Alþýðublaðið - 25.06.1975, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.06.1975, Qupperneq 4
í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Veður öll válynd. Þrátt fyrir bróðurlegt sam- komulag á yfirborðinu um að skipta til helminga þvi, sem til kynni að falla, er vitað að innri trúnaður milli stjórnarflokk- anna er vægast sagt ekki langt frá frostmarki. „Trúa þeir hvor öðrum illa, enda trúa fáir báð- um”. Enda þótt flestir ættu að geta veriðsammála um, að þeg- ar kreppir að, væri vist fátt nauösynlegra en nokkuð sterk samstaða þeirra, sem með stjómtaumana fara. Framundan eru þýðingar- mikil skref, sem ákveðið er að taka, þó ennþá hafi ekki verið endanlega dagsett. Útfærsla landhelginnar i 200 milur fer að verða á næsta leiti, svo eitt stærsta hagsmunamál okkar sé nefnt. Þessara hluta er ennþá gætt innan stjórnarherbúðanna sem algers leyndarmáls, og ekki er opinberlega vitað, hvernig rikisstjórnin hyggst halda á málinu, t.d. hvort viöræður verða við þjóðir, sem fiskað hafa á Islandsmiðum. Þaöan af siður er ljóst, hvort vilji er fyrir hendi á þeim bæ, til þess að gera frekari samninga um veiðiréttindi annarra til lengri eða skemmri tima, eða yfirleitt til nokkurrar samn- ingagerðar þar um. Sennilegt er af hálfyrðum einstakra ráð- herra, að ekki sé einu sinni nein samstaða um, hvernig að þessu máli skuli standa. Margt bendir þó til, að fyrirhugað hafi verið i herbúðum Sjálfstæðismanna, eða a.m.k. öörum hluta þeirra, að leika nokkuð undarlegan leik I skákinni. öllum er i fersku minni för þáverandi forsætisráðherra, Ölafs Jóhannessonar, til Bret- lands á sinum tíma, þegar hann samdi viö Wilson um vopnahlé i þorskastriðinu. Þá var gengið framhjá utanrikisráðherra, sem óneitanlega mætti segja að væri málið ekki óviðkomandi. Enda þótt utanrikisráðherra væri ekki sýnt neitt sérstakt til- læti þar með, má segja, að það væri fremur innanhússmál Framsóknarflokksins, hvernig hann var meðhöndlaður. Við þaö sætti hinn geðspaki utan- rikisráöherra sig, a.m.k. á yfir- borðinu. Þá þurfti líka sameig- inlegt átak Framsóknarmanna, til að beygja samstarfsflokk I stjórninni, sem og tókst. Hér er bent á þetta, vegna þess, að ákveðnar grunsemdir eru uppi um að aftur hafi átt að höggva i sama farið. Undanfarna dagá hefur for- sætisráðherra verið i Stokk- hólmi og mun hafa átt þangað eðlilegt erindi. Mörgum mun þvi hafa komið nokkuð spánskt fyrir, þegar allt 1 einu fréttist til hans i London! Bæði er, að ekki er vitað, að hann ætti þangað neitt erindi á vegum stjórnarinnar, og svo hitt, að menn telja ekki meira en liklegt, að hann hafi þangað haldið til að feta sig upp, eins og fjöldi Islenzkra kvenna iðkaði hér fyrr á árum meðan liðugra var um gjaldeyri. Þessi Lundúnaferð mun lika hafa far- ið nokkuð af hljóði I stjórnarher- búðunum. Einhver „heyrandi” mun nú samt hafa verið i holtinu og fregnin vakiðnokkurt fjaðrafok, ekki sizt I utanrikisráðuneytinu. Dæmið mun hafa verið sett upp eitthvað á þá lund, að það sem eitt sinn hefur gerzt, gæti hæg- lega skeð aftur. Ekki er liklegt, að utanrikisráðherra hafi verið jafnhress yfir að Geir Hall- grlmsson ræddi landhelgismál við Wilson, án þess að hann kæmi þar við sögu, eins og þeg- ar Ólafur fór til Downing Street 10. Hitt mætti þykja liklegt, að núverandi forsætisráðherra væri ekki óljúft að geta komið heim óforvarandis með fjööur I stjórnarhattinum, sem ýmsum hefur þótt fremur hallfléyttur á siðustu og verstu timum. Fréttatilkynning hefur nú borizt frá forsætisráðuneytinu um, að Geir og Niels P. Sigurðs- son hafi átt samræður við Wil- son, Callaghan og Bishop, aðstoðarfiskimálaráðherra Breta, i Downing Street 10. Þar var Einar Agústsson fjarri góðu gamni! Hvað þessum herrum hefur farið á milli, annað en hefð- bundin tedrykkja, er ennþá læst niöri I töskum Geirs og Nielsar P. Þetta atvik sýnir, þó i' litlu sé, að engin vanþörf er fyrir utan- rikisráðherra að halda vöku sinni, ef ekki á að draga hönkina úr höndum hans öðru sinni. Vit- aö er, að af rikisstjórnarinnar hálfu hafa engar viðræður við erlenda aðila um landhelgismál verið ákveðnar enn. Samt er heldur óliklegt að umræður Geirs Hallgrimssonar og Wilsons, forsætisráðherra, Callaghans utanrikisráðherra og Bishops aðstoðarfiskimála- ráðherra hafi snúizt eingöngu um daginn og veginn og fallegu dömurnar I Lundúnum. Leikur forsætisráðherra i þessu afbrigði' landhelgisskák- arinnar er ennþá blindleikur”. Menn biða nú óþreyjufullir eftir þvi að hann verði opnaðúr. A meðan er svo færi á að hugleiða, hvort „peðið” eigi eftir að máta kónginn, eins og alþekkt er I skákheiminum, eða hvort sú áður óþekkta staða komi upp, að kórigurinn máti peðið. Kóngurinn og peðið LAUS STABA Kennarastaða á félagsfræðakjörsviði við Menntaskólann á Isafirði er laus til um- sóknar. Kennslugreinar eru bókfærsla, rekstrar- og þjóðhagsfræði, reikningshald og stjórnun. Viðskiptafræði eða hagfræðimenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Skólinn mun aðstoða við útvegun húsnæðis. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 19. júli nk. Umsóknareyðublöð fást i r áðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 20. júni 1975 HSÍ HST íslandsmót í handknattleik 1975/1976 íslandsmótið utanhúss i meistaraflokki karla og kvenna og 2. flokki kvenna fer fram i ágúst næstkomandi. Þátttökutilkynningar i útimótið sendist til skrifstofu H.S.l. fyrir 5. júli. Félög þau sem áhuga hafa á þvi að sjá um framkvæmd Islandsmótsins utanhúss sendi umsókn til skrifstofu H.S.I. fyrir 5. júli. Þátttökutilkynningar i íslandsmótið inn- anhúss 1976 sendist fyrir 5. júli til skrif- stofu H.S.I., pósthólf 864 Reykjavik. Handknattleikssamband íslands. Ibúð til leigu Til leigu 3ja herbergja ibúð i neðra Breið- holti. — Tilboð sendist afgreiðslu Alþýðu- blaðsins fyrir helgi, merkt 28. júni. AAaría AAarkan 70 ára DROTTNING í RÍKI SÖNGSINS Flestar þær söngraddir, sem kunnar eru frá hljómleikum, úr óperusölum, af hljómplötum eða úr útvarpi eða sjónvarpi, eru raddir fólks stórþjóða, sem eiga aldagamla tónlistarhefð að baki, svosem Italir og Þjóðverjar. Þótt þjóðir Norðurlanda séu auðvitað allar smáþjóðir á alheimsvisu, hefur það samt sem áður gerst, aö þær hafa eignast söngvara, sem getið hafa sér heimsfrægð. Sviar eignuðust Jussi Björling, einn besta tenórsöngvara, sem uppi hefur veriö, Norðmenn Kristinu Flagstad, Danir Lauritz Melchior og Finnar Kim Borg. Þótt þessar norrrænu þjóðir séu fámennar á mælikvarða stór- þjóða, hafa þær samt lagt furðu- stóran skerf til söngmenntar og tónlistar heimsins yfir höfuð að tala, miklu stærri en búast mætti við. Enn furðulegra er þó hitt, að sú þjóð, sem er fámennust allra sjálfstæðra þjóða, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur á allri jarðarkringlunni, þjóð, sem hefur nýlega endurheimt sjálfstæði sitt^ var fátækust þjóð á Vestur- löndum fyrir tveim mannsöldrum og átti sér við upphaf þessarar aldar enga tónlistarhefð i nútima- Gleymid okkur einu sinni - og þiö gleymib því alarei í skilningi, — að þessi þjóð skuli hafa eignast söngvara, sem telja má jafnviga þeim, sem hlotið hafa heimsfrægð, söngvara sem sungið hafa á* tónleikum og i óperusölum um viða veröld. Þetta er eitt af ævintýrum is lenskrar nútimasögu. Maria Markan er ein aðalper- sónan i þessu ævintýri. 1 fjöl- skyldu hennar er djúpstæð tón- listarhneigð. Kornung sýndi hún ótviræða tónlistarhæfileika. Hún hlaut hina ágætustu menntun. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Hún náði frábærum þroska i list sinni, ekki aðeins vegna mikillar og fagurrar raddar, heldur ekki slður vegna óvenjulegs valds yfir henni og einstakra hæfileika til listrænnar túlkunar. Rödd hennar hefurhljómað I fjölmörgum borg- um og löndum. Ein Islendinga hefur hún sungið á sviði einnar vandlátustu óperu veraldar, Metropólitaóperunnar i New York. Nú hefur hún um nokkurt skeið helgað sig söngkennslu, eins og titt er um söngvara, þegar liður á ævi þeirra. Mér hefur verið sagt, að allir ljúki nemendur hennar upp einum munni um það, að hún sé afbragðs kennari. Þegar slik orð hafa verið sögð i min eyru — og það er ekki ósjaldan — hefur þvi verið bætt við, að hún sé meira en söngkennari. Hún sé mikil kona, sem margt gott megi af læra: Hlýju hjartans, hjálp- fýsi, fórnarlund, höfðingsskap. Betra vegarnesti verður ungum söngvurum ekki gefið samfara söngmenntinni. Gylfi Þ. Gislaso Hjúkrunarkonur óskast að Heilsuverndarstöð Reykjavikur. Einnig vantar sjúkraliða i afleysingar i heimahjúkrun i ágúst. Upplýsingar veitir forstöðukona i sima 22400. C Alþýðublaðið á hvert heimili ) o Miðvikudagur 25. júní 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.