864 á mán. Júli-sept. kr. 4.064 á mán. Okt.—des. kr. 4.349 á mán. Fyrir 3 börn og fleiri: Jan.—mars kr. 6.900 á mán. April—júni kr. 7.728 á mán. Júli—sept. kr. 8.128 á mán. Okt.—des. kr. 8.698 á mán. (4) Styrktarfé, þ.m.t. náms- styrkir frá öörum aðilum en rikissjóði eða öðrum opinber- um sjóðum, innlendum elleg- ar erlendum, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happdrætt- isvinninga (sem ekki eru skattfrjálsir) og aðra vinn- inga svipaðs eðlis. (5) Skattskyldan söluhagnað af eignum, sbr. D-liö framtals, bls. 4, (sjá þó „Aörar upplýs- ingar” i lok leiöbeininga), af- föll af keyptum verðbréfum og arð af hlutabréfum vegna félagsslita eöa skattskyldrar útgáfu jöfnunarhlutabréfa. (6) Eigin vinna við eigið hús eða ibúð, aö þvi leyti, sem hún er skattskyld. (7) Bifreiðastyrki fyrir afnot bifreiöar framteljanda. Skiptir þar eigi máli, i hvaða formi bifreiðastyrkur er greiddur, hvort heldur t.d. sem föst árleg eða timavið- miðuð greiðsla, sem kiló- metragjald fyrir ekna km eða sem greiðsla á, eða endur- greiðsla fyrir, rekstrarkostn- aði bifreiðarinnar að fullu eða hluta. Ennfremur risnufé og endurgreiddan ferðakostnað þar með taldir dagpeningar. Um rétt til frádráttar vegna þessara tekna, sjá tölulið 13, „Annar frádráttur”. IV. Frádráttur. 1. Kostnaður við ibúðar- húsnæði, sbr. tekjulið 3. a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, bruna- bótaiðgjald, vatnsskatt o.fl. gjöld, sem einu nafni eru nefnd fasteignagjöld. Enn- fremur skal telja hér með 90% af iðgjöldum svonefndrar húseigendatryggingar, svo og iðgjöld einstakra vatnstjóns-, gler-, fok-, sótfalls- og inn- brotstrygginga. Hér skal þó eingöngu færa þann hluta heildarupphæðar þessara gjalda af fasteign, sem svar- ar til þess hluta fasteignar- innar, sem tekjur eru reikn- aðar af skv. tekjulið 3. b. Fyrning og viðhald: Hér skal færa sem fyrningu og viðhald eftirtalda hundraðshluta af fasteignamati þess húsnæðis, að meðtöldum bilskúr, sem tekjur eru reiknaðar af skv. tekjulið 3: Af ibúðarhúsnæði úr steinsteypu 2,5% Af ibúðarhúsnæði hlöðnu úr steinum 2,8% Af ibúðarhúsnæði úr timbri 4,0% (Ath: Fyrning og viðhald reiknast ekki af fasteigna- mati lóða.) 2. Vaxtagjöld. Hér skal færa mismunartölu vaxtagjalda skv. C-liö framtals, bls. 3. 3. a. og b. Greitt iðgjald af lífeyristryggingu. Færa skal i a-liö framlög framteljanda sjálfs, en i b-lið framlög eiginkonu hans til viðurkenndra lifeyrissjóða eöa greidd iðgjöld af lifeyristrygg- ingu til viöurkenndra vátrygg- ingarfélaga eða stofnana. Nafn lifeyrissjóðsins, vátryggingar- félagsins eða stofnunarinnar færist i lesmálsdálk. Reglur hinna ýmsu trygging- araðila um iðgjöld eru mismun- andi, og frádráttarhæfni ið- gjaldanna þvi einnig mismun- andi hjá framteljendum. Er þvi rétt, að framteljandi leiti upp- lýsinga hjá viðkomandi trygg- ingaraðila eða skattstjóra, ef honum er ekki fullkomlega ljóst, hvaða upphæð skuli færa hér til frádráttar. 4. Iðgjald af lífsábyrgð. Hér skal færa greitt iðgjald af liftryggingu. Hámarksfrádrátt- ur er kr. 23.100. (Rétt er þó að rita i lesmálsdálk raunverulega greidda fjárhæð, ef hún er hærri en hámarksfrádráttur.) 5. Stéttarfélagsgjald. Hér skal færa iðgjöld, sem launþegi greiöir sjálfur beint til stéttarfélags sins, sjúkrasjóðs eða styrktarsjóös, þó að há- marki 5% af launatekjum. 6. Greitt fæði á sjó.... dagar. Hér skal rita sama dagafjölda og Aflatryggingarsjóður greiddi hlutdeild i fæðiskostnaði fram- teljanda. Siðan skal margfalda þann dagafjölda með tölunni 64 og færa útkomu i kr. dálk. Greiðslur Aflatryggingar- sjóðs til útvegsmanna upp I fæðiskostnað skipverja á báta- flotanum skal framteljandi hvorki telja til tekna né frá- dráttar. Hafi Aflatryggingarsjóður ekki greitt framlag til fæðis- kostnaðar framteljanda á þil- farsbát undir 12 rúmlestum, opnum bát eða bát á hrefnu- eða hrognkelsaveiðum, skal marg- falda fjölda róðrardaga meö töl- unni 163 og færa útkomu i kr. dálk. 7. Sjómannafrádr. miðaður við slysa- tryggingu hjá útgerðinni.... vikur. Sjómaður, lögskráður á is- lenskt skip, skal rita hér þann vikufjölda, sem hann var háður greiðslu slysatry ggingarið- gjalda hjá útgerðinni, enda ráö- inn sem sjómaður. Ef vikurnar voru 26 eða fleiri, skal marg- falda vikufjöldann með tölunni 2062 og færa útkomu i kr. dálk. Hafi vikurnar verið færri en 26, skal margfalda vikugjöldann með tölunni 285 og færa útkomu i kr. dálk. Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar, þótt þeir séu eigi lögskráðir, enda geri útgerðarmaður fulla grein fyrir, hvernig hlutaskiptum er farið og yfir hvaða timabil launþegi hefur tekið kaup eftir hluta- skiptum. 8. 8% af beinum tekjum sjómanns eða hlutaráðins landmanns af fiskveiðum. Hér skal færa 8% af beinum tekjum sjómanns af fiskveiðum á islenskum fiskiskipum, þ.m.t. hvalveiðiskipum. Sama gildir um beinar tekjur hlutaráðins landmanns af fiskveiðum. Sjó- maður, sem jafnframt er út- gerðarmaður fiskiskipsins, skal njóta þessa 8% frádráttar af hreinum tekjum fiskiskipsins af fiskveiðum eða hlut, hvort sem lægra er. Þessi frádráttur reiknast ekki af öðrum tekjum, sem sjómaður eða hlutaráðinn landmaður kann að hafa frá útgerðinni. 9. Skyldusparnaður. Hér skal færa þá upphæð, sem framteljanda, á aldrinum 16—25 ára, var skylt að spara og inn- færö er i sparimerkjabók árið 1973. Skyldusparnaður er 15% af launatekjum eða sambærileg- um atvinnutekjum, sem unnið er fyrir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttarbær. 10. 50% af launum eiginkonu. Hér færast 50% þeirra launa eiginkonu, sem talin eru i tekju- lið 12 og hún hefur aflað sem launþegi hjá vinnuveitanda, sem á engan hátt er tengdur henni, eiginmanni hennar eða ó- fjárráða börnum, rekstrarlega eða eignarlega. Sama gildir um laun, sem eiginkonan hefur afl- að sem launþegi hjá hlutafélagi, þótt hún, eiginmaður hennar eða ófjárráða börn eigi eignar- eða stjórnaraðild að hlutafélag- inu, enda megi ætla, að starf hennar hjá hlutafélaginu sé ekki vegna þessara aðilda. 11. Frádráttur vegna starfa eiginkonu við atv.r. hjóna o.fl. Hér færast 50% eftirtalinna tekna eiginkonu, þó að hámarki kr. 84.700. 1. Hreinna tekna af atvinnu- rekstri, sem hún vinnur viö og er i eigu hennar, eða af sjálf- stæðri starfsemi, sem hún rekur. 2. Launa vegna starfs við at- vinnurekstur eöa sjálfstæða starfsemi eiginmanns henn- ar. 3. Launa vegna starfs við at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ófjárráða barns (barna) hjónanna. 4. Hluta hennar af hreinum tekjum af sameiginlegum at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi hjóna, metins mið- að við beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna. 5. Launa frá sameignarfélagi, sem hjónin eða ófjárráða börn þeirra eru aöilar að, eða hlutafélagi, enda megi ætla, að starf hennar hjá hlutafé- laginu sé vegna eignar- eða stjórnaraöildar hennar, eiginmanns hennar eða ófjár- ráöa barna. 12. Sjúkra- eða slysadagapeningar. Hér skal færa sjúkra- eða slysadagpeninga frá almanna- tryggingum, sjúkrasamlögum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, sem jafnframt ber aö telja til tekna i tekjulið 9. 13. Annar frádráttur. Hér skal færa þá frádráttar- liöi, sem áður eru ótaldir og heimilt er að draga frá tekjum. Þar til má nefna: (1) Afföll af seldum verðbréf- um (sbr. A-lið 12. gr. laga). (2) Ferðakostnaö vegna lang- ferða sbr. C-lið 12. gr. laga). (3) Gjafir til menningarmála, visindalegra rannsóknar- stofnana, viöurkenndrar likn- arstarfsemi og kirkjufélaga . (sbr. D-lið 12. gr. laga). Skil- yrði fyrir frádrætti er, aö framtali fylgi kvittun frá stofnun, sjóði eða félagi, sem rikisskattstjóri hefur veitt viðurkenningu skv. 36. gr. reglugerðar nr. 245/1963. (4) Kostnað viö öflun bóka, timarita og áhalda til visinda- legra og sérfræðilegra starfa, enda sé þessi kostnaðarliður studdur fullnægjandi gögnum (sbr. E-lið 12. gr. laga). (5) Frádrátt frá tekjum hjóna, sem gengið hafa i lögmætt hjónaband á árinu, kr. 84.799. (6) Frádrátt v/björgunarlauna (sbr. B-liö 13. gr. laga). (7) Frádrátt einstæðs foreldris, er heldur heimili fyrir börn sin, kr. 92.400, aö viðbættum kr. 10.010 fyrir hvert barn. (8) Námsfrádrátt, meðan á námi stendur, skv. mati rikis- skattstjóra. Tilgreina skal nafn skóla og bekk. Nemandi, sem náð hefur 20 ára aldri, skal útfylla þar til gert eyðu- blað um námskostnað, óski hann eftir að njóta réttar til frádráttar námskostnaðar að námi loknu, sbr. næsta töluliö. (9) Námskostnað, sem stofnað var til eftir 20 ára aldur og veitist til frádráttar að námi loknu, enda hafi framteljandi gert fullnægjandi grein fyrir kostnaöinum á þar til gerðum eyðublöðum (sbr. E-lið 13. gr. laga). (10) Afskrift heimæöargjalds v/hitaveitu, heimtaugar- gjalds v/rafmagns og stofn- gjalds v/vatnsveitu I eldri byggingar 10% á ári, næstu 10 árin, eftir að hitaveita, raf- lögn eða vatnslögn var inn- lögð (tengd). Ofangreind stofngjöld vegna innlagna (tenginga) I nýbyggingar teljast með byggingakostnaði og má ekki afskrifa sérstaklega. (11) Sannanlegan risnukostnaö, þó eigi hærri upphæð en nemur risnufé til tekna i tekjuliö 13. Greinargerð um risnukostnaö fylgi framtali, þar meö skýringar vinnuveit- anda á risnuþörf. (12) Sannanlegan kostnað vegna rekstrar bifreiðar i þágu vinnuveitanda. Útfylla skal þar til gert eyðublað „Bifreiðastyrkur og bifreiða- rekstur á árinu 1973”, eins og form þess og skýringar segja til um. Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnuveit- anda um ástæður fyrir greiðslu bifreiðastyrksins. Til frádráttar kemur sá hluti heildarrekstrarkostnaðar bif- reiðarinnar, er svarar til afnota hennar i þágu vinnu- veitanda, þó eigi hærri upphæð en nemur bifreiða- styrk til tekna i tekjuliö 13. Frá kröfunni um útfyllingu og skil greinds eyðublaðs er þó fallið i eftirtöldum til- vikum. a. hafi framteljandi i tak- mörkuðum og tilfallandi til- vikum notað bifreið sina i þágu vinnuveitanda sins, aö beiðni hans, og fengið endur- greiðslu (sem talin er til tekna eins og hver annar bif- reiðastyrkur) fyrir hverja einstaka ferð. 1 slikum til- vikum skal framteljandi leggja fram akstursdag- bókaryfirlit eða reikninga, sem sýna tilgang aksturs, hvert ekið og vegalengd i km ásamt staðfestingu vinnuveit- anda. Sé þessum skilyrðum fullnægt og talið, að hér sé um raunverulega endurgreiöslu afnota að ræða i þágu vinnu- veitanda, enda fari þau ekki i heild sinni yfir 1.500 km á ári, má leyfa til frádráttar fjár- hæð, sem svarar til notkunar, margfaldaðrar með kr. 9,70, þó aldrei hærri fjárhæð en talin var til tekna. b. hafi framteljandi fengið greiðslu frá rikinu á árinu 1973 fyrir akstur (eigin) bifreiðar sinnar i þess þágu og greiðslan veriö greidd skv. samningi samþykktum af f jármálaráöuneytinu, er framteljanda heimilt að færa til frádráttar i frádráttarlið 13 á skattframtali sömu upphæð og telja skal til tekna vegna þessarar greiöslu i tekjulið 13, án sérstakrar greinargerðar, enda liggi fyrir eða framtelj- andi láti i té eftir áskorun ótviræða sönnun þess, að samningur, samþykktur af fjármálaráðuneytinu, hafi veriö i gildi á árinu 1973. Samningur samþykktur af öðrum ráðuneytum eða rikis- stofnunum og ekki staðfestur af fjármálaráðuneytinu hefur ekkert gildi i þessu sambandi. (13) Feröakostnað og annan kostnað, sem framteljandi hefur fengið endurgreiddan vegna fjarveru frá heimili sinu um stundarsakir vegna starfa i almenningsþarfir. Tii frádráttar kemur sama upphæð og talin er til tekna i tekjulið 13. (14) Beinan kostnað vegna ferða i annarra þágu, þó eigi hærri upphæð en endurgreidd hefur verið og til tekna er talin i tekjulið 13. Aörar upplýsingar og skýringar A framtalseyðublaöinu er krafist ýmissa annarra upplýs- inga en að framan greinir. Einnig getur framteljandi komiö að skýringum sinum eða umsóknum um notkun heimiida sér til handa. Sem dæmi má nefna: a. A bls. 2 neðst til hægri skal færa greidda heimilisaöstoö, álagt útsvar, álagt viðlaga- gjald af útsvarsskyldum tekjum og greidda húsa- leigu. b. 1 D-liö á bls. 4 ber aö gera grein fyrir byggingu fast- eigna með tilvisun til hús- byggingarskýrslu, sem fylgja skal framtali, einnig þótt um sé aö ræða viðbyggingu, breytingar eöa endurbætur á fasteign. (Eyöublöð fást hjá skattyfirvöldum.) Enn fremur skal gera þar grein fyrir kaupum og sölum fast- eigna, bifreiða, skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra réttinda. Einnig ber að tilgreina þar greidd sölulaun, stimpilgjöld og þinglesningarkostnaö, svo og afíöll af seldum verö- bréfum. Vilji framteljandi nota heimildir 4. og 11. mgr. E-liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, um frestun á skatt- lagningu skattskylds hluta söluhagnaðar eigna, skal hann geta þess i þessum staf- lið framtals (4 mgr., sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, varðar eingöngu frestun ákvörðunar um skattskyldu söluhagnaðar af ibúðarhúsnæði). c. Um útfyllingu á E- og F- liðum á bls. 4, sjá um 10. tölulið i I. kafla og 11. tölulið i III. kafla. d. G-.liður á bls. 4 er sérstaklega ætlaður fyrir athugasemdir framteljanda. Þar skal m.a. geta þess, ef með framtali fylgir á þar til gerðum eyðu- blöðum, eða framsett skrif- lega á annan fullnægjandi hátt, umsókn um lækkun tekjuskatts (ívilnun). Ivilnun getur komið til geina vegna ellihrörleika, veikinda, slysa, mannsláts eða skuldatapa, sem hafa skert gjaldþol fram- teljanda verulega, vegna verulegs eignatjóns, vegna framfærsu barna, sem haldin eru lángvinnum sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefin, vegna framfærslu foreldra eða annarra vandamanna eða vegna þess, að skattþegn hefur látið af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerst verulega af þeim sökum. Enn fremur getur - komið til greina ivilnun vegna verulegra útgjalda af menntun barns (barna) framteljanda, sem eldra er (eru) en 16 ára. Eyðublöð með nánari skýringum til notkunar i þessu sambandi fást hjá skattyfirvöldum. Þar er annars vegar um að ræða umsóknareyðublað vegna menntunarkostnaðar barna og hins vegar vegna annarra framangreindra ástæðna. Að lokum skal framteljandi dagsetja framtalið og undirrita. Ef um sameiginlegt framtal hjóna er að ræöa, skulu þau bæði undirrita það. ATllYGLIskal vakin á þvi, að sérhverjum framtalsskyldum aðila, ber að gæta þess, að fyrir hendi séu upplýsingar og gögn, er leggja megi til grundvallar framtali hans og sannprófunar þess, ef skattyfirvöld krefjast. Oll slik gögn, sem framtalið varða, skal geyma a.m.k. i 6 ár, miðað við framlagningu skatt- skrár. Lagatilvitnanir i leiðbein- ingum þessum eru i lög nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt, meö áorðnum breytingum skv. lögum nr. 7/1972 og lögum nr. 60/1973. (Byggt á nokkuð styttum leiöbeiningum rikisskattstjóra frá 16. janúar 1974). alþýdu LEIDBEINT UM FRAMTÖL TIL SKATTS BLS. 2 OG 3 Sunnudagur 20. janúar 1974. Sunnudagur 20. janúar 1974. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.