Alþýðublaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT í hvaða tilgangi? Sjálfsagt mun ekki þykja fróölega spurt i hvaða tilgangi rlki og sveitarfé- lög haldi uppi viðamiklu og kostnaðar- sömu menntakerfi á landi hér. Efalaust hnussar I mörgum,að vonum. En það er ekki alveg vist, að öllum verði jafngreitt um svör, þegar til á að taka. Enda þótt liklegt sé, að flestir komist að þeirri niöurstöðu, að markmiðið sé að búa börn og unglinga undir „lifið” og gera þau færari til að mæta lifsbaráttunni, hvernig sem hún kann að verða, er sag- an ekki nema hálfsögð. Þá koma til álita aðferðirnar, sem hagnýttar eru, til þess að ná markmiðinu. Börn og unglingar eru nú einu sinni með þeim ósköpum fædd, að eiga langan þroskaferil. Af þessu leiðir beinlinis, að þeim er ekki al- veg ljóst langt fram eftir aldri, hvaða verkefni myndu vera þeim mest við hæfi, og i hvaða starfi þeim gætu með- fæddir hæfileikar nýtzt bezt. 1 ljósi þessa alþekkta sannleika hefur svo fræðslan verið rekin. Auðvitað má alltaf deila um hlutina og einkum þó leiðina, sem farin er að tilteknu marki. En i heild má segja, að leiðarljós islenzkra skóla hafi verið að kynna börnum og unglingum nokkurn fræðaforða, sem gæti þá gefið þeim bendingar um að hverju þeirra krókur beygist helzt. Varla getur það orðið áhorfsmál, að þeirra þörf sé að eiga fleiri kosta völ en færri. Stundum hefur það verið orðað svo, að markmið náms væri að koma nemendunum á ákveðinn, tiltekinn hjalla, sem þeir gætu svo lagt leið sína frá, hver aö sinu geðslagi, þegar þroski þeirra er nægur til að velja og hafna sem réttast. Ef menn viðurkenna að með þessu sé stefnt i rétta átt, verða þá leiðirnar aðeins að álitamáli. Þá kemur til kasta þeirra sem ferðinni ráða, og strax vakna spurningar. Eru nokkrar greinar náms þess eðlis, að þær verð- skuldi forgang öðrum fremur? Ber að leggja áherzlu á allar kenndar greinar jafnt? Nýlega hafa fræðsluyfirvöld sent skól- um landsins einskonar hirðisbréf, eða máske ætti að kalla það dagskipun. Þar er komizt að þeirri niðurstöðu (bls. 2), að ekki sé „eðlilegt að setja tilteknar greinar skör hærra en aðrar og láta ár- angur nemenda i þeim ákvarða einhliða um möguleika þeirra til framhalds- náms”. Hirðisbréf! ,,Já, engil gullfallega talar hann séra Gabriel”, sagði kerlingin um stólræðu prestsins sins! En ætli þessi kenning sé nú alveg ó- umdeilanleg? Skyldi ekki vera vara- samt að alhæfa þessa vizkuí?) eins og hér er gert? Fram að siðustu timum var þaö viötekin regla, að tvær námsgreinar höfðu nokkurn forgang i islenzkum skól- um á barna- og unglingastigi — Islenzka og stærðfræði. Nemendur þurftu að hljóta í þeim tilteknar einkunnir, til þess aö ná settu marki. Þetta var nú alls eng- inn herragarður — 4,0! Samt reyndist ýmsum þetta nokkur hjalli, þó markið væri ekki hærra.En ákvæðið varð hvati til að leggja á þessar greinar meiri stund en aðrar og skólarnir veittu þeim fleiri vikustundir en öðrum greinum. Ef sú staðreynd er höfð i huga, að hér er um okkar móðurmál að ræða annars- Eftir Odd A. Sigurjónsson vegar og þar með að bæði þjóðarþörf og þjóðarstolt krefst þess að fólk viðhaldi þvi, a.m.k. sýnistekki vera ófyrirsynju að leggja við það rækt öðrum greinum fremur. Undirstaða stærðfræði er al- þjóðleg, þegar mengjaruglinu sleppir, og aö minnsta kosti ætti þó að vera lág- mark að menn geti þrautalaust reiknað út, hvað þeim beri I verkalaun! Þegar þess er gætt, að niðurfelling lágmarks- ins í þessum greinum áorkaði þvf, að tregari nemendur litu þær sömu augum og aðrar, sýnist hér ekki hafa verið horfið að neinu heillaráði. Annað mál er svo hvort ekki væri kostur, að námið rynni i nokkuð öðrum farvegi en gerzt hefur um islenzkuna. Auðvitað er is- lenzkt mál okkar tjáningarform hér inn- anlands og verður ekki talið að því sé sýnd nein virkt um skör fram, þó það sé sett nokkru hærra öðrum greinum. Eða eigum við að sýna þann lúöulaka- hátt að meta það til jafns við önnur tungumál, t.d.? í þessu efni er ofan- nefndur framsláttur menntamálaráðu- neytisins alger falsrök og hvorki sæmi- leg né að neinu hafandi. Menn geta þus- að fram og aftur um, að lélegur náms- árangur nemenda i tölum á prófum auki þeim „minnimáttarkennd”! Það eykur trúlega ekki orku neinna, að falið sé fyrir þeim hver vanmáttur þeirra er eða i hverju hann liggur. Allt hjal um slikt og viðleitni þar til er aðeins daöur við „billegheitin” og tilraun tii að slá mönn- um falska mynt. f< IK Mátulegt númer Hver er af réttri stærð til að geta leikið Muhammed Ali i kvikmynd eftir sjálfs- ævisögu hnefaleikameistar- ans? Svarti súpermaðurinn gaf svarið við spurningunni þegar hann sagði já við beiöni um það að hann léki sjálfan sig I myndinni. „Stærðin ætti þá að passa,” svaraði hann og þá er það afráðið. Myndin mun heita Ali, en bókin hét, eins og sumir vita, Sá mesti. A blaðamannafundi til- kynntu Ali og forráðamenn Columbia þessa ákvörðun heimsmeistarans — og þetta er i fyrsta sinn sem jafn- þekktur maður leikur eigið hlutverk i ævisögumynd. Varúð: Fá- klædd kona Ef vandinn er ekki á einn veg, er hann bara á annan. I Padborg i Danmörku hafa bæjaryfirvöld ályktaö að nóg sé komið af umferðarslysum i bænum og vilja að sjálf- sögðu gera sitt til að draga úr þeim. Helzta ráðið að þeirra áliti er að banna klámauglýsingaskilti, sem eru stærri en tveir sinnum tveir metrar og á þeim má bara vera texti en ekki nein- ar myndir af allsnöktu kven- fólki. Sé lausnin ekki heima- tilbúin, þá er vandinn það. * Hún er engin hlaupastelpa Sadat forseti Egyptalands var að ljúka opinberri heim- sókn til Bandarikjanna. Þeg- ar hann var þar lét hann i ljós þá ósk sina að fá að sjá með eigin augum hina stóru bernskuást sina, leikkonuna Mae West, sem hóf feril sinn i þöglu myndunum. Mae West er nú orðin 82 ára göm- ul, en er fastagestur á snyrti- stofum og i andlitslyftingum og klæðir sig alla jafna á hinn tizkulegasta máta, svo ókunnugir telja hana titt vera 20—30 árum yngri en hún ,er. Jæja, þeirri gömlu var sent boðskort i siðdegis- boð i Hvita húsinu svo hinn virðulegi forseti forysturikis Arabarikjanna gæti nú feng- ið ósk sina uppfyllta. En Mae West er engin skyndistelpa sem lætur gera boð eftir sér handa hinum og þessum og afþakkaði pent boðið. Hún bar þvi við að það væri allt of langt aö fara frá Los Angeles á vesturströnd- inni til Washington i austri bara til þess eins að snæða einn kvöldverð. * Það er þó byrjunin Jasmin prinsessa, dóttir Ritu Hayworthog hins látna Ali Khan, hafnaði i „show- bisniss” eins og svo margir og margar aðrar. Til að byrja með hlaut hún aðeins ihlaupahlutverk — hjá Metrópolitan óperunni i New York — en það er þó alltaf byrjunin. * Raggd rólcgi ’W-JA róLKlkUJ SEH 5Jó T SAUA U6S( Oá,. SöW&UA<2lMP í m-jfeusMemuui FJalla-Fúsi 0 Alþýðublaðiö iwn Ct'JTURY- FOX PRESENTS BATTI.E rOR THE PI.ANET OF THE APES s [G AUGARASBÍÓ Slmi :12075 Barnsrániö í THE RLACh WINDMILL A UNIVERSAl. RELEASE Ný spennandi sakamálamynd í litum og cinemascope meö ISLENZKUM TEXTA. Myndin er sérstaklega vel gerö, enda leikstýrt af Pon Siegel. Aöalhlutverk: Michael Caine, Janet Suzman. Honald l'leasence, John Vernon. Bönnuö börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 7 morö í . Kaupmannahöfn 7M0RD I K0BENHAVN Anthony Steffen Sylvia Kochina, Shirley Corrigan FARVER iECHNISCOPl ENGUSH VERSION F.U.lb Ný spennandi sakamálamynd I litum og Cinemascope meö islenskum texta. Sýnd kl. ll. Bönnuö börnum innan 16 ára. Bíóín HAFNARBÍÚ HASKÓLABÍÓ sím. «uo S.P.Y.S. Einstaklega skemmtileg brezk ádeilu- og gamanmynd um njósnir stórþjóöanna. Brezka háöið hittir i mark i þessari mynd. Aöalhlutverk: Donald Suther- land, Elliott Gould. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. tiÝJA BÍO s.mi .1540 ÓNABÍÓ s.mi :.1IH2 STJÖRHUBl'Ó s.,„i .v,:, Hrifandi og skemmtileg, eitt af mestu snilldarverkum meistara Chaplins og af flest- um talin einhver hans bezta kvikmynd. Höfundur, leikstjóri, aöal-_ leikari: Cliarli Chaplin, ásamt Clarie Bloom, Syndey Chaplin. ISLENSKUR TEXTI Hækkaö verö. Sýnd kl, 3, 5.30, 8.30 og 11. Ath. breyttan sýningartima. Lokaorustan um apaplánetuna Spennandi ný bandarisk lit- mynd. Myndin er framhald myndarinnar Uppreisnin á Apaplánetunni og er sú fimmta og siöasta i rööinni af hinum vinsælu myndum um Apaplánetuna. Roddy McPowall, Claude Akins, Natalie Trundy. Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ástfangnar konur .Women in Love' Mjög vel gerö og leikin, brezk átakamikil kvikmynd, byggö á einni af kunnustu skáldsög- um hins umdeilda höfundar S.H. Lawrence „Women in Love” Leikstjóri: Ken Russell Aöalhlutverk: Alan Bates, Oliver Reed, Glcnda Jackson, Jennie Linden. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuö yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Meistaraverk Chaplins: SVIÐSLJÓS Charles ííhapliife CLAIRF BI.OOM fAr' •vn>*v chamin ', * Emmanuelle Heimsfræg ný frönsk kvik- mynd i litum gerö eftir skáld- sögu meö sama nafni eftir Enunanuelle Arsan. Leikstjóri: Just Jackin. Mynd þessi er allsstaöar sýnd meÖ metaösókn um þessar mundir i P>rópu og viöa. Aöalhlutverk: Sylvia Kristell, Alain Cuny, Marika Green. Enskt tal. ISLKNZKUR TKXTI. Slranglcga bönnuö innan 16 ára. Nafn.skirteini. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miöasaian opin frá kl. 3. ENGINM ER ILLA SÉDUR, SEN CENGUR NED ENDURSKINS NERKI Verndum líf - verndum vot- J lendi - ■ LANDVERND ^ Miðvikudagur 12. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.