Alþýðublaðið - 19.07.1977, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 19.07.1977, Qupperneq 2
2 STJÚRNMÁL/ FRÉTTIR Þriðjudagur 19. júlí 1977 ÁU.C^sencW AUGlySINGASIMI BLADSINS ER 14906 alþýðu- Tötgefaadi: Alþýöuflokkurinn. Reksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfísgötu 10 — simi 14Ó06. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á rnánuöi og 60 krónur i lausasöluu Loðnubátar fá ekki síldveiðaleyfi 1 þvi skyni aö minnka sókn smærri báta i þorskstofninn hef- ur Sjávarútvegsráöuneytiö ákveöið aö reyna aö beina hluta flotans á sildveiðar. Þvi hafa nú verið teknar upp nýjar reglur um úthlutun leyfa til sildveiða, sem kveöa á um aö þau skuli einungis falla þeim báöum i skautsem séu stærri en 105 tonn og minni en 350 tonn. Með þess- um nýju reglum er fyrir þaö tekiö aö loönuskip, sem nær ein- göngu hafa setiö aö sDdveiöileif- unum undanfarin ár, fái þau við næstu úthlutun. Sjávarútvegs- ráöherra sagöi i gær að þetta væri gert með hliðsjón af nýjum viðhorfum i sambandi við loðnuveiði, það er sumar- veiðina, og væri þetta einn lið- urinn i ráöstöfunum stjórnar- innar til aö draga úr sókn fiski- skipaflotans i þorskstofniim. Nýtt verð á kola Verölagsráö sjávarútvegsins hefur ákveðiö eftirfarandi lágmarksverö á eftirgreindum kolategundum, er gildir frá og með 15. júni til 31. desember 1977. Skarkoli og þykkvalúra: 1. f lokkur, 453 gr til 1250 gr, hvert kg kr. 60.00. 2. flokkur 435 gr til 1250 gr hvert kg. kr. 44.00. l.og 2. flokkur, 250gr til 452 gr og yfir 1250 gr, hvert kg. kr. 30.00. Langlúra og stórkjafta. 1. og 2. flokkur, 250 gr og yfir hvert kg. kr. 30.00 Sandkoli: 1. og 2. flokkur 250 gr og yfir hvert kg kr. 30.00. Verðflokkun samkvæmt framansögöu byggist á fæöa- flokkun Framleiöslueftirlits sjávarafuröa. Veröiö miöast viö aö seljendur afhendi fiskinn á flutningstæki viö hliö veiöiskips. Prestastefnan og breytt viðhorf Prestastefna íslands, sú er haldin var að Eiðum í lok júni-mánaðar, var um margt merkileg. Þar fóru fram opinskáar og hressilegar umræður um ýmis kirkjuleg málefni, og þar var lagt fram álit Starfsháttanefndar þjóð- kirkjunnar, sem kann að marka tímamóti í starfi kirkjunnar, er fram líða stundir. í áliti Starfsháttanefnd- ar er bent á órofna sam- fylgd kirkjunnar og ís- lenzku þjóðarinnar um aldaraðir, sem taka verði tillit til við umræðu um stafshætti. í álitinu er rætt um kirkjuna sem þjóðkirkju, og að sú skip- an haldist í meginatrið- um. Þá er gert ráð fyrir, að lögð verði áherzla á það að kirkjan fái aukið sjálf- stæði gagnvart ríkinu og að hún fái fullt sjálfræði um ákvörðun og skipulag innri mála sinna og ytri, að svo miklu leyti sem samrýmist sambandi rik- is og kirkju. Lögð er á- herzla á, að f járhagslegt sjálfstæði kirkjunnar verði aukið og að hún taki upp virkari starfseining- ar til að reyna að efla samstarf og auka hreyf- anleika kirkjulegra em- bætta. Þá kemur fram í álifinu, að starf I rTiánna verði ef It og þeim gefin aukin aðild að stjórn kirkjunnar. Ein meginbreytingin, samkvæmt álitinu, er fólgin í því að gera prófastsdæmin að sjálf- stæðum starfseiningum í stað prestakallanna, eins og nú er. Talið er æski- legt, að landinu verði skipt í þrjú biskupsdæmi, þar sem biskup hvers þeirra fer með yfirstjórn kirkjulegra mála. Einn þeirra verði fremstur meðal jafningja og hafi yfirumsjón með tiltekn- um málaflokkum, er snerta kirkjuna í heild. Starfsháttanefnd hefur unnið mikið starf við á- litsgerðina, og setur f ram margar athyglisverðar hugmyndir, sem eru tví- mælalaust til mikilla bóta. Þetta álit sannar, að kirkjan er ekki stöðnuð stofnun, sem ekki fylgist með breytingum í þjóðfé- laginu. Það er hins vegar ekki vanzalaust hve hið ver- aldlega vald i þjóðfélag- inu hefur staðnað í allri afstöðu sinni til kirkjunn- ar. Það kemur því ekki á óvart þegar biskup Is- lands og prestar gagn- rýna stjórnvöld fyrir lít- inn skilning á málefnum kirkjunnar. Þeir, sem fylgjast með störfum Al- þingis, vita, að þar verður vart lítillar hreyfingar, þegar kirkjuleg mál ber á góma. Stjórnmálaflokkar og þingmenn lýsa stuðn- ingi sínum við málstað kirkjunnar á hátíðlegum stundum og fyrir kosn- ingar, en koðna svo niður i sölum Alþingis. Kannski I feimnir við örfáa starfs- bræður, sem hafa lýst sig andvíga stuðningi við kirkjuleg málefni. Umræða um trúmál og islenzka kirkju hefur að undanförnu snúist alltof mikið um ýmis túlkunar- atriði einstakra presta, spíritisma og annað af því tagi. Þær umræður eru til þess eins f allnar að grafa undan áliti almenn- ings á kirkjunni og þjón - um hennar. Þess vegna er mikill fengur að jákvæð- um og hreinskilnum um- ræðum, eins og urðu á síðustu Prestastefnu ís- lands. Flestir hinna íslenzku presta og leikmanna í kirkjulega starfi eru - sammála um, að gera þurfi kirkjuna meira líf- andi i öllu starfi. Það þarf að starfa alla daga vikunnar, en ekki aðeins á sunnudögum. Sú stefna nýtur æ meira fylgis, að betra sé að reisa litlar kirkjur, þar sem aðstaða sé til hverskonar funda- halda og tómstundariðk- unar, en stórar kirkjur, þar sem menn koma vart nema til hins eiginlega helgihalds. Það væri heldur ekki úr vegi fyrir ráðamenn borgar og bæja að kanna hvort kirkjan gæti ekki tekið að sér verulegan hluta af því æskulýðs- starfi, sem unnið er fyrir tugi og hundruð milljóna króna á ári. Þar væri skynsamlegt að nýta starfskrafta leikmanna og presta. Þá hafa fjöl- margar kirkjur yfir að ráða góðu húsnæði, sem nauðsynlegt er að nýta. — Þótt álit Starfshátta- nefndar fjalli um innri störf kirkjunnar, er ekki síður mikilvægt að beina sjónum að hinum ytri störfum, sem hér hafa verið nefnd. Kirkjan þarf að vera ó- rög við að halda út á nýj- ar brautir. Hún hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Þótt talsvert beri á andkristnum öflum þessa stundina, rista á- hrif þeirra ekki djúpt. En þeim ber þó að mæta af festu og einbeitni. — Prestastef na, eins og hin síðasta, getur haft veru- leg áhrif til jákvæðrar umræðu um kirkjunnar mál og stuðlað að breytt- um viðhorfum. — AG BHM menn fá launahækkun Hinn 13. júli s.l. krafðist Bandalag háskólamanna endurskoöunar á aðalkjara- samningi bandalagsins viö fjármálaráðherra með hliðsjón af nýgerðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaönum. Slik endurskoöun er heimil skv. gildandi lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsamnna. Krafizt var 14% hækkunar á laun júlimánaðar skv. gildandi samningum frá og með 1. júli aö telja. Skv. gildandi samningi hafa félagar BHM fengið 11% hækk- un grunnkaups og verðlagsbóta samtals, miöað viö kauplag á almenna vinnumarkaðnum fyrirnýgeröa samninga. Krafan fól þannig i sér heildar hækkun sem nam 26,5% Samningar hafa nú náöst um 7,5% hækkun júlilauna að óbreyttum samning að ööru leyti. Þaö svarar til 19,3% heild- arhækkunar i samanburöi viö á hinum al- menna markaði. Samningar um þetta efni voru undirritaðir i dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.