Alþýðublaðið - 06.02.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.02.1975, Blaðsíða 11
LEIKHÚSIN #ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HVERNIG ER HEILSAN? 3. sýning i kvöld kl. 20. Gul aðgangskort gilda. 4. sýning sunnudag kl. 20. KAUPMAÐUR í FENEYJUM föstudag kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINN laugardag kl. 15. Uppselt. sunnudag kl. 15. HVAÐ VARSTU AÐ GERA t NÓTT laugardag kl. 20. Leikhúskjallarinn: HERBERGI 213 i kvöld kl. 20.30. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200. FLÓ A SKINNI i kvöld. Uppselt. DAUÐADANS föstudag. Uppselt. FLÓ A SKINNI laugardag kl. 20.30. FLÓ A SKINNI sunnudag kl. 15. Fáar sýningar eftir. SELURINN HEFUR MANNSAUGU sunnudag kl. 20.30. ÍSLENDINGASPJÖLL þriðjudag kl. 20.30. DAUÐADANS miðvikudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. HVAÐ ER Á SEYÐI? NÆTURVAKT LYFJABÚÐA Heilsuverndarstöðin: Opið laugardaga';óg sunnudaga kl. 17 — 18. Simar 22411 og 22417. Sími lögreglu: 11166. Slökkvilið 11100. Neyðarvakt lækna 11510. Upplýsingar un vaktir lækna' og lyfjabúða i simsvan .18888. Jöklarannsóknir Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn (öskudag) 12. febr. n.k. kl. 20,30 i Tjarnarbúð (áður Oddfellowhús) niðri. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf/laga- breytingar. 2. önnur mál. 3. Kaffi. 4. Guðmundur Sigvaldason talar um KVERKFJÖLL og sýnir myndir. 5. Sigurður Þórarinsson rabbar um ALÞJÖÐLEGAR JÖKLARANNSÓKNIR. STJÓRNIN. KJARVALSSTAÐIR Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval er opin alla daga nema mánudaga kl. 16—22. Aðgangur og sýningarskrá er ókeypis. Fundartími A.A.-deilda í Reykjavik. Tjarnargata 3c. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9. e.h. öll kvöldin. Safnaðarheimili Langholtskirkju Föstudaga kl. 9 e.h. og laugardaga kl. 2 e.h. Fellahcllir: Breiðholti Fimmtudaga kl. 9 e.h. Simi A.A. samtakanna er 16373, sim- svari allan sólarhringinn. Viðtalstimi að Tjarnargötu 3c alla virka daga nema laugardaga, kl. 8-9 e.h. A sama tima svara félagar i sima samtakanna, einnig á fundartimum. MÍR-fundur verður haldinn i Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 8. febrúar nk. kl. 2 siðdegis. Rædd verða félagsmál og greint frá fyrir- huguðum kynningar- og vináttumánuði i mars og hátiðahöldum i tilefni 25 ára af- mælis félagsins. Þá segir Asgeir Ilöskuldsson póstmaður frá ferð sinni til Moskvu fyrr i vetur og ráðstefnu Sam- bands sovésku vináttufélaganna. Kaffi- veitingar. Félagar, eru eindregið hvattir til að fjöimenna. — Stjórnin. OVATNS- BERINN 20. jan. - 18. feb. GÓÐUR Dagurinn verður liklega að mestu rólegur. Þróun mála verður hagstæð i viðskiptum og þér gefst timi til að sinna verkefn- um sem þú hefur frestað fram að þessu. Þér gefst einnig timi til að sinna heilsu þinni, eða persónu- legum vandamálum. ©FISKA- MERKIÐ 19. feb. - 20. marz GÓÐUR Vinir eru þér mikilvægir i dag og samvinna við þá vænleg til árangurs, jafnt fyrir framtiðina og dag- inn i dag. Vertu opin(n) fyrir nýjum hugmyndum, sem kunna að berast úr fjarlægð, og nýttu þær til fullnustu. 21. marz - 19. apr. KVÍÐVÆNLEGUR Ef þú verður ekki varkár i dag, gæti smáv.ægilegt missætti við vini þina, orðiö að alvarlegum á- greiningi. Fólk i áhrifa- stöðum er óliklegt til að sinna þvi sem þú ferð fram á og einhver náinn þér er liklegur til að sýna ósanngirni. 20. apr. - 20. maí KVÍIÐVÆNLEGUR Málefni heimilisins og at- vinnu þinnar eru ekki samrýmanleg í dag og gæti það leitt til ágrein- ings við félaga þina. Fólk I áhrifastöðum er ekki liklegt til að hafa samúð með málstað þinum og þú skalt forðast að hafa þitt fram - með góðu eða illu. ©BURARNIR 21. maí - 20. júní GÓÐUR Þetta er rétti dagurinn til þess að sinna fjármálum framtiðarinnar, fast- eignakaupum eða sparn- aði. Vertu opin(n) fyrir nýjum hugmyndum varð- andi starf þitt, þær gætu leitt til skemmtilegrar þróunar.þetta er ekki dag ur til að láta hlutina ráða ®KRABBA- MERKIÐ 21. júní - 20. júlí GÓÐUR Athafnasemi þin ætti að vera i hámarki i dag, þvi fátt verður til truflunar. Ef þú átt einhverjar tóm- stundir, væri ekki úr vegi að lesa ofurlitið, það er ekki til skaða. Nýjar hug- myndir gætu orðið til góðs og kvöldið er tilvalið til félagslifs. 21. júlí - 22. ág. GÓÐUR Frumleiki er lykill dags- ins. Eyddu honum við listræn störf, ef þú getur, og ef þú getur veitt ein- hverju sliku inn I dagleg störf þin, þá er þetta tlm- inn til þess. Endurskoðun þinnar eigin afstöðu gæti leitt til lausnar vanda- mála ©MEYJAR- MERKIÐ 23. ág. - 22. sep. GÓÐUR Skapandi athafnir fara nú að ganga betur og þú gæt- ir rekist á frumlega hug- mynd, ef þú hefur skiln- ingavitin opin. Ef einhver heimamanna á við vanda að striða, er ekki óllklegt aö þú getir hjálpað eitt- hvað. VOGIN 23. sep. - 22. okt. GÓÐUR Þetta er ekki athafnadag- ur, en hann er hagstæður til þess að fjalla um mál- efni heimilisins. Dagur- inn er góður til þess að koma nýjum hugmyndum að og hægt er að koma ýmsum breytingum á, mótstöðulitið. Fjöl- skyldumeðlimur gæti reynst hjálplegur SPORÐ- DREKINN 23. okt - 21. nóv. GÓÐUR Umhugun um persónuleg málefni þin ætti að borga sig I dag. Bréfaskipti gætu orðið snar þáttur I deginum. Það verður ekki margt um að vera, en það sem skeður er allt til hins betra og ætti að svala nokkuð metnaðargirnd þinni. Venjubundin störf munu ganga vel BOGMAÐ- URINN 22. nóv. - 21. des. GÓÐUR Fjármálin snúast til betri vegar I dag, þótt þú þurfir ekki að taka neinar mikil- vægar ákvarðanir. Ef þú þarft að eyða fé i heilsu þlna, til dæmis að fara til tanníæknis, þá gerðu það I dag. Það verður gott að eiga við ókunna i dag og ef til vill gerir gamall draumur vart við sig. © STEIN- GEITIN 22. des. - 19. jan. GÓÐUR Dagurinn byrjar fremur dauflega, en persónuleg málefni þin taka fjörkipp þegar á liður. Notaðu hvert tækifæri sem býðst til þess að hitta nýtt fólk og ef kunningi eða vinur hefur ábendingar um eitt- hvað sem báðir gætu haft hagnað af, vertu þá ó- hrædd(ur) RAGGI ROLEGI JULIA Ekki fara upp til hennar, að minnsta kosti- ekki fyrr en ég hef talað við Þ'g- FJALLA-FUSI o Fimmtudagur 6. febrúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.