Alþýðublaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 1
194. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. Megum við kynna: INGÓLFUR GUÐBRANDSSON ÞRIÐJUDAGUR 7, OKTÓBER Rltstjórn Sidumúla II - Slml 81866 OKKAR A MILLI SAGT laasHEB i ibaksiðai 3 síður með íþrótta- viðburðum helgarinnar - bls. O O O Seljum Rússum síldina heilsaltaða og þeir fullvinna hana Á SlLDARHNEYKSLIÐ AÐ ENDURTAKA SIG? Innfluttar tunnur meðan at- vinnuleysið bíður við bæjardyrnar Svo er aö sjá, sem nýtt slldar- hneyksli sé í uppsiglingu, a.m.k. er greinilegt aö ekki eru allir á einu máli um þær reglur, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur settum haustveiðar á suðurlands- sfld að þessu sinni. Alþýðublaðið hafði i gær samband við Jón Armann Héðinsson og innti hann álits á þessum nýju reglum og framkvæmd þeirra. Ég tel það reginhneyksli að byrja sildveiðar i reknet svona snemma, sagði Jón. Leyft var að hefja veiðar i ágúst þegar sildin var aðeins 12—15% að fitumagni i stað þess að biða fram i septem- ber þegar hún var orðin 16—18%, sem er æskilegt fitumark. Fyrir 10 árum veiddum við I júlimánuði 40.000 tonn af suöur- landssild, sem allt fór I gúanó, og það ár samtals 187.000 tonn af suöurlandssild. bað var ruðst inn á hrygningarstöðvarnar og engu eirt. Og viti menn. Eftir þrjú ár var búið aö ganga svo á stofninn, að sildin hvarf. — Þú ritaðir þá um það i Alþýðublaðið þar sem þú varaðir við þessu. — Já, ég man að ég skrifaði þá grein, sem hét Gróði eða glópska, og birtist i Alþýðublaðinu á þess- um tima, þar sem ég taldi rétt að leyfa engar veiðar á suðurlands- sild 1 júlí-og ágústmánuði. En það þótti fráleitt sjónarmið á þeim tima. — NU hafa verið undirritaðir I Moskvu samningar um sölu á heilsaltaöri suðurlandssild. Hvað viltu segja um þá samninga? — Ég tel sölu á heilsaltaðri sild alveg fráleita, og vil benda á að á sjávarútvegssýningu i Lenin- grad nú I ágúst keyptu rússar meðai annars sænskar sildarflök- unarvélar fyrir um það bil 100 milljónir króna. En við berum ekki gæfu til þess að vinna sildina heima eins og eðlilegt hefði verið, heldur skellum við henni heilli og óflokkaðri að mestu leyti i tunnur og Ur þvi verður smánarverð fyrir alla, sem nálægt þessu koma. — Hvað finnst þér um þessar nýju reglur.sem ráðuneytið hefur sett um veiðar? — Þessar nýju reglur um að salta skuli um borð eru litt fram- kvænmanlegar að haustlagi og gátu aldrei annað en orsakað margvisleg vandamál fyrir út- gerö og skipshöfn. — Hvemig telur þú að hafi átt að standa að veiðunum? — Mitt mat er að öll skip, sem veiöileyfi fengu skyldu hafa kassa um borð og Isa alla sildina i kassa og leggja hana þannig á land eins og gert hefur verið við veiðarnar I Norðursjó undanfarin ár. Siöan gæti söltunin til dæmis farið fram i 10 tima vinnu og þá ætti sér stað nákvæm flokkun á sildinni. Það er ekki allt of mikið að gera i landi fyrir kvenfólk. En það ættu allir að vita af fyrri reynslu, að sildin er sá fiskur, sem mest verður að nostra við og flokka nákvæmlega til þess að hún gefi fullt verð á hinum ýmsu markaðssvæðum. Og ég læt segja mér það oftar en tvisvar að Islensk sild sé svo illseljanleg vara að það þurfi að selja hana svona til að fá viðunandi verð fyrir. — Það hefur vakið athygli að nú eru tunnur keyptar erlendis frá. — Ég er sammála þvi, að það er næsta furðuleg ráðstöfun að kaupa tunnur fullsmiðaðar erlendis frá fyrir á annað hundr- að milljónir. Mér vitanlega eru til vélar og húsnæði norður á Siglu- firði, og framleiðsla hér heima, þar sem 15—20 manns vinnur, gæti sparað mikinn gjaldeyri. Og þetta er nokkuð einkennilegt á sama tima og atvinnuleysið biður við bæjardýrnar viða um land. Það er ekki með nokkurri skyn- semi hægt að finna skýringu á þvi hvað yfirstjórnin i ráðuneytinu er að hugsa þessa dagana. Með einni undantekningu, Gunnari Flóvenz hjá sildarútvegsnefnd, sem tekið hefur skynsamlega afstöðu i þessum málum, þá er ekki hægt að sjá annað en yfirstjórn sjávar- útvegsmála sé úti að aka. Þvi á sama tima og við erum að láta utanrikisráðherrann og aðra ráðherra endasendast landa á milli til að tala um aö viö viljum visindalega nýtingu fiskistofna, og berjumst fyrir þvi, þá erum við sjálfir að haga okkur eins óskynsamlega og óvisindalega og hægt er að hugsa sér, sagði Jón Armann Héðinsson að lokum. Ráðuneytið Sfðari hluta dags i gær lét sjávarútvegsráðuneytið undan þrýstingi og breytti reglum um slldveiðar á þann veg að hér eftir verður þeim 42 skipum, sem leyfi hafa til veiða á suður- landssild heimilt að landa þeirri sild, sem ekki er söltuð um borð, Isaðri I kössum til frystingar eða söltunar i landi, en I gær kom einmitt Jón Garðar að landi i Sandgerði og landaði þar verulegu magni af sild — sem þó var reyndar ekki isuð i kössum. Leyfi höfðu verið gefin út til Máttlausar aðgerðir ríkisvaldsins Hið opinbera gerir litlar til- raunir til að stemma stigu við þessu vandamáli ofdrykkju- manna, en fyllir aðeins sinn kvóta i þeim vitahring sem drykkjumenn strætisins þræða. Sá vitahringur sem þetta fólk gengur, er ekki margslunginn. Þeir rangla um götur Reykja- víkur um nokkurra mánaða skeið, meira og minna undir á- hrifum alkóhóls eða lyfja. Þeir eru vannærðir, neyta oft ekki fastrar fæðu dögum saman, og sofa undir berum himni, eða þá gista fangageymslur lögregl- unnar eða gistiskýli það sem Félagsmálastofnun Reykjavik- urborgar rekur. Eftir nokkurra mánaða úthald, er likamlegt og andlegt ástand þessara manna þannig, að þeir eru sem lifandi lik. Þá tekur hið opinbera i taumana og ráðstafar þeim á ýmsar stofnanir. Möguleik- arnir eru fjölmargir. Sumir þessara manna fara á vinnu- hælið i Gunnarsholti, þar sem þeir dvelja um þriggja mán- aða skeið. t Gunnarsholti fá þeir mat og húsaskjól og hafa möguleika á þvi að vinna fyrir kaupi. Margir þessara manna eru harðduglegir við vinnu, og eftir nokkurra vikna dvöl i Gunnarsholti hefur Hkamsstarf- semin komist i eðlilegt horf, og þeir geta unnið t.d. i heyköggla- verksmiðjunni eða við sand- græðslu og þénað vel. Annar möguleikinn er sá, að þeir sitji ai sér brennivinsskuld- irnar svokölluðu. Eins og kunn- ugt er þá varðar það sektum að vera handtekinn ölvaður á al- mannafæri, og þar sem það kemur æði oft fyrir þessa menn, þá hrannast upp stórir skulda- baggar. Eina leiðin til þess að greiða þessar skuldir er sú, að sitja þær af sér. Þá eru þeir inn- an járnrimla annað hvort i fangageymslunni I Siðumúla eða við Skólavörðustig, um nokkurra vikna skeið. Oft er ekki nema ein leiö fyrir þessa menn eftir nokkurra mánaða drykkju, og það er á sjúkrahús. Þá hafa þeir misboð- ið Hkama sinum svo algerlega, að þeir þurfa að vera undir læknishendi nokkurn tima. Þeir eru oft svo langt leiddir, að nauðsynlegt er að næra þá i Vítahringur Stræti Reykjavíkur er þeirra heimili gegnum æð. Kleppsspitalinn er það sjúkrahús, sem oftast fær þessa menn til meöferöar. Ýmsir aðrir staðir eru til fyrir þessa drykkjumenn strætisins, svo sem Viðines sem er drykkju- og taugahæli, Flóka- deildin hér í Reykjavik og Hlaö- gerðarkotsem er rekiö á vegum Fíladclffusafnaðarins. Menn þessir eru misjafnlega lengi til meðferðar á þessum stofnunum. ! Gunnarsholti eru þeir venjulegast 13 mánuði, en á Kleppsspitalanum mun styttra, þvi þangaö eru þeir sendir um leið og þeirra likamlega og and- lega atgervihefur skánað. Eftir dvölina á þessum stofnunum eru þeir nokkuð burðugir, eftir að hafa nærst reglulega og hvilst vel. En Iöngunin i áfengið er jafn sterk eftir sem áður, og um leið og þeir yfirgefa þessar Málefni of- drykkju- manna tekin til skoðunar stofnanir þá er haldið á vit fiöskunnar og framundan er nokkurra mánaða drykkja. Eftirlit með þessum mönnum þegar þeir koma af einhverri af fyrrnefndum stofnunum, er ekkert. Eftir þriggja mánaða dvöl i Gunnarsholti hafa þessir áfengissjúklingar oft unnið á- litlega peningafúigu, og við brottför fá þeir þessa fúlgu alla greidda út. Þessir menn eru oft án allrar dómgreindar á pen- inga, og öll hugsun þeirra geng- ur út á það eitt að útvega alkó- hól og komast undir áhrif. Þannig eru þess fjölmörg dæmi, að einstaklingur fær greidd út launin sin I Gunnars- holti, ef til vill 300 þúsund krón- ur. Hann kemur meö þessar þrjú hundruð þúsund krónur I bæinn á föstudegi. A mánudegi leitar þessi sami maður á vit Félagsmálastofnunarinnar og biður um peninga og mat. 300 þúsund krónurnar eru foknar út I veður og vind á þremur dög- um! Peningar hafa ekki raun- verulegt gildi I huga þessara manna, nema sem tæki til út- vegunar áfengis. Þessi saga endurtekur sig aftur og aftur. Framhald a 5. síðu. 2. GREIN lætur undan: Leyfir ísun í kassa sildveiða i herpinót fyrir samtals 42 báta og hefur verið ákveðið að fleiri veiðileyfi verði ekki Utgefin á þessari vertið. Hér er um að ræða báta, sem höföu Utbúið sig og gert ráöstaf- anir til söltunar aflans um borð. Eins og áður hefur komið fram i fréttum er ákveðið að leyfa veiðar á 7.500 tonnum sildar i herpinót á þessari vertið og heíur aflamagni þessu verið skipt milli hinna 42 báta þannig að 185 tonn koma i hlut hvers þeirra. 1 tilkynningu ráðuneytisins, i gær, segir m.a.: Ein meginástæðan fyrir þessari breytingu er að mestur hluti þeirrar sildar, sem veiðst hefur, hefur verið heilsaltaður og mjög litið verið flokkað og hausskorið. Er breytingunni, sem nú hefur veriö gerð, ætlað að stuðla að þvi að sild verði i aúknum mæli flokkuð hausskorin og söltuð á þann hátt, sem nauðsynlegt þykir vegna þeirra markaða, er tslendingar eru nú að reyna að komast inn á eftir að Ut- flutningur á saltsild hefur legið niðri um nokkurn tima. Vegna frétta um að sildveiði- skip hafi sleppt niður Ur nótum sinum, sild sem búiö var að drepa, skal tekið fram að hér mun eftir þvi sem ráðuneytið best veit einungis vera um eitt sllkt atvik að ræða, og hefur viðkomandi skip ekki leyfi til sildveiða hér við land.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.