Alþýðublaðið - 14.05.1974, Qupperneq 5
Útgefandi: Blað hf. Hitstjóri og ábyrgðar-
maður, Freysteinn Jóhannsson. Stjórn-
málaritstjóri, Sighvatur Björgvinsson.
Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, simi:
2X800. Afgrciðsla: Hverfisgötu 8-10, simi:
14900. Auglýsingar, Hverfisgötu 8-10,
simir28660 og 14906. Blaðaprcnt hf.
LISTIIAFNADARMANNA
Fáum dögum eftir að útkoma dagblaðanna
stöðvaðist vegna prentaraverkfallsins luku
Alþýðuflokksfélögin i Reykjavik og SFV i
borginni við afgreiðslu sameiginlegs framboðs-
lista við komandi borgarstjórnarkosningar. Var
listinn afgreiddur einróma á fundum beggja
aðila og hinn sameiginlegi framboðslisti
Alþýðuflokksins og SFV i Reykjavik — J-listinn
— var fyrsti framboðslistinn, sem birtur var i
Reykjavikurborg við ihöndfarandi borgar-
stjórnarkosningar.
Listi jafnaðarmanna i Reykjavik — J-listinn
— er jöfnum höndum skipaður fulltrúum
Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna i borginni. Tvö efstu sæti listans
skipa borgarfulltrúarnir Bjrögvin
Guðmundsson, frá Alþýðuflokknum, og
Steinunn Finnbogadóttir, frá SFV. Á liðnu kjör-
timabili hafa þau haft með sér traust og gott
samstarf i málefnum Reykjavikurborgar,
málefnaágreiningur milli þeirra hefur aldrei
verið, enda eru þau bæði yfirlýstir jafnaðar-
menn og hafa i störfum sinum i borgarstjórn
Reykjavíkur tekið mið af þeirri stefnu,
jafnaðarstefnunni, sem þeim báðum er sam-
eiginleg.
Björgvin Guðmundsson, sem skipar efsta sæti
J-listans i kosningunum i vor, er þaulreyndur i
störfum að félags- og stjórnmálum. Hann hefur
lengi átt sæti i borgarstjórn Reykjavikur fyrir
Alþýðuflokkinn — fyrst sem varaborgarfulltrúi
en siðar sem aðalborgarfulltrúi. Hann býr yfir
mikilli þekkingu á málefnum Reykjavikurborg-
ar og hefur i borgarstjórn beitt sér fyrir þeim
málum, sem jafnaðarmönnum standa næst —
s.s. eins og eflingu Bæjarútgerðar Reykjavikur,
umbótum á félags- og húsnæðismálum og auknu
lýðræði i borgarrekstrinum.
Steinunn Finnbogadóttir, sem skipar annað
sæti J-listans, hefur verið borgarfulltrúi nú i eitt
kjörtimabil, auk þess, sem hún hefur langa
reynslu i félagsmálum almennt. I borgarstjórn
Reykjavikur hefur Steinunn einkum og sér i lagi
beitt sér fyrir úrbótum i málefnum aldraðs fólks
og sjúklinga og annarra þeirra borgarbarna,
sem eiga i vök að verjast.
Næstu sæti J-listans i Reykjavik skipar svo
nýtt fólk — ungt og þróttmikið, sem getið hefur
sér gott orð fyrir störf að ýmsum málum i borg-
arlifinu. Þriðja sæti J-listans skipar þannig
Guðmundur Magnússon, skólastjóri Breiðholts-
skóla. Guðmundur er einn af yngri og best látnu
skólastjórum i Reykjavik. Hann stjórnar fjöl-
mennasta barnaskóla landsins og hefur sinnt
þvi vandasama verki með afbrigðum vel.
Fjórða sæti J-listans skipar ungur arkitekt, Ein-
ar Þorsteinn Ásgeirsson, sem sérstakan áhuga
hefur á skipulags- og umhverfismálum borgar-
innar og hefur margt þar nýtt og þarflegt til
málanna að leggja. Fimmta sætið skipar ung
kona, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, kennari, sjötta
sætið Guðmundur Bergsson, sjómaður og sjö-
unda sætið Sigurður Blöndal, ungur námsmaður
og formaður Félags ungra jafnaðarmanna i
Reykjavik.
Með kosningabandalagi Alþýðuflokksins og
SFV i Reykjavik — J-listanum — stefna reyk-
viskir jafnaðarmenn að þvi að forystuhlutverkið
á vinstri væng stjórnmálanna i höfuðborg Is-
lands lendi hjá jafnaðarmönnum. Það getur
orðið, ef jafnaðarmenn i Reykjavik standa vel
saman um sitt framboð.
alþýðu
mPmm
UM BORGARMÁL
o
Birgir hefur brugðist
Það er rik ástæða til þess að
gefa gaum að þvi, sem verið
hefur að gerast i málefnum
Reykjavikurborgar að undan-
förnu. Það merkilegasta, sem
sú þróun er þar hefur átt sér
stað hefur leitt i ljós er sá veik-
leiki, sem greinilega hefur verið
að koma fram hjá Sjálfstæðis-
flokknum i stjórn hans á borg-
inni. Þetta hefur ekki orðið með
neinum skyndilegum atburðum
heldur svo smátt og smátt, en
þegar litið er t.d. til s.l. tveggja
ára og það timabil er skoðað i
heild, þá er auðsætt i hverja átt
þróunin hefur stefnt.
Stjórnunaraðferðir þær, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
notað i borgarmálum Reykja-
vikur, hafa verið með þvi móti,
að meginþungi stjórnunar-
starfsins hefur hvilt á herðum
eins manns — borgarstjórans.
Borgarstjórinn i Reykjavik er
ekki eins konar framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins eins og
flestir aðrir sveitarstjórar á
Islandi, heldur miklu fremur
pólitiskur oddviti borgarstjórn-
armeirihlutans og jafnt póli-
tiskur sem framkvæmdalegur
æðsti maður borgarstjór.unar-
innar. Aðrir borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hafa jafnan
verið honum sem aðstoðarmenn
— pólitiskir hjálparkokkar — en
sjálft meginstjórnunarstarfið
og hin pólitiska stefnumótun i
borgarmálum Reykjavikur
hefur hvilt á borgarstjóranum
einum.
Slikt fyrirkomulag á stjórn
borgarsmálefna krefst að sjálf-
sögðu mjög mikils af þeim
manni, sem velst i embætti
borgarstjóra. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur oft verið
heppinn i vali sinu á mönnum til
þess starfs og þegar i starfið
hafa valist menn með þá sér-
stöku hæfileika, sem starfið
krefst — stjórnsemi, hörku og
dugnað — þá hafa þeir oft getið
sér gott orð.
Birgir ísleifur, sem
óvænt var valinn.
Núverandi borgarstjóri i
Reykjavik, Birgir tsleikfur
Gunnarsson, var valinn af Sjálf-
stæðisflokknum einum til þess
embættis á miðju kjörtimabili.
Starfið var ekki auglýst þegar
fyrrverandi borgarstjóri hætti
— eins og venja er til i öllum
öðrum sveitarfélögum á Islandi
og að sjálfsögðu er eðlilegasti
framgangsmátinn — heldur
valdi þröngur hópur Sjálf-
stæðismanna einn þann mann,
sem hann vildi láta koma i stað
Geirs Hallgrimssonar. Og það
er ástæða i þessu sambandi til
þess að rifja upp þá svardaga,
sem frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins viðhöfðu i siðustu
borgarstjórnarkosningum þeg-
ar frambjóðendur Alþýðu-
flokksins héldu þvi fram, að ein-
mitt þetta ætluðu þeir sér að
gera — að fá borgarbúa til þess
að kjósa lista Sjálfstæðisflokks-
ins út á áframhaldandi setu
Geirs Hallgrimssonar i borgar-
stjóra embætti, en söðla siðan
yfir á Birgi tsleif á miðju
kjörtimabili. Þessu svöruðu
Sjálfstæðismenn hinir reiðustu
með þeim hætti, að hér væri um
að ræða uppspuna frá rótum og
ósanngjarnan og illgjarnan
áróður. En Alþýðuflokks-
mennirnir reyndust vera sann-
spáir. Nákvæmlega svona fóru
Sjálfstæðismenn að til þess að
koma Birgi tsleifi á framfæri og
svardagar þeirra um hjð gagn-
stæða i siðustu kosningabaráttu
— þegar þeir þorðu ekki að sýna
kjósendum fyrir fram þann
mann, sem þeir ætluðu að gera
að borgarstjóra i Reykjavik —
bera þvi miður ekki vott um allt
of mikið traust Sjálfstæðis-
manna sjálfra á hinum nýja
borgarstjóra sinum, þótt annað
sé nú sagt af þeirra hálfu. Oll
þessi saga minnir talsvert á
söguna um óhreinu börnin henn-
ar Evu og sé Birgir Isleifur
dreginn i þann dilk, þá voru það
ekki andstæðingar hans i stjórn-
málum, sem gerðu það, heldur
samherjarnir — ihalds-Eva
sjálf. Það voru samherjar Birg-
is sjálfir i Sjálfstæðisflokknum,
sem sóru af sér sitt eigið
borgarstjórabarn i siðustu
kosningabaráttu, þegar fram-
bjóðendur Alþýðuflokksins báðu
um, að hann yrði sýndur
borgarbúum.
Reynslan af Birgi.
Borgarbúar hafa nú kynnst
hinum nýja borgarstjóra i þvi
embætti i u.þ.b. tvö ár.-Allir
geta verið sammála um, að
hann sé ýmsum góðum kostum
búinn. Hann er kurteis maður
og geðugur, drengur góður og
velviljaður og kemur vel fyrir.
En það hefur þvi miður komið i
ljós, að þrátt fyrir þessa mann-
kosti, þá hefur hann ekki til að
bera þann skapstyrk, þá stjórn-
semi, þann járnkarlsdug, sem
einkennt hefur marga fyrrenn-
ara hans. Þetta er ekki sagt
borgarstjóranum til hnjóðs.
Staðreyndin er einfaldlega
þessi. Og þar sem stjórn Sjálf-
stæðisflokksins á borginni hefur
ávallt byggst i rikum mæli á
stjórnunarhæfileikum eins
manns — borgarstjórans — þá
er ósköp eðlilegt, að hún verði
laus i reipunum, þegar svona er
ástatt.
Dregur dám af Ölafiu
Þetta hefur t.d. komið glöggt i
1 jós i fjármálum borgarinnar.
Ef ljikja á þróuninni i þeim efn-
um hin siðari ár við eitthvað, þá
væri það einna helst við fjár-
málaóstjórn núverandi rikis-
stjórnar. Allt aðhald i borgar-
rekstrinum hefur verið látið
lönd og leið eins og m.a. má
marka af þvi, að i fjárhagsáætl-
un yfirstandandi árs jukust
rekstrargjöld borgarinnar um
40% frá árinu i fyrra og ráðgert
er að taka stórlán erlendis til
þess að standa undir útgjöldum
og auka þannig enn á skulda-
bagga borgarsjóðs. Einnig eru
fjárhagsvandkvæði borgarsjóðs
vel kunn öllum þeim, sem ein-
hver viðskipti hafa við Reykja-
vikurborg. Þar er erfitt að fá
reikninga greidda jafnvel þótt
Kosningaskrifstofa J-listans
er að Laugavegi 33 Símar 28718-28765
IJtankjörstaðaatkvœðagreiSsla fer fram daglega frá kl. 10—12, 14—18 og 20—22, á helgum dögum kl. 14-18.
KosiS er í HafnarbúSum viS Tryggvagötu.
SjálfboSaliSar óskast til starfa.
Þeir, sem lána vilja bíla á kjördegi, vinsamlegast hafi samband viS skrifstofuna aS Laugavegi 33, — símar 28718 og 28765.
Alþýðuflokkurinn S.F.V.
borgarstjórinn hafi gripið til
þess óyndisúrræðis að láta
borgarsjóð sækja sér stóra pen-
inga i ýmsa aðra opinbera sjóði
i Reykjavik, s.s. eins og sjóöi
ýmissa stofnana og fyrirtækja
borgarinnar, sem borgarsjóður
ýmist er eða hefur verið i stór-
um skuldum við.
Jafnvel borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins — samstarfs-
menn borgarstjórans — hafa á-
þreifanlega orðið þessa varir og
láta sér ekki vel lika. Við af-
greiðslu siðustu íjárhagsáætl-
unar létu tveir þeirra þannig
bóka eftir sér ummæli, sem ekki
er hægt að túlka á aðra lund en
sem harðar ávitur á borgar-
stjórann fyrir stefnu hans i fjár-
málum.
Helst illa á hjörð sinni.
Þessi sami veikleiki i stjórnun
borgarstjórans sem pólitisks
oddvita meirihlutans hefur
einnig komið fram i þvi, að hon-
um hefur gengið mjög illa að
hafa stjórn á sinum eigin
borgarfulltrúahópi. Hafa
borgarstjórnarmenn Sjálf-
stæðisflokksins oftlega gengið i
berhögg við vilja hans og stefnu
I borgarmálunum. Hefðu það
þótt tiðindi mikil i tið ýmissa
fyrrverandi borgarstjóra i
Reykjavik, en þykja ekki leng-
ur.
Þá kemur þetta einnig fram i
ýmsum athöfnum borgarinnar
sjálfrar. Er þar skemmst aö
minnast ,,Grænu byltingarinn-
ar” svonefndu. Þar er á ferðinni
mjög góð og þörf hugmynd. en
framsetning hennar i áætluninni
er unnin af dæmafárri hroð-
virkni og eru t.d. fjölmörg dæmi
þess, að göngustigarnir og
grænu svæðin gangi þvert á nú-
verandi gatnakerfi, verulegt
innbyrðis ósamræmi er milli
einstakra uppdrátta i áætlun-
inni og ekkert tillit hefur verið
tekið þar til ýmissa fram-
kvæmda, sem unnar hafa verið i
umferðarmálum borgarinnar
upp á siðkastið. T.d. verður ekki
betur séð af uppdráttunum. en
þar sé búið að skera af allt
græna svæðið framan við Bern-
höftstorfuna jafnframtsem með
öllu hefur gleymst að gera ráð
fyrir breikkun Lækjargötunnar
fyrir framan Stjórnarráðshúsið.
þvi i uppdráttum áætlunarinnar
Framhald á bls. 4
9
Þriöjudagur 14. maí 1974.