Alþýðublaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 7
Sjjonvarp ítölsku þættirnir byrja í desember Sjónvarpiö er búið að festa kaup á itölsku mynda efni, og munu fyrstu sýningar á þvi væntanlega hel'jast i næsta mánuði. Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá nýlega, fóru þeir Jón Þórarinsson forstöðumaður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins og Lúðvig B. Albertsson fuiltrúi þess, gagngert til ttaliu til aö kanna kaup á itölsku efni fyrir sjónvarpið. Biaðið hafði tal af Jóni og spurði hann um árangur þessarar ferðar. ,Við Lúðvig fórum fyrst til Milanó, á skoðunarfund sem allar sjónvarps- stöðvar V-Evrópu standa að, og er þessi fundur haldinn árlega. A þessum fundi voru :i00 manns, og voru sýndir þar 305 þættir, en aö þessu sinni sýndu tslendingar ekkert. Tilgangur þessarar ferðar var meðal annars, að kanna annað efni en enskt og bandariskt, en það hefur verið svo til allsráðandi hér. Margt af þessu efni var mjög álitlegt, en að sjálfsögðu lika slæmt, og var það nokkuð áherandi hve þungt margt af þvi efni sem frá meginlandinu kom var, og þá helzt það þýzka. Okkur leizt mjög vel á hollenskan mvndaflokk sem við sáum, og var efni hans nútimalegt og raun- verulegt, með skemmtiiegri blöndu af húmor. Erum viö þessa stundina i skriflegu sambandi við llollendingana um að fá þessa þætti, sem koma til með að verða 13. Einnig sáum við stök leikrit frá Austurriki og Þýzkalandi, sem voru mjög álitleg. Að loknum þessum fundi fórum við til Rómar. þar sem við ræddum við fulltrúa italska sjón- varpsins, og keyptum við tvær mynda- seriuraf þeim. Annar myndaflokkurinn heitir ,,Borg á leiðarenda.” og er hann i l'imm þáttum, sem hver þeirra tekur klukkutima i sýningu. Myndaflokkur þessi fjallar um pilt og stúlku sem leggja af stað frá S-ttaliu norður eftir i atvinnu leit. Myndirnar sýna frá sam- skiptum þeirra innbyrðis, og við fólk út á við. Efnið er mjög aðgengilegt, og er þetta gott efni fyrir alla fjölskylduna, vegna hins létta blæ sem á myndunum er. Annar myndaflokkurinn sem við keyptum heitir ,,Vin og brauð”, og er hann I fjórum þáttum. Myndin er frá millistriðsárunum, og segir frá and- íasista sem var geröur útlægur vegna stiórnmálaskoðanna sinna. Maður þessi laumaði sér til æskustöðvanna, og byrjaði að vinna á móti fasismanum en hans gömlu vinir tóku honum misjafnlega. Myndaflokkur þessi er um alvarlegt efni, og mjög spennandi. Einmg keyptum við nokkra skemmti- þætti, og er einn þeirra um sögu skemmtiiðnaðarins frá aldamótum, og greinir hver þeirra frá 15 ára timabili iðnaðarins. Þættir þessir eru mjög skemmtilegir, og fær maður að heyra þar mörg gömul og skemmtileg lög. Einnig keyptum við þrjá aðra skemmti- þætti sem fram koma i skemmtikraftar fra mörgum löndum.” Að lokum sagði Jón, að það efni sem þeir keyptu, hefði útvarpsráð ekki séð. og hefði hann keypt þá i þeirri von að útvarpsráð myndi samþykkja þá til sýninga. Spurðum við Jón, hvað yröi um þetta efni ef útvarps- ráð samþykkti það ekki til sýninga. Sagði hann að þá þyrfti að semja við ttalina um að draga þessi kaup til baka. Skcmmtanir Riðlar ný hljómsveit Herberts þeim eldri? Herbert Guömundsson, með nýja hljómsveit. Ilerbert Guðmundsson, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Pelican, hefur i hyggju að stofna hljómsveit á næstunni. 1 samtali við blaðið i gær sagði hann, að það ætti aðeins eftir að reka smiðshöggið á stofnun þessarar hljómsveitar, en linurnar myndu skýrast von bráðar. Herbert vildi ekki skýra frá nöfnum hljómsveitarmeðlim- anna að svo stöddu, en hann tjáði okkur að flestir væru i starfandi hljóm- sveitum, og sumir þeirra vel þekktir. Herbert er um þessar mundir að læra á pianó, og stefnir hann að þvi að verða hljómborðsleikari jafnframt söngnum. Eins og komið hefur fram i fréttum, er llerbert meö nokkur frumsamin lög i pokahorninu, sem hann hefur áhuga á að gefa út á plötu, og spurðum við lierbert þvi um framvindu þess máls. Herbert sagði, að um þessar mundir stæðu yfir samningar við isienzkan aðila um útgafu á 12 laga plötu og kæmi þá hin nýja hljómsveit til með að annast undir- léik ó henni. Herbert tjáði okkur einnig, að væntanlegir hljómsveitarmeðlimirn- ir væru flestir lagasmiðir, þannig að von er til þess að hljómsveitin hafi að einhverju leyti -’frumsamið laga- prógram. sem er ánægjuefni. Stofnun hljómsveitarinnar gefur tilefni til þess að ætla, að miklar sveiflur i hljómsveitarbransanum séu i vændum, þar sem liðsmenn þessarar nýju hljómsveitar, eru allir i starfandi hljómsveitum, og er hætta á að þær riðlist eitthvað við þessar skiptingar. GG lltvarp Míövikudagur 12. nóvember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tór.leikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurlregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Fingra- mál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Viglundsdóttir les þýð- ingu sina (2). 15.00 Miödegistónleikar. Styve- sant-kvartettinn leikur Cha- connu fyrir strengjasveit eftir Henry Purcell og Kvartett i D- dúr eftir Karl Ditters von Dittersdorf. Pierre Pierlot og kam mersveitin Antiqua Musica leika Tvo óbókonserta op. 7 eftir Tommaso Albinoni nr. 6 i D-dúr og nr. 9 i F-dúr. Hátiðar-kammersveitin i Bath leikur Hljómsveitarsvitu nr. 2 i h-moll eftir Bach, Yehudi Menuhin stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri’’ eftii Gunnar M. Magnúss. Ilöfmidui les (8). 17.30 Framburðarkennsla I dönsku og Irönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Um- sjónarmenn: Lögfræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka. a, Einsöngur Sigurveig Hjaltested syngur is- lenzk lög. Ragnar Björnsson leikur undir. b. Þrir dagar á Gotlandi. Þóroddur Guð- mundsson flytur ferðaþátt, fyrri hluti. c. „öfullnægja”, smásaga eftir Pétur Hraun- fjörö Pétursson. Höfundur les. d. Þjóötrú uin manninn. Baldur Pálmason les frásögn Helga Gislasonar á Hrappsstöðum i Vopnafirði. e. Um islenzka þjóöhætti. Árni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður syng- ur. Ragnar Björnsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræö- ur" eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóhannesson Smári þýddi. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval" eftir Thor Vil- hjáinisson. Höfundur les (13). 22.40 Djassþáttur. Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlnlt Sjjónvarp 18.00 Björninn Jóki. Nýr, banua- riskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sög- um ef.tir Monicu Dickens. Skuldin. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.50 List og listsköpun. Fræðslu- myndaflokkur fyrir unglinga. 3. þátlur. I.jós og skuggar.Þýð- andi Hallveig T+iorlacius. Þulur tngi Karl Jóhannesson. 19.15 lllé 20. Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðal- steinn Ingólfsson. 21.20 Mct’loud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Aðal- hlutverk Dennis Weaver. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.10 iþróttir. Umsjón Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveöin. 0KKUR VANTAR HJARTA- VERNDARHÆLI Hjartasjúkdómar krefjast æ fleiri fórnar- lamba, en oft gerir vargurinn vart við sig fyrst. Við höldum, að nú sé kallað: „Úlfur, úlfur”, en hægt væri að bjarga flestum fórnardýrunum í fyrstu. Blóötappi i hjarta er einhver alvarlegasti sjúkdómurinn nú orðið, og verður sifellt algeng- ari. Jafnvel i Sovétrikjunum er þróunin lik og i velferðarrikj- unum. 1 Moskvu voru rannsakaðir menn á aldrinum frá fimmtugu ogyfir.þann aldur, en i ljós kom, að um fimmti hver maður leið af þessum sjúkleika, sem yfir- leitt leiðirtil bana. Nokkru fleiri' höfðu of háan blóðþrýsting. Sá sjúkleiki fylgist oft að með hjartakölkun, án þess að menn geti nú gert sér grein fyrir þvf, hvert samband er þar á milli. Þetta virðist lika streitusjUk- dómur I Sovétrikjunum, þvi að nær tvöfalt fleiri þjást af honum i borgum en i sveitum. Minnkum hættuna Menn i Sovétrikjunum hafa gert margt til að berjast gegn blóðtappa. Þeir hafa sett á stofn sjUkradeildir i verksmiðjunum. RUssarnir kalla þetta nætur- deildir. Verkamennirnir vinna á daginn, en eru í hvild á nætur- deildunum. Verkamenn með blóðtappa- og aðra hjartasjUkdóma — bUa á sjUkradeildunum meðan fylgzt er með blóðþrýstingi þeirra og annarri likamsstarf- semi. Vitanlega er vel fylgzt með þeim, og þar með er hreyfing og mataræði. Það er sum sé verið að koma i veg fyrir nýjan blóötappa. Það er svo litið, sem unnt er að gera, þegar skaðinn er skeður. Það kostar svo mikið fé og er oft — til litils. Ekki aðeins matar — heldur hvildaratriði Við vitum hins vegar, hverjar eru helztu orsakirnar — og hvernig er unnt að koma i veg fyrir blóðtappa. Breyting á lifnaðarháttum. Ekki aðeins á matar- og hreyfingu heldur lika á nautna- lyfjum. Sigarettur eru hættulegar, vindlar skárri, pipa svo til óskaðvænleg o.s.frv. Allir, sem fengið hafa blóð- tappa — og það hafa margir — verða að læra af reynslunni. 1 Sovétrikjunum er það kennt á hjUkrastofnun. Allt tekur sinn tima og sjUklingurinn fær að vita frá upphafi til enda, að hann sé sifellt i lifshættu, nema hann fái rétta meðferð samstundis. HjUkrunarstofnunin sér um allt slikt. Þar fá sjUklingarnir einnig þjálfun undir eftirliti til að kenna þeim að lifa lifinu utan sjúkrahúss. Endurhæfing Það eru til endurhæfingar- stöðvar hérlendis. Vifilsstaðir og Hveragerði t.d. Allir vita, að berklar eru að hverfa, en þvi meiri not eru fyrir berklahælin handa öðrum sjUklingum. Auðvitað væri heppilegast, að sjUklingarnir gætu unnið á endurhæfingardeildinni og þar með vanizt smám saman legunni sem sjUklingar og lffinu, sem starfandi þjóðfélagsþegn. Það er ekki nðg fyrir mann, sem fær kransæðastiflukast að liggja nokkra daga á sjUkrahUsi og taka svo til við starfið, sem olli slikristreitu, að hjartað bilaði. Hjartavernd Það er auðvelt að láta menn fá nokkurra vikna hvild i Sovét- rikjunum, en öllu erfiðara hér i okkar kapitaliska þjóðfélagi. Það eru svo margir aðrir, sem þurfa á sjUkrarúmum og hvild að halda, en við eigum þó hérlendis félag, sem heitir Hjartavernd og Hjartabil (afsakið upphafsstafina, en þeir eru nauðsynlegir). Hjarta- bfllinn er notaður sem sjúkrabill ogHjartaverndskoðarfólk fyrir smáborgun árlega. Hvernig væri, að allir þeir, sem að þessum tveim stofnunum standa leggðu sig fram til að eignast deild, sem kennir hjartasjúklingum að búa við veikt hjarta? Að koma i veg fyrir, að þeir detti niður hingað og þangað öllum til ama og angurs? Það er enginn, sem getur um það sagt, hvað það á eftir að kosta okkur peningalega séð, en heldur enginn, sem getur sagt, hvað það bjargar mörgum mannslifum. Reykingamönnum til glöggvunar Sífellt fiölgar hrukkunum Bandariskur læknir, sem hefur fylgzt með fólki á aldrinum frá þritugs til sjötugs, segir, að sifellt fjölgi hrukkunum hjá þeim, sem reykja. Hann rannsakaði llOOmanns og helmingurinn reykti rúml. tuttugu sigarettur á dag. Harry Daniell segist hafa séð áberandi hrukkur i húðinni sérstaklega umhverfis augun. Þar dróst skinnið saman og húðin þynntist. Hjá þeim, sem ekki reyktu, varð þess litt vart hjá þessum aldursflokkum, nema hvað svona venjulegar aldurshrukkur, sem koma hjá öllum, lika þeim, sem reykja ekki. Rannsóknir dr. Daniells hafa vakið mikla athygli hjá læknum eftir þvi sem tóbaksrit segja. Ungur þiggur — gamall liggur Krabbameinsstofnun Japana sannaöi nýlega, aö ungir reykingamenn létust fyrr úr lungnakrabba. Dr. Yu llirayama hefir liaft ineö höndum rannsóknir allt frá árinu 1965 á 265,118 reykingamönuum i rúm fjörutiu ár. 2.172% þeirra, sem byrjuöu aö reykja innan fjórtán ára aldurs, eru nú látnir. 1.189%, sem byrjuöu að reykja eftir 19 ára aldur eöa áður, dánir. Aðeins 1.063% reykingamanna, sem liófu reykingar milli 20 og 24 ára létust. Á svipuöu aldursskeiöi látast 2,5 sinnum fleiri reykingainenn, en aðrir. 5.4% fleiri reykingamenn látast af lungnakrabba en þeir, sem ekki neyta tóbaks, 2,1% af hjartasjúkdómuin og 2,4% af lifrarsjúkd- ómum. Vegur ti! verótryggingar m Gefinn hefur veriö út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóös, G flokkur, aö fjárhæö 300 milljónir króna. Skal fé því, sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, variö til varanlegrar vegageröar í landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóös eru endur- greidd aö 10 árum liðnum meö veröbótum í hlutfalli viö hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiöi, sem aldrei þarf aö endurnýja i 10 ár. Á hverju ári verður dregið um 942 vinninga aö fjárhæö 30 milljónir króna, og veröur í fyrsta skipti dregið 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 - kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla.skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. iB) SEÐLABANKI ISLANDS Míisím lif PUASTPOKAVERKSMKDJA Sfmar 82439 - 82455 Vatnagörbum 6 Box 4064 - Reykjsvlk Pípulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Halnarfjaröar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Ilri’insum gólfteppi og húsgögn I heimahúsum og fjrirtækjum, Eruin meft nýjar vclar. (lóft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviögerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJONVARPS- VIDGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. KOSTABOD á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 Dúnn í GlflEflDflE /ími 84900 t-Þfc TTILISTINN —■rv— T-LISTINN ER ^ imgreyptur og þclir alla veöráttu. | T1 T LISTINN A: ól ihuröir sva lahurðir hjaraglugga og \ eltiglugga GluggnimiOian { Uftxnúlo 20 S-m, J*-J0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.