Alþýðublaðið - 05.11.1977, Side 12

Alþýðublaðið - 05.11.1977, Side 12
 alþýöu- blaðið Útgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Slðumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, slmi 14906 — Askriftarslmi 14900. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977 Ihaldsmeirihlutinn skiptir um skoðun: Afgreiðslutími verzlana endurskoðaður samkvæmt tillögu Borgarstjórn sam- þykkti í fyrradag tillögu þess efniS/ að samþykkt um afgreiðslutíma verzlana skuli tekin til endurskoðunar með það sjónarmið i huga, að af greiðslutími verði framvegis gefinn frjáls. Upphaf þessarar samþykktar var það, að Björgvin Guð- mundsson borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins lagði fram tillögu sem kvað svo á, að afgreiðslutimi verzlana eigi að vera frjáls. Verzlunareigendur, sem vinna við verzlanir siúar og vilja halda þeim opnum með eigin vinnuafli fram eftir á kvöldin eöa um helgar, eigi að hafa fullt frelsi til þess. Vinnutimi verzlunarfólks eigi hins vegar að vera samnings- atriði milli Kaupmannasamtak- anna og verzlunarfólks, án af- skipta borgaryfirvalda. Borgar- yfirvöld eigi ekki að hlutast til um vinnutima verzlunarfólks fremur en annarra stétta i borg- inni. „Með tilliti til þessara sjónarmiða, samþykkir borgarstjórn aö fella úr gildi samþykkt um afgreiðslutlma verzlana i Reykjavik”, sagði i tillögu Björgvins. Sjálfstæðismenn fluttu breytingartillögu við þessa til- lögu Björgvins, á þá leið að samþykkt um lokun verzlana i Reykjavik skyldi tekin til at- hugunar með hliösjón af sjónar- miðum þeim sem fram komu i tillögu Björgvins, og var breytingartillagan samþykkt með 14 samhljóða atvkæðum. Þessi samþykkt lýsir miklum hugarfarsbrey tingum hjá meirihlutanum i borgarstjórn. Til þessa hafa þeir verið ófáan- legir til að hrófla við þeim ákvæðum samþykktarinnar, að verzlanir skuli hafa leyfi til aö hafa opið tvö kvöld.i viku, auk laugardagsmorgna. Samkvæmt samþykktinni er heimilt að hafa opið á þriðjudags- og föstudags- kvöldum til klukkan 22 og á laugardagsmorgnum til hádegis. Framkvæmdin hefur hins vegar verið sú, aö aðeins hefur verið opiö á föstudags- kvöldum til klukkan 22 og aöeins fyrir hádegi á laugardögum yfir vetrarmánuðina, vegna sam- komulags Verzlunar- mannafélags Reykjavikur og Kaupmannasamtakanna. Björgvin benti á það i ræðu sinni, að óeðlilegt væri að Reykjavikurborg ákvæði vinnutima einnar stéttar i Reykjavik, en ekki annarra. Vinnutimi ætti þvi að vera sam- komulagsatriði I samningum stéttarfélagsins og atvinnurek- enda, Björgvin hefur áður flutt til- lögur um þetta efni, en allt til þessa hafa sjálfstæöismenn brugðizt öndverðir viö þeim til- lögum, aðallega fyrir þrýsting frá stórverzlanaeigendum. Nú virðist hins vegar hafa orðiö einhver hugarfarsbreyting hjá þessum aðilum og svo kynni að fara að I framtiðinni heföu einstakir verzlunareigendur frjálst val um afgreiðslutlma. —hm Nýstárleg umferðafræðsla í Álftamýrarskóla — Slysalaust Háaleitishverfi Forráðamenn Álftamýrarskóla hafa ákveðið að taka upp nýstárlega fræðslu i um- ferðarmálum. Hófst hún í gær með því að nemendur skólans voru sendir heim með bréf til forráðamanna sinna, ásamt uppdrætti af hverfinu. Er ætlunin, að foreldrarnir fái á þann hátt tækifæri til að taka þátt í þeirri umferða- fræðslu, sem hefur verið hlutverk skóla og lögreglu fram til þessa. 1 gær voru fréttamönnum kynntar þessar nýju hugmyndir. Sagði Ragnar júliusson skóla- stjóri við það tækifæri, að ástæö- an fyrir þvl aö komiö væri fram með þetta núna væri sú, aö nú færðist skammdegið yfir og mesti einhverjar raunhæfar aðgerðir og Nemendur hefðu þvl verið slysatlminn færi I hönd. Þvi hefði leitast við að .koma I veg fyrir kallaðirtilviötalsiskólanum, þar þótt timabært, að koma fram meö slys i hverfinu. sem máliö hefði verið útskýrt Bæjarstjórn Kópavogs: Rikið reki Sinfóníu- hljómsveitina Allmiklar umræður hafa spunnizt um framkomið frumvarp um Sinfóníuhljómsveit islands, en í því er sem kunnugt er, gert ráð fyrir, að nokkur sveitar- félög taki þátt í kostnaði við rekstur sveitarinnar. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi slnum ekki alls fyrir löngu tillögu vegna þessa frumvarps. Þar segir, að hún iýsi fullum áhuga sinum á viögangi menningarlegs starfs I landinu. Minnir bæjarstjórnin þar á margs .konar framlög sln til stuðnings þessum málum, en kveðst á hinn bóginn telja eðli- legt og sjálfsagt, verkefni ríkis- ins að kosta rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar sbr. Þjóðleikhúsiö, Þjóðminjasafnið o.fl. Mótmælir bæjarstjórnin sérstaklega þeirri málsmeð- ferð, að leggja frumvarpið fram, án kynningar á efni þess og án alls samráðs við viðkom- andi sveitastjórnir. Er enn fremur bent á, að hér sé enn eitt dæmi um hvernig rikisvaldið gangi gegn stefnu sveitarfélaganna um einfaldari og skýrari verkskiptingu milli þeirra og rikisins, svo og hvern- ig rikið stofni sifellt til nýrra útgjalda hjá sveitarfélögunum án þess að tilsvarandi tekiu- stofnar komi á móti. —JSS fyrir þeim. Þeim heföu siöan ver- iö afhent bréf, sem stiluð voru til forráöamanna, svo og uppdrættir af hverfinu. 1 þvi segöi m ,a. að nú stæðu yfir I Háaleitishverfi framkvæmdir, til að hamla gegn hinum uggvænlegu umferðarslysum. Þætti rétt að kynna þessar að- gerðir I hverfinu, og þá einkum meðal yngstu ibúanna. Skólinn hefði I þessu skyni látið gera uppdrátt, er sýndi um- ferðaljós, gönguljós, og gang- brautir hverfisins. Það séu eindregin tilmæli skólans til for- eldra, að þeir leiðbeini börnum Framhald á bls. 10 Úr heimi stjórnvizk- unnar: Niðurgreiðslur og útflutnings- uppbætur á dilkakjöti sem siglt hafa i kjölfar þeirrar offram- leiðslu sem stunduö er i þessari grein iandbúnaðar hérlendis hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár. 1 leiðara Dagblaðsins siðast liðinn fimmtudag, gluggar land- búnaðarsérfræðingur blaðsins i fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1978 og kemst að þvi að niður- greiðslur og útflutningsuppbæt- ur landbúnaðarafuröa muni á komandi ári nema samtals tæp- um 9,5 milljöröum króna. Þessar tölur gefa fyllilega til- efni til að ihugað sé hve stóran hluta þessarar upphæðar rikið hyggist greiða vegna eigin dilkakjötsframleiðslu. A vegum rikisins eru rekin nokkur tilraunabú og sam- kvæmt upplýsingum Alþýðu- blaðsins munu vera samtals um Á tíundu milljón í nidurgreidsl ur og útflutningsuppbætur — Vegna dilkakjötsframleidslu landbúnaðarráðuneytisins 2000 ær á þessum búum. Ekki eru þessar rikisreknu ær, ólik- ari öðrum ám en svo, aö þær færa af sér lömb sem að hausti eru ieidd til slátrunar. Sé stunduð meðalfrjósemi I hinum rikisreknu búum má telja að hver ær skili að jafnaöi 1,2 dilkum til slátrunar að hausti og þarf ekki að viðhafa flókna útreikninga til að finna út að með búrekstri sinum leggi Halldór E. Sigurðsson landbún- aðarráðherra um 2400 dilka til offramleiðslunnar I landbúnaði á ári. En hvað skyjdi fjármálaráð- herrann Matthias reiða mikið fé af hendi ríkissjóðs til að lamba- kjöt Halldórs bónda seljist á erlendum mörkuöum? Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins má reikna með, að kjöt af meðal dilk nemi um 14 kg.. Fari þessi 14 kg. öll I fyrsta flokk sem við skulum gera ráð fyrir, fær Halldór bóndi greiddar 633 kr. fyrir hvert kg., eða samtals 8862 kr. fyrir allan dilkinn. Það skal tek- ið fram að i þessu dæmi er greiðsla fyrir gærur ekki tekin með. Samkvæmt ofanskráðu fær Halldór krónur 21 millj. 268 þúsund og 800 borgaðar hjá Kaupfélaginu fyrir kjötið af sin- um 2400 dilkum að hausti. Aftur skal minnt á, að gærunum er sleppt. Hjá upplýsingaþjónustu land- búnaðarins er okkur einnig tjáð aö meðalverð fyrir dilkakjöt I útflutningi muni vera um 360 krónur fyrirkg., eða eins og sjá mé þegar bornar eru saman töl- urnar 633 og 360, talsvert minna en Halldór bóndi fær. Þannig selst skrokkurinn á 5040 kr. erlendis sem keyptur var á 8862 kr. hér heima, og dilkarnir 2400 sem Halldór fékk 21.268.800. kr fyrir hér heima fást keyptir erlendis á 12.096.000. kr. Mismunurinn sem er um 9,17 millj. eða nærfellt 0,10% af öllum niður- greiðslum og útflutningsuppbót- um á næsta ári, fær Halldór bóndi úr rikissjóðnum hans Matthiasar fjármála. ____UEK ...og fá greiddar rúmar 9 milljónir I útflutningsuppbætur og niður- greiðslur úr rikissjóðnum hans Matthlasar fjármála.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.