Alþýðublaðið - 05.11.1977, Side 11

Alþýðublaðið - 05.11.1977, Side 11
Laugardagur 5. nóvember 1977 11 Bí«iRÍU(|(huslil GAMLA BIO Sími 11475 ALL-TIME ACADEMY AWARD CHAMPION! ifiH Ein frægasta og stórfenglegasta kvikmynd allra tima, sem hlaut 11 Oscar verðlaun, nú sýnd með islenzkum texta. Venjulegt ver kr. 400. Sýnd kl. 5 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1.30. 3* 1-89-36 The Streetfighter Charles Bronson James Coburn The Streetf ighter .o.jllllreland Strother Martin ÍSLENZKUR TEXTI Hörkuspennandi ný amerlsk kvikmynd i ^itum og Cinema Scope með úrvalsleikurum. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miðasala fra kl. 2. '*& 16-444.. 1 Hefnd hins horfna GLYNN TURMAN LOU GOSSETT JOAN PRINGLE Spennandi og dulræn ný bandarisk litmynd, um ungan mann i undarlegum erfið- leikum. islenskur texti Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 3 — 5 — 7 — 9 og 11. Sími50249 Gamli kúrekinn Spennandi Walt Disney mynd. Brian Keith. Sýnd kl. 9. Á ofsa hraða Barry Newman Synd kl. 7 3*1-15-44 Herra billjón smiriioíLSTOT Spennandi og gamansöm banda- risk ævintýramynd um fátækan Itala sem erfir mikil auðæfi eftir rikan frænda sinn i Ameriku. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. TONABÍÓ *& 3-11-82 Herkúles á móti Karate Hercules vs. Karate Skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri: Anthony M. Dawson Aöalhlutverk: Tom Scott, Fred Harris, Chai Lee. Sýnd kl. 5, 7 og 9. l.F.lKFfiIAT,a« álg REYKIAVtKLJH " SKJALDHAMRAR i kvöld kl. 20.30. Þriðjudag kl. 20.30. GARY KVARTMILLJÓN Sunnudag kl. 20.30. SAUMASTOFAN Fimmtudag kl. 20.30. Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30. BLESSAÐ BARNALAN MIÐNÆTURSÝNING í AUSTURBÆJARBÍÓI 1 KVÖLD KL. 23.30 Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16- 23.30. Simi 1-13-84 #ÞJÓ0LEIKHÚSIfl TÝNDA TESKEIÐIN i kvöld kl. 20:00. Uppselt Sunnudag kl. 20:00. Uppselt. Miðvikudag kl. 20:00. Uppselt. ÐÝRIN 1 HALSASKÓGI sunnudag kl. 15:00 Fáar sýning- ar. GULLNA HLIÐIÐ þriðjudag kl. 20:00 Fáar sýningar eftir. Miðasala 13:15-20:00 Simi 11200. B I O Sími 32075 Svarta Emanuelle Ný djörf itölsk kvikmynd um ævintýri svarta kvenljósmyndar- ans Emanuelle i Afriku. Aðalhlutverk: Karin Schubert og Angelo lnfanti. Leikstjóri: Albert Thomas. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Næstu daga sýnir Háskóla- bió syrpu af gömlum úrvalsmyndum. Þrjár myndir á dag, nema þegar tónleikar eru. Myndirnar eru: 1. 39 þrep (39 steps) Leikstjóri: Hitchcock. Aðalhlutverk: Robert Donat, Madeleine Carroll. 2. Skemmdarverk (Sabot- age). Leikstjóri: Hitchcock Aðalhlutverk: Sylvia Sydney, Oscar Homolka. 3. Konan sem hvarf (Lady Vanishes) Leikstjóri: Hitchcock Aðalhlutverk: Margaret Lock- wood, Michael Redgrave. 4. Ung og saklaus (Young and Innocent). Leikstjóri: Hitchcock Aöalhlutverk: Derrick de Marnay, Nova Pilbeam. Laugardagur 5. nóvember: Ung og saklaus Sýnd kl. 5. Hraðlestin til Rómar Sýnd kl. 7. Skemmdarverk Sýnd kl. 9. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 Mökkurkálfi ís- lands Sami grautur í sömu skál... Þá er nú stórráðherra vor bú- inn að tala, og nú ættum við ekki að velkjast lengur i vafa um, hvað á spýtunni skal hanga til vorsins. Sennilega mun fáum hafa komið á óvart margt i þessari grautargerð, þvi það er eins og menn hafi heyrt meginhlut þessa áður! Þetta er nú fjórða stefnuræð- an (?), sem út gengur af hans munni, og að þessu sinni viröist það varla hafa kostaö mikil andleg átök að sulla þessu sam- an, svo sviplikt er það hinum fyrri þrem. Skyldi ekki manninum vera farið að leiðast, að láta árlega negla sig á sama krossinn með sömu nöglunum? Hér er hvorki þörf, né tóm til að rekja að neinu verulegu leyti aðalinnihald þessa laps, en með þvi að svo virðist sem einstaka rúsinum hafi verið bætt út i, (eða eru það ef til vill kekkir?) mætti á nokkuð af þvi minnast. Ráðherrann boðar, að nú sé staðgreiðslukerfi skatta á næsta leiti, sé „stefnt að þvi”, að það verði að veruleika i upphafi árs- ins 1979. Fari það sæmilega úr hendi, er hér um að ræða mál, sem vissulega er timabært og-þó fyrr hefði verið. Þar með ætti að vera unnt að koma i veg fyrir margháttuð vandræði, sem fólk með misjafnar tekjur frá ári til árs, hefur oft lent i, svo sem sjó- mannastéttin. Vonandi kemur ekki umtals- verður hlykkur á þessa „stefnu”. 1 annan stað er svo boðað, að virðisaukaskattur verði upp tekinn i stað söluskatts á sama tima. Hér er sjáanlega ætlað að koma til móts við óskir iðnaðar- ins. En þar i sveit mun talið, að upptaka slikrar skattheimtu sé mikils virði. Báðar þessar fyrirætlanir mega þvi kallast jákvæðar hið minnsta — en það er aftur athyglisvert, að hér er gefinn ádráttur um hluti, sem engan veginn er vist, að verði á valdi stjórnar Geirs Hallgrimssonar — fjarri þvi — og þessvegna kann slikt loforð að vera ódýrt! Nokkuð annars eðlis eru vangaveltur ráðherrans um, að endilega þyrfti að opna mögu- leika á, að gjaldeyrisbraskarar geti átt sjóði — gilda eða granna — i islenzkum bönkum! Má þó vera að sú hugmynd hafi sprott- ið meira úr nágrenni hjartans, heldur en aðrar hugmyndir, sem viðraðar eru i langlokunni. Gott er hverjum, sem getur haft sitt á þurru, hvað sem hin- um liður! Með svipuðum spæni ét- inn! Auðvitað þarf það ekki að koma neinum á óvart, þó það sé rauði þráðurinn i ræðu ráðherr- ans, áð efnahagserfiðleikar okkar stafi mestmegnis af þvi, að kröfur launamanna séu svo himinhrópandi! Þetta er nú heldur engin nýj- ung úr þeirri átt. Og það fer vitanlega ekki mikið á milli mála, að launabætur, sem opin- berir starfsmenn hlutu — á pappirnum — muni draga nokk- uð þungan og langan slóða! Það er alltaf gott að hafa „strákinn” með i ferðinni til að geta kennt honum um klækina! Vissulega þarf mikil brjóst- Oddur A. Sigurjónsson heilindi til fyrir stjórnarfor- mann, sem undanfariö hefur staðið fyrir taumlausum verð- hækkunum innanlands, að kenna þvi um, að þær stafi af sókn launafólks i að geta haft i sig og á! Annað mætti fólk og leggja á minnið — aö skaðlausu —, að hvenær, sem að þvi er ýjað, að gæta þurfi aðhalds i opinberum rekstri, minnast málpipur stjórnarinnar yfirleitt ekki á annað en skerðingu á mennta- málum, heilbrigðis- og tryggingarmálum og annarri lifsnauðsynlegri þjónustu af hendi rikisins! Þetta segir lengri sögu um hugarfarið , en hér er þörf að rekja. Hinsvegar er forðast að minnast á allskon- ar huldumenn i kerfinu, sem skipt hafa tugum, og allskonar sukk i sambandi við ótimabærar framkvæmdir. Sagan endurtekur sig. Varla fer hjá þvi, að hvarfli að mönnum eldforn saga, sem Snorri segir um baráttuaðferð- ir, þegar hugurinn reikar til ,,baráttu”( ?) rikisstjórnar- innar við höfuðóvininn, verð- bólguna! Hrimþursar áttu von Ása» Þórs, og töldu enga vinsend- ingu. Þeim varðað ráði, að gera mann, sem reyndar var ekkert smásmiði-----9 rastir á hæð og 3 rastir á breidd undir hönd. Efnið var handhægt — leir — og til þess að meira mannsmót •væri að, var sett i hann merar- hjarta! Þessi dólgur, sem hlaut nafnið Mökkurkálfi, var svo settur upp á Grjóttúnagörðum við hlið annarra verjenda. Skyldi hann vera til halds og trausts, og skjóta — með mikil- leik sinum — óvininum skelk i bringu! Þessi fyrirætlun fór nú samt svo, að þegar Þór með hamar- inn um öxl kom i sjónmál, varð Mökkurkálfa það eitt fyrir að hann meig á sig! Eftir siðustu Alþingiskosn- ingar tók sérhagsmuna- og braskaralýður landsins upp hið forna ráð hrimþursanna. Þeir hrófuðu saman stjórn', og það eitt er vist, að ekki var eim- að i hana, fremur en Mökkur- kálfa forðum, svo mikið var umfangið, að áður er óþekkt úr Islandssögunni. Nú átti að taka aðalóvininn — verðbólguna — til bæna! öllum landslýð er ljóst, hvernig baráttan hefur gengiö. Övinurinn er ósigraður enn og virðist lifa i bezta gengi þegar hér er komið. Svo virðist sem hrimþursar okkar hafi i orra- hriðinni fundiö hin fornu við- brögð Mökkurkálfa mest við hæfi! Það virðist þurfa eitthvað meira en hjartalag hans, til að vinna orrustu! I HREINSKILNI SAGT llilSliM llf Grensásvegi 7 Simi 32655. Ri RUNTAL-OFNAR Birgir Þorvaldsson Simi 8-42-44 Auo^seudur! AUGLySíNGASiMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir ó verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 Reykjavik. Simi 15581

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.