Alþýðublaðið - 06.01.1977, Side 16

Alþýðublaðið - 06.01.1977, Side 16
F/MMTUDAGUR 6. JANÚAR /977 Nýtt ríkis- fangelsi Fæ o o milliónir á f járlöat jm Verið er að hanna nýtt gæzluvarðhalds- fangelsi, sem fyrir- h»gað er að risi við Tunguháls i Reykjavík. í viðtali við Jón 'Thors i dómsmálaráðuneytinu kom fram, að vonast er til að þessari hönnun ljúki á yfirstandandi Ennfremur sagði Jón, að með hæfilegri bjartsýni mætti reikna með að byggingafram- kvæmdir hefjist i lok ársins. 1 fjárlögum er ríkisstjórninni heimilað að taka allt aö 100 milljón króna lán til þessarar byggingar, en auk 'þessa heimildaákvæðis er i fjárlögum reiknað með 100 m. kr. framlagi til byggingar rikisfengelsa, sem að öllum likindum myndu aö mestu leyti renna til ofan- greindrar byggingar. í byggingunni sem verður 10.000 rúmmetrar verða 52 gisti- rými og þar af sérstök deild fyrir kvenfólk. En hingaö til hefur verið erfiðleikum bundið að hýsa afbrotakonur vegna þess að aðstaða til þess hefur ekki verið fyrir hendi. —GEK Landbúnoðarróðherra skipar nefnd vegna óþurrkanna í sumar Á að meta tjón bænda í ljós hefur komið, að vegna óþurrka i sumar á Suður og Vesturlandi er heyfengur bænda á mörgum svæðum mjög rýr að fóðurgildi. Vegna þessa hefur landbán- aðarráðherra skipað nefnd til að athuga forðagæzluskýrslur af Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi, og skal nefndin kanna hve mikla fjárhagslega fyrir- greiðslu þurfi að veita bændum i þessum byggðarlögum, til þess að gera þeim kleift að kaupa þann fóðurbætisauka sem þarf til að bæta upp fóðurgildi heyja frá siðastliðnu sumri. t nefndinni eiga þessir sæti, Gisli Kristjánsson ritstjóri, sem skipaður hefur verið formaður nefndarinnar, Leifur Jóhannes- son, ráðunautur, varaformaður, Árni Jónasson, erindreki, Hjalti Gestsson, ráðunautur, og Haukur Jörundsson, skrifstofustjóri. (JSS W 'æf ' I K. . . ÚflÉfl Rannsóknaráð ríkisins: Tæknileg upplýsinga- þjónusta strikuð út úr fjórveitingum Það vakti athygli er flett var i gegnum nýútkomin fjárlög 1977, að upphæð sú sem sögð er fara til yfirstjórnar Rannsóknarráðs rikis- ins er hærri en upphæð sem áætluð er til rannsóknar og athugana á vegum ráðsins. Gert er ráð fyrir að til yfirstjórnar fari 14.570 þúsund krónur en i rannsóknir um 12.6 milljónir. Alþýðublaðið bað Reyni Hugason verkfræðing hjá Rannsóknaráði að tjá sig um þennan mismun. Reynir kvað 14.580 þúsiuid krónur ekki vera svo verulega háa upphæð þegar tekið væri til- littil þess að i henni f æ] ist allur reksturskostnaður og innað. Sagði Reynir að upphæðin mætti að skaðlausu vera helmingi hærri. Um aðrar fjárveitingar hafði Reynir það helzt að segja að mjög væri slæmt að ekki skyldi gert ráð fyrir fjárveitingum til tæknilegrar upplýsinga- þjónustu, sem mjög brýnt væri að tslendingar eignuðust. Reyn- ir kvað upplýsingaþjónustu af þessu tagi vera i öllum helztu löndum heims. „Stóra rannsóknaTáð” bað um að tæknileg upplýsingaþjón- usta yröi látin hafa algeran for- gang við útnefningu fjárveit- inga, en það er algerlega strikað Fjórveiting mætti að ósekju vera helmingi haérri, segir Reynir Hugason út úr fjárveitinganefnd. Stofn- kostnaður við slika upplýs- ingaþjónustu kvað Reynir vera um 5 milljónir. Einnig sagðist Reynir undr- andi á þvi að Almannavarnir fengu fjárveitingu i þágu snjó- flóða, en Rannsóknaráð hafði sótt um fjárvejtingu til rann- sóknar á snjófloðahættu á land- inu, en svar synjað. Þær rúmar tólf milljónir sem áætlaðar eru til rannsóknar og athugana á vegum Rannsókna •- ráðs skiptast sem hér segir: Til frumathugana á nýtingu náttúruauðæfa landsins .. 4.000 Þátttökugjald i Nordforsk 2.100 Ylræktarverkefni i Hveragerði............ 5.000 Til starfsiaætlunar ..... 1.500 alþýöu blaðið Scð: i fundargerðum borgarráðs Reykjavikur- borgar eftirfarandi tillögu frá Albert Guðmundssyni: „Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræðingi að láta kanna hve mörg iðn- fyrirtæki hafa flutt starf- semi sina brott frá Reykja- vik : 1) á s.l. 2 árum og 2) á s.i. 5 árum. Fram komi i niðurstöðum könnunarinn- ar ástæða hvérs iðnfyrir- tækis fyrir brottflutningi starfseminnar frá Reykja- vik." Tillagan var sainþykkt samhijóða. Ekki er að efa, að það eru fleiri en Albert, sem hafa áhyggjur af þvi að iðnfyrir- tæki séu fiæmd frá Reykja- vik vegna iélegrar fyrir- greiðslu borgaryfirvalda. o Heyrt: Að þrátt fyrir mikið peningaleysi hjá hópum fólks hafi orðið mikil aukn- ing á innlánum bankanna á siðasta ári. Þegar talað er um innlán er átt við spari- fjáraukningu. Þannig mun ekki fjarri lagi, að innláns- aukning i Landsbankanum hafi numið 40% eða um 25% að greiddum vöxtum. Er álitið, að hagur bank- anna sé mun betri en margur hefði talið eftir allt „peningaleysið”. o Lesið: 1 fjárlögum 1977, að rikisstjórninni er heimilt að fella niður eða endur- greiða sölugjald af vélum og tækjum, vélahlutum og varahlutum til sam- keppnisiðnaðar (verndar- vöruiðnaðar), þ.e. i þeim iðngreinum, sem framleiða iðnaðarvörur, sem falla undir tollalækkunarákvæði friverzlunarsamnings Islands við EFTA og EBE við innflutning til Islands. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis. o Lesið: Einnig i fjárlögun- um, að rikisstjórninni er heimilt að greiða aðilum, sem njóta eftirlauna samkvæmt gömlum regl- um, og ekki eru jafnframt félagar I lögboðnum lif- eyrissjóðum, uppbót á eftirlaun sin, sem hliðstæð sé þeirri hækkun, er sjóðsfélagar lifeyrissjóðs starfsmanna rikisins fengu með lögum frá 1963. ■H

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.