Alþýðublaðið - 14.11.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.11.1975, Blaðsíða 9
Kvennahandbolti á kvenna- ári: Yfirfull stundaskrá! Kristján örn Ingibergsson hefur niikið starfað að handknatt- leiksmálum undanfarin ár. Ilann og félagar hans i lands- liðsnefnd kvenna eiga mikið verk framundan i vetur. Mikið hefur verið rætt og ritað um starfsemi karlalandsliðsins i handknattleik undanfarið og umdirbúning þeirra fyrir und-' ankeppni Olympiuleikanna. 20. nóvember hefjast æfingar hjá þeim, og verður þvi landsliðs- hópurinn valinn af Viðari og Ágústi ögmundssyni, innan skamms. En eins mikið og hefur verið fekrifað um karlalandsliðið, hef- ur þeim mun minna verið rætt um kvennalandsliðið i hand- knattleik og væntanlega lands- leiki hjá þeim á komandi vetri. Alþýðublaðið snéri sér þvi til Kristjáns Arnar Ingibergsson- ar, eins af þeim þremur, sem velja og annast undirbúning hjá kvenfólkinu. Hin tvö, sem eru i landsliðsnefnd eru Svana Jörgensdóttir, sem er for- maður, og Pétur Bjarnason, sem jafnframt er þjálfari. Kristján, er margt i bigerð hjá kvenfólkinu á komandi vetri? „Já, það er vissulega hægt að segja það, þvi það stendur til að A-landslið kvenna leiki allt að 10 landsleiki á vetrinum. Tvo við Færeyjar, svo við banda- rlsku stúlkurnar, sem léku hér i fyrra, og 6 landsleiki i væntan- legri Evrópuferð, sem farin verður i mai. Þar mun lands- liðið leika við V-þjóðverja, Hollendinga og að öllum likind- um við Dani einnig. Munu tveir leikir verð leiknir við hverja þjóð. Einnig er ákveðið að Island taki þátt i Norðurlanda- móti kvenna i handknattleik næsta haust, sem fer fram i Sviþjóð.” Er undirbúningur fyrir þessi stóru verkefni, sem I vændum eru, hafinn? Jú, æfingar eru þegar hafnar með þrekæfingum i Baldurshaga einu sinni i viku, og einnig er verið að skipu- leggja núna æfingaleiki við hin ýmsu félög á Reykjavikursvæð- inu. Mun í þeim æfingaleikjum hver stúlka, sem þátt tekur i æf- ingunum, spila að minnsta kosti einn æfingaleik í viku. Þvi miðurerekkihægtaðhafa þetta prógramm öðruvisi, bæði vegna húsaskorts, mótafyrirkomulags, og æfinga hinna einstöku félaga. Upp úr miðjum desember er svo gert ráð fyrir að æft verði á hverjum degi og jafnvel farið eina helgi á Akranes i æfinga- búðir, og þá með landsleikina við Færeyjar i huga.” Hefur landsliðshópurinn ver- ið valinn? Þrjátiu og fimm stúlkur fengu bréffrá landsliðsnefnd, þar sem æfingaprógrammið var kynnt, að þeim gefinn kostur á að sækja þessar þrekæfingar. Siðan verður valið úr þessum hópi fyrir hvern viðkomandi landsleik.” Hafa æfingar verið vel sóttar? „Þegar hafa verið tvær æf- ingar, og hafa um 20 stúlkur mættá hvora. Við betri þátttöku er þó búist, þvi margar höfðu boðað forföll á þessar tvær æf- ingar.” Hvernig er frekari undirbún- ing háttað? Aætlað er að íslandsmótinu ljúki 13. marz og þá heldur undirbúningur áfram með þátt- töku i Norðurl.móti stúlkna i Sviþjóð, 2. til 4 april, og áður- nefndri Evrópuferð A-landsliðs- ins. Reynt verður einnig að hafa stúlkurnar sem bezt búnar fyrir leikina við U.S.A., en það verður erfitt, þvi að íslandsmótið stendur þá sem hæst. Það má einnig taka það fram, að búist er við þvi að unglingalandsliðið leiki þriðja landsleikinn við landslið U.S.A. Einnig er áætlað að eftir áramót verði farið tvisvar til þrisvar með A- og unglingalandsliðið i æfingabúðir til Akraness.” ,,En undirbúningur þessara landsliða — þ.e.a.s. A- og U-landsliðsins — er samhliða.” Þú nefndir áðan að unglinga- landsliðið færi á Norðurlanda- mót og myndi einnig spila við landslið Bandarikjanna. Er eitt- hvað fleira á döfinni hjá stúlk- unum? „Það hefur komið fram tillaga um það hjá landsliðs- nefndinni, að unglingalandslið- ið, sem fer til Sviþjóðar, muni fara út nokkru fyrir mótið sjálft, og leiknir þá væntanlega tveir æfingaleikir i Danmörku, áður en haldið verður á sjálft Norðurlandamótið. Þetta var gert i fyrra hjá unglingalands- liði karla, áður en þeir héldu á Norðurlandamótið i Helsingi og þótti takast einkar vel.” „Einnig má geta þess hér til gamans að rætt hefur verið um það að stúlkur, fæddar 1958 og siðar, taki þátt i heims- meistarakeppni stúlkna, sem fram fer i Rúmeniu, mánuðina marz—april 1977. Ef af þátttöku verður, þyrfti undirbúningur að hefjast næsta vor. En það er kannski of snemmt að tala um það á þessu stigi málsins, en er skemmtilegur möguleiki” sagði Kristján að lokum. Hjördis Sigurjónsdóttir er ein af þeim 35 stúlkum, sem valdar hafa verið til æfinga hjá landsliöinu. Hér sést hún gera mark gegn Val i islandsmótinu i fyrra. Einnig má sjá Sigrúnu Guðmundsdóttur, sem horfir örvæntingarfull á, en hún er að sjálfsögðu einnig i hópnum. Rætt við Kristján Örn Ingibergsson, einn af. þremur í landsliðsnefnd kvenna í handknattleik inrcttir Jöfn keppni Júgóslava og Svía íborðtennis Júgóslavía og Sviþjóð eru talin með beztu borðtennisþjóðum heimsins. A miðvikudaginn háðu þau landsleik i þessari vinsælu iþrótt, sem var liður i Evrópu- keppninni. Urslit urðu þau að Júgóslavia sigraði 4:3. Einstök úrslit urðu þessi, Júgóslavarnir nefndir á undan. Stipancic tapaði fyrir Kjell Johansson 21:14, 18:21, 16:21. Surbek vann Stella Bengtsson 16:21, 22:20, 21:13. Palatinus vann Hellman 12:21, 21:16, 21:16. 'Surbek og Stipancic töpuðu fyrir Kjell Johansson — en hann hefur oft verið kallaður hamarinn af sænskum borðtennisáhangendum — og Stella Bengtsson 14:21, 21:14 og 18:21. Stipancic og Palatinus unnu Bengtsson og Hellman 21:13, 17:21 og 21:18. Stipancic vann Bengtsson 21:15, 17:21, 21:7. Surbek tapaði fyrir Johansson 13:21, 21:18, 15:21. Eins og sjá má af þessum tölum öllum, hefur keppnin verið mjög jöfn og spennandi, enda tvær góð- ar borðtennisþjóðir, sem áttust við. Ali ekki að hætta Þungavigtar-hnefaleikamaður- inn Osoar Bonavena frá Argentinu hefur þegið boð frá heimsmeistaranum Muhamed Ali um að keppa við hann um heims- meistaratitilinn innan fjögurra mánaða. Að sögn Bonavena eru honum boðnir 500.000 dollarar fyrir leikinn, sem mun fara fram einhvers staðar i Mið-Ameriku. Bonavena mun að öllum likindum fara til Chicago um 25. nóvember og skrifa undir samninginn. Muhamed og Bonavena hafa áður mætzt i hnefaleikahringn- um. Það var árið 1970 i New York, þar sem Ali vann i 15. lotu. Ef marka má þessa frétt er „The greatest” — „sá bezti” ekkert á þeim buxunum að hætta hnefa- leik. Jouri með Dinamo Moskvu til Montreal Félagið, sem fyrrverandi Valsþjálfarinn Jouri Ilytschew starfar hjá, Dinamo Moskva, hefur verið valið til þess að leika fyrir Sovétrikin á Olympiuleik- unum i Montreai á næsta sumri. Upphaflega var ákveðið að Spartak Moskva tæki þátt i leik- unum fyrir Rússlands hönd, en vegna þátttöku þeirra i U.E.F.A. keppninni var fallið frá þvi. Dinamo Kiev getur að sjálfsögðu eigi leikið, vegna þess að þeir verða uppteknir i 8 liða úrslitum Evrópukeppni landsliða. Eins og menn muna voru Island og Noregur i riðli mcð Sovétrikjunum fyrir undankeppnina. Það er þvi augljóst mál, að Ilytschew verður upptekinn i Olympiu- keppninni á næsta ári og á þess vegna ekki möguleika á að þjálfa á tslandi. C3 C3 Jouri Uytscheu, fyrrum þjálfari Vals, mun væntanlega verða upptekinn i Montreal á næsta ári með Dinamo Moskvu, og getur þess vegna eigi þjálfað Val á næsta sumri, eins og heyrst hefur fleygt. Valsmenn sýndu beztan leik allra liða í vetur Valsmenn sýndu bezta leik, sem islenzkt félagslið hefur sýnt siðan handknattleiksvertiðin hófst i haust, þegar þeir ger- Stefán Halldórsson, landsliðs- maðurinn úr Viking, átti ekki sjö dagana sæla i fyrrakvöld, frekar en aðrir leikmenn liðsins gegn Val. Hér reynir hann markskot i fyrrakvöld. sigruðu íslandsmeistarana, Vikinga, i Laugardalshöllinni i fyrrakvöld með 10 marka mun, 28:18. Leikur þeirra i fyrri hálf- leik og langt fram i þann siðari var oft á tiðum stórglæsilegur, og á þeim tima gersamlega yfir- spiluðu þeir Vikinga, og liktist leikurinn á köflum viðureign kattar og músar. Markvarsla Ölafs Benediktssonar i marki Vals var mjög góð allan leikinn, vörnin lék vel og sóknin fjölhæf. Sem sagt allt, sem þarf að einkenna gott handknattleikslið. Það er vissulega ánægjuefni fyrir Viðar Simonarson landsliðsein- valdaðsjá slika markvörlsu, eins og Ólafur sýndi i gær, þvi fram að þessum leik hafði það ábyggilega verið höfuðverkur hans, hvern hann ætti að velja i markið gegn Luxemburgarmönnum i lok mánaðarins, þvi markvarsla hefur verið æði misjöfn i haust. Ef Valsmenn sýna áfram eins leik og þeir gerðu i fyrrakvöld, er ekkí nokkur vafi á að tslands- meistaratitilinn hafnar i Hliðar- enda. Langt er siðan maður hefur séð Vikingana, sem vissulega er eitt bezta lið i deildinni — eins yfirspiiaða og i leiknum gegn Val. Eftir að þeir höfðu skorað tvö fyrstu mörkin i leiknum lokaði Ölafur marki Vals nær alveg og komu flest þau mörk, sem gerð voru fram undir miðjan siðari hálfleik aðeins úr vitaköstum. Staðan i hálfleik var 13:7 fyrir Val. Sama harðfylgið og baráttan var uppi á teningnum hjá Val i siðari hálfelik, og komust þeir 12 mörkum yfir — 21:9 — þegar 13 minútur voru liðnar af síðari hálf- leik. Þá skeði það eins og oft vill verða, þegar mikill markamunur er á liðum, að leikurinn leystist upp i darraða dans, þar sem boltinn gekk jafnvel mótherja á milli, og skotið var i tima og ótima. Leiknum hefði þvi alveg eins getað lokið t.d. 32:22, ef þvi hefði verið að skipta. Jón Karlsson gerði flest mörk Vals 9, Jón Jónsson og Guðjón Magnússon 5 hvor, Stefán Gunnarsson 4, Steindór Gunnarsson 3, og Jóhannes 2. Fyrir Viking skoruðu mörkin: Páll Björgvinsson 8, Viggó Sigurðsson 4, Skarphéðinn,Ólafur Jónsson og Stefán 2 hver. Alþýdublaðið Föstudagur 14. nóvember 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.