Alþýðublaðið - 27.03.1975, Page 3
Aðstæður óhagstæðari til virkjana ffen
veldur ekki miklum vandræðum'' samt
„Rannsóknir á vatnasvæði
Fljótsdalsvirkjunar hafa ekki
gengið nógu hratt, það hefur
skortýmsar frumupplýsingar,
og þar á meðal tæknileg yfir-
litskort”, sagði Jakob
Björnsson orkustjóri i samtali
við Alþýðublaðið i gær.
„Astæðan er fyrst og fremst
fjárskortur, — það er alltaf
sama gamla sagan”, sagði
hann.
Þessi tæknilegu yfirlitskort
leiddu i ljós ýmsar skekkjur i
útreikningum, eins og skýrt
var frá á forsiðu Alþýðu-
blaðsins i gær, og hafa
aðstæður yfirleitt reynst óhag-
stæðari með tilliti til virkjana
en álitið var. „Þetta veldur þó
ekki miklum vandræðum”,
sagði orkustjóri, þegar við
ræddum þetta mál við hann.
Kortin, sem farið var eftir,
eru amerisk að gerð og frá
árunum 1948 og 1949, en hin
nýju eru mæld upp i Sviþjóð.
Þegar eru komin til landsins
kort af þessari nýju gerð yfir
virkjunarstaði við Þjórsá og
Hvitárvatn, Blöndu, á hluta af
Vestfjörðum, virkjunarstaðir
við Kröflu, i jökulsám i Skaga-
firði og Laxá i Þingeyjarsýslu.
Þessi nýju kort er mun
nákvæmari en þau gömlu, en
munur á hæðarlinum á þeim
er fimm metrar, og allt niður i
tvo metra, en á gömlu kort-
unum er munurinn á hæðar-
linunum 20 metrar.
„Það er mikilvægt að fá sem
fyrst yfirlit yfir Fljótsdals-
virkjun til að finna út hugsan-
lega áfangaskiptingu, og
hvernig Bessastaðaárvirkjun
getur fallið i þá skiptingu
frekar en hún verði sjálfstæð
virkjun”, sagði orkustjóri,
þegar við ræddum við hann.
„Fljótsdalsvirkjun verður
nánast á sama stað og Bessa-
staðaárvirkjun er huguð”,
sagði hann, ,,og ennfremur
litum við á Fljótsdalsvirkjun
sem hluta af fyrirhugaðri
Austurlandsvirkjun þar sem
virkjuð verður Jökulsá á Brú
og upptakakvislar Jökulsár á
Fjöllum”.
Samkvæmt upplýsingum
Leifs Benediktssonar hjá
verkfræðistofunni Hönnun,
sem vinnur að hönnun Bessa-
staðaárvirkjunar, er áætlað,
að hún verði tilbúin frá þeirra
hendi þannig, að fram-
kvæmdir gætu hafist sumarið
1976. Að sögn orkustjóra hefur
hinsvegar ekki enn verið tekin
ákvörðun um hvenær fram-
kvæmdir hefjast.
Virkjun Bessastaðaár er þó
mikið hagsmunamál fyrir
Austfirðinga, þvi áætlað er, að
hún verði 30 megavött, en til
samanburðar má geta þess,
að Lagarfljótsvirkjunin nýja
er aðeins 7 1/2 megavatt.
Fljótsdalsvirkjun er hins-
vegar áætluð 220 megavött,
þannig að samanlögð stærð
virkjanánna verður 250 mega-
vött, en heildarstærð Austur-
landsvirkjunar er áætluð yfir
1000 megavött.
Þingveislan
Heil setning féll niður i frétt
blaðsins i gær um þingveislu
1975 með þeim afleiðingum, að
kafli hennar brenglaðist.
Réttur er þessi kafli fréttar-
innar þannig:
„Þingmannaveislan 1975
var tvískipt. í fyrri veisluna
mættu auk þingmanna, sem
fasta setu eiga á Alþingi,
varamenn, sem setið hafa á
þingi um takmarkaðan tima
frá þvi Alþingi kom saman að
nýju eftir kosningar i sumar,
svo og æðstu starfsmenn
Alþingis. í seinni veisluna
mættu aðrir starfsmenn
þingsins, þ.m.t. prentarar i
rikisprentsmiðjunni Guthen-
berg”.
íslensk verkalýðshreyfing
hefur fengið verkfallsaðstoð
erlendis frá og einnig sýnt
til
samhug
erlendra
með framlögum
stéttarbræðra
„Það hafa helst verið sam-
böndin á Norðurlöndum, sem
hafa boðið okkur fjárhagslega
hjálp i vinnudeilum,” sagði
Ölafur Hannibalsson, skrif-
stofustjóri Alþýðusambands
tslands i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær, þegar blaðið
beindi þeirri spurningu til
hans, hvort meðlimir verka-
lýðsfélaganna þyrftu ein-
göngu að treysta á eigin verk-
Læknanemar
a oðru mali
en læknar
„Aðalfundur Félags lækna-
nema telur rangt að læknar
hafi ákvörðunarvald um
fóstureyðingar. Mörg mikil-
vægustu atriði sem slik
ákvörðun byggist á, eru sér-
þekkingu læknisins óvið-
komandi: vitneskja hans um
aðstæður jafnan ófullkomin og
byggð á frásögn annarra, og
túlkun hans á lagaheimildum
háð persónulegum viðhorfum
hans. Þeir læknar sem af
siðferðisástæðum eru andvigir
fóstureyðingum eiga ekki að
þurfa að framkvæma þær, en
endanleg ákvörðun um
löglega fóstureyðingu á fyrstu
12 vikum meögöngutimans á
að vera i höndum hinnar van-
færu konu”.
VEGAAÆTLUN AN BRUAR
YFIR ÖLFUSÁROSA ,VÆRI
HREIN SVIK"
„Vegaáætlun 1975-1978 án
brúar i óseyrarnesi — við ósa
ölfusár — væru hrein svik við
þann yfirlýsta tilgang, sem
látinn hefur verið i veðri vaka
með uppbyggingunni i Þor-
lákshöfn á undanförnum ár-
um”, sagði Þór Hagalin,
sveitarstjóri á Eyrarbakka, i
samtali við Alþýðublaöið i
gær.
„Sveitarfélögin austan öluf-
sár lita á þessa brú sem algert
nauðsynjamál. Við teljum, að
uppbyggingin i Þorlákshöfn
hefði átt að verða hér austan
ár, en hins vegar verðum við
að horfast i augu við þá stað-
reynd, að svo hefur ekki orðið.
Við fáum ekki risið undir þvi
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
KEMUR NÆST ÚT
MIÐVIKUDAGINN
2. APRIL
lengur að þurfa að aka veru-
legum og sivaxandi hluta þess
afla, sem bátarnir i eigu aöila
hér austan ölfusár, leggja upp
i Þorlákshöfn, 55 kilómetra
leið. Sjö bátar i eigu aðila hér
austan ár verða nú alfarið að
leggja upp allan sinn afla i
Þorlákshöfn og koma aldrei
heim”, sagði Þór Hagalin i
samtalinu við Alþýðublaðiö.
Samkvæmt áætlun, sem
gerð var á s.l. hausti, yrði
kostnaður við gerð brúar við
ósa ölfusár með vegarteng-
ingu frá Þorlákshafnarvegi að
Eyrarbakkavegi með varan-
legu slitlagi 450 milljónir
króna. Talið er, að slitlagið
eitt kosti 60 milljónir króna og
myndi brúin sjálf með malar-
vegartengingu þvi kosta 390
milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum
sveitarstjórnar á Eyrarbakka
er aukakostnaður fiskverkun-
arfyrirtækjanna á Eyrar-
bakka, Stokkseyri og Selfossi
vegna fiskflutninganna frá
Þorlákshöfn ekki undir 20
milljónum króna á ári og
mætti ætla, að þessi auka-
kostnaður jafngilti nálægt 10-
15% hækkun á fiskverði.
„Sé miðað við, að brúin sjálf
kosti 390 milljónir króna”,
sagðí Þór Hagalin, „og kostn-
aðurinn vegna fiskflutning-
anna verði að jafnaði um 25
milljónir króna á ári næstu 15
árin á núgildandi verðlagi
myndu fiskflutningarnir einir
saman afskrifa brúna á þessu
timabili”.
„Brú i Óseyrarnesi hefur
veriö á brúarlögum i meira en
tuttugu ár”, bætti Þór við og
sagði ennfremur: „Allir aðil-
ar, sveitarfélög, fyrirtæki og
einstaklingar austan ölfusár,
sem koma nálægt fiskverkun
og útgerð, ætlast ákveðið til
þess, að á komandi vegalögum
sjáist skýr merki um, að brúin
sé á næsta leyti. Verði ekki
stefnt að þessari brúargerð i
næstu vegalögum jafnhliða
framkvæmdunum i Þorláks-
höfn, þykjumst við vera búnir
að fá þann grun okkar stað-
festan, að við ákvörðun um
uppbyggingu hafnarinnar i
Þorlákshöfn hafi hagsmunir
fiskiðnaðarins og ibúanna
austan Ölfusár verið hafðir
gersamlega að engu, þó að öll-
um megi vera ljóst, að tilvera
Stokkseyrar og Eyrarbakka
sé algerlega undir þvi komin,
að hlutdeild þeirra I nýtingu
fiskimiðanna skerðist ekki
heldur aukist”. —
fallssjóði, kæmi til verkfalla,
en eins og kom fram i Alþýðu-
blaðinu i gær eru þeir sjóðir
harla máttlitlir um þessar
mundir.
„Stundum hafa þessi boð
verið þegin,” hélt ólafur
áfram, en stundum hafa þau
ekki komið fyrr en i lok vinnu
deilu, þannig að ekki hefur
orðið af framlögum. Þá hefur
Alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfélaga boðið okkur
styrki, en þeir eru þó frekar
táknræns eðlis, þvi það er
ekki fjárhagslega sterkt.
Ennfremur hefur Alþjóða-
samband flutningaverka
manna, en Sjómannasamband
Islands er aðili að þvi, mjög
oft komið við sögu i svona til
fellum, en það er mjög sterkt
Við inntum Ólaf einnig eftir
þvi, hvort ASÍ hefði stutt
erlend sambönd, sem áttu i
vinnudeilum, með fjárfram-
lögum. „Já”, var svarið, „það
hefur komið fyrir, en framlög
okkar hafa frekar veriö tákn-
ræn til að sýna samhug okkar,
heldur en þau hafi dregið fjár-
hagslega.”
FREYSTEINN JOHANNSSON
LÆTUR AF STARFI RIT-
STJORA OG ABYRGDAR-
MANNS ALÞÝÐUBLADSINS
Freysteinn Jó-
hannsson, sem verið
hefur ritstjóri og
ábyrgðarmaður Al-
þýðublaðsins undan-
farin tvö ár lætur af
þeim starfa nú um
mánaðamótin.
Freysteinn Jó-
hannsson hóf blaða-
mennsku við Morgun-
blaðið 1967 og starfaði
þar til 1. mars 1973 er
hann tók við ritstjórn
Alþýðublaðsins. Al-
þýðublaðið þakkar
Freysteini starf hans i
þágu blaðsins og ósk-
ar honum alls vel-
famaðar i framtið-
inni.
Freysteinn Jóh
Fimmtudagur 27. marz T975.
o