Alþýðublaðið - 20.11.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1977, Blaðsíða 2
Sunnudagur 20. nóvember 1977 SSSSr alþýðu' blaðiö Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur I lausasölu. FISKELDI OG FISKSJÚKDÓMAR Stöðugt eykst sá fjöldi Islendinga, sem stundar lax- og silungsveiðar sér til skemmtunar og heilsu- bótar. Fáar þjóðir í heim- inum eiga eins margar fagrar og góðar laxveiði- ár og íslendingar, og óviða er silungsveiði jafn mikil í ám og vötnum. Þetta er dýrmæt eign, sem þjóðin verður að gæta vel. Fyrir nokkru varð vart sjúkdóms í eldisstöð Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. Fyrir nokkrum árum kom upp nýrnasjúkdómur í seiðum i sömu stöð, og varð þá að drepa allan fiskinn og sótthreinsa stöðina. Meðal annars af þessum sökum ákvað Veiði- og fiskiræktarráð Reykjavíkur að fá hingað til lands heimsþekktan f isksjúkdómafræðing frá Kanada. í Reykjavík og ná- grenni eru nokkrar fisk- eldisstöðvar, og var for- ráðamönnum þeirra boðið að notfæra sér þekkingu og reynslu hins kanadíska vísindamanns, sem var tilbúinn að rann- saka heilbrigði fiskstofna þar. Eftir að hafa rann- sakað seiði úr Elliðaár- stöðinni, rannsakaði Kanadamaðurinn stöð Skúla Pálssonar að Laxa- lóni og tilraunastöð dr. Sigurðar Helgasonar að Keldum. Niðurstöður þessara rannsókna hafa nú verið birtar. í Elliðaárstöðinni var ekki um smitandi sjúkdóm að ræða. í Laxa- lóni fann vísinda- maðurinn smitandi nýrnasjúkdóm, en í stöð dr. Sigurðar var allur fiskur heilbrigður. Þessar niðurstöður eru mikilvægar fyrir allt vatnasvæði Reykjavíkur og fiskeldi í landinu almennt. Það kemur því vissu- lega á óvart, að land- búnaðarráðuneytið skyldi hafna boði Veiði- og f iski- ræktarráðs um að kana- díski vísindamaðurinn rannsakaði heilbrigði fiskstofna í fiskeldisstöð ríkisins í Kollaf irði. Þetta taldi ráðið mjög miður, þar eð fiskur þaðan gengur inn á vatnsvæði Reykjavíkur. Heilbrigðismálum lax- og silungsstofna á Islandi þarf að gefa meiri gaum en gert hefur verið. Kanadíski vísindamað- urinn benti á, að sjúk- dómur sá, sem fannst í Laxalóni, gæti hafa borizt þangað úr hvaða á sem væri á landinu. Meðal annars af þeirri ástæðu þurf a íslendingar að vera vel á varðbergi vegna hinar ört vaxandi atvinnugreinar, fiskeldisi þar sem milljónatugir eða milljónahundruð eru í húf i. Þetta beinir svo hugan- um að því hvort ekki þurfi fljótlega að skilja sundur veiðimálin annars vegar og fiskiræktar- og f isksjúkdómamálin hins vegar.Væntanlega verður tillaga um það efni f lutt á Alþingi fljótlega. Þá verður væntanlega stofnað til embættis fisk- sjúkdómafræðings og er það vel. ísland hefur að mestu leyti verið laust við sjúk- dóma í lax- og silungs- stofnum. Tryggja verður að svo verði áfram. Það gefur auga leið, að með auknum umsvifum í fisk- eldismálum, þarf að koma til aukið eftirlit og sérfræðiþjónusta. I þeim efnum þurfa allir hlutað- eigandi að leggjast á eitt og vernda dýrmæta eign. —ÁG SKAK Gefið erlendum stór- meisturum! Eitt öflugasta skákfélag landsins sem viða hefur barna- og unglingastarfsemi og hefur nú nýlega stofnað skákdeild hjá fötluðum og lömuðum, sótti um niöurfellingu á aðflutnings- gjöldum og söluskatti á nokkr- um töflum og skákklukkum sem nota átti i kennslu við hinar ýmsu deildir félagsins. Svarið var harðsvirað NEI. Þetta skákfélag þiggur ekki styrki frá Skáksambandi íslands. Forseti Skáksambands Islands lýsti þvi yfir aö skattur sá sem réttilega á að leggja á atvinnumenn i skák yrði felldur niöur. Opin- berir starfsmenn ættu llka að sækja um niðurfellingu skatta sinna! Ef ,,Campomanes” Islands færfelldan niður réttlátah skatt á erlenda atvinnumenn, þá sagði hæstvirt ráðuneyti: Fellið niður þau aðflutningsgjöld og söluskattsemer á skákkennslu- tækjum handa islenskum börn- um og þeim sem helst mega þessa fþrótt iðka heilsu sinnar vegna (Þetta eru ekki keppnis- töfl). Það skal tdíið fram að upphæð þessara gjalda er að- eins brot af skattiatvinnumann- anna. Stúdentamótið i Mexi- có 1977. Sovétmenn sigruðu, fengu 25 vinninga af 32 mögulegum. KUba var i öðru sæti með 22 og hálfan virming og Bretar i þriöja sæti með 16 og hálfan vinning eða hálfum meira en 50%. Niu iið voru i A-riðli: 4. Bandarikin, 5. Pólland, 6. Brasilia, 7. Vene- sUela, 8. V-Þýzkaland og Mexicó rak lestina. Litum nú á tvær skákir frá mótinu. Fyrri skákin er tefld af A. Belyavsky frá Sovétrikjunum og hefur hann hvitt og J. Fern- andes frá Kúbu. 1. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. d4, cxd. 4. Rxd, Rf6. 5. Rc3, a6. 6. f4, Rbd7. 7. Be2, e5. 8. fxe, dxe. 9. Rf5, Db6. 10. Bc4, Rc5. 11. Df3, Db4. 12. Bd3, BxR. 13. DxB, Dd4. 14. Bg5, RxB, skák. 15. cxR, Bb4. 16. Ke2, BxR. 17. bxB, Dxc. 18. Hadl, Rh5? Hroðaleg yfirsjón. 19. Bd2! Rf4 skák. 20. DxR, Gefið. Kunnátta i tafllokum. Þessi staða kom upp milli Bretans J."Speelman sem hafði hvitt og Sovétmannsins U. Dorf- mans. 1 36. leik lék Dorfman He5? og hélt aö peðsendatalfið væri unnið án hrókanna, en þvi miður það er alveg öfugt. 37. HxH, Speelman lék þess- um leik umsvifalaust og ölliim leikjum si'num allt til loka skák- arinnar en svipurinn á Dorfman .varð sifellt þyngri og þyngri. 37—, KxH, 38. axb, axb. 39. Kc3, Kd5. 40. Kb4, Kc6. 41. h6, Kb6. 42. b3, cxb. 43. Kxb, Kc5. 44. Kc3 og skákin er dautt jafntefli. Hvitur nær andspæninu og svartur kemur aldreiupp jaðar- peði sinu þvi kóngur hvits kem- ur i veg fyrir það. svavar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.