Alþýðublaðið - 25.06.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 25.06.1975, Side 12
alþýdu n Hmíil Mastes liF KÓPAVOGS APÓTEK PLASTRQKAVERKSMIÐJA Slmar 82639-82655 Opifl öll kvöld til kl. 7 Vatnegðrðum 6 Box 4064 — Roykjavlk Laugardaga til kl. 12 Allir þeir sem hafa bila sina meðferðis til útlanda til lengri eða skemmri dvalar verða að kaupa ábyrgðar- tryggingar, samkvæmt alþjóðlegum lögum um skyldutryggingar, og er algengast að sliku sé komið i kring með þvi að kaupa svonefnd „græn kort” eða „green-cards”. Al- þýðublaðinu er Ætlar þú að taka bilinn með i sumarleyfi til útlanda? „GRÆNU KORTIN” OG IS- F • • LENSKU 1RYGGINGAFEL0GIN kunnugt um, að þrjú is- lensk tryggingafélög, Ábyrgð, Almennar tryggingar og Sam- vinnutryggingar, hafi milligöngu við útvegun þessara trygginga, en að minnstakosti tvö önnur tryggingafélög, Brunabótafélag Is- lands og Hagtrygging, hafa samvinnu við Samvinnutryggingar i þessu efni. Vegna hins nýja möguleika á þvi að taka bifreiðar með I sumarleyfi til útlanda, sem opnaðist með tilkomu færeysku ferjunnar Smyrils, kannaði Al- þýðublaðið þá skilmála sem is- lensku tryggingafélögin bjóða við sölu á þessari tryggingu, og kom I ljós, að öll þau trygginga- félög, sem hér hafa verið nefnd, hafa innt af hendi þessa þjónustu við fleiri eða færri af viðskiptavinum sinum. Tryggingaskilmálar þessara „green-card” trygginga eru mjög strangir, strangari en ger- ist hér á landi, og má nefna, að tryggingataki má ekki vera yngri en 23 ára og ekki eldri en 67 ára. Þá má tryggingataki ekki hafa valdið tjóni næstu þrjú árin áður en hann kaupir þessa tryggingu. Hins vegar er miðað við talsvert hærri tryggingar- upphæð en við eigum að venjast, eða 250 þús. dollara, sem er nálægt 40 millj. isl. kr. Iðgjöldin eru nokkuð misjöfn eftir þvi hjá hvaða tryggingafélagi tryggingin er fengin, og bjóða Samvinnutryggingar viðskipta- vinum sinum greinilega bestu kjör, þvi þar er eingöngu litið á þetta sem þjónustu og ekki kraf- ist aukagjalds umfram það sem greitt er fyrir skyldutrygging- una sem gildir hér heima. Al- mennar tryggingar gera við- skiptavinum sinum hinsvegar að greiða um 6300 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og um 8600 kr. fyrir tvo mánuði. Abyrgð er eins og kunnugt er umboö fyrir sænskt tryggingafélag, og þar er iögjaldið kr. 1200 fyrir fyrsta mánuðinn og kr. 2200 fyrir tvo mánuði. Ekki tókst að afla upp- lýsinga um iðgjöld Brunabóta- félags Islands né Hag- trygginga, en Samvinnu- tryggingar annast þessa fyrir- greiöslu fyrir þau félög eins og fyrr segir og sögðu talsmenn þeirra, að um væri að ræða 1-2 þús. kr. fyrir mánuðinn. Auk skyldutryggingarinnar gefa tryggingafélögin við- skiptavinum sinum kost á að kaupa sérstaka kaskótryggingu sem gildir bæði I flutningnum milli landa, við út- og uppskipun og einnig á akstri erlendis. Al- gengast er, að þeir sem hafa kaskótryggingu fyrir verði að greiða viðbótargjald sem nem- ur 20% af grunniðgjaldinu — þ.e. án þess að bónus komi til frádráttar — og miðað er við 25000 króna eigin áhættu. Abyrgð býður viðskiptavinum slnum þó heldur betur, en þar er viöbótargjaldið aðeins 10% af grunniögjaldinu, og ennfremur er þar miðað við 12000 króna sjálfsábyrgð. Þeir sem ekki hafa kaskó- tryggingu, eða húftryggingu á bifreiðum sínum, eiga kost á sérstökum sjótryggingum, sem gilda við flutning milli landa, og er iðgjald hennar miðað við ákveðinn hundraðshluta af sölu- verömæti hverrar bifreiðar. Þetta hlutfall er nokkuð mis- jafnt, hæst hjá Samvinnu- tryggingum, eða 3% auk 10 þús- und króna sjálfsábyrgðar, hjá Almennum tryggingum er ið- gjaldið 1,5% af söluverðmæti, en hjá Brunabótafélaginu er miðað við 1,5% aðra leiðina en 2,25% sé tekin trygging fyrir báðar leiðir. Viðskipti við þessi „green- card” tryggingafélög hafa ekki veriö tekin upp i samvinnu tryggingafélaganna sem hluti af Islenska bifreiöatrygginga- kerfinu, en rætt hefur verið um að gera það, og yrðu þessar reglur þá samræmdar. Norðurlandaferjan Smyrill og Iverustaðir farþega um borð. MáíiBk ■íífeí': Þykir þér aðbúnaður aldraðra f Reykjavík til sóma? Lilja Þorfinnsdóttir, hiismóðir: „Nei, alveg áreiðanlega ekki. Mér finnst alls ekki nóg gert fyrir fullorðið fólk og aðstaða þess I þjóðfélaginu alls ekki nógu góð. Það þarf að gera átak I þvi að hjálpa þeim sem hafa aldraða heima, til dæmis.” Asgeir Bjarnason, vélstjóri: „Nei, allsekki.Þaðþarf að gera mjög stórt átak f þeim efnum hjá okkur.” Edda Ástvaldsdóttir, sjúkraiiði: „Nei, alls ekki. Það vantar til dæmis illilega rými fyrir aldraöa langlegusjúklinga og svo vantar mun fleiri elli- heimili.” Asta Baldvinsdóttir, atvinnu- laus: „Nei, það finnst mér ekki. Þaö þarf að byggja meir af Ibúðum fýrir aldraða og einnig að auka mjög heimilishjálp, til að auðvelda þeim að halda eigið heimili svo lengi sem kostur er.” Sverrir Agnarsson, sjómaður: „Nei, aðstaða þeirra er fyrir neðan allar hellur. Það er erfitt aö horfa svona upp á upplausn ættarsamfélagsins og ég tel að þegar beri að afnema öll elli- heimili, ásamt með öllum barnaheimilum. Annars er voðinn vis.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.