Alþýðublaðið - 07.09.1974, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.09.1974, Blaðsíða 9
Að loknu Norðurlandamóti í golfi Eins og menn vita lauk NM i golfi um sl. helgi. Þetta var i fyrsta sinn, sem íslendingar sáu um opinbert fjölþjóðamót i golfi. Ég var fulltrúi G.S.t. á fundi skandinaviska golfsambandsins i Nyborg i Danmörku 1971 þegar ákveöið var með dynjandi lófa- taki að taka tsland inn sem fimmta landið. Þá þegar kom til tals að breyta nafni sambandsins yfir I Norræna (nordisk) golfsam- bandið sem væri réttara nafn. Allir viðstaddir voru mjög ánægöir með að fá Island með i samstarfið, og töluðu um að 1000 kylfingar væri myndarleg viðbót við hinn vaxandi hóp á Norður- löndum, er leggja stund á iþrótt manngöfgi og félagsskapar. Siðan við þremenningarnir, ég, Björgvin Hólm og Þorbjörn Kjærbo, tókum þátt i skandi- navisku opnu keppninni 1971 i Ny- borg, hafa öll samskipti við frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um vaxið ár frá ári. Fimmlanda keppnin varð árangur þessa fyrsta fundar i Ny- borg og var keppt i fyrsta NM með Islandi sem fullgildri þátt- tökuþjóð i Rungsted 1972. Stjórn Skandinaviska sam- bandsins skiptist á milli Norð- manna, Svia.og Dana eitt ár i senn og er miðað við S.K.I.M. eða opnu skandinavisku einstaklings- keppnina, sem fram fer árlega til skiptis i þessum þremur löndum. 1 lokahófi NM 1972 i Rungsted var af hálfu Dana stungið upp á NM 1974 i Reykjavik og var þeirri tillögu fagnað og má segja að með þessu hafi verið ýtt hressilega við okkur þegar i upphafi. Norðurlandamótið I Grafarholti var þvi e.k. eldskirn fyrir þátt- töku okkar i samstarfinu og með þvi hefur verið svarað spurning- unni um, hvort við verðum veit- endur eða þiggjendur i lands- keppnum. Dugnaður, fórnfýsi og bjartsýni allra þeirra er stuðluðu að þvi, að sá stórkostlegi árangur náðist, er þetta mót varð að veruleika, sýn- ir að golfið á Islandi er .ekki i nauðum statt. í lokahóíinu i golfskálanum i Grafarholti á sunnudagskvöldið 1. september, ræddi ég við ýmsa þátttakendur og innti þá eftir, hvernig mótið hefði tekist að þeirra mati. Jan Rube, frá Sviþjóð lauk lofs- orði á alla mótstjórn og viðtökur og var hissa á hvað skáli okkar og völlur væri vel á veg komin siðan 1959. Lega brautanna og lands- lagið er stórkostlegt sagði Rube og t.d. 7. 8. 17. og 18. braut eru ljómandi golfbrautir og mættu margir sænskir klúbbar öfunda okkur af þeim. Flatirnar hjá ykkur eru sæmilegar að 3-4 undanskildum en með uppbygg- ingu og stöðugri vökvun getið þið gert þær óaðfinnanlegar, sagði Jan Rube að lokum. Alexander Vik, norðmaðurinn, sem lék völlinn á 71 og 72, var sammála Rube, en taldi að byggja þyrfti flatir upp meö rétt- um halla viðar og benti á að flytja þyrfti 14. teig 20-30 metra til norð- urs, þannig að óþarft yrði aö gera 13. braut utan vallar (out of bounds). Þá væri hagur i að leika á 14. brautina sjálfa i teighöggi, þar eð of mikil fjarlægð tapaðist, ef slegið væri niður á 13. braut, eins og menn gerðu almennt i mótinu. Vik var óspar á ráðlegg- ingar við mig og virtist hafa at- hugað aðstæður vel, eins og árangur hans sýnir. Kjeld Friche og Hans Stenderup frá Danmörku, sem báðir eru fyrrverandi Dan- merkurmeistarar i golfi, voru ánægðir með völlinn og töldu, að teighögg þyrftu að vera nákvæm, ef ná ætti góðu skori. Það voru helstflatirnar, sem þeir fundu að, einkum þó hvað 3-5 þeirra væru ójafnar, þ.e. að boltinn hoppaöi of mikið i lengri púttum. Salonen frá Finnlandi var ánægður með flatirnar og furðaði sig á hve vel þær tóku við uppá- skotum. „Lega brautanna er stórkostleg og grjótið er ykkar skógur” sagði Salonen og brosti breitt að vanda. Sigur Norðmanna i þessu móti var glæsilegur, en lið þeirra var mjög jafnsterkt en það er einmitt aðalatriði i sveitakeppnum, þar sem breiddin en ekki einstakling- ar skapa árangur. Yngri mennirnir i norska lið- inu, Vik, Ramnefjell og Dönner- stedt bræður, léku betur en oft áður og stuðluðu mjög að sigri Noregs. Kafteinn norska liðsins, hinn reyndi Jan Aaseth með 10-15 ára landsliðsveru að baki hafði mjög gott samband við liðsmenn sina. Einnig tók ég eftir þvi i Rungsted, hve Jan Aaseth hafði gott lag á liði sinu. Hann var allan daginn úti á velli og i stöðugu sambandi við sina menn og hafði ráð undir rifi hverju, enda reynd- ur keppnismaður sjálfur. Sviar eru með mjög unga menn i sinu liði, sem stundum voru dálitiö kærulausir og bráðir að minum dómi. Einhvern veginn tókst þeim ekki að ná tökum á flatarleik sinum og að læra á sér- kenni vallarins og það tel ég hafa riðið baggamuninn. Danir voru með sterkt og jafnt liö nema Klaus Hove og Hans Stenderup, sem báðir léku langt undir getu að minu mati. Trúlega hafa þeir ekki verið I topp þjálfun. Erik Stærk er góður liðsstjóri og hvetur vel sina menn. Finnar voru misjafnir og bar Safonoff, kafteinn þeirra af. Þeir eru svipaðir að getu og okkar menn. Þeim gekk flestum illa með flatarleikinn og skortur á keppnisreynslu virtist há þeim nokkub. Salonen sagði mér, að þeir væru ekki með nema 2-3 opnar keppnir yfir sumarið, að öðru leyti tækju þeir aðeins þátt i klúbbakeppnum. Ég mun siðar ræða um islenska liðið og margt fleira,,semm.a.kom fram iloka- hófinu i ræðum leiðtoganna. Einar Guðnason Af goifveilinum Helgi Daníelsson formaður mótanefndar heimtar skýringu I samtali við Alþýðublaðið kunnugt um nei’ a óánægju frá föstudaginn 6. sept. s.l. segir hendi Akureyrit.ga i garð nefnd- Steindór Gunnarsson fram- arinnar nema varðandi fram- kvæmdastjóri IBA m.a.: kvæmd eins leiks, þ.e.a.s. leiks „Þá teljum við alla f'ram- IBV og IBA, i Eyjum 27. ágúst kvæmd mótsins fyrir neðan all- s.l. ar heilur og jaöri viö skripaleik Þessvegna vil ég skora á samanborið leik okkar við Steindór Gunnarsson að skýra Eyjamenn.” frá þvi á hvern hátt framkvæmt mótsins er skripaleikur og fyrir Ekki er hægt að skilja þessi neðan allar hellur, frá hendi ummæli Steindórs á annan veg, Mótanefndar KSl og vænti ég en að Mótanefnd KSI hafi al- þess, að Alþýðublaðið ljái hon- gjörlega brugðist hlutverki sinu um rúm fyrir svar sitt. við framkvæmd 1. deildar keppninnar i ár. Mér sem for- Heigi Danielsson, manni nefndarinnar er ekki form. Mótanefndar KSí RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR óskast i tvær sex mánaða stöður frá 1. októ- ber n.k. (ekki 1. nóvember, eins og áður var auglýst). Umsóknarfrest- ur til 30. september. Nánari upp- lýsingar veitir yfirlæknir. ÞVOTTAHÚS RÍKIS- SPÍTALANNA: AÐSTOÐARMAÐUR Óskast til starfa nú þegar. Fæði á staðnum. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi 81714. LANDSPÍTALINN: MEINATÆKNIR óskast til starfa á LYFLÆKNINGADEILD spitalans frá 15. september n.k. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 241600. BLÓÐBANKINN: MEINATÆKNIR óskast til starfa frá 1. október n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir, simi 21511. RANNSÓKNARSTOFA HÁSKÓLANS: LÆKNARITARI óskast til starfa frá 1. október n.k. eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 11765. STARFSMAÐUR óskast til starfa á rannsóknarstofunni. Iðnmenntun eða hliðstæð menntun æskileg. Upplýsingar veitir yfirlæknirinn, simi 19506. Umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Um- sóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 6. september, 1974 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 Laugardagur 7. september 1974 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.