Alþýðublaðið - 27.03.1975, Síða 8
Frá stofnfundi ,Baráttusamtaka fyrir sjalfsákvörðunarretti kvenna til löglegra fðstureyðinga’
ASTHILDUR ÖLAFSDÓTTIR FORMAÐUR KVENFÉLAGS ALÞÝÐUFLOKKSINS í HAFNARFIRÐI
MÉR OFBÝÐUR RANGLÆTIÐ
HVERS VEGNA
ÆTTI KARL-
MADURINN
AD HAFA
ÁKVÖRDUNAR-
VALDID UM
ÖRLÖG
KONUNNAR?
Gott kvöld, góðir áheyrendur.
Hvað er það sem rekur mig
hingað upp i ræðustól i kvöld?
Hvað er það sem veldur þvi, að
ég,alvegóvön allri ræðumennsku
stend hér og get ekki annað?
Hvað er það sem hefur hitað mér
svo i hamsi að ég, þrátt fyrir
feimni og nokkurn kviða, hvernig
takast muni ætla að reyna með
fátæklegum orðum að gera
nokkra grein fyrir skoðunum
Að kvöldi mánudagsins 24. mars s.l. var haldinn á Hótel Sögu i
Reykjavik stofnfundur „Baráttusamtaka fyrir sjálfsákvörðunarrétti
kvenna til löglegra fóstureyðinga”.
Meðal þeirra, sem fluttu ræður og ávörp á stofnfundinum, vor þau
Ásthildur ólafsdóttir, formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði og Helgi Skúli Kjartansson, flokksstjórnarmaður i Alþýðuflokkn-
um og fyrrum ritari Sambands ungra jafnaðarmanna.
Landssamband Alþýðuflokkskvenna hefur fengið góðfúslegt leyfi
þeirra til birtingar á ræðunum og eru þær birtar hér á síðunni.
Ásthildur ólafsdóttir
minum um þau málefni sem hér
eru til umræðu.
Ástæðan er ein, og aðeins ein.
Og hún er sú að mér ofbýður það
ranglæti, sem hefur viðgengist i
islensku þjóðfélagi, þegar um
fóstureyðingar hefur verið að
ræða. Og mér ofbýður sinnuleysi
og skilningsleysi margra ágætra
kvenna og karla á ranglæiinu,
sem rikir I þessum viðkvæmu
vandamálum.
Það gerir enginn að gamni sinu
að láta eyða fóstri. Það eru alltaf
einhverjar kaldar og miskunnar-
lausar staðreyndir, sem valda
þvi, þegar kona eða báðir foreldr-
ar óska eftir fóstureyðingu.
1 þvi frumvarpi sem nú liggur
fyrir Alþingi er m.a. gert ráð
fyrir að fóstureyðing sé heimil
„þegar ætla má að þungun og til-
koma barns verði konunni og
hennar nánustu óbærileg vegna ó-
viðráðanlegra félagslegra
ástæðna”, En hver á að ákveða
það, konan sjálf eða einhver utan-
aðkomandi embættismaður sem
ekkert þekkir til aðstæðna kon-
unnar nema af afspurn. Frum-
varpið sem nú liggur fyrir Alþingi
segir: Embættismaðurinn. Hann
á að ákveða hvað henniverður ó-
bærilegt.
Það er löngu kominn timi til
þess, að við konur venjum okkur
af þvi, að láta karlmenn ráða öllu
fyrir okkur, láta karlmenn segja
okkur hvernig við séum, hvað við
hugsum og hvað okkur finnst, og
hvað við eigum að gera. Verðum
við ekki sjálfar að vera ábyrgar
gerða okkar og stjóma lifi okkar
sjálfar? Eins og komið hefur
fram er ekkí heldur um það deilt,
hvort fóstureyðingar eigi rétt á
sér, þær hafa verið framkvæmd-
ar á Islandi i 40 ár. Það er hitt
sem menn eru ekki sammála um
hver eigi að hafa ákvörðunar-
valdið þar um.
Ef við gerum ráð fyrir þvi, að
frumvarp það, sem nú liggur
fyrir Alþingi, verði samþykkt
óbreytt, þ.e. að ákvörðunarrétt-
urinn um fóstureyðingu verði hjá
embættismannavaldinu, en ekki
hjá konunni sjálfri, — getum við
þá ekki séð fyrir okkur pislar-
göngu konunnar frá Heródesi til
Pilatusar, þar sem hún knékrýp-
ur valdinu grátbibjandi ásjár. Og
I hinu fámenna þjóðfélagi okkar,
þar sem maður þekkir mann, þá
er stundum erfitt að neita vinar-
greiða, ekki sist ef vinurinn á
mikið undir sér. En stundum
þekkir lika enginn maður mann
og viðkomandi er litils megnugur
og ráðþrota. Og þá getur það ver-
ið þungt að vera þurfamaður og
eiga allt sitt undir náð og miskunn
einhvers framandi og ókunnugs
embættismanns i þægilegu sæti.
Já, embættismaðurinn getur sagt
nei, án þess að bera nokkra
ábyrgð á afleiðingunum af neitun
sinni. Hann getur lokað augunum
áhyggjulaus og sofið sinum
svefni.
Og þá er ég komin að þvi, sem
ég tel önnur meginrökin i þessu
máli. Það er sú staðreynd, að i
næstunágrannalöndum okkar eru
fóstureyðingarfrjálsar. I Sviþjóð,
Danmörku og Englandi er hægt
að fá fóstri eytt á löglegan hátt
undir umsjón og eftirliti lækna og
annars sérmenntaðs starfsfólks.
Og þangað leita margar islenskar
konur. Samkvæmt skýrslum frá
breskum heilbrigðisyfirvöldum
fengu tvær islenskar konur fóst-
ureyðingu i Bretlandi árið 1970,
þær urðu 16 á árinu 1971, og 20 á
árinu 1972, 48 á árinu 1973 og 29 á
síðastliðnu ári. Þannig hafa 115
Islenskar konur fengið fóstureyð-
ingu i Bretlandi á þessum fimm
árum? Hvað segir þetta okkur?
Það segir okkur það, að hver sú
Islensk kona sem vill og hefur
auraráð til þess, tökum eftir
þessu, hefur auraráð til þess, get-
ur farið og fengið fóstri sinu eytt,
en hinar sem minna mega sin,
þær sem minni fjárráð hafa, þær
sem verri aðstæöur hafa til að ala
upp börn sin, kannski kornungar
stúlkur, þær skulu nauðugar vilj-
ugar eiga sin börn af því að ein-
hverjum óviðkomandi aðila hefur
þóknast I það skiptið að segja nei
við beiðni um fóstureyðingu. Get-
um við ekki séð fyrir okkur
hvernig farið verður að skipu-
leggja sérstakar fóstureyðinga-
ferðir til London og annarra
borga, og auðvitað i gróðaskyni.
Þær konur sem þannig fara að fá
enga ráðgjöf hjá lækni, félagsráð-
gjafa eða sálfræðingi, þá er eng-
inn sem bendir þeim á ýmsar
hættur sem geta verið samfara
fóstureyðingu, né á það, hver fé-
lagsleg aðstoð þeim stendur til
boða, ef þær ala börn sin. Aldrei
er ráðhollra manna meiri þörf, en
þegar mikinn vanda ber að hönd-
um og vissulega er vandi þeirrar
konu, sem óskar fóstureyðingar
mikill og erfitt að taka ákvörðun
um hvað gera skuli. Þess vegna
er það að allar konur sem vilja fá
fóstureyðingu eiga að ræða við
lækni, félagsráðgjafa eða sál-
fræðing áður en þær taka endan-
lega ákvörðun. Þeir eiga að vera
þess umkomnir að benda henni á
hættur samfara aðgerð og hvaða
rétt hún hefur til félagslegrar að-
stoðar, ef hún elur barn sitt.
Stundum óska ungar stúlkur lika
eftir fóstureyðingu vegna þess að
einhver utanaðkomandi aðili, for-
eldrar eða barnsfaðir, eru að
neyöa þær út i fóstureyðingu, sem
þær i raun og veru óska ekki eftir.
Og þá ætti þessi ráðgjöf, félags-
ráðgjafa og læknis, ab koma i veg
fyrir slikt. Það má ekki verða
þannig, að það verði efnahagur
fólks sem ræður úrslitum i þess-
um málum, ekki kunningsskapur
við lækna eða ráðamenn, ekki til-
viljun eða duttlungar einhvers ó-
þekkts ópersónulegs aðila, heldur
er það konan sem ábyrgðina ber
og afleiðingunum tekur, sem á að
segja siðasta orðið.
Þess vegna skulum við öll sem
einn taka höndum saman og linna
ekki baráttunni fyrr en tillögur
um breytingar við fyrra frum-
varp um fóstureyðingar hafa ver-
ið felldar og rétturinn um sjálfs-
ákvörðunarrétt konunnar verði
virtur.
Góðir fundarmenn.
Hér er I kvöld boðað til stofn-
unar samtaka sem hafi það að
marki að berjast fyrir breyting-
um á frumvarpi þvi um fóstur-
eyðingar og fleira sem nú er til
meðferðar á Alþingi. En um hvað
er það nánar til tekið sem við ger-
um ágreining; á milli hvaða kosta
er verið að velja?
Hér er ekki um það að ræða,
hvort leyfa skuli eða banna
fóstureyðingar i þessu landi.
Fóstureyðingar hafa verið leyfð-
ar I fjörutiu ár, og ég veit ekki til>
að neinn hugsi sér i alvöru að þvi
verði breytt. Allt tal um morð og
manndráp, helgi mannlifsins,
samlikingar við útburð barna og
þar fram eftir götunum, snertir
þvi ekki þá kosti sem raunveru-
lega er verið að velja á milli. Að
vlsu virðast nokkrir hafa gert sér
grein fyrir þvi rétt nýlega að þeir
liti svo á að glæpsamlegt athæfi
hafi verið löghelgað hér i fjörutiu
ár: auðvitað eiga menn fullan rétt
til að hafa þá skoðun, en hún
stangast á við þá réttarvitund um
þessi efni sem tvímælalaust er al-
menn, og hlýtur að móta löggjöf-
ina hér eftir sem.hingað til.
Nei, fóstureyðingar eru og
verða leyfðar. Margumræddur
réttur fósturs til lifs er ekki lög-
verndaður á íslandi, hefur ekki
verið það siðan fyrir strið, og
verður það sjálfsagt ekki fram-
vegis, heldur er nokkurnveginn
almennt samkomulag um ab gera
hann að álitum og láta hann vikja
ef svo ber undir, bæði fyrir hætt-
um er steðja að heilsufari hins
verðandi barns og fyrir brýnum
þörfum vanfærrar konu.
Um hitt er lfka nokkurn veginn
almennt samkomulag, að fóstur-
eyðing er ekkert fagnaðarerindi,
hún er ævinlega ógeðfelld, úrræði
sem ber að forðast i lengstu lög.
En hver á að ákveða hvenær til
þessa ráðs sé gripið, meta endan-
lega og taka ákvörðun um hvenær
kona skuli axla þá mestu ábyrgð
sem til er: að verða móðir? Um
það er deilt, og það er umræðu-
efni þessa fundar. Á vanfær kona
að hafa sjálf siðasta orðið um
framhald meðgöngunnar, eða á
vottorðavaldið áfram að rikja?
Til þessarar spurningar skulum
við taka afstöðu i kvöld. Hún er
ekki löng eða flókin, en þó þurfum
við að lita i mörg horn þegar við
metum svarið, og metum þar
með lagafrumvarpið sem verið
var að lýsa.
Við þurfum ekki að misvirða
þann tilgang sem greina má að
baki frumvarpinu: við óskum
þess ekki heldur að fóstureyðing-
ar verði almenn reynsla islenskra
ungis lyft vanfærri konu yfir
þröskuld vottorðanna, heldur
svipt hana um leið allri þeirri
fræbslu og handleiðslu sem hún á
rétt á?
Sjáum við i frumvarpinu sem
fyrir liggur tryggingu fyrir sann-
gjarnri málsmeðferð og hæfilegri
yernd móður og fósturs; eða lýsir
það kannski frekar vantrausti á
almenningi, það er að segja þeim
hlutahans sem kvenkyns er? Eða
sjáum við i þvi viðleitni til að fara
kringum kjarna umdeilds máls,
gjalda siðferði liðinnar aldar
varaþjónustu, veita frá þvi hvers
konar undanþágur, en plástra
samviskuna með læknisvottorð-
um? Og með hæfilega mörgum
(og hæfilega tilviljunarkenndum)
synjunum?
Hin stutta spurning um ákvörð-
unarvaldið er sannarlega um-
ræöu verð.
Umsjón: Kristín
Guðmundsdóttir
Svipmyndir af fundinum. Neðsttil vinstri Helgi Skúli Kjartansson í ræðustóli
HELGI SKÚLI KJARTANSSON FLOKKSSTJÓRNARMAÐUR í ALÞÝÐUFLOKKNUM
Á vottorðavaldið áfram að
kvenna, og vitaskuld á að gera
ráðstafanir til að svo verði ekki.
Vitaskuld á að binda fóstureyð-
ingar við fyrsta hluta meðgöngu-
timans þegar þeim fylgir á allan
hátt minnstur óhugnaður. Vita-
skuld á að gera allt sem unnt er til
að breiða út aðrar barneigna-
varnir sem til allrar hamingju
gætu nú verið til reiðu á þann hátt
að hverri konu væru þær geðfelld-
ari en fóstureyðingar. Vitaskuld á
að veita hverri konu stuðning
þegar hún tekur sina ákvörðun,
og gera henni eins auðvelt og
mögulegt er að ala sitt barn og
koma þvf til manns. Sjálfsagt má
nefna fleiri æskilegar aðferðir til
að halda fóstureyðingum i hófi.
En er vottorðaþröskuldurinn
æskileg aðferð til þess?
Samrýmist hann hugmyndum
okkar um ábyrgð og frelsi og ráð
á eigin lifi? Höfum við þær hug-
myndir um hlutverk hins opin-
bera i siðgæðisefnum að það eigi
að smiða með lögum og reglugerð
algildan siðgæðismælikvarða
fyrir þjóðfélagið og siðan bregði
embættismenn hinni löghelguðu
mælistiku á hvert tilvik? Trúum
við þvi að til kvaddir embættis-
menn geti eftir pöntun sett sig
spor hverrar vanfærrar konu og
metið tilfinningar hennar og
framtiðarhags hennar og væntan-
legs barns, eða trúum við þvi á
hinn bóginn að hlutverk sérfræb-
inganna sé að veita aðstoð og
upplýsingar og hjálpa fólki að
komast að sinni niðurstöðu? Trú-
um við þvf að allir sem til verða
kvaddir geti á sama hátt túlkað
þau óendanleguálitamál sem hér
um ræöir, og túlkað þau eins hver
sem I hlut á? Kjósum við að loka
augunum fyrir því hvernig far-
seðill til útlanda getur ekki ein-
Frá Landssambandi
Alþýðuflokkskvenna
Haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudagskvöldið 24. mars s.l.
TOYOTA
MODEL — 5000
r
I nýjasta og fullkomnasta varðskip íslendinga,
voru að sjálfsögðu valdar beztu og öruggustu
skipavélarnar frá
MASCHINENFABRIK AUGSBURG-NÓRNBERG AKTIENGESELLSCHAFT WERKAUGSBURG
Einkaumboðsmenn á íslandi.
ÓLAFUR GÍSLASON&CO./f
Sundaborg, Reykjavík. Sími 84800.
] Overlock
□ Teygjusaumur
| | Beinn saumur
□ Zig-Zag
| | Blindfaldur
[~] Sjálfvirkur
hnappagatasaumui
f" 1 Faldsaumur
]] Útsaumur
n Fjölbreytt úrval
fóta og stýringa
fylgja vélinni.
Verðkr. 32.900.-.
TOYOTA
— VARAHLUTAUMBOÐIÐ H/F.
ÁRMÚLA 23, REYKJAVÍK.
SIMI: 81733 — 31226.
TÝR
VELKOMINN HEIM!
Fimmtudagur 27. marz 1975.
Fimmtudagur 27. marz 1975.
o