Alþýðublaðið - 12.11.1975, Síða 8
HORNID - sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins,Sfðumúla 11, Reykjavík
Brðdge
r
A að leyfa takmarkaða
aflífun gamals fólks?
Ég sá það i blöðunum i morgun,
að bandariski dómarinn i málinu
um Karen Anne Quinlan hefur úr-
skurðað að stúlkan skuli látin lifa,
og það sé bannað að gera nokkuð
það sem hindrar að öndunarvélin
gangi.
I rauninni er það undravert að
engin skynsamleg skýring skuli
hafa sézt i blöðum, erlendum
eðainnlendum um þetta mál, og
það fær mig enginn til að trúa þvi
að foreldri vilji svipta afkvæmi
sitt lífi, jafnvel þótt það viti að
það muni aldrei komast til með-
vitundar. Aðeins þetta, að vilja að
slökkt sé lif barnsins, nægir til að
upplýsa ásetninginn — og ég end-
urtek, að ég trúi þvi ekki enn að
þetta sé einlægur vilji foreldr-
anna.
Mótorhjól
Montesa Cota 247 ’75,
nýtt.
Honda CB 450 ’74
Kawasaki 500 ’73
Montesa Cota 247 ’73
Tökum notuð hjól i
umboðssölu. Sér-
verzlun með mótor-
hjól og útbúnað.
Vélhjólaverslun
Hannes Úlafsson
Skipasundi 51. Sími 37090
Hins vegar ber að hafa eitt i
huga, að mál þetta á sér stað i
Bandarikjunum — og þá fara
málin að skýrast nokkuð. Sjúkra-
hús og heilbrigðisþjónusta þar i
landi er öll i eigu voldugra einka-
fyrirtækja og „hringa” — og
læknar hafa offjár i tekjur, hlut-
hafar sjúkrahúsanna fá góðan arð
af fjárfestingu sinni, og nýlega
upplýstiNew York Times grófa
svikamyllu, „Bergmans-málið”
varðandi elliheimilarekstur þar i
borg.
Verði maður fyrir þvi óláni að
valda slysi og örorku, og með öll-
um þeim ölvunarakstri, sem þar
tiökast er slikt óhugnanlega al-
gengt, þá er fjárhagur manns um
alla framtíð kominn i rúst.
Þar i landi hefur enginn efni á
þvi að vera langlegusjúklingur,
slikt færir örbyrgð yfir hverja
fjölskyldu meðalmanns. bað er
margsannað að sjúkrahús þar i
landi hafa oftsinnis látið mikið
slasaða eða sjúka menn hverfa
brott án þess að hafa fengið
nokkra eða nægilega aðhlynn-
ingu, aðeins af þvi að þeir voru
fátækir, og hefðu aldrei orðið
borgunarmenn fyrir sjúkrahús-
reikningnum. Minnisstæð er
myndin með Peter Sellers i aðal-
hlutverki, sem sýnd var hér i
fyrra, „Where does it hurt” og
fjallaði um fjármálabrall sjúkra-
húsareksturs og lækna I Banda-
rikjunum.
Það er þvi eðlilegt að ætla að
lögmaður Ouinlan-hjónanna hafi
öllufremur haft það i huga, þegar
hann höfðaði málið fyrir hönd for-
eldra stúlkunnar, að málið hlyti
að verða dæmt á þann veg að
læknum yrði bannað að gera
nokkuð til að hindra að öndunar-
vélin yrði tekin úr sambandi,
enda væri sliktbrot á lögum og
stjórnarskrá.
Það er minn skilningur á þessu
máli, að það hafi aldrei komizt
nokkur efi að hjá foreldrunum og
lögmanninum. En þau hafa hins
vegar gert sér grein fyrir þvi að
FRAMHALDSSAGAN EI
um leið og dómur er fallinn á þá
lund, að bannað sé að gera nokk-
uð sem geti leitt til dauða stúlk-
unnar, þá voru þau búin að varpa
frá sér ábyrgðinni á sjúkrahúss-
reikningnum, og þar með forða
sér frá gjaldþroti.
Ég hugsa að þarna hafi einung-
is verið um að ræða snjalla lausn
lögfræðings hjónanna á fjármála-
vandræðum þeirra — og ég skil
ekki af hverju svona mikið mál
hefur verið gert úr þessu, eins og
að reyna að koma af stað umræð-
um umréttmæti liknarmorða.
Við vitum það öll að læknar eru
eins misjafnir og þeir eru margir,
og i okkar litla þjóðfélagi, þar
sem heiður manna og sómagirni
eru enn dyggðir í hávegum hafð-
ar, þá hafa þess orðið mörg dæmi,
að læknar hafa látið freistast til
ýmissa hluta, og ekki allra jafn
löglegra eða siðferðilega réttra.
Að fela læknum úrskurðarvald
væri lika að fela hundruðum þús-
unda manna um allan heim, sem
eru misvandir að virðingu sinni,
ákvörðunarvald um lif og dauða.
Við hljótum að viðurkenna, að
verði hvikað frá þeirri megin-
reglu læknavisindanna, að alltaf
skuli reynt i lengstu lög að hjálpa
sjúklingi, hversu vonlitlir eða
vongóðir sem læknar eru, þá hafa
læknavisindin snúið af braut
sinni, og inn á varhugaverða
stigu.
Næsta skref kynni að verða um-
ræður um það hvort stjórnmála-
mönnum eða öðrum ráðamönn-
um skuli heimilað að hef ja mann-
dráp i takmörkuðum mæli, svo
sem eins og að svæfa fólk, sem
komið er yfir áttræðisaldur — eða
vangefin börn. Vilja nokkrir
hugsa þetta til enda?
Það eru aðeins rúm átta ár til
ársins 1984, sem George Orwell
ritaði bók sina um — og var fram-
tiðarhrollvekjan, sem átti að
vekja menn. Nú er sú framtið
bráðum orðin samtið, og við skul-
um halda vöku okkar.
Samferðamaður.
hefur opiði
pláss fyrir
hvern sem er
Hringið i HORNID
sími 81866
- eða sendið greinar á ritstjórn
Alþýðublaðsins,
Síðumúla 11,
Reykjavík
alþýðu
mm
Afkastið villti um
í undirbúningskeppni undir
heimsmeistarakeppninna 1972
unnu Dallasásarnir 29 impa á
þessu spili.
A KG9
V KG42
♦ K94
* AG5
4D105 a 643
m D10973 y g
♦ 10 + |G65
♦ K986 *'D107432
4k A872
V A65
♦ AD8732
* -------
Hér voru Norður-Suður i
hættu, Austur gaf.
Austur Suður Vestur Norður
Pass l tigull Pass 3grönd
Pass 4tiglar Pass 5lauf
Pass SgröndPass 6tiglar
Pass 7 tiglar Pass Pass
Auðséð var af sögn Norðurs, 3
grönd, að hann lofar grand-
opnun og 5 lauf hans gefa laufa-
ás til kynna. Fimmgranda sögn
Suðurs er slemmukrafa og jafn-
framt spurning um háslag
Norðurs i tigli. Sex tiglar
Norðurs lofa háslag þar og sam-
kvæmt þvi segir Suður
alslemmu. Vestur sló út tigul
tiu, sem sagnhafi tók á ás,
spilaði smátigli og tók á kóng
blinds og fleygði hjartafimmi i
laufásinn. Nú hefðu flest okkar
dregið andann djúpt, trompað
okkur heim á lauf, tekið siðasta
trompið og svinað siðan gegnum
Vestur i spaðanum. En biðið
við. Hafði ekki Vestur einmitt
kastað spaðafimmi i annan
trompútsláttinn. Þa mundi
hann ekki hafa gert, ef hann
þyrfti að verja drottninguna!
Sagnhafi var fullviss um að
spaðadrottningin lægi i Austri!
Hann spilaði þvi út spaðakóngi
og Vestur lét tiuna, næst spaða-
gosa og þegar Austur lét smá-
spil i lét sagnhafi gosann flakka.
Vestur þakkaði fyrir sig og hirti
slaginn. Einn niður, sextán
impar og félagar þeirra á hinu
borðinu hættu sér ekki lengra en
i hálfslem, þrettán impar þar.
En þeir stóðu samt sjö tigla.
ríTífí ■■■■■■ ■•■ ■ •• •
j Alþýðublaðið ■
; á hvert heimili ;
................... ■!
— Ætli það sé ekki sambland ástar og haturs. Hún er háð
honum. Þaðer sum sé hægt að segja, að hún geti ekki lifað
án hans. Ég vona, að ég særi yður ekki með þessum orð-
um?
— Nei, Janþagði um stund. —Ég var einu sinni ástfang-
inn af Sigrid. Éger þaðekki lengur,sagðihann svo rólega.
— Hún hefur án efa verið aðlaðandi einu sinni og vell-
auðug. Ég kann ekki við menn eins og eiginmann hennar.
Þar með er vist allt sagt.
Jan starði fram fyrir sig. — Ef hún er eiturlyfjaneyt-
andi, gæti sjúkleikinn stafað af þvi, að hún nær ekki i lyfið
lengur, sagði hann likt og við sjálfan sig.
— Við komumst að þvi. Ég ætlaði ekki að gera yður óró-
legan, félagi, ég held,að þér ættuðaðleggja yður og reyna
að sofa út.
Jan hlaut að hafa verið þreyttur, þvi að hann sofnaði um
leið og hann lagðist á koddann og svaf draumlausum
svefni unz vekjaraklukkan hringdi. Hann vaknaði sam-
stundis.
Hann hafði nægan tima til að fara i bað og klæða sig.
A meðan sauð á katlinum og hann flautaði hátt. Það
munaði minnstu, að Jan brenndi sig á fingrunum, þegar
hann hellti upp á könnuna. Andartaki siðar var hringt að
dyrum.
Jörn Meiser stóð fyrir utan og brosti feimnislega.
— Ég veit, að það er frekja, sagði hann, — en gæti ég
fengið bolla lika? Ég gleymdi að kaupa kaffi og þegar ég
heyrði ketilflautið...
— Komið inn fyrir! sagði Jan, sem gladdist yfir að sjá
hinn lækninn.
— Það er heimskulegt, en ég er ekki orðinn vanur þvi að
kaupa sjálfur i matinn, sagði Jörn.
— Hafið þér veriðkvæntur? spurði Jan meðan hann setti
brauð, smjör og aldinmauk á borðið.
— Ég? Hann virtist skelfingu lostinn. — Nei, ég hef búið
hjá móður minni og frænda. Ég fæ þau hingað, þegar ég
næ i betri ibúð.
Hann á þó alltaf einhvern að, hugsaði Jan.
— Viljið þér heldur ost eða annað álegg? spurði hann. —
Þér verðið að borða.
Þeir höfðu skyndilega nálgast hvor annan meira, án
þess að vita ástæðuna.
— Við erum greinilega á sömu bylgjulengd. Ég vil helzt
eitthvað sætt á morgnana lika, sagði Meiser.
— Hafið þér einhvern timann haft eiturlyfjaneytendur
sem sjúklinga? spurði Jan meðan hann hellti kaffi i bolla
Meisers.
— Það er hreinasta martröð, en auðvitað hef ég kynnzt
þeim. Við skurðlæknar verðum að nota allskonar deyfilyf,
sem getaorðið að ávanalyfjum. Þér verðið sjálfsagt sjald-
an fyrir þvi. Þungun og eiturlyf eiga illa saman.
— En ef þunguð kona er eiturlyfjáneytandi?
Dr. Meiser leit hvasst á Jan. — Veslings barnið! sagði
hann.
— Þvi miður hef ég svo litið kynnzt þessu vandamáli,
viðurkenndi Jan.
— Það væri a.m.k. óskandi, að fæðingarlæknar þyrftu
ekki að kynnast þvi, sagði dr. Meiser. — Má ég endur-
gjalda gestrisnina með þvi að bjóða yður til kvöldverðar i
kvöld?
— Ekki bjóða, en það væri skemmtilegt að eiga kvöld,
saman.
Þeir sömdu um þetta, þegar þeir voru á leið á spitalann
til að hefja dagleg störf.
Sigrid Brock var langt niðri þennan dag.
Hún hafði ekki snert morgunverðinn sinn og þegar syst-
ir Ulla bað hana um að bragða á honum, sleppti hún sér.
— Ég vil engan mat! Ég er veik! Ilona á að koma! öskr-
aði hún mjóróma.
Dr. Jordan heyrði þetta og hann hefði helzt snúið við frá
dyrunum, en hann fór að hugsa um það, hvað hin elsku-
lega systir Ulla ætti við að etja.
AÐSTOÐAR-
LÆKNIRINN
Það var lika rétt hjá honum þvi að þegar hann kom inn
átti systir Ulla fullt I fangi með að róa sjúklinginn.
Sigrid starði á hann augum, sem minntu á glerkúlur,
svo mött voru þau og liflaus. — Út með hana! hvæsti hún.
— Ég þoli hana ekki. Hún er ein af þeim, sem eltast við
Oluf.
Hann benti systur Uliu að fara.
— Við tölum saman á eftir, hvislaði hann, þegar hún
gekk fram hjá honum.
Sigrid settist upp. Andlit hennar var afskræmt.
— Heldurðu við hana? spurði hún.
— Bara róleg, sagði hann róandi. — Hún er hjúkrunar-
kona.
— Hvers vegna varstu að hvisla að henni?
— Þú gerðir hana hrædda, Sigrid. Hún vildi bara hjálpa
þér.
— Það vilja allir hjálpa mér, sagði hún skrækróma. —
Ég vil fósturevðineu! Ée vil ekki eienast harn! Hiálnaón
mér, Jan!
Eftir
Katrin
Kastell
Einka-
réttur:
Bastei
Verlag.
■Alþýðublaðið
AAiðvikudagur 12. nóvember 1975.