Alþýðublaðið - 27.03.1975, Page 1
PÁSKA-
(H)RÓS í
HNAPPA-
GATIÐ
—► BAK
Samningar tókust með launþegum og atvinnurekendum á fundi
sáttasemjara ríkisins í gærkvöldi, laust fyrir miðnætti.
Samningar höfðu ekki verið undirritaðir, þegar blaðið fór i
prentun, en láglaunabæturnar, sem samið var um voru
4.900,00 krónur á mánuði.
Nánar verður skýrt frá samningum í næsta blaði.
BJARTSÝNI UM SAMKOMULAG
,,Það er óhætt að
segja, að nokkur
bjartsýni ríki með
mönnum um, að
eitthvert bráða-
birgðasamkomu-
lag geti náðst",
sagði Björn Jóns-
son, forseti
Alþýðusambands
íslands í viðtali við
Alþýðublaðið í
gærkvöld, er til
hans náðist á
samningaf undi
sáttasem jara
rikisins.
,, Ennþá liggur
ekkert fyrir um að.
samkomulag
takist", sagði
Björn Jónsson, ,,en
á fundinum, sem
haldinn var í dag
með okkur í
samninganef nd-
inni og öðrum full-
trúum verklýðs-
félaganna var með
yf irgnæfandi
meirihluta sam-
staða um að f reista
þess að ná bráða-
birgðasamkomu-
lagi um
kjaramálin".
Búist var við því,
að fundur
samninganef nd-
anna kynni að
standa f ram á nótt,
er blaðið hafði
siðast spurnir af
gangi mála þar.
FIMMTUDAGUR
27. mars 1975 — 73. tbl. 56. árg.
Eins og Alþýðublaðið
skýrði frá i gær, taldi 9
manna samninganefnd
ASf svo mikla hreyfingu
hafa komist á samn-
ingamálin, að hún taldi
rétt að kalía „baknefnd-
ina” til fundar með sér
um þá stöðu, sem upp
var komin.
Fundur samninga-
nefndarinnar og ,,bak-
nefndarinnar” hófst
klukkan 2 i gær. Voru
meðal annars kynntar
sáttatillögur Torfa
Hjartarsonar, sátta-
semjara rikisins, sem
hann lagði fram á laug-
ardag, en þær geru ráð
fyrir þvi, að upphæð
láglaunabótanna yrði
kr. 4.500.00 á mánuði og
að þær kæmu á eftir-
vinnu og næturvinnu i
sömu hlutföllum og áð-
ur.
Þetta var nokkuð neð-
an við það lágmark,
sem samninganefnd
ASl taldi nauðsynlegt,
en það var kr. 5.200.00 á
öll laun upp að tekju-
markinu 69 þúsund á
mánuði.
Á fundinum með'
„baknefndinni” tóku
margir fulltrúar verka-
lýðsfélaganna til máls.
Töldu þeir tillögur
sáttasemjara rikisins ó-
aðgengilegar að þvi er
láglaunabæturnar varð-
aði.
Var nær einróma
samþykkt umboð til
samninganefndarinnar
þess efnis, að hún
reyndi að ná bráða-
birgðasamkomulagi,
þ.e. til 1. júni, um hærri
bætur en tilboð sátta-
semjara gerði ráð fyrir,
og að samningaviðræð-
um yrði haldið áfram,
hvaða samkomulag,
sem kynni að nást.
Viö-
ræður
halda
áfram
alþýðu