Alþýðublaðið - 27.03.1975, Qupperneq 12
1 x 2—1x2
(
30. leikvika — leikir 22. mars 1975.
Úrsiitaröð: 1X2 — Xll — 121 — 12X
1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 145. 000.00
7131 37175
2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 5.100.00
159 3477 6944 9865 35379+ 36827 + 37324
1530 5797 7194 10787 35878 37175 37400
2198 5798 7312 + 12127 36400 37324 38367 +
3016 5810 8825
+ nafnlaus
Kærufrestur er til 14. aprll kl. 12 á hadegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum
og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 30. leikviku
verða pöstlagðir eftir 15. aprll.
Ilandhafar nafnlausra seðla verða að framvlsa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir g reiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVIK
Starfsstúlknafélagið Sókn
Aðalfundur
Starfsstúlknafélagsins Sóknar verður
haldinn miðvikudaginn 2. april 1975, kl.
8.30 e.h. i Lindarbæ — niðri.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga um verkfallsheimild.
3. önnur mál.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin.
Tillögur
uppstillinganefndar Alþýðuflokksfélags
Reykjavikur um fulltrúa i næstu stjórn
félagsins liggja frammi á skrifstofu Al-
þýðuflokksins frá þriðjudegi 25. mars til
föstudags 4. april. Viðbótartillögur með 10
meðmælendum berist fyrir kl. 5 föstudag-
inn 4. april á skrifstofuna.
Uppstillinganefnd.
Austurbrún
Jökulgrunnur
Sporðagrunnur
Laugarásvegur
Hagamelur
Kvisthagi
Dunhagi
Blaðburðarfólk
óskast til að
bera blaðið út
i eftirtaldar
götur
Oddagata
Dyngjuvegur
Norðurbrún
Vesturbrún
Fornhagi
Aragata
Fálkagata.
Hafið sambantf við
afgreiðslu blaðsins.
Sími 14900 '
alþýðu
lilM
sið í Alþyðublaðinu
ÍÞKÍTTIK mtm
Stjórn FRÍ hættir söfnun á
tómum vindlingapökkum
Býður þeim er leggja sitt af mörkum á
landskeppni íslendinga og Skota í sumar
I gær efndi stjórn FRl til blaða-
mannafundar i tilefni af sam-
þykkt sem stjómin gerði vegna
þeirrar söfnunar sem nú stendur
yfir meðal almennings, þar sem
markmiðið er að safna 1,5 mill-
jónum ef FRl hættir við fyrirhug-
aða söfnun á tómum vindlinga-
pökkum.
Afundinum voru þeir þremenn-
ingar, Ragnar Tómasson, Sveinn
Skúlason og Tryggvi Gunnarsson
sem hafa staðið fyrir peninga-
söfnuninni meðal almennings.
Þar skýrði formaður FRl, örn
Eiðsson, frá samþykkt sem
stjórnin gerði, en það var að
hætta við fyrirhugaða söfnun á
tómum vindlingapökkum og hefði
stjórnin þegar skýrt þetta fyrir
tóbaksinnflytjandanum sem hefði
brugðist vel við og væri ekki að
vænta málshöfðunar frá honum
þrátt fyrir skriflegan samning.
Þá skýrði Ragnar frá þvi að i
heild hefðu undirtektir verið mjög
góðar meðal almennings og stæðu
vonir til að fyrrnefnd upphæð
næðist inn. Þegar væru á annað
hundrað listar i gangi, en erfitt
væri að segja um árangur enn
sem komið væri.
Kom m.a. fram á fundinum
hversu gifurleg fjárþörf FRl er i
og yrði sambandið sennilega að
hætta við þátttöku í Evrópu bik-
arkeppni kvenna í sumar og jafn-
vel gæti orðið að hætta við þátt-
töku i öðrum mótum vegna fjár-
skorts.
Fer hér á eftir samþykkt
stjórnar FRl um að hætta við
fyrirhugaða vindlingapakka söfn-
un.
Stjóm Frjálsiþróttasambands
íslands og öllu frjálsiþróttafólki
var þakklæti efst I huga, þegar
fréttist að nokkrir ungir menn
hefðu bundist samtökum um að
safna a.m.k. 1.5 milljónum króna
til starfsemi FRl. tþróttahreyf-
ingin er og hefur siðustu árin ver-
ið svo illa stödd fjárhagslega, að
það er á mörkum þess, að hún
geti rækt hlutverk sitt sómasam-
lega, þrátt fyrir geysilega sjálf-
boðavinnu mörg hundruð áhuga-
manna um land allt. Hér á ég
fyrst og fremst við stuðning eða
öllu heldur stuðningsleysi hins
opinbera við félagsstarfið. Betur
hefur verið staðið að mannvirkja-
gerð til iþróttaiðkana, þó betur
mætti gera. Okkur er tamt að
gera samanburð við Norðurlönd-
in á öllum sviðum og þau standa
öll mun framar að þessu leyti þ.e.
opinberir aðilar veita hlutfalls-
lega meira fjármagn til fþrótta-
starfsins en hér er gert, enda þýð-
ing þess óumdeilanleg á vorum
dögum.
Tvær meginástæður þess, að
stjórn FRI ákvað að efna til hinn-
ar mjög svo umdeildu fjáröflun-
ar, var I fyrsta lagi að afla fjár til
starfseminnar og siðan og ekki
siður til að vekja athygli á fjár-
hagsvandræðum iþróttahreyf-
ingarinnar almennt. Við höfum
fengið harða gagnrýni fyrir uppá-
tækið og það kom okkur ekki á ó-
vart. Það leikur aftur á móti ekki
á tveim tungum, að aðferð okkar
hefur vakið mikla athygli á fjár-
þörf Iþróttanna, meiri en allar á-
skoranir iþróttaforystunnar sam-
anlagt undanfarin ár og fari svo,
að áðurnefnd fjáröflun verði til
þess að auka skilning og opna
augu forráðamanna þjóðfélagsins
á góðu starfi iþróttahreyfingar-
i'nnar, getur stjórn FRI verið
ánægð. Sérstaka athygli vekur,
að meðal þeirra mörgu, sem nú
vilja rétta FRI hjálparhönd eru
margir alþingismenn úr öllum
flokkum, en við viljum benda á,
aö söfnunarlistarnir eru einnig á-
skorun til rlkisvaldsins um að
styrkja iþróttahreyfinguna með
meiri rausn, en nú er gert.
Stjórn FRI samþykkti einróma
á fundi sinum i gær, að hætta við
margumtalaða söfnun á tómum
vindlingapökkum, þó að við vit-
um ekkienn um endanlega niður-
stöðu á fjársöfnun áðurnefndra á-
hugamanna og velunnara. En
okkur list vel á þessa söfnun og
þann skilning sem liggur að baki.
Stjórn sambandsins samþykkti
einnig, að bjóða þeim er leggja fé
til þessarar söfnunar sem gestum
FRI á landskeppni tslendinga og
Skota i frjálsum iþróttum, sem
fram fer á Laugardalsvellinum
19. og 20. ágúst nk. Von okkar er,
að þessir velunnarar gætu mynd-
að einskonar styrktarklúbb FRl
en slikt tiðkast mjög erlendis.
St jórn FRl á hverjum tima myndi
siðan bjóða klúbbfélögum á
merkasta frjálsiþróttaviðburð
hvers árs. Stjórn FRt.
Frá skíðalandsmótinu á ísafirði °
Ovænt úrslit í stökkinu
og í göngunni urðu Fljótamenn að láta í minni pokann
I gær fór fram i Dagverðardal
keppni i stökki 20 ára og eldri og i
flokki 17—19 ára.
Veður var gott til keppni logn
og sólarlaust og spillti þvi veðrið
ekki fyrir stökkvurunum eins og
oft hefur orðið raunin á. Yfirdóm-
ari var Helgi Sveinsson og með-
dómarar hans voru Einar Valur
Kristjánsson og Oddur Pétursson.
Fyrir keppnina var Björn Þór
Ólafsson frá Ólafsfirði talinn nær
öruggur um sigur i keppninni, en
öllum á óvart varð annar Ólafs-
firðingur honum hlutskarpari og
munaði aðeins einu stigi á þeim
félögum.
Þá fengu Ólafsfirðingar annað
gull I flokki 17—19 ára og hafði
þeirra maður þar algjöra yfir-
burði yfir sinn keppanda sem að-
eins voru tveir.
Úrslitin i stökkinu i gær urðu
þessi:
Flokkur 20 ára og eldri:
1. Sveinn Stefánsson, ó, 211,3 stig
(Lengsta stökk, 31 m)
2. Björn Þ. Ólafsson, Ó, 210,3 stig
(Lengsta stökk 31 m).
3. Marteinn Kristjánss. R. 206,7
stig
(Lengsta stökk 30 m)
4. Sigurður Þorkelss. S., 190,6 stig
(Lengsta stökk, 28 m)
5. Sigurjón Geirsson S. 171,4 stig
(Lengsta stökk, 28 m).
Alls voru 9 keppendur skráðir
til leiks, en 7 luku keppni.
Flokkur 17—19 ára:
I. Þorsteinn Þorvaldss., Ó, 207,0.
stig
(Lengsta stökk 27 m)
2. Hallgrimur Sverriss. S, 186,2
stig
(Lengsta stökk 25 m)
MRG/BB
GÖNGUKEPPNI...
A þriðjudaginn var keppt i 15
km göngu 20 ára og eldri og i 10
km göngu 17—19 ára.
I göngu fullorðinna stóð slagur-
inn milli Fljótamannanna
Magnúsar Eirikssonar og
Trausta Sveinssonar og Akureyr-
ingsins Halldórs Matthiassonar.
1 fyrra sigraði Magnús, en nú
hefndi Halldór fyrir sig og var
talsvert á undan þeim félögum,
Magnúsi og Trausta.
Fljótamenn fengu þó gull i
göngu 17—19 ára, en þar bar Við-
ar Pétursson sigur úr bitum.
Úrslit urðu þessi i göngunni:
15 km 20 ára og eldri: 1. Haildór Matthiass. Ak. 50.15
2. Magnús Eiriksson F. 51.31
3. Trausti Sveinsson F 52.03
10 km 17—19 ára.
1. Viðar Pétursson F. 39,34
2. Þröstur Jóhannss. I 40.08
3. Jóhann Gunnlaugss. I 40.19
Þá fá aðdáendur Manc. Utd.
að sjá liðið sitt aftur, en þessi
leikur er viðureign liðanna i
deildarbikarnum og var leikinn
22. janúar.
Leikið er á heimavelli Nor-
wich, Carrow Road.
Liðin voru þannig skipuð:
Norwich: Keelan, Machin,
Sullivan, Moris, Forbes, String-
er, Miller, McDougall, Boyer,
Sugget, Powell.
Manc. Utd. Stepeney, Forsyth,
Houston, Greenhoff, James
(Young), Buchan, Morgan,
Mcilroy, Daiy, Macari,
McCalliog.
Þá verða sýndir kaflar úr
leikjum West Ham — Burnley
og Everton — Ipswich.
Fimmtudagur 27. marz 1975.