Alþýðublaðið - 25.06.1975, Síða 8
ÚR SKYRSLU NEFNDAR UM SKIPULAG OG
AFNUMIH VERDA
Nefnd, sem skipuð var til þess að kanna rekstur og skipulag Rikisút-
varpsins, hefur nú skilað skýrslu sinni, ásamt itarlegum tillögum um
breytingar og hagræðingu innan stofnunarinnar. Nefndin var skipuð á veg-
um menntamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis og i henni áttu sæti þeir
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, Indriði H. Þorláksson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneyti og Gisli Blöndal, hagsýslustjóri.
Verksvið nefndarinnar var þannig skýrgreint í skipunarbréfi:
1. Að taka til heildarathugunar skipulag og rekstur rikisútvarpsins með það
i huga að gera starfsemina hagkvæmari og markvissari.
2. Að kanna skipulag stofnunarinnar og athuga sérstaklega, hvort ekki
megi sameina i eina deild starfsemi, sem nú er rekin aðskilin bæði hjá
hljóðvarpi og sjónvarpi, eins og t.d. fréttastofur, auglýsingadeildir, bók-
hald og fjárreiður o.fl.
3. Að kanna, hvort ekki væri hagkvæmt að haga innheimtu afnotagjalda
með öðrum hætti en nú er, t.d. með þvi að fela innheimtuna öðrum inn-
heimtustofnunum rikisins eða banka.
4. Að athuga, hvort ekki megi draga úr vinnuaflsnotkun eða koma i veg
fyrir aukningu á starfsfólki með hagræðingu i vinnubrögðum eða breyttu
skipulagi.
5. Gera tillögur um breytingar á rekstri og skipulagi útvarpsins að öðru
leyti, eftir þvi sem athugun nefndarinnar og niðurstöður gefa tilefni til.
Þaö, sem ef til vill vekur
mesta athygli i tillögum nefnd-
arinnar, er það atriði þeirra,
sem fjallar um afnám afnota-
gjalds hljóðvarps og sjónvarps.
Hér fer á eftir rökstuðningur
nefndarinnar að tillögu þessari:
a. Innheimta afnotagjalda.
24) Afnotagjöld hljóðvarps og
sjónvarps verði lögð niður.
25) Upp verði tekið eitt þjón-
ustugjald útvarps.
26) Þjónustugjaldið verði á-
kveðið árlega I fjárlögum,
lagt á gjaldendur tekjuskatts
og eignarskatts af skattstjór-
um og innheimt með opinber-
um gjöldum af innheimtu-
mönnum rikisins.
27) Rikissjóður ábyrgist skil
þjónustugjaldsins til rikisút-
FRETTASTIORASKORTUR HALFT
ÁRHI, REGLUR UM LITMVNDUH
OG HAUOSYH KYNNINGARÞULA
Fréttastjóri hljóðvarps mætir
til vinnu kl. 13.00. Er þá haldinn
fundur með starfsliðinu og
verkefni dagsins skipulögð.
Þegar fréttastjóri er ekki á
vinnustað fer varafréttastjórinn
með verkstjórn. Hins vegar
gengur sá siðarnefndi vaktir
með öðrum fréttamönnum og er
þvi ekki alltaf við vinnu að
morgni. Afleiðingin er raunar
sú, að enginn yfirmaður er á
fréttastofunni frá kl. 6.00-13.00
meira en helming ársins, eða 23
morgna af hverjum 42, sem er
svokallaður vakthringur. Á
þessum tima er þó unnið að öðr-
um stærsta fréttatima dagsins
auk fjögurra annarra frétta-
tima. Enn mikilvægari vinnu-
timi hafa morgnarnir orðið
siðan rikisútvarpið varð aðili að
fréttaþjónustu frá Reuter, en
það er fyrst og fremst á nóttunni
sem fréttir þaðan berast á telex.
Raunar er það efni, sem fyrir
liggur að morgni, orðið undir-
staða frétta dagsins. Nefndin
leggur þvi til, að starfstima
verði breytt þannig, að annað
hvort fréttastjóri eða vara-
fréttastjóri séu ávallt að starfi á
þessum mikilvæga úrvinnslu-
tima frétta.
Settar verði fastar
reglur um greiðslu til
starfsmanna hljóðvarps
fyrir umsjón með
föstum dagskrárþáttum,
er þeir annast
sem aukastarf.
Ýmsir starfsmenn hljóðvarps
hafa umsjón með föstum dag-
skrárþáttum að aukastarfi og fá
þeir sérstök dagskrárlaun
greidd fyrir það. Ætlast er til, að
vinna starfsmanna við þessa
þætti sé framkvæmd utan
vinnutima þeirra. Upptaka á
þáttum fer þó fram i vinnutima,
þvi að annars þyrfti að greiða
tæknimönnum yfirvinnu fyrir
utan vinnutima. A þvi leikur
vart vafi, að ýmsir kostir fylgja
þvi, að starfsmenn hljóðvarps
annist dagskrárþætti frekar en
menn utan stofnunarinnar, þar
sem þeir eru öllum hnútum
kunnugir, auk þess sem þægi-
legra er að fá þá til upptöku
þegar hentugur timi er fyrir
hendi i stúdiói. Þetta fyrir-
komulag býður þó ýmsum hætt-
um heim, og er æskilegt, að
rækilega sé farið yfir reglur,
sem gilda um greiðslur til
starfsmanna i þessum tilvikum,
i þeim tilgangi að samræma
greiðslur raunverulegri vinnu
utan þess tima, sem þeir fá
greitt fyrir hvort sem er. Kæmi
þá til greina, að þeir starfs-
menn, sem þurfa að vera við
upptöku i venjulegum vinnu-
tima og greitt er sérstaklega
f.vrir, bæti upp þann vinnutima
sem i það fer utan venjulegs
vinnutima. Alla vega er hér um
mikilvægt atriði að ræða, þegar
þess er gætt, að i athugun, sem
nefndin lét gera, kom i ljós, að
dagskrárgreiðslur af þessu tagi
á árinu 1972 voru verulegar.
Settar verði fastar
reglur varðandi
ákvarðanir um
kvikmyndun í lit.
Kvikmyndataka á litfilmu
hefur stóraukist hjá sjónvarp-
inu siðustu árin. Þegar ákveðið
er að taka kvikmynd i lit er
annars vegar höfð hliðsjón af
sölu myndarinnar til útlanda og
hins vegar til framtiðarnotkun-
ar, þegar litútsending
sjónvarpsefnis kemst á hér á
landi. Þar sem kvikmyndataka i
lit er mun dýrari en i svart-hvitu
verður að vekja athygli á þvi, að
litið hefur verið um, að
sjónvarpið seldi efni á erlendum
mörkuðum. Einnig ber að hafa i
huga, að engin ákvörðun hefur
verið tekin um litútsendingu
sjónvarps hér á landi. Af þess-
um sökum er fyllsta ástæða til
að koma á ströngu mati á þvi,
hvaða efni skuli kvikmyndað i
lit.
Athugað verði, hvort
kynningarþulir teljist
nauðsynlegir starfsemi
sjónvarpsins
Nefndin hefur rætt itarlega
um þann kost að leggja niður
starf kynningarþula og taka
þess i stað upp myndræna
kynningu dagskrárliða i þeim
tilgangi að lækka rekstrar
kostnað. Forráðamenn sjón-
varps eru þessu almennt ekki
hlynntir og benda á, að hætt sé
við, að kostnaður við myndræna
kynningu yrði sennilega mikill
og öryggi sé i þvi fólgið að hafa
jafnan kynningarþul viðstaddan
útsendingu. Nefndin er ekki i
aðstöðu til að meta, hver
kostnaður við myndræna dag-
skrárkynningu þyrfti að vera.
Sá kostnaður fer að sjálfsögðu
eftir mati forráðamanna á þvi,
hversu iburðarmikill sá þáttur
eigi að vera. Hvað öryggisatriði
varðar er hægt að benda á, að
við útsendingar er fjöldi starfs-
manna viðstaddur og er ekki
fyllilega ljóst, hverju
kynningarþulur geti bjargað
með tali, sem ekki verður leyst
af hendi myndrænt. Með tilliti
til viðhorfa forráðamanna sjón-
varps i þessu efni gerir nefndin
það þó ekki að eindreginni til-
lögu sinni, að starf kynningar-
úla verði lagt niður, en beinir
þeim tilmælum til forráða-
mannanna, að þetta mál verði
tekið til sérstakrar athugunar.
Hvað sem liður liklegum
kostnaði við myndræna dag-
skrárkynningu verður ekki
framhjá þvi komist, að launa-
kostnaður vegna kynningarþula
reyndist 1,1 m.kr. árið 1974, og
er harla óliklegt, að myndrænn
kostnaður þyrfti að nálgast þá
fjárhæð verulega.
varpsins með tiu þvi sem næst
jöfnum greiðslum á ári.
28) Innheimtudeild rikisút-
varpsins verði lögð niður.
1 athugun sinni á skipan inn-
heimtustarfseminnar tók nefnd-
in fyrir þrjá meginkosti.
1. óbreytt kerfi.
2. Hrein rikisframlög.
3. Þjónustugjald aðlagað álagn-
ingar- og innheimtukerfi opin-
berra gjalda.
Þjónustugjald aðlagað álagn-
ingar- og innheimtukerfi opin-
berra gjalda: Tillaga nefndar-
innar er eins konar millistig
milli framangreindra tveggja
kosta, þ.e. að lagt verði á eitt
sérstakt þjónustugjald útvarps,
sem ákveðið verði árlega með
samþykkt fjárlaga eftir mati á
tekjuþörfum stofnunarinnar á
viðkomandi ári, og gjaldskyldir
'séu þeir aðilar, einstaklingar og
félög, sem greiða tekju- og eign-
arskatt. Þjónustugjaldið verði
álagt af skattstjórum og inn-
heimt af innheimtumönnum
rikissjóðs.
Meginrök til stuðnings þjón-
ustugjaldinu miðað við þá kosti,
sem taldir eru. koma til greina,
eru fólgin i ýmsum fram-
kvæmdasjónarmiðum, sem
rakin verða hér á eftir, en fyrst
er eðlilegt, að vikið sé að atrið-
um, er varða meginreglu máls-
ins, og að samanburði við eign-
arhaldsreglu gildandi kerfis.
Eins og þegar hefur verið getið
er eignarhaldsreglan I eðli sinu
ekki traust, þvi að afnot þjón-
ustunnar takmarkast ekki við
eigendur tækja. Raunar hafa á-
kvarðanir um gjaldskyldu vikið
frá þessu sjónarmiði i fram-
kvæmd, þar sem örorku- og elli-
lifeyrisþegar, sem njóta
sérstakrar uppbótar, eru und-
anþegnir greiðslu afnotagjalda,
og sjónvarpseigendur greiða af-
notagjöld af hljóðvarpi, hvort
sem þeir eiga hljóðvarp eða
ekki. 1 fyrra tilvikinu hefur
þannig verið tekið tillit til fé-
lagslegra atriða og i hinu siðara
til framkvæmdasjónarmiða.
Tillagan um þjónustugjald, sem
byggist á efnahag, tekur tillit til
beggja þessara atriða, gengur
lengra en gildandi skipan, en
kemst jafnframt hjá flestum
eða öllum örðugleikum i fram-
kvæmd, sem undanþágur i gild-
andi kerfi hafa i för með sér.
Að gerðri tillögu um þjónustu-
gjald I stað núverandi afnota-
gjalda koma vissulega til greina
ýmsar leiðir til ákvörðunar
gjaldskyldu. Skulu hér ræddir
eftirfarandi kostir: aldur, út-
svarsgreiðendur, slmnotendur
og greiðendur tekju- og eignar-
skatts. Tiltölulega auðvelt yrði
að gera álagningarskrár, er
byggðar væru á aldri, vegna
þess hversu þjóðskrá er hér full-
komin. Slik álagning gæti og
fallið vel að þeirri meginreglu,
að hér sé um almenna þjónustu
FÆKKAD VERÐI UTSENDINGARDO
23) Teknar verði til athugunar
fyrirliggjandi upplýsingar
um Ilkleg sparnaðaráhrif af
þvi að fækka útsendingardög-
um sjónvarps um einn á viku.
35) Hætt sé útsendingu stilli-
myndar sjónvarps á laugar-
dögum og sunnudögum.
36) Fylgt verði eftir sparnaðar-
möguleikum við styttingu
vakta i samræmi við siðustu
kjarasamninga.
Nefndinni þótti rétt að láta
fara fram á þvi athugun, hver
spamaður yrði af þvi að fækka
útsendingardögum sjónvarps
um t.d. einn á viku. Niðurstöður
þessarar athugunar, sem sýnd
er hér á eftir i sérstöku fylgi-
skjali, eru i stuttu máli þessar:
Þrátt fyrir ýmsa óvissu við mat
af þessu tagi má telja liklegt, að
raunhæf lækkun kostnaðar gæti
numið um 195 þús. kr. á dag, eöa
rösklega 9,4 millj. kr. á ári að
teknu tilliti til þess, að einn
mánuður fellur úr. Þetta er að
sjálfsögðu umtalsverð lækkun
kostnaðar, en sá böggull fylgir
skammrifi, að fullvist má telja,
að tekjur lækkuðu einnig. Ef
miöað er við meðalauglýsingar-
tekjur á dag fyrir allt árið,
nema þær nokkru hærri fjár-
hæð, eða 228 þús. kr. á dag, sem
jafngildir 10,9 millj. kr. á ári.
Það má vitaskuld um það deila,
hvort raunhæftsé að reikna með
miklum tekjumissi sem þessum
við fækkun útsendingardaga um
einn. Það sem styrkir þessa
skoðun er sú staðhæfing sumra,
að auglýsendur miði fyrst og
fremst við það, að auglýsingar
þeirra birtisteinu sinni á kvöldi,
og fækkun um einn útsendingar-
dag myndi einungis hafa i för
með sér hlutfallslega lækkun
auglýsingatekna. óliklegt verð-
ur þó að telja, að þetta gildi um
alla auglýsendur og verður að
telja vafasamt, að þeir sem ekki
auglýsa á hverjum útsendingar-
degi, myndu draga að sér
hendina i þessu efni. A sama
hátt er eins liklegt, að þeir sem
kæmu auglýsingum sinum ekki
o
Miðvikudagur 25. júni 1975.