Alþýðublaðið - 27.03.1975, Side 15
I dagskráinni á skirdag er ó-
hætt aö segja, aö eitthvaö sé
fyrir alla frá kl. 8.00 til dag-
skrárloka kl. 23.30. Svo sem
vera ber á helgum degi eru
klassískir morguntónleikar með
konsert i c-dUr fyrir flautu og
hörpu eftir Mozart, og pianó-
kvartett i c-moll eftir Brahms.
Hefjast þeir kl. 9.30.
Kl. 11.00 er messa i Bústaða-
kirkju. Sóknarpresturinn, séra
Lárus Halldórsson, prédikar, og
kirkjukór sóknarinnar syngur.
Organleikari er Daniel Jónas-
son.
Kl. 14.25 flytur Heimir Páls-
son lektor i Uppsölum erindi um
Milton og Bægisárklerk.
Kl. 16.25 les Matthias
Jóhannessen tvær smásögur.
eftir sig. Heita þær „Siöasti vik-
Kl. 20.15 hefst óperan Töfra-
flautan eftir Wolfgang Amadeus
Mozart i sviösetningu sænska
sjónvarpsins. Leikstjóri er Ing-
mar Bergman en Eric Ericson
stjórnar kór og hljómsveit
sænska útvarpsins.
Töfraflautan er ævintýra-
ópera, sem gerist i Egyptalandi
til forna. Hún var fyrst sett á
svið i Vinarborg haustiö 1791.
Mozart haföi samið óperuna
um sumarið fyrir áeggjan vinar
sins, Schikaneders leikhús-
stjóra, sem einnig samdi text-
ann, og byggði að hluta á ævin-
týri eftir Christoph Wieland,
sem um þær mundir var i
fremstu röð þýskra skálda.
ingurinn” og „Mold undir Mal-
biki”. Enda þótt Matthías hafi
áður skrifað smásögur, er hann,
sem kunnugt er þekktari fyrir
ljóðagerð og samtalsbækur sin:
ar við þjóðkunna menn, og er
þvi forvitnilegt að heyra, hvern-
ig honum tekst að þessu sinni
við hið vandasama form smá-
sögunnar.
Kl. 19.40 syngur Þuriður Páls-
dóttir gamlar, italskar ariur við
undirleik Ölafs Vignis Alberts-
sonar.
Kl. 20.00 er svo á sinum stað
framhaldsleikritið „Húsið” eft-
ir Guðmund Danlelsson, sem
hefur notið mikilla vinsælda
hlustenda.
Kl. 21.45 les Gunnar Dal úr
þýðingu sinni á ljóðabók Kahlil
Gibran, og eftir fréttir og veður-
fregnir les GIsli Halldórsson,
leikari, sjöunda og siðasta hluta
frásögu úr „Veturnóttakyrr-
um” Jónasar Arnasonar.
Kl. 22.40 flytja svo I Musici
Arstiðakonsertana eftir Vivaldi,
sem segja má að hafi tekið upp
þráðinn I konserthljómlist þar
sem Corelli sleppti, og hafði án
efa áhrif á samtiðartónskáld
svo sem Sebastian Bach.
Aðalsöguhetja óperunnar er
sveinninn Taminó. Hann er á
veiðum, þegar dreki mikill og
illvigur ræðst að honum. Verður
það Taminó til bjargar, aðþrjár
þjónustumeyjar næturdrottn-
ingarinnar ber þar að. Þær
vinna á drekanum og segja
drottningunni hvað fyrir hafði
borið. Drottning segir nú Tam-
inó frá dóttur sinni Paminu,
sem numin var á brott af töfra-
manninum Sarastro. Það verð-
ur úr, að Taminó heldur af stað
til að leita töframannsins og
heimta Taminu úr höndum
hans. Hanri er vopnaður töfra-
flautu, sem næturdrottningin
hefur gefið honum, og með hon-
um I för er fyglingurinn Papa-
genó, ógætinn i tali og dálitið
sérsinna.
Þessi sviðsetning Töfraflaut-
unnar er meðal viðamestu verk-
efna sænska sjónvarpsins og er
ekkert til sparað að gera ævin-
týraheim fyrri alda eins raun-
verulegan og framast er unnt.
Með aðalhlutverkin fara Josef
Köstlinger, Irma Urrila, Hakon
Hagegard, Ulrik Cold, Birgit
Nordin og Ragnar Ulfung.
STJÖRNUSPÁIN
Fimmtudagur 27. mars.
Vatnsberinn 20. janúár — 18. febrúar
Dagurinn er óheppilegur til ferðalaga. Farðu
varlega i umferðinni, einkum i akstri. Áhrifafólk
verður liklega erfitt og kröfuhart og gæti aukið
vinnuálag þitt nokkuð.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. mars
Taktu engar mikilvægar ákvarðanir i fjár-
málum. Deilur við félaga þinn og sameigna-
mann verða óumflýjanlegar, ef þú breytir ein-
hverju i sameiginlegum fyrirtækjum.
llrúturinn 21. mars — 20. april
Vinátta og ástarmál gætu haft mjög slæm áhrif á
fjárhag þinn i dag. Gerðu hvað þú getur til að
forðast allar þær aðstæður sem krefjast fjárút-
láta og hafðu hægt um þig.
Nautið 21. april — 20. mai.
Þér reynist ekki jafn auövelt og þú ætlaöir, að
sannfæra vini og félaga um ágæti hugmynda
þinna. Deilur eiga auðvelt uppdráttar i vinnu
þinni i dag og ástarlifið gæti orðið einmanalegt.
Tviburarnir 21. mai — 20. júni
Ahrifafólk gæti hegðað sér undarlega i dag.
thugaðu málið, áður en þú sækist eftir greiðum
af hendi þeirra, þar sem þú mátt ekki við niður-
lægingu. Deilur við vini og ástvini eiga auðveit
uppdráttar i dag.
Krabbinn 21. júni — 20. júli
Það er einhver óróleiki i heimilislifinu hjá þér og
þú verður að fara varlega, ef þú vilt forðast deil-
ur og illindi. Haltu aftur af ágengni þinni og
frekju, einkum i skiptum við eldra fólk.
Ljónið 21. júli — 21. ágúst
Fjölskyldumeðlimir gætu virst hegða sér undar-
lega, en flýttu þér ekki um of að úrskurða, að
þeir hafi rangt fyrir sér. Farðu varlega i akstri.
Láttu ekki trufla þig eða hnika rólyndi þinu.
Meyjan 22. ágúst — 22. september.
Kæruleysi i fjármálum gæti komið þér i vand-
ræði i dag. Ahrifafólk verður tregt til að styðja
þig og styrkja og vinir þinir hrjá þig með lána-
beiðnum. Láttu ekki hagga þér.
Vogin 23. september — 22. október
Láttu ekki andstöðu maka þins eða félaga leiða
þig til óþolinmæði eða fljótfærni. Farðu mjög
varlega i akstri, á ferðalögum og i meðhöndlun
tækja og véla.
Sporðdrekinn 23. október — 22. nóvember
Áhrifafólk verður erfitt og gæti aukið vinnuálag
þitt svo að ósanngjarnt verður að teljast.
Áhyggjur þinar verða þó mestar vegna fjar-
lægra vina og atburða, eða þá vegna eldra fólks.
Reyndu að slaka ofurlitið á.
Bogmaðurinn 23. nóvember — 20 desember
Yfirmenn þinir gætu gert þér lifið leitt i dag.
Forðastu að flækjast I fjármálaáætlanir vina
þinna. Láttu umfram allt ekki tæla þig til að
spila með sparifé þitt.
Steingeitin 21. desember — 19. janúar
Viðskiptamálin eru i óreiðu hjá þér og þeir sem
gætu aðstoðað þig við þau, fást ekki til sam-
vinnu. Notaðu aila þá lagni, sem þú átt til og ef
vandamál risa heima fyrir, einkum ef þau rek-
ast á vinnu þina, þá farðu varlega.
RAGGI RÓLEGI
FJALLA-FÚSI
Bræðrafélag Dómkirkjunn-
ar heldur árlegt kirkjukvöld
sitt i Dómkirkjunni á skirdag,
fimmtudaginn 27. mars klukk-
an 20.30. Að tilefni kvennaárs-
ins hefur félagið fengið fjórar
konur til að koma þar fram
Leirmunasýning
Laugardaginn 29. mars opn-
ar Steinunn Marteinsdóttir
sýningu á verkum sinum i
Kjarvalsstöðum. A sýningu
Steinunnar verða rúmlega 400
munir, mest leirmunir og
veggmyndir úr leir, en einnig
um tuttugu teikningar, rader-
ingar og silkiþrykk.
Steinunn Marteinsdóttir
hefur ekki haldið einkasýn-
ingu áður og munir þeir sem
hún nú sýnir eru þeir fyrstu
sem hún lætur frá sér fara i
átta ár, utan það sem hún hef-
ur gefið. Þessi átta ár hefur
hún lagt stund á kennslu.
Steinunn lagði stund á nám i
Handiða- og myndlistaskólan-
um i Reykjavík og siðar á
þýskum myndlistaskóla, en
þar hafði hún leirkeragerð
sem aðalgrein. Eftir að hún
kom aftur til tslands rak hún
eigið leirmunaverkstæði um
tima og tók þátt i sýningum
með öðrum listamönnum. Frá
árinu 1966, hefur hún einkum
lagt stund á kennslu og meðal
annars haft umsjón með nám-
skeiðum fyrir almenning.
Sýning Steinunnar verður
opin til 13. april.
Messías
Nú, siðustu dagana fyrir
páska, mun Pólýfónkórinn
flytja óratoriuna Messias, eft-
ir Handel og fer flutningur
hennar fram i Háskólabiói, á
skirdag, föstudaginn langa og
laugardaginn fyrir páska.
Flytjendur, auk Pólýfónkórs-
ins verða félagar úr Sinfóniu-
hljómsveit tslands, ásamt ein-
söngvurunum Janet Price,
•Rut L. Magnússon, Neil
McKee og Glyn Davenport.
Auk tónleikanna i Háskóla-
biói, verður óratorian flutt i
útvarpinu, fyrrihluti hennar á
föstudaginn langa, klukkan
þrjú, en siðari hluti hennar
klukkan korter yfir tiu um
kvöldið.
Stjórnandi Pólýfónkórsins
er Ingólfur Guðbrandsson.
A.A.fundur
A.A. samtökin á Islandi
halda upp á 21 árs afmæli sitt,
föstudaginn langa, þ. 28.
mars, kl. 9 e.h. i safnaðar-
heimili Langholtskirkju.
Fundurinn er opinn öllum,
sem vilja kynna sér starfsemi
samtakanna.
Varöskip
1 dag, milli klukkan 14.00 og
16.00, verður hið nýja varðskip
tslendinga til sýnis almenn-
ingi, við Landhelgisbryggjuna
i Reykjavikurhöfn.
Fimmtudagur 27. marz 1975.
o