Alþýðublaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMAL Sunnudagur 10. júlí 1977 {?!£%{#*' Útgefaadi: Alþýftuflokkurinn. Kiksiur: Keykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeiid, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Núgildandi stjórnar- skrá islenzka lýðveldisins er rúm- lega aldar gömul. Við búum enn við stjórnar- skrána, sem konungur Danmerkur og íslands færði okkur á þúsund ára afmæli búsetu i landinu árið 1874. Gagngerar breytingar hafa að sjálfsögðu orðið á fullveldis- málum Islendinga og á stjórnarháttum á þessu timabili. íslendingar öðluðust heimastjórn 1903, fengu fullveldi sitt viðurkennt 1918 og stofnuðu lýðveldi 1944. 1 tengslum við slikar breytingar hafa að sjálfsögðu verið gerðar nauðsynlegar orða- lagsbrey tingar á stjórnarskránni. Þ»á hafa og verið gerðar á henni mikilvægar breytingar i sambandi við breytta kjördæma- skipun. í raun og veru eru þær einu breyt- ingarnar, sem gerðar hafa verið á stjórnar- skránni og talizt geta efnisbreytingar, óháðar breytingum á fullveldi þjóðarinnar. Þegar á þriðja ára- tug þessarar aldar eða fyrir fimmtiu árum var ljóst, að íslendingar mundu stofna lýðveldi um miðjan fimmta áratuginn. Eðlilegast hefði verið, að ný stjórnarskrá hefði þá verið undirbúin. Nokkrar umræður fóru þá fram um, hverjir vera skyldu megin- drættir slikrar stjórn- arskrár, enda er þar um mörg álitamál að ræða. En þessi hálfa öld hefur liðið, án þess að nokkuð væri aðhafst i þessu efni. Lýðveldið islenzka er orðið meira en þrjátiu ára gamalt, en býr enn við st jórnar- skrá, sem er hundrað ára að stofni til. Rétt áður en lýðveldið var stofnað yar kjördæmaskipun- inni að visu breytt með breytingum á stjórnar- skránni eða árið 1942. Niu árum áður eða 1933 hafði kjördæmaskipun- inni verið breytt i fyrsta skipti i áratugi i þvi skyni að bæta úr ranglæti, sem var orðið óþolandi. Hin gamla kjördæmaskipun hafði Sljómarskrármálið svo að segja löghelgað tveggja flokka kerfi á íslandi, kerfi, þar sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kepptu um völdin og Framsóknarflokkurinn naut stórfelldra friðinda. í kjölfar þess- arar kjördæmabreyt- ingar kom Alþýðu- flokkurinn til skjalanna sem þriðja aflið i islenzkum stjórn- málum. Kjördæma- skipunin hafði til þessa komið i veg fyrir, að hann hefði nokkur veruleg áhrif. Breytingin 1933 var fjarri þvi að fullnægja réttlæti. Þess vegna var efnt til breytingar- innar 1942. Fjórum árum áður hafði Alþýðuflokkurinn klofnað og Sósialista- flokkurinn komið til - skjalanna. Kosning- araar 1942 voru fyrstu kosningarnar, sem hann tók þátt i. Kjördæmaskipunin frá 1942 varð grundvöllur að f jögurra flokka kerfi i landinu, en Sjálf-1 stæðisf lokkur og Framsóknarflokkur héldu þeirri forystu i islenzkum stjórn- málum, sem gömul kjördæmaskipun hafði fengið þeim. Búseta og þjóðfélags- hættir héldu áfram að breytast á Islandi. Kjördæmaskipunin frá 1942 reyndist gölluð og ranglát. Enn var henni þvi breytt 1959, i núverandi form. En hið gamla flokkakerfi hefur i grundvallar- atriðum haldizt óbreytt. Nú er gildandi kjördæmaskipun bráðum orðin tuttugu ára gömul. Augljóst er, að i kjölfar breyttra að- stæðna i þjóðfélaginu er hún orðin úrelt og ranglát. En nú hefur nýr hugsunarháttur einnig rutt sér til rúms varðandi kjördæma- skipun og kosningar. Nú einblina menn ekki lengur á það, að lands- hlutar eða flokkar hafa fleiri eða færri fulltrúa á lögg jafarsam- komunni en þeir eiga rétt á. í kjölfar þess, sem hefur verið að gerast með öðrum lýðræðisrikjum undan- farið, óska nú æ' fleiri breytinga á sjálfu kosningafyrirkomulag- inu. Menn vilja ekki lengur vera bundnir við það að kjósa flokk. Menn vilja lika geta haft bein áhrif á það i kosningum, hvaða menn skipa löggjafar- samkomuna. Hið svo nefnda flokksræði hefur verið á undan- haldi i lýðræðisrikjum undanfarið, og svo er einnig tvimælalaust hér á landi. Það má ekki dragast lengur að endurskoða stjórnarskrána, enda hefur þingkjörin nefnd starfað að þvi verkefni um nokkurra ára skeið. En nú má ekki láta við það eitt sitja, að breyta kjördæmaskipuninni einni, eins og gert hefur verið i þrjú siðustu skipti. Nú verður lika að breyta sjálfri kosningatilhöguninni og gera rétt kjósandans meiri en hann hefur verið, auka sjálf lýðræðisréttindi hans. Og það verður að gera enn meira. Það verður loks að setja lýðveldinu nútimalega lýðveldis- stjórnarskrá, sem byggir á nútima hug- myndum um frelsi, lýðréttindi og réttar- öiyggi. GÞG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.