Alþýðublaðið - 08.02.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1976, Blaðsíða 4
H0RHIÐ sími 81866 Hvar er gróði útgerðarinnar? Sjómaöur hringdi: Núer kominn fjórði febrúar og enn hefur ekki verið ákveðið nýtt loðnuverð, sem átti að taka gildi fyrsta þessa mánaðar. Svona hef- ur þetta alltaf gengið. Okkur sjó- mönnum erætlaðað vinna dögum og jafnvel vikum saman án þess að vita hvað við fáum raunveru- lega i kaup. Þetta er með öllu ó- þolandi og þessir karlar þarna i verðlagsráði virðast bara ekki fylgjast með dagatalinu. Sem betur fer eru blöðin enn ekki farin að birta tölur um há- setahlut á efstu bátunum. Það hefur verið keppni milli dagblað- anna á undanförnum vertiðum að vera alltaf að gubba út úr sér svimandi upphæðum.sem sjó- menn eiga að græða á loðnunni. En sannleikurinn er sá, að það eru bara áhafnir örfárra báta, sem hafa miklar og góðar tekjur á loðnu. Allur fjöldinn verður að Berið sand á gangstéttir A.B. hringdi: Éger kona, sem er komin fast að sjötugu og bý i Hliðunum. Vikum saman hefur ekki verið fært að ganga út i búð vegna snjóalaga eða hálku. Svellið er þó mun verra en snjórinn og fyrir gamla konu eins og mig hefur ekki verið fært út úr dyr- um lengi. Af hverju er ekki bor- inn sandur á gangstéttirnar? Er nokkuðbetra, aðfólk sé alltaf að detta og beinbrjóta sig eins og maður er alltaf að lesa um i blöðunum núna. Það er bagalegt fyrir aldraða einstaklinga að komast ekki i búð og þurfa að vera uppá aðra komnir með allar útréttingar. Ef maður þarf til læknis er ekki um annað að ræða en að fara i leigubil báðar leiðir og það kemur niður á matarpeningun- um, sem eru þó ekki miklir. Mér finnst nú, að það hljóti að vera hægt að eyða hálku fyrir gang- andi eins og mér er sagt að gert sé fyrir bilana. Blöðin rannsaki S.F.K. skrifar: Stöðugt er maður að heyra nýj- ar sögur um þessi morð- og smyglmál, sem verið er að rann- saka. Eftir blaðafréttum að dæma verst lögreglan allra frétta og á meðan ganga sidðursögurn- ar manna á miili. Svona lagað hefði ekki getað gerzt I Bretlandi, þar sem ég þekki til. Þar hefðu blöðin sjálf sett menn i að rann- saka svona mál, ef lögregian hefði neitað um upplýsingar. Auövitaöeru islenzku blöðin fá- tæk og mannfá flest hver, en það ætti að vera auðveldara um alla öflun upplýsinga hér I fámenninu, þar sem allir þekkja alla. Með þessu er ég þó ekki að ætlast til, að fjölskyldur þeirra, sem sitja inni, verði eltar af blaðamönnum eins og algengt er t.d. i Banda- rikjunum. Það sem ég á við er það, að blöðin rannsaki allar hlið- ar málsins uppá eigin spýtur og gefi upplýsingar, sem getur verið auðveldara fyrir blaðamenn að fá heldur en lögreglu. sætta sig við kaup, sem er undir verkamannalaunum, ef miðað er við vinnutima og fjarvistir frá heimilum. Mér finnst svona til tilbreyting- ar, að blöðin ættu einu sinni að gera gangskör að þvi að telja fram gróða útgerðarmanna, i stað þess að vera alltaf að koma því inn hjá almenningi að sjó- mennhafi einhverjar rosatekjur. Hvenær hefur verið skýrt frá því, hvað útgerðarmennirnir græða? Eða hvenær höfum við fengið að vita um gróða bræðsluverksmiðj- anna og útflytjenda loðnumjöls? Það hefur farið litið fyrir þeim skrifum. Aftur á móti hafa blöðin verið fljót að birta alls konar lygaþvætting um tap og aftur taþ á útgerð, hvaða nafni sem hún nefnist. En litið bara á þá, sem standa i útgerðinni og berið bilifi þeirra saman við harmagrátinn og tapsönginn. Þar er ekki mikið samræmi i milli. Um daglegt mál og sót- rafta Dagsins og vegarins Útvarpshlustandi hringdi: Mérhefur veriðmikil ánægja af þvi að hlýða á þáttinn Daglegt mál i' útvarpi. Þessi þáttur er málin Mér dettur t.d. I hug, hvort blaðamenn hafi ekki aögang að öllum skjölum f sambandi við hið svokallaða Klúbbmál. Mér finnst ástæða til— fyrst það hefur aftur skotið upp kollinum — að rifja það mál upp og skýra frá þvi, hvað það er, sem ekki upplýstist i þvi máli, en mér skilst, að ekki séu öll kurl komin til grafar. Satt bezt að segja finnst mér það vera slök fréttamennska að sitja bara við simann og hringja I lögregluna, sem vill ekkert segja — og láta þar við sitja. hollur þeim.sem á hann hlýða, og margur verður fróðari á eftir. Eitt er þó, sem skyggir á. Undan- farið hefur stjórnandi þáttarins beint spjótum sinum mjög gegn blöðum og málfari þeirra, sem i þau rita að staðaldri. Reyndar er það einnig svo, að margir hverjir þeirra eiga fyllilega inni hjá mál- visindamönnum, að þeim sé bent á galla i sinum skrifum og lagfær- inga óskað. Þvi vaknar sú spurn- ing hvers vegna stjórnandinn tek- ur ekki fyrir málleysur og am- bögur í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur heldur ekki, svo að mérsékunnugt, látiðeittorð falla um málfar þeirra, sem viðra skoðanir sinar i þættinum Um daginn og veginn. Þar er eins og hver sá sótraftur sem útvarpsráð sér ástæðu til að bjóða inn á gafl til sin, fái óáreittur að lesa yfir út- varpshlustendum og likist mál- flutuingur sumra einna helzt kennslustund i þvi, hvernig ekki skuli hagað máli sinu i áheyrn þeirra, sem hafa orðið fyrir þvi að læra að tala. Sjónvarpið hefur einnig sloppið furðanlega vel. Ég vil benda stjórnandanum á þetta og óska þess I leiðinni, að hann geri að tillögu sinni til út- varpsráðs, að hér eftir geri það að reglu, að þeir sem komast eiga i návigi við hljóðnemann, skuli þeim kosti búnir að vera talandi á islenzku, en láti ella færa til betra máls boðskap sinn áður en lesið er fyrir hlustendur. t þessu er lika fólgin greiða- semi við sótraftana þvi að marg- ur hefur orðið minni af að tala i útvarp. MUNID að senda HORNINU nokkrar linur. Utanáskrift: IIORNIÐ, ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík. FRAMHALDSSAGAN m~ — Ég get það ekki lengur, mótmælti Sandra. — Ég verð að hugsa um Alan Haines. — ...Hann kemur ekki til Montreal fyrr en eftir þrjár vikur, sagði maðurinn. —■ Við vitum að visu ekki, hvort málinu er lokið fyrir þann tima, en við höldum það. Hann brosti glaðlega. — Svo getið þér fengið fjarvistarsönnun hjá okkur, ef nauðsyn krefur! Svo varð hann aftur alvar- legur, þegar hann sá, að Sandra hikaði. — Þér getið komið i veg fyrir stórglæp... og tryggt hamingju dr. Desjardins. — Það er satt, sagði Noel rólega. — Ég vildi gjarnan segja þér allt af létta, en mátti það ekki. Viltu gera það? Ég skal heita þér þvi, að það verður ekki alltaf... óþægi- legt. Sandra lét sig. Þrátt fyrir allt voru þetta aðeins þrjár vikur og það var ekki eins og þau Noel... Hún rétti úr sér. — Ef þetta verður allt á viðskiptalegum grundvelli... hún brosti þreytulega. — Má Noel aka mér heim núna? Þetta hefur verið erfiður dagur! — Eftir andartak. Það er smávegis, sem þarf að ganga frá fyrst. Þakka yður fyrir samvinnuviljann, miss Elm- don! Hún fékk töskuna sina með þessum „sakleysislega” pakka. Einn mannanna ók þeim hliðargötur að nætur- klúbb, þar sem dyravörðurinn virtist þekkja Noel. Leiðsögumaðurinn rétti Noel billyklana. — Billinn stendur á horninu, sagði hann og fór. Dyravörðurinn kom til þeirra. — Pierre segist ætla að útvega yður borð. Skemmtiatriðin eru næstum búin... það er svo seint. Noel stakk seðli i hönd mannsins. — Allt i lagi. Við verðum ekki lengi. Komdu, hjartagull. Hann tók utan um axlir hennar um leið og þau fóru inn. Noel hafði rétt fyrir sér. Þau voru ekki lengi, en þegar þau fóru, hlógu þau of hátt og héldu fast hvort utan um annað. Flaskan á borðinu þeirra var tóm, en það tók vist enginn eftir þvi, að blómapotturinn við hliðina á borðinu þeirra var heldur rakari að sjá en fyrr. Noel ók heimleiðis og nam staðar við öll götuljósin eins og hann vissi ekki, hvort aðrir bilar væru nálægt. Þau lögðu bilnum á hringmyndað torg og voru þar I hálftima og þegar Noel tók höfuð Söndru bliðlega af öxl sér, sagði hann: — Nú skaltu fara að hátta, chérie, og ég þakka þér af öllu hjarta fyrir aðstoð þina. Þeir lofuðu mér þvi, að ég mætti bráðum segja þér allt af létta. Au Revoir. Hann laut áfram og kyssti hana. Hann hjálpaði henni út úr bilnum, opnaði útidyrnar, og beið unz hann sá kveikt ljós inni hjá henni, áður en hann ók af stað. Sandra mundi eftir fyrirmælum sinum, þó að hún væri mjög syfjuð. Hún faldi töskuna. Svo háttaði hún sig og sofnaði um leið og hún lagðist á koddann. Sandra varð að gæta þess vandlega að lita ekki um öxl á leið sinni til vinnu næsta dag. En auðvitað varð hún að láta eins og ekkert hefði i skorizt. A stofunni veittist henni auð- velt að haga sér eðlilega, og hún hafði svo mikið að gera, að hún mátti ekki vera að þvi að hugsa um annað en vinn- una. Það var iskuldi i lofti og létt snjólag yfir öllu. — Yndis- legt skautaveður, sagði Noel, og Sandra hóf að læra á skautum. Hann var fyrsta flokks kennari og hefði þetta ekki allt verið leikaraskapur einn, hefði Sandra notið þess mjög. Raunar naut hún kennslunnar, þrátt fyrir skugg- ann, sem yfir þeim hvildi. Hún hefði kannski leikið hlut- verk sitt betur, ef hún hefði verið æfðari. Hún var ekki eins og Noel, hann var svo kátur. Hún hefði aldrei getið sér þess til, að hann væri að leika ákveðið hlutverk, ef hún hefði ekki vitað það. En hver var tilgangurinn... eitthvað ógnvekjandi og hræðilegt, sem hana grunaði aðeins. Dagarnir liðu. Sandra sá aldrei lifverði sina, og Renée lét ekki til sin heyra. Kvöld nokkurt þegar Noel ók henni heim, sagði hann: — Það er spáð snjó um helgina, svo að við förum til St. Sauver. Þar er nýbúið að opna veitingahús... alveg ein- stakt i sinni röð, er rnér sagt. Ég veit, að þú skemmtir þér þar. Hún reyndi að sleppa. — Ég kann ekki á sklðum, eða ekki vel... ekki eins og skiðakappar eins og þú. — Hvernig veiztu, að ég er skiðakappi? Ef ég er það, verður auðveldara að kenna þér. Ég hef séð um allt. Þú færð allt leigt... föt, skiðaskó, allt... — Svo þú ert viss um, að ég fari? spurði Sandra, ásak- andi. — Er það ekki i samningnum? Við erum ekki eina fólk- ið, sem flækt er i þetta. Hann var svo þungbúinn á svipinn, að Sandra flýtti sér að segja: — Fyrirgefðu, en ég hélt, að þú yrðir leiður á að hafa mig alltaf i eftirdragi. Þú ferð -------------------------------------------------------- I I aldrei i heimsókn heim til þin eða hittir... aðra, sagði hún J að lokum hljóðlega. — Það er betra að gera það ekki! Hann brosti bliðlega. j — Mér finnst sárt, ef þér leiðist svona með mér. Ég er j heppnari en þú. Mér þykir skemmtilegt að vera með þér. I Hún lét undan. — Fyrirgefðu, Noel. Ég ætlaði ekki að I vera andstyggileg. Ég ætti vist að fara inn. J Noel kyssti hana einu sinni, tvisvar. — Siðari kossinn j var handa þér... hinn handa varðhundunum! Það fór hrollur um Söndru. — Heldurðu, að þeir séu úti i j þessum kulda? spurði þún. Noel kinkaði kolli. — Þeir lofuðu þvi. Farðu nú. Ég bið I þangað til þú kveikir. Au revoir. Við förum snemma i I fyrramálið. Hann fór út úr bilnum og fylgdi henni að dyrunum og J opnaði fyrir henni að venju. Þau sögðu ekki orð... það var J samkomulag þeirra á milli. Þau vildu ekki vekja Timmy | og Jenny. Sandra lokaði og heyrði lásinn smella. Hún | hlustaði á fótatak Noels á fönninni og fór svo inn til sin að í kveikja ljósið. Um leið og hún kveikti, fann hún, að eitthvað var að, • áður en hún leit við og sá Renée sitja á stól við klæðaskáp- J inn. Áður en henni tókst að hrópa sá hún, að Renée hélt á ■ byssu. — Dragið fyrir að venju, og ég skýt, ef þér gefið Noel J merki! Renée talaði lágt, en Sandra fann, að hún meinti hvert \ orð. Hendur hennar skulfu, þegar hún dró fyrir og stóð | I Alþýöublaðiö Sunnudagur 8. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.