Alþýðublaðið - 31.07.1974, Side 12

Alþýðublaðið - 31.07.1974, Side 12
alþýðu I n rriitii iókhaldsaóstoó jmeðtékka- færslum ®BÚNAÐAR- BANKINN KÓPAVOGS APÓTEK Opið öli kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Ljótt útlit og slæm umgengni er ekkert einkamál trassanna LJÓSOPID GEFUR EKKI GRIÐ Ljótt útlit húsa, lóða og mann- virkja, stafar sem betur fer ekki alltaf af tómu hirðuleysi og slóðaskap. Tíðum fer svo, að menn taka hreinlega ekki eftir þvi, sem miður fer, og eru orðn- ir sljóir fyrir umhverfi sinu af vananum einum saman. Enda þótt þvi sé naumast fram að tefla um litla, gamla húsið syðst á Fálkagötunni, hvarflar þetta þó að. Þetta gamla ibúðarhús er eflaust reist af mesta ágaetis og myndarfólki á Grimsstaðar- hoítinu. Það hefur lifað langan dag og ef til vill séð bæinn okkar breytast i borg. Nú eru risin þarna allt i kring háreist fjöl- býlishús, hvert öðru myndar- legra. A næstu lóð sunnan við gamla húsið er ennþá kálgarður, sem óviða sjást nú orðið, en eru þó ennþá nokkur búbót, þegar góö kartöfluspretta er. Þar eru þvi miður lika vanhirtir skúrar, en þessi gamli kálgarður var næstum þvi búinn að gefa þess- um gömlu byggingum grið fyrir ljósopinu hans Friðþjófs ljós- myndara. Einhver besta umgengni, sem sést við opinberar byggingar, er við Slökkvistöð Reykjavikur við Reykjanesbraut. Verður þar ekki gert upp á milli húsaoglóö- ar, þvi að hvort tveggja ber af fyrir viðhald og umhirðu. Okkur er það ekki i hug að gera samanburð á gömlu húsi á Holtinu og splunkunýrri slökkvistöð borgarinnar i öðru en útlitinu. Það kann aö vera vandkvæðum bundið að við- þau eiga betra skilið en að Þess vegna er þeirra lika getið, halda bessum gömlu húsum, en grotna niður i algerri vanhirðu. þegar við ræðum umhverfislýti. Gömlu húsin eiga betra skilið en að grotna niöur i algerri vanhirðu. Það eru ekki bara gömlu húsin á Holtinu, sem þurfa viðhalds og snyrtingar við 1 Slökkvistöðin viö Reykjanesbraut er bæjarprýði. FIMM á förnum vegi Ætlarðu úr bænum um helgina? Ketill Tryggvason, trésmiöur: Ætli ég verði ekki i bænum um helgina og tek þátt i þjóðhátið Reykvikinga. Annars hef ég yfirleitt farið eitthvað út á land. Jón Helgi Jónsson, smyrjari: Ég fer ekki út á land um helgina einfaldlega vegna þess að ég verð á Spáni. Ég fer þangað i dag og verð i hálfan mánuð. Steindór Jónsson, verkamaöur: Ég fer til Spánar i dag þannig að ég get ekki farið út úr bænum um helgina, en yfirleitt hef ég farið út úr bænum um verslunarmannahelgina. Þórólfur Jónsson, aðalbókari hjá Rafmagnsveitum rikisins: Ég geri ekki ráð fyrir að fara neitt. Ég er búinn að vera á ferðalagi i þrjár vikur og læt þaðnægja. Ég var i Þýskalandi, en lenti ekki i sólskini fyrr en ég kom aftur heim og fór á Snæ- fellsnesið. Pétur Sveinsson, vörubilstjóri: Ég verð sennilega að vinna um helgina en það má vel vera að ég fari eitthvað á sunnudaginn. Undanfarnar verslunarmanna- helgar hef ég verið að leika með hljómsveitum ✓

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.