Alþýðublaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 30. október 1977 :!S w Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, sfmi 81866. Auglýsihgadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuði og 70 krónur I tausasölu. Sinfóníuhljómsveitin Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um lögfestingu á starf- semi Sinf óníuhl jóm- sveitar Islands. Hefur frumvarpinu verið vel tekið á Alþingi, og má búast við því, að það verði samþykkt nú á haust- þinginu. Er það vel. Jafn- m i k i I væg opi n ber menningarstof nun og Sinfóníuhljómsveitin, sem hefur um 60 starfs- menn og veltir talsvert á annaðhundrað milljónum á ári, verður að hafa stoð í lögum. Ekkert menningarþjóð- félag getur verið án hljómsveitar, — jafnvel þótt lítið sé, eins og hið ís- lenzka, mundu margir segja, þótt hitt sé sönnu nær, að einmitt lítið menningarþjóðfélag má ekki vera án sinfóníu- hljómsveitar sem eins af hornsteinum tónlistarlífs. Saga hljómsveitarmála á (slandi er ekki löng. í fyrra voru hundrað ár síðan fyrsta hljómsveitin var mynduð á (slandi, Lúðraþeytarafélag Reykjavíkur, sem Helgi Helgason tónskáld stof naði, en í því voru sex hljóðfæraleikarar. I sam- bandi við komu Kristjáns konungs Xtil íslands 1921 var Þórarni Guðmunds- syni fiðluleikara falið að æfa tuttugu manna hljómsveit. Úr því varð Hljómsveit Reykjavíkur. Hún starfaði í þrjá ára- tugi og varð tónlistarlíf i á (slandi til mikillar efl- ingar. En hún hlaut ekki þann stuðning, sem nauð- synlegur var til þess að hún héldi velli. En þá gerðust merkir atburðir í íslenzku tón- listarlífi. Ragnar Jónsson og nokkrir aðrir félagar hans stofnuðu Tónlistar- félagið 1929. Ari síðar komu þeir, ásamt Páli (sólfssyni, á fót Tónlistarskólanum í Reykjavík. Og sama árið hóf Ríkisútvarpið starf- semi sína. Þessir þrír atburðir mörkuðu tíma- mót í sögu tónlistarmála á þessari öld. Það braut- ryðjendastarf, sem hófst með stofnun Tónlistar- félagsins og Tónlistar- skólans verður aldrei fulIþakkað. Að öðrum ólöstuðum á einn maður mestan heiður af þessu verki og mestar þakkir skildar fyrir árangurinn, Ragnar Jónsson. Ekki leið á löngu þangað til strengjasveit starfaði á vegum Tónlistarskólans. Og Ríkisútvarpið gat að sjálfsögðu ekki verið án hljómsveitar. Kom það á fót Útvarpshljómsveit- inni, sem í voru 15 manns. Upp úr þessum jarðvegi spratt Sinfóníuhljómsveit (slands. Hélt hún fyrstu hljómleika sína vorið 1950 eða sama árið og Þjóð- leikhúsið tók til starfa. En við mikla fjárhags- erfiðleika var að etja, og var starfsemi hljóm- sveitarinnar stopul. En Ragnar Jónsson, sem verið hafði driff jöður við stofnun hl jómsveitar- innar, og Jón Þórarinsson tónskáld, sem var fram- kvæmdastjóri hennar, gáf ust sem betur fer ekki upp. Vorið 1956 hóf hún störf á ný, kostuð af Ríkisútvarpi, ríkissjóði, Þjóðleikhúsi, borgarsjóði og Tónlistarfélaginu. Enn var við mikla erfiðleika að etja. En vorið 1961 samdi menntamálaráðu- neytið um það við Ríkis- útvarpið, að það annaðist daglegan rekstur hljóm- sveitarinnar, en fé til rekstrar hennar yrði lagt fram af ríkissjóði, Ríkis- útvarpi, borgarsjóði og Þjóðleikhúsi. Hefur sú skipan haldist til þessa dags. Frumvarpið um lögfestingu hljómsveitar- innar gerir og ráð fyrir áframhaldi þessarar skipunar, að því viðbættu að bæjarsjóðir nágranna- sveitafélaga Reykjavíkur verði einnig aðilar að rekstrinum, eins og eðli- legt er. Meðan Sinfóníuhljóm- sveitin var að festast í sessi á undanförnum tveim áratugum, var starfsemi hennar engan veginn óumdeild og jafnan mikii átök um fjárframlög til hennar, bæði opinberlega, en þó ekki síður á bak við tjöldin. Þeim mun ánægjulegra er, að nú, þegar gert er ráð fyrir því, að starfsemi hennar verði tryggð til fram- búðar með lagasetningu, skuli allir þeir alþingis- menn, sem létu til sín heyra, er frumvarpið var lagt fram, hafa viður- kennt gildi hennar fyrir islenzkt menningarlíf og nauðsyn þess, að fram- tíðarstarf hennar yrði tryggt. GÞG THfo ’Andlega skyldur 1 Böll og Updike’ ,,Það getur verið erfitt fyrir hversdagsmann- inn að fara réttilega með frelsið”, segir sovézki rithöfunurinn Jurij Trifonov. Jurij Trifonov, sem er einn af mest áber- andi rithöfunum Sovét- manna, lét þessi orð falla er hann var stadd- ur i Kaupmannahöfn i tilefni af danskri út- gáfu Fremad forlags- ins á bók hans, Annað lif. Þessa bók má kalla i senn markstein á rit- höfundarferli Trifon- ovs og breytingu á við- fangsefnavali sovézkra rithöfunda. Trifonov staöfestir þaö, sem raunar var ljóst áöur, aö í staö þess aö fjalla um samtlöina I upphöfnum lofgeröastfl um á- gæti skipulagsins, séu sovézkir höfundar nú aö snúa sé aö lýs- ingum á lífi hversdagsfólksins — raunsætt. „Þetta er nokkuö, sem al- mennt liggur i breyttum tfmum nú, og er fyrir mér áfangi í nýju gildismati”, segir Trifonov. Trifonov fjallar i þessari nýju bók um hugleiöingar Olgu, ekkju manns Ur menntamanna- stéttí Moskvu. Þar gerir hún til- raun til aö hugleiöa lifshætti sina og manns sins og meta aö nýju, hvers hún hafi notiö og fariö á mis. I hjónabandinu þjáöist hún af sifelldum erjum milli sin og eig- inmannsins, fyrst og fremst — aö hUn telur nú — af þvf aö hún geröi sér ekki grein fyrir dýpri rökum þess, hvers vegna hvort héit i raun og veru sina götu. 1 staö þess aö hún reyndi aö samhæfa sig kröfum þjóöfélags- ins, eins og þær komu henni fyr- ir sjónir var, var eiginmaðurinr sveimhugi, sem haföi ekki vald á því aö ná neinum viöhlitandi árangri, miöað viö menntun hans sem sagnfræðings. ,,Þaö, sem ég er að reyna aö lýsa hér”, segir Trifonov, „eru hin óhjákvæmilegu áhrif, sem velgengni i starfi, eöa hiö gagn- stæöa,hafaá lifsviðhorf manna. Ég bendi á, að til þess að kom- ast heiðarlega áfram, veröi menn I senn aö vera staöfastir og samt tilbúnir til aö gera skynsamlegt og heiöarlegt sam- komulag og standa viö þaö. Víst er, aö hvort sem er aust- antjalds eða vestan, er erfiðara hlutskipti nú, aö vera maöur. Frelsi I auknum m æli gefur fólki fleiri kosti um aö velja og í þvi liggur vandinn, aö velja og hafna rétt”. Viðhorf til skáld- bræðra. „Mér finnst ég vera andlega skyldastur, sem rithöfunur þeim Heinrich Böll og John Up- dike — einkum Updike”, segir Trifonov. „Háttur þeirra að skoöa einstaklinginn i spegli samtiöarinnar og þjóöfélags- hátta á hverjum staöog tíma, er mér mjög aö skapi. Mér viröist aö þeir taki raunhæft á hlutun- um og þaö skiptir öllu máli”. önnur viðfangsefni. Trifonov hefur, eins og áöur segir, velt fyrir sér margkonar viðfangsefnum. Um bók sina, Þolleysi.sem f jallar um hryðju- verkamenn nútlmans, farast honumsvoorö: „Ég lit svo á,aö þvi fari fjarri að hryöjuverka- menn, t.d. hinir þýzku, séu bylt- ingamenn. Þetta eru að minu mati glæpamenn og stjórnleys- ingjar, sem vegna eigin van- metakenndar vinna ódæðis- verkin til aö láta á sér bera. Min skoðun er, aö beztfæri á, að þeir væru þagöir i hel. Aö þvi hlýtur að koma, þó hinsvegar veröi aö snúast hart viö illræöisverkum þeirra I bili. Vandinn er aö gefa þeim hvorki of mikið rúm I f jöl- miölum sem f réttaefni og þaðan af siöur gera þeim kleift aö verða pislarvottar”! Eins og er, býr Trifonov viö vaxandi athygli innan og utan Sovétrikjanna og bækur hans eru þýddar á flestar höfuötung- ur. (JrAktuelt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.