Alþýðublaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1977, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMAL Laugardagur 12. febrúar 1977 alþýðu' Utgefa.idi: Alþýðuflokkurinn. Kekstur: Reykjaprent hf. Kitstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Svona tekur embættiskerfið völdin af þingi og stjórn Síðan Gunnar Thorodd- sen tók við starfi raf- orkumálaráðherra hefur hann heimsótt ýmsa landshluta og yfirleitt lofað fólki þar virkjunum og lýst hinni björtustu raforkuframtíð héraðs- ins. Þannig fór á Austur- landi, þar sem lofað var Bessastaðavirkjun, og eins fór í Húnaþingi, þar sem fjálglega var talað um Blönduvirkjun. Þar var sérstaklega um það rætt, að næsta stórvirkjun fslendinga þyrfti að rísa utan við eldfjallasvæðið og væri Blanda líklegasti virkjunarstaður hvað það snertir. Af þessu og ýmsum fleiri ummælum ráðherr- ans héldu menn, að hann hefði áhuga á einhverjum þessara virkjana sem næsta meginverkefni í orkumálum. Það kom því algerlega á óvart fyrir nokkrum vikum, er til- kynnt var opinberlega, að sá hinn sami Gunnar Thoroddsen raforkuráð- herra hef ði samþykkt, að ráðist skyldi í virkjun Hrauneyjarfoss, sem er skammt neðan við Sigöldu og ekki allfjarri Búrfellsvirkjun. Hvað hafði gerst? Hafði ráðherrann vísvit- andi blekkt fólk um land allt, úr því að hann sam- þykkti skyndilega enn eina stórvirkjun á eld- f jallasvæðinu á Suður- landi? Skýringin á þessum at- burðum er lærdómsrík. Hún sýnir okkur, hvernig stjórnkerfið og embættismennirnir í því taka völdin af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og sjálfri rikisstjórn lands- ins. Landsvirkjun var sett á stofn, þegar Búrfells- framkvæmdir voru undirbúnar, og eru eig- endur fyrirtækisins ríki og Reykjavíkurborg. Landsvirkjun rekur nú allar rafstöðvar á Suður- og Suðvesturlandi, selur rafmagnið og vinnu að. raforkumálum. Fljótlega varð hún að stórfyrir- tæki, sem velti gífurleg- um fjárhæðum og réði til sín f jölda fær- ustu manna. Þarna var komið stór- fyrirtæki með sterkum embættisaðli (og að visu kjörinni stjórn) — og fyrirtækið notaði f járráð sín og starfslið til að undirbúa enn frekari virkjanir á starfssvæði sínu. Ekki verður talið ó- eðlilegt, að stórfyrirtæki undirbúi þannig sína eigin stækkun, við því er að búast. Nú fórsvo illa, að þjóð- in var seinheppin með tvo orkumálaráðherra, Magnús Kjartansson og Gunnar Thoroddsen, og þeir komu orkumálum landsins í hnút. Milljónum er ausið af fyrirhygrjuleysi í Kröflu, byggðalínan er vanrækt, byrjað er á frumathug- unum fyrir virkjun á Austurlandi, gerðar skipulagsæfingar með orkumál Vestfjarða og rifist um Blöndu. Þótt Orkustofnun sé mikið fyrirtæki, einnig hlaðið sérfræðingum eins og Landsvirkjun, er engin virkjun nálægt því að vera fullhönnuð — ekki einu sinni Krafla. Þannig leið tíminn, en af mörgum ástæðum verður ein virkjunar- framkvæmd að taka við af annarri. Það ættu að vera ákvarðanir ríkis- stjórnar og Alþingis, í hvaða röð virkjað er, hversu stórar virkjanir eru og hvernig orkan verður notuð. Skyndilega stóð ríkis- stjórnin frammi fyrir ákvörðun um næsta áfanga raf magnsf ram- leiðslu, sem mundi kom- ast í gagnið eftir 1980. Landsvirkjunarkerf ið var tilbúið með vandlega hannaða virkjun f Hraun- eyjarfossi. Embættis- mennirnir hföðu unnið sín störf, og nú sögðu þeir ráðherra, að ákvörðun mætti ekki dragast. Raforkuráðuneyti, Orkustofnun, Rafmagns- veitur ríkisins, Laxár- virkjun og hvað þeir nú heita allir aðrir aðilar raforkukerf isins, voru óviðbúnir. Þeir höfðu ekki hannað næsta virkjunaráfanga. Þeir gátu ekki lagt fyrir ríkis- stjórn og Alþingi neinn valkost. Það var ekkert að gera nema hlíta vilja Lands- virk junarkerf isins og embættismanna þess. Ríksistjórnin beygði sig ogsagði jáogamen. Hún hafði ekki um neitt að velja. Kerfiðtók völdin af kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar. Hér verður látið ósagt, hvort þetta var skynsam- leg ákvörðun eða ekki, en hún gerði raforkumála- ráðherra kjánalegan í augum þjóðarinnar, eftir tal hans um land allt. Svona tók kerf ið málið í sínar hendur, og þetta er ekkert einsdæmi hér á landi. Svona fer embættiskerf ið oft að. Embættismenn okkar vita of fáir, að þeir eiga með sérkunnáttu að leggja fyrir þjóðkjörið þing og ríkisstjórn helztu valkosti í hverju aðkall- andi máli, og þeir sem fara með lýðræðislegt umboð, eiga að taka loka- ákvörðun, ekki hinir ævi- ráðnu sérfræðingar. —o • Sjómenn á • Snæfellsnesi: : Er ekki j grundvöllur : fyrir veru- : legum : skiptaverðs- j hækkunum ? >• Sjómenn á Hellissandi, j Rif i og Olafsvík héldu f und • i Röst síðastliðinn sunnu- : dag, þar sem þeir ræddu : kjaramál sín og sífelldar • skerðingar á kjörum al- j mennings. • í ályktun fundarins kem- : ur fram, að lýst er furðu : yfir því að ekki skuli nú i vera grundvöllur fyrir • verulegum f iskverðshækk- • unum (á skiptaverði til sjó- : manna), þrátt fyrir veru- : legar hækkanir á fiskaf- : urðum fslendinga á erlend- : um mörkuðum. Þá tóku • fundarmenn eindregið ; undir mótmæli Sjómanna- J sambands fslands gegn • skattaf rumvarpinu ill- : ræmda, enda töldu þeir nóg : vera að gert nú þegar við : að skerða kjör sjómanna : með lögum, þó ekki bættist • enn við ,,einhver ólög", en í : þeim fælist m.a. að frá- : dráttur sjómanna skertist : um 25-30% miðað við nú- ; gildandi lög. f lok álykt- • unarinnar segir orðrétt: • „Fundurinn álítur að ^strax og lög um kjara- ^samninga sjómanna renna : út, verði að taka kjaramál jsjómanna föstum tökum, • og hvika hvergi frá raun- ^hæfum kjarabótum og ^kannaðar verði allar leiðir ;til að ná settu marki að Jmannsæmandi launum jfyrir sjómenn". • —ARH I Island á óbeizlaða vatns- orku fyrir 35 milljarða á ári! Ef öll óvirkjuð vatns- orka á íslandi væri virkjuð, og 20% dregið frá fyrir náttúruvernd, mundi sú orka vera 35 milljarða króna virði á ári, miðað við það orku- verð, sem Járnblendi- verksmiðjan á að greiða, sem er ekki hátt, sagði Benedikt Gröndal i umræðunum um verk- smiðjuna á Alþingi á fimmtudag. Hann taldi þessa orku svo verðmæta auðlind, að islenzka þjóðin gæti ekki neitað sér um að nota hana. Hins vegar verði svo mikil orka ekki virkjuð nema með stór- um kaupendum eins og orkufrekum iðnaði, enda þótt næg orka sé ætluð til allra hugsanlegra ann- arra nota i landinu. Af þessu leiöir, hélt Benedikt áfram, aö bein andstaöa viö orku- frekan iönaö er hrein ihaldssemi i efnahagsmálum, sem mundi leiöa til þess aö lifskjör fjölgandi þjóöar mundu staöna eöa versna i framtiöinni. Benedikt gagnrýndi mörg atriöi varöandi framkvæmdir viö undirbúning járnblendiverk- smiöjunnar og kraföist upplýs- inga um önnur. Þrátt fyrir þaö kvaö hann þingmenn Alþýöu- flokksins mundu styöja frum- varpið. Þeir heföu stutt fyrra frumvarpiðá sinum tima og teldu þá breytingu til bóta, aö samningsaöili væri nú norskt fyrirtæki i staöinn fyrir banda- riska auöhringinn Union Carbide Corporation. Þá benti Benedikt á, aö væri nú hætt við þessa verksmiðju, mundi þjóðin þurfa að greiða marga milljarða i hækkuðu rafmagns- verði — ofan á allt sem fyrir er I þeim efnum —þvi aðgreiöa yrði afborganir og vexti af lánum til Sigölduvirkjunar, þótt verk- smiðjan yrði aldrei kaupandi að orkunni. Þetta eitt ætti að verða til þess, að þingmenn, sem hafa verið á móti verksmiðjunni, létu nú af andstööu sinni frekar en að leggja á rafmagnsneytendur stórfelldar byrðar. BenediktGröndal ræddi nokkuö um orku og orkufrekan iönaö almennt. 'Ataldi hann, aö rikis- stjórnin heföi átt aö láta gera itarlega athugun á öllum hugsan- legum iöngreinum, og skýra frá þeim niöurstööum, svo að þjóöin og ráöamenn hennar gæti valiö um. 1 stað þess að gera þetta hafi skyndilega sprottiö upp úr bak- nefndum rikisstjórnar álver og járnblendi, án þess aö um nokkuð annaö væri aö velja. Ýmsar aörar iðngreinar hlytu aö vera til, sem ef til vill féllu betur aö islenzkum aðstæðum. Þá ræddi Benedikt þaö, sem varast bæri i skiptum viö fjöl- þjóða fyrirtæki, en það væri sér- staklega ráö þeirra yfirhlekkjum framleiðslunnar á undan og eftir verksmiöju hér. Vel virtist vera búiö um sölu i samstarfi við Spiegelverket, en allar upplýs- ingar vantaöi um 300.000 iestir af hráefnum, hvaöan þau ætti að kaupa,frá norska fyrirtækinu eöa öðrum. Eftir þvi gæti afkoma verksmiðjunnar farið. Enn gagnrýndi Benedikt hafnarmál i sambandi viö stór- iöju hér á landi. Hann taldi merkilegt, aö i landi sjávarút- vegs, þar sem hvert byggðarlag beröist i áratugi fyrir sómasam- legri höfn, þyrfti ekki annaö en nefna stóriöju, þá væri sjálfsagt aö reisa um leið stórhöfn. Alveriö stæöi aö visu undir Straums- vikurhöfn, en svo væri ekki um Hvalfjörö. Til greina heföi komiö aö hota Akraneshöfn, enda ætti aö nota tiltölulega litil skip, en i þess staö mundi rikiö nú reisa á kostnaö skattgreiöenda hafnar- mannvirki fyrir amk. 600 milljón- iriHvalfiröi, sem mundi lengi vel ekki þjóna öörum en járnblendi- verksmiðjunni. Benediktræddi einnig um orku- verð og kvaöst vænta þess, að ráðamenn þeirra mála geröu hreint fyrir sinum dyrum varö- andi verksmiöjuna — sönnuöu aö orkuveröiö væri framleiösluverö og betur en þaö. Almenningur ætti erfitt meö aö skilja, hvers vegna raforkuveröiö hækkar stöðugt, þótt alltaf sé veriö aö reisa stór orkuver til aö fá hag- stætt orkuverð, og þaö sé sagt mun lægra hér en i öörum löndum (sem þó ekki gildir um innlenda notendur. Þá heföi óstjórn orku- málanna leitt til þess ástands, aö heildsöluverö raforku á Suö- vesturlandi væri til dæmis aöeins 25% af þvi, sem óbreyttir neyt- endur greiddu, og þyrfti þetta ástand fyrst skýringar og svo leiöréttingar viö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.