Alþýðublaðið - 18.07.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.07.1976, Blaðsíða 3
8 UR yiMISUM ÁTTUWI Sunnudagur 18. júlí 1976 blaðið Sunnudagur 18. júlí 1976 VETTVANGUR Hefði bannað stjórnmála- flokka—Gyðingar— fhaldið núna - Fóru karlar sex - Leyndardómurinn dýri Við dóðumst að því sem Adolf heitinn gat gert" | „Þrátt fyrir að ég vinni fjrrir ihnldið hef ég ekkert oflagt af minni fyrri tré" „Menn vilja lófo rastkella sig. Félk vill oð það sé einhver sem rœður”. „íslenski þjéðernissinnaflokkurinn ótti oldrei bein skipti við þýska nasista". 1 helgarblaði Visis er viðtal við Helga S. Jóns- son i Keflavik, sem var foringi Þjóðernissinna- flokksins á íslandi og siðar slökkviliðsstjóri i Keflavik. Þar segir Helgi meðal annars: „Þjóöernisjafnaöarmenn i Þýzkalandi (Nasistaflokkurinn) var i ýmsu fyrirmynd Þj«)öernis- sinnaflokksins hér á landi. 1 Hitlersþýzkalandi voru stjórn- málaflokkar bannaöir og rlkti Hitler þar i krafti alræöis Nas- istaflokksins”. Hann er siöan spuröur: „En hvernig heföi veriö aö þessu staöiö ef Þ jóöernissinna- flokkurinn heföi komizt til valda hér á landi?” Og Helgi svarar: „Þaö var okk- ar takmark aö ná öllum völdum. Hina stjórnmálaflokkana heföum viö afskrifaö. Bannaöþá einhvern veginn. Sérstaklega heföi þettú gilt um kommúnista, sem ég tala ekki um af neinni viröingu. Krat- ar og Framsóknarmenn eru meiningarlausir og skoöanalaus- ir. Afnumið Tíosningar Helgi segir ennfremur: „Kosn- ingar heföi ég afnumiö og látiö þaö veröa mitt fyrsta verk. Þaö er litiö vit i aö þjóöfélagsfram- vindan veröi aö byggja á at- kvæöagreiöslu. Hvaö höfum viö marga flokka niina? Fimm eöa sex. Ég get ekki séö aö þaö hafi nein afgerandi áhrif. Þaö þarf aga. Menn vilja láta rassskella sig. Fólk vill aö þaö sé einhver sem virkilega ræöur.” Gyðingar. Um ofsóknir Hitlers gegn Gyö- ingum segir Helgi: „Viö vissum um grimmdarverk Hitlers og lika kristinna manna á Italiu. En viö vildum aldrei binda okkur viö neina erlenda skoöanahópa. En minnumst þess aö i gamla testa- mentinu segir aö gyöingar séu Guös útvalda þjóö. Þeir völdu sér peningaleiöina til áhrifa. Gyöing- ar voru búnir aö kollsigla brezkt efnahagskerfi. Þaö vissi Adolf vinur minn og var haröur á bár- unni. Hann sá aö þaö væri bezt aö lóga þessum „skröttum” og rifa Germani upp. Þaö er ljóst aö þaö voru sóöaátök þegar veriö var aö ráöast gegn Gýöingunum. En hvaö átti aö gera? Þaö er ekki hægt aö útrýma heilum þjóö- flokki. Þrátt fyrir óáran og hung- ursneyöir held ég aö ekki veröi ráöiö viö aö útrýma gyöinga- skröttunum”. íhaldið núna. Um starf sftt fyrir Sjálfstæöis- flokkinn segir Helgi: „Ég vinn meö ihaldinu núna. En þrátt fyrir þaö hef ég ekkert aflagt af minni trú. Sjálfstæöisflokkurinn hefur alltaf veriö linur en viö vildum vera sterkir. Þaö er allt annaö aö fylgja drasli frá degi til dags en aö skapa eitthvaö nýtt”. Síöar segir hann: „Ég sé ekki eftir aö hafa eytt tima minum i þetta þó ég vinni heiöarlega fyrir ihaldiö núna. Ég er sami nasistinn og ég var og verö þaö áfram”. Fóru karlar sex. Vegna deilu iþrótta- fréttamanna dagblaðs- ins Visis og Sigurðar Magnússonar, skrif- stofustjóra ÍSÍ, um ferð- ir fararstjóra á Olympiuleikana, hefur örn Snorrason sent blaðinu eftirfarandi visu: Fararstjórastéttin vex, starfsins vegna — ýmislegs. Ekkert nudd og ekkert pex, enda fóru karlar sex Leyndardómurinn dýri. í kjallaragrein i Dagblaöinu i gær segir Benedikt Gröndal, for- maöur Alþýöuflokksins: „Megin- ástæöan fyrir þvi, hve Banda- rikjamenn og NATO telja sér nauösynlegt aö hafa varnarliö á íslandi, er aö út frá landinu hefur veriö lagt kerfi af hlustunarköpl- um á hafsbotni. Á þessum köplum eru hlustunarstöövar, sem bera hljóöskipa (þar meö kafbáta) inn á mælitæki varnarliösins á Kefla- vikurflugvelli. Þegar grunsamleg hljóö heyrast eru flugvélar send- ar til aö gera frekari athugun á viökomandistaö. Þannig er fylgzt meö feröum allra kafbáta og ann- arra herskipa”. Þegar þetta viötæka hlustunar- kerfi er ihugaö, hljóta menn aö skilja betur áhuga Atlantshafs- bandalagsins á aöstööu á Islandi. Um þessi mál má lesa i erlendum ritum, enda þótt hernaöaryfir- völd fari meö þetta sem strang- asta leyndarmál og þvi hafi sér- staklega veriö haldiö leyndu fyrir Islendingum. En þaö gengur ekki lengur. Þjóöin veröur aö fá aö vita sannleikann um þessi mál og gera sér grein fyrir kapla- og duflamálum landgrunnsins. An þess er ekki hægt aö meta ör- yggismál Islendinga af raunsæi.” —AG í dag verða Ólympiuleikarnir settir i tuttugasta og fyrsta skipti. Þegar ákveðið hafði verið að endurvekja þessa íþróttahátið Forn-Grikkja var samþykkt að fyrstu ieikarnir færu fram i Aþenu. Það var árið 1896. íslendingar tóku fyrst þátt i ólympiuleikunum 1908, þá voru þeir haldnir i London. Einu sinni hefur íslendingi tekizt að ná i verðlaunapening á 01. Það var þegar Vilhjálmur Einarsson varð annar i þristökki á leikunum i Mel- bourn ’56. Að þessu sinni munu þrettán iþróttamenn keppa fyrir íslands hönd á leik- unum. Einn þeirra keppenda sem i dag gengur inn á Ólympiuleikvanginn i Montreal, verður Lilja Guðmundsdóttir. Daginn áður, en hún hélt utan til Montreal, ásamt félögum sinum, hittum við hana á Laug- ardalsvellinum, þar sem hún var að æfa fyrir leikana. Byrjaði ’71 — Ég byrjaði að æfa 1971, sagði Lilja. — Að visu hafði ég þá áður tekið þátt i Hljómskála- hlaupi ’69. En ég fór ekki að æfa reglulega fyrr en tveim árum siðar ’71. 1974 fór Lilja til Nörköping i Sviþjóð. Þar hefur hún dvalið siðan við vinnu, æfingar og keppni. Aðspurð um aðstöðuna i Norköping sagði Lilja að hún væri ekki góð en hinsvegar væri þar góður þjálfari. — Úti hleyp ég með strákunum og þá mest i skóginum. — Ég býst við að verða eitt ár til viðbótar úti, sagði Lilja. Sennilega verð ég þá i Gauta- borg. Ég ætla að reyna að kom- Keflinu skilaö. Myndin er tekin I Kalottkeppninni ’76. Þaö er Erna Guömundsdóttir, sem tekur viö boöhlaupukeflinu úr hendi Lilju Guömundsd. r- WW* * Komin i mark. Myndin er úr Kalottkeppninni ’76. ast þar i skóla til að læra mál t.d. þýzku. Ólympiuleikarnir Lilja sagði að það hefði verið i fyrrasumar sem hún fór að und- irbúa sig fyrir ólympiuleikana i Montreal. — Það var ekki fyrr én þá að ég tók að stefna að Ólympiuleik- unum i Montreal. Aður hafði ég ekkert hugleitt það. 1 Montreal mun Lilja keppa i tveim greinum, 800 m hlaupi og i 1500 m hlaupi. Við spurðum Lilju hvort hún fengi góða keppni út i Sviþjóð. Hún sagði það misjafnt. Stund- um kæmi hún á mót þar sem hún fengi litla sem enga keppni. — I fimmtánhundruð metr- unum er ég fjórða til fimmta bezt i Sviþjóð, en svona i þriðja til fjórða sæti i áttahundruð- metrunum. — Það fara svona tveir til þrir timar á dag i æfingar hjá mér. Lilja sagðist vonast til að vera á toppnum 1984, en þá munu Ólympiuleikarnir fara fram i Moskvu. Aðspurð sagöist hún kannski lita á Montrealleikana sem undirbúning fyrir Moskvu. Taugarnar Þegar viö spurðum Lilju hvort hún kviði ekki keppninni á Ölympiuleikunum brosti hún sinu bliðasta og hristi höfuðiö. — Nei, öll taugaspenna er liö- in hjá, nú biö ég bara róleg eftir að keppnin hefjist. Áöur en hvert hlaup byrjar slappa ég af og tek það rólega. Viö spúrðum Lilju um hvaö hún væri að hugsa þegar hún biði i „startinu”. 59mM Jr Lilja Guðmundsdóttir: FYRRUM SÍMAMÆR A ALÞÝÐUBLAÐINU HLEYPUR NÚ A ÓL Svo sem ekkert, ég reyni á. Ég legg allt i þessa siðustu —En ég á eftir að koma aftur hlaupakona, sem fyrrum var bara að vera afslöppu. I hlaup- tvö hundruð metra. heim i sumar. Ég ætla að keppa simadama hér á blaðinu, farin inu sjálfu eru það á siðustu tvö- Eftir Ólympiuleikana mun i Bikarkeppninni. að æfa. hundruð metrunum, sem ég tek Lilja fara aftur út til Sviþjóöar. Með það var þessi brosmilda jeg/Ab myndir ATA og jeg ] ... 11 •»** Aöur en lagt er upp I feröina til Montreal. A myndinni eru þær tvær frjálsiþróttakonur sem keppa á ieikunum. Þórdis Gisladóttir og Lilja Guömundsdóttir. Lilja Guömundsdóttir I æfingabúningi islenzka ólympiuliösins. Lagt af staö á Olympiuleikana 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.