Alþýðublaðið - 09.01.1977, Page 3
SSSS" iSunnudagur 9. janúar 1977
FRÉTTIR 9
Sigfús Halldórs-
son opnar syn-
ingu í dag
Sigfús Halldórsson,
tónskáld opnar
málverkasýningu á
Kjarvalsstöðum i dag.
Þar mun Sigfús sýna
137 myndir, sem flestar
hafa verið málaðar tvö
undanfarin ár.
Flestar eru mynd-
irnar málaðar i oliu, en
einnig eru þarna vatns-
litamyndir, oliukrit,
túss, Dastel og
blýantsteikningar.
Þótt Sigfús Halldórs-
son sé fyrst og fremst þekktur
sem tónskáld, sem hefur lag á
þvi aö syngja sig inn i hjörtu
landsmanna, fer þvi viös fjarri
aö hann sé nokkur fúskari á
myndlistarsviöinu.
Sigfús læröi á slnum tima
myndlist úti I Englandi, en auk
málaralistarinnar lagöi hann
einnig stund á leikmyndagerö.
A sýningunni á Kjarvals-
stööum eru nokkrar myndir af
leiksviöum, upphaflegu
hugmyndirnar, sem siöan voru
útfæröar á lifandi leiksviöi.
Þá er á sýningu Sigfúsar sér-
stakur bás meö myndum, sem
Sigfús málaöi á sinum fyrstu
árum viö nám i Englandi.
Þegar viö litum inn á sýn-
inguna i gær var veriö aö hengja
upp myndirnar. Þarna var Sig-
fús, ljúfur og sætur aö vanda.
Hann tók á móti okkur opnum
örmum, bauö upp á kók og
sagöist vilja spila fyrir okkur
lag og syngja fyrir okkur.
Sigfús segist vera Stór-Reyk-
vikingur. Sennilega kann hann
ekki viö aö segja aö hann sé
Kópavogari. Auk þess er Sigfús
einn af þessum listamönnum
okkar sem hefur svo mikiö af
Reykjavikurblóöi i æöunum, aö
þaö væri synd aö rifa hann upp
úr þvi umhverfi.
Sigfús hefur haldiö margar
sýningar og hann hefur aldrei
átt I neinum erfiöleikum meö aö
selja þær. Þær eru lika góöar
myndirnar hans Sigfúsar, frómt
sagt, og auk þess er fjölbreyttni
þeirra mikil, þannig aö margir
munu sennilega geta fundiö
þarna myndir, sem þeir vildu
láta hanga I stofunni hjá sér.
Og auk þess, aö þvi er Sigfús
Halldórsson segir sjálfur, er
veröi myndanna stillt i hóf.
—BJ
Styrktarfélag vangefinna:
Fær 15 milljónir
frá Hjálparstofnun
kirkjunnar
söfnunarferðum sem
efnt var til af Hjálpar-
stofnun kirkjunnar.
Takmark söfnunarinnar var aö
safna 70 krónum á hvert manns-
barn i landinu og var þvi tak-
marki náö. Ýmis félagasamtök
og starfshópar lögðu fram
drjúgan skerf i þessa söfnun og
þakkaði sr. Bragi Friðriksson
formaður framkvæmdanefndar
Hjálparstofnunarinnar þessum
aöilum veittan stuðning, viö af-
hendingu fjárins. Ekki má
gleyma fjölmiðlum i þessu sam-
bandi en meöan söfnun þessi stóö
yfir birtust greinar i dagblöðum
og þættir i útvarpi.
Afþreyingarheimili það er reisa
á fyrir f járupphæö þessa skal risa
á lóö Styrktarfélags vangefinna
viö Bústaðaveg i Reykjavik,
sunnan viö Bjarkarás. Heimiliö
mun eiga að rúma 24 vistmenn og
ætlunin er að það taki viö vist-
mönnum frá Lyngási og Bjarkar-
ási og veiti þvi betri og meiri
kennslu en möguleiki er á þar.
Þær 15 milljónir sem afhentar
hafaverið Styrktarfélaginu munu
nægja i aö gera húsiö fokhelt og
standa vonir til aö af þvi geti
oröiö næsta haust.
Arkitektar afþreyingarheim-
ilisins eru þeir Helgi og Vilhjálm-
ur Hjálmarssynir ásamt Reyni
Vilh jálmssyni skrúögaröa-
arkitekt.
til byggingar afþreyingarheimilis
Styrktarfélagi van- afþreyingarheimilis
gefinna hafa nú verið af- fyrn- vangefna. Fjár-
hentar 15 milljónir Upphæð þessi safnaðist
króna til byggingar siðastliðið ár í tveimur
VILJA VESTMANNAEY-
INGAR HÆTTA
AÐ REYKJA?
Næstu daga géta Vestmanna-
eyingar, sem vilja hætta aö
reykja (pakkinn kominn i 255
krónur) tekið þátt i námskeiöi,
þar sem þeim veröur kennt
hvernig þeir geta losaö sig viö
þennan ósið.
„Viltu hætta að reykja” er
námskeiöiö kallaö, en þaö veröur
haldiö i Félagsheimilinu viö
Heiöarveg dagana 9. til 13. þessa
mánaöar. Stjórnandi verður Sig-
uröur Bjarnason, prestur, og meö
honum er Hallgrimur Magnús-
son, læknir.
Námskeiðið veröur hvert kvöld
fyrrnefnda daga og hefst klukkan
20:30. Innritun og upplýsingar eru
i sima 1167 og 1439 i Vestmanna-
eyjum.
Frfið byijar um leið og
komið er á Hðtei Loftleiðir
Þeir sem eru að fara utan bæta
heilum degi við fríið með því að
gista hjá okkur-eina hótelinu með
sundlaug og sauna baði.
Veitingar í Blómasal alla daga.
Hótel Loftleiðir er heill heimur út
af fyrir sig.
Notalegur bar. Hárgreiðslu-, snyrti-
og rakarastofur.
Morgunkafíi í ró og næði. Ekkert
basl með töskur og leigubíla
snemma morguns - héðan er haldið
beint á flugvöllinn.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR Sími 22322