Alþýðublaðið - 05.11.1977, Side 7

Alþýðublaðið - 05.11.1977, Side 7
Laugardagur 5. nóvember 1977 7 Itingin 60 ára — 7. nóvember 1977 illar byltingar starfsmenn flokksins. í nálægt áttatiu borgum gaf hann út yfir 600 flugrit i tveim milljónum ein- taka, þar sem skoraö var á fólk til aögerða. Sú staðreynd að hundr- uð þúsund verkfallsmanna gerðu áskoranir flokksins að kjörorðum hreyfingar sinnar, þrátt fyrir kúgunina, sýnir að viðleitni hans var ekki árangurslaus. t febrúar 1917 bar svo byltingarsæðið ávöxt. Hlutlausir áhorfendur vildu ekki eða gátu ekki skilið Frásagnir hlutlausra áhorf- enda frá febrúardögunum 1917 mora af setningum eins og : .Mannfjöldinn tók vopnabúrið”, „Einhver kona kom út úr mann- fjöldanum og ávarpaði kósakk- ana, og eftir það hörfuðu þeir”, „Mannfjöldinn þusti að fangels- inutilaðfrelsa pólitíska fanga...” Nú þegar sovéskir sagnfræð- ingar hafa kannað það sem gerð- ist i febrúar 1917, í smáatriðum, hefur verið gert kleift að þekkja nokkur andlit i þessu mannhafi. Til dæmis stjórnaði stúdentinn Tsjugurin töku vopnabúrsins, en hann gekk i flokkinn árið 1902 og var félagi i nefnd flokksins I St. Pétursborg. Konan sem ávarpaði kósakkana var A.I. Kruglova, einnig féiagi i flokknum, en M.I. Kalinin stjórnaði árás sveita verkamanna og hermanna á fangelsið. Kalinin var ein af stoö- um og styttum flokksins og siður f * r f* t* tm ? r»T ;• ii ■***<» tt* jf * lÍfeÉ >44 x .* * >*L 'V, j * ? Skotbardagi Kerenskistjórnarinnar i bökkum Nevu, 1917. kunnur stjórnmálamaður i Sovét- burða þessara tima. Félagar i um, á laun. Flestir þeirra voru rikjunum. miðstjórninni i Rússlandi og verkamenn. Akvarðanirnar sem Hlutlaus áhorfandi gat að sjálf- borga- og héraðsnefndum flokks- þeir tóku urðu upphaf fjölda- sögðu ekki þekkt til annarra at- ins komu daglega saman i Ibúð- baráttu. Það voru ákvarðanir um almenn pólitisk verkföll, aukinn áróður innan hersins, þróun verk- falla yfir i vopnaða uppreisn og kosningu verkamannaráða i verksmiðjunum. Bandalag er jafngilti svikum Borgaralegir sagnfræðingar hafa búiðtil þá þjóðsögu, að borg- arastéttin hafi gegnt því sem þeir kalla „sögulegu hlutverki” i febrúarbyltingunni. En séblaðaði heimildum frá þessum dögum, kemur i ljós að einmitt þessir febrúardagar leiddu i ljós hve gjörsamlega ófær borgarastéttin var til þess að hafa forystu um byltingarlega lýðræðisþróun i þjóðfélaginu. Meðan Zarinn um- bar sjálfur frjálslynda andstöðu, réðust borgarlegir leiðtogar með ókvæðisorðum gegn einstökum meðlimum stjórnarinnar, kölluðu þá heimska og vanhæfa leiðtoga og aðgerðir þeirra „valdbeit- ingu”. En þegar almenningur greip sjálfur til valdbeitingar urðu hinir frjálslyndu hræddir. Vanmáttartilfinningin gerði það að verkum að þeim fannst allt glatað. Borgarastéttin naut aðstoðar þjóðfélagslegra umbótasinna og smáborgaraflokka. Með þvi að hagnýta sér pólitiskt reynsluleysi margra fulltrúa i ráðstjórninni i Pétursborg tryggðu þeir sér meirihluta i framkvæmdanefnd hennar og skiluðu sjálfviljugir, Framhald á bls. 10 ÉÉÉiÉfiÉ ~ -HtoHBHÍ Lýdveldishátídin er minnisstædust ? ';4 'P , 'Wi um, sem vitað var að sveimuðu i undirdjúpunum. — En við kom- umst heilu og höldnu til Islands. Sendiráð á Borginni Ég get ekki annað sagt en að ég hafi mætt mjög vingjarnlegu við- móti frá þvi ég steig fyrst fæti á land hér. Fyrst i stað var ég með aðsetur á Hótel Borg, — og raunar allt starfsfólk sendiráös- ins, sex manns auk min. Þar tók ég á móti gestum og þar var minn vinnustaður. Eftir nokkurn tima tók ég svo á leigu húsnæði skammt þar frá sem nú er nýja útvarpshúsið ykkar. Lengra inn með strand- lengjunni. Ég man ekki hvað gatan heitir, en húsið er gamalt. Ekki sérlega þægilegt, en þó betra en á hóteli. Fékk ekki Frikirkjuveg 11 Nokkru áður en ég fór héðan, 1946, keypti ég svo húseignina að Rætt við Alexei Krassilnikof fyrsta sendi- fulltrúa Sovét- ríkjanna á íslandi Túngötu 9 af Geir Zoega, miklum viðskiptajöfri hér á landi á þeim tima. Reyndar hafði ég augastað á öðru húsi, er ég hafði oft gengið framhjá og dáðst að vegna bygg- ingarlags og skemmtilegrar lóðar. Auk þess sem útsýnið þaðan var mjög gott. Þetta var húsið að Frikirkjuvegi 11 og ég var ákaflega skotinn i þvi. Hins vegar vildi Bjarni Benediktsson þáverandi bæjarstjóri I Reykja- vik ekki gefa leyfi til þeirrar sölu. Sagði að húsið hefði of mikla sögulega þýðingu til þess að hægt væri aö selja það erlendu riki. Ég skildi afstöðu hans mjög vel, en alltaf sá ég eftir húsinu. Ég labb- aði þar reyndar framhjá i gær og sá, að það er enn jafnreisulegt og áður. Ég varð aldrei var við neina erfiðleika i upphafi mfns starfs hér á landi, hvort sem um var að ræða viðskipti við rikisstjórn Is- lands eða almenning. Fólk hér gerði sér bersýnilega grein fyrir erfiðleikum okkar i baráttunni við fasismann. Auk þess hafði ég með mér að heiman nokkrar kvikmyndir um styrjaldar- reksturinn heima i Sovétrikjun- um og sýndi þær hér við góðar undirtektir. 1 heild held ég að fólk hér hafi litið okkur vinsamlegum augum og mér virðist að vilji til góðra samskipta milli landanna sé enn til staðar. Viðskipti milli Islands og Sovét- rikjanna voru engin á þessum ár- um og á þvi urðu engar breyt- ingar fyrstu árin, vegna erfiðleik- anna heima i Sovétrikjunum. En fljótlega eftir að striðinu lauk hóf- ust viðskiptin og hafa farið vax- andisiðan. Við viljum raunarefla þau enn meira, eins og fram kom þegar Geir Hallgrimsson heim- sótti Sovétrikin fyrr á árinu. Vitnað i Tolstoj og Dostoévski Einu varð ég ákaflega hrifinn af, þegar ég kom hingað til lands. Það var hve Islendingar voru vel að sér I rússneskum bókmenntun og tónlist. Menn höfðu á hrað- bergi tilvitnanir i Tolstoj og Dostoévski og fleiri rússneska höfunda. Vinir minir islenzkir kölluðu mig meira að segja ekki Krassilnikof heldur Raskolnikof, eftir aðalsöguhetjunni I Glæpi og refsingu eftir Dostoévski. Reyndar er ég á þeirri skoðun að Islendingar séu mest lesna þjóð I heimiog ein þeirra menntuðustu. Og hér er ég ekki að fara meö neitt kurteisishjal. Ég hef farið viða um heim og aldrei kynnst þjóð sem er eins bókmenntalega sinnuð. Ég átti á þessum árum nokkur samskipti við Islenzka rithöf- unda. Þar ber Halldór Laxness hæst, enda hef ég lesið allt það sem ég hef getað náð I eftir hann og þýtt hefur verið. Minnisstæð Þingvalia- hátið Raunar hef ég verið svo hepp- Framhald á bis. 9 ■ ' WaSs

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.