Alþýðublaðið - 25.06.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1975, Blaðsíða 3
YFIRHEYDSLURI RÆSISMÁLINU Yfirheyrslur hófust i gær hjá Sakadómi Reykjavikur, vegna Ræsismálsins svo nefnda og var þá kallaöur til skýrslugjafar Stefán Sigurðsson, bifreiöar- stjóri, sem er eigandi bifreiöar þeirrar, sem málið vaknaöi upp- haflega Ut af. Yfirheyrslur vegna mála, sem berast Sakadómi frá saksóknara, hefjast, samkvæmt upplýsingum Sakadómara, yfirleitt ekki fyrr en um mánuði eftir aö málskjöl berast, en þó er þar fariö nokkuö eftir þvi hve mikið þykir liggja viö, aö afgreiðslu sé hraöaö. NU er rUmur mánuöur siöan Ræsismálið leit fyrst dagsins ljós og miöað við annan gang þess, má ef til vill vænta ákvörðunar um þaö hvort opinbert mál veröur höföað á hendur Ræsi h.f. eða ekki, innan fárra vikna. FULLORDMS- FRÆBSLA RÆOD 9,—12. þ.m. var haldinn i Stokk- hólmi menntamálaráðherrafund- ur aðildarrikja Evrópuráðsins, og var m.a. fjallað um fullorðins- fræðslu, sem flestar þjóðir leggja nU mikla áherslu á að efla. Þá var einnig haldinn i Stokk- hólmi hinn 12. þ.m. menntamála- ráðherrafundur Norðurlanda. A fundinum var undirritaður samn- ingur um Norræna menningar- sjóðinn, er kemur i stað þess, sem hefur gilt. Hinn nýi samningur felur ekki i sér stórvægilegar breytingar, en lagfærð eru ýmis ákvæði sem reynslan hefur leitt i ljós að nauðsynlegt var að breyta, m.a. er fellt burtu að nefna á- kveðið fjárframlag til sjóðsins svo að unnt sé að hækka það ef aðildarlöndin telja það rétt, án þess að gera þurfti breytingar á sjálfum samningnum hverju sinni, enda voru ákvæði samn- ingsins orðin Urelt að þessu leyti. Þá var breytt nokkuð ákvæðum um verksvið og Uthlutunarreglur Aþessum fundivar fjallað umum- sóknir vegna stöðu forstjóra nor- rænu menningarmálaskrifstof- unnar i Kaupmannahöfn, en nU- verandi forstjóri, Magnus Kull, lætur af þvi starfi i september nk. að eigin ósk. Sextán um'sóknir bárust um stöðuna og var samþykkt að ráða til starfans Klas Olofsson frá Sviþjóð, sem starfað hefur að undanförnu við stofnunina. F ERÐARITSTJÚRAR Á FERD Siðastliðna viku dvöldust hér á landi 10 bandariskir blaða- menn og ferðamálaritstjórar I boði Flugleiða. Skrifstofa Loft- leiða I New York sá um undir- bUning vestanhafs, en Kynningardeild Flugíeiða i Reykjavík skipulagði ferðir hópsins hér á landi og i Græn- landi. Bandarisku blaða- mennirnir hittu m.a. nokkra samstarfsmenn sina á Islandi, heimsóttu Vestmannaeyjar og ræddu við MagnUs MagnUsson bæjarstjóra. Fóru i dagsferð til Kulusuk I Grænlandi. Fóru i dagsferð aö Gullfoss, Geysi, Skálholti og Þingvöllum og skoðuðu Reykjavik. Blaða- mennirnir fóru einnig 1 svifflug á Sandskeiði. Fyrir brottför fóru beir I stutta heimsókn til forseta Islands að Bessastöðum. Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum i Vestmannaeyjum. Taiið frá vinstri eru: George E. McGrath frá Clinton Frank, sem sér um auglýsingar og kynningarstarf Loftleiða I New York, Bragi ólafsson, Flug- leiðir, Vestmannaeyjum, De- witt Davidson, Travel Agent Magazine, Donald Ross, Boston Herald American, Jerry Flemmons, Forth Star Tele- gram, Sveinn Sæmundsson, Flugleiðir, Reykjavik, Warren Goodman, Westchester, New York, Joel Sleed, Long island Press, William Davis, Boston Globe, Len Scandur, New York •News, Harry Leder, United Press International News- pictures, New York. A myndina vantar Helmut Koenig frá Chicago Tribune og Vance Henry ljósmyndara. BÆJARSJOÐUR KOPAVOGS TÆMDIST A EINNI NÚnU Aðfaranótt gærdagsins var brotist inn á bæjarskrifstofurnar i Kópavogi, sem eru i Félags- heimili Kópavogs, og stolið þaöan 1.4 milljónum króna i peningum. Innbrotið var framið með þeim hætti, að brotin var rúða I stiga- gangi hússins, farið þar inn og brotin upp rúða I dyranum að bæjarskrifstofunum. Úr skrif- stofunum er innangengt i af- greiðslu Kópavogsbæjar og var sú hurð spennt upp. Greinilegt er að þjófurinn, eöa þjófarnir, hefur haft nokkra hug- mynd um það hvar peninga væri að vitja, þvi ekkert var snert á leiðinni inn i afgreiösluna og inn I geymslan var spennt upp og hún tæmd af peningum, en önnur skjöl og þar á meðal töluvert magn af ávisunum, var ekki snert. Dularfullt skip á ytri höfninni Rússneskir fiskifræðingar heimsækja íslenska til að ræða við þá um hugðarefni sín í ■ *c r■mmW- > - Þessi mynd af „dularfulla” skipinu er ekki sem best, en það er bara eins og vera ber, þegar siik fyrirbæri eru ljósmynduð. ,,Nú þykir mér skörin vera farin að færast upp á bekkinn”, sögðu menn i gærmorgun, þegar þeir sáu hvar dularfullt skip lónaði I þokunni i grennd við „sjöbaujuna”, utarlega á ytri höfninni, og gerði sig ekki lik- legttilaðhalda áfram förinni til hafnar. „Þeir láta sér ekki leng-- ur nægja að leggja kapla úti á rúmsjó, heldur eru þeir komnir upp I landsteinana, og það inn á hafnarsvæði Reykjavikurhafn- ar”, sögðu menn og horfðu áhyggjufullir út i grámygluna. Og ekki varð mönnum rórra, þegar einhver fullyrti, að þetta gráa ogg drungalega skip væri rússneskt i þokkabót! En við nánari eftirgrennslan kom þó i ljós, að það er svosem ekkert dularfullt við þetta skip — þótt rússneskt væri, og þar að auki rannsóknarskip. „Já, þetta er rannsóknarskip, sem kom i gærkvöldi, og það kallaði ein- hver kvenmaður i land til að biðja leyfis til aö liggja þarna á meðan verið væri að þrifa skipið og mála áður en haldið yrði til hafnar, sem verður ekki fyrr en i fyrramálið”, sagði lóðsinn, þegar við hringdum i hafnsögu- vaktina i gærdag. „Annars vita þeir hjá Hafrannsóknarstofn- uninni allt um þetta”, bætti hann við. Mikið rétt, — Jakob Jakobs- son, forstöðumaður, kom ekki af fjöllum, þegar skipið var nefnt. „Þetta er rússneskt hafrann- sóknaskip, sem er að koma með fiskifræðinga á árlegan fund með erlendum þjóðum um rannsóknir á háfsvæðinu I kringum tsland og norður og austur af landinu, til Svalbarða og Noregs”, sagði hann. „Þessir fundir hafa verið haldnir hér á tslandi að undanskildu einu ári, og það var Árni Friðriksson sem á heiðurinn af að koma þeim á.” „Upphafið að þessu voru sameiginlegir leiðangrar okkar, Dana og Norðmanna vegna sildargangna við landið, til að kanna ástand sjávar. Eftir að sildin brást var ákveðið að halda áfram rannsóknunum til að rjúfa ekki samhengið og fylgjast með sjávarhitanum og plöntu- og dýrasvifi. Núna eru reyndar ekki aðrir eftir i þessu samstarfi en við og Rússar, þvi Danir hættu árið 1960, vegna þess að þeir höfðu ekki skip i þetta, og áhugi Norð- manna dvinaði eftir að sildin hvarf.Og loks hættu þeir að vera með fyrir nokkrum árum”, sagði Jakob Jakobsson, þegar við höfðum tal af honum i gær. henni heldur ekkert annað en Málið er I rannsókn, en I gær- skjalageymsla, þar sem peningar kvöld hafði ekki tekist að upplýsa eru geymdir yfir nætur. Skjala- það. V ÚTBOD Tilboð óskast frá innlendum framleiðendum i smiði götu- ljósastólpa úr stálpipum. Ótboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, gegn 2.000.— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staö, þriðjudaginn 15. júli n.k. ki. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAk Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Stórkostleg rýmingarsala í Hofi á hannyrðavörum og öllu prjónagarni vegna breytinga á versluninni. Margt á að seljast upp. Nú er hægt að gera góð kaup. HOF, Þingholtsstræti 1 Sjúkraliðaskóli á vegum heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins tekur til starfa 1. október næstkomandi. Umsóknareyðublöð liggja frammi i ráðu- neytinu. Umsóknarfrestur er til 31. júli. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 23. júni 1975 Miðvikudagur 25. júní 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.