Alþýðublaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. janúar 1978 3 „ODYRASTA SERRIT LANDSINS” Rætt við Harald Ólafsson, tólf áraf ritstjóra, útgefanda, verðandi heildsala og fallítspekúlant „Heimspekirugl. Aðeins hundrað krónur. Sextán siður af fjölbreyttu og góðu efni. Lægsta verð á sérriti á landinu”. Þannig kynnir tólf ára piltur varning þann er hann býður til kaups. Varningurinn er raunar blað, sem hann skrifar og gefur út sjálfur. Hann mun vera með yngstu útgefendum landsins. Pilturinn heitir Haraldur ólafsson og þegar hann kom i söluferð á rit- stjórn Alþýðublaðsins i nær, notuðum við tækifærið tii að spjalla ofurlitið við hann. Hvað ertu búinn að gefa blaðið út lengi? ..Ég er búinn að gefa það út i tvö ár. Fyrsta blaðið kom út i byrjun árs 1976 og tölublöðin eru orðin sex talsins.” Hvernig stóð á þvi að þú forst að gefa það út? „Það er nú það. Að sumu leyti vegna leiðinda. Ég var bara i skólanum. Gerði ekki neitt. Þaö er lika leiðinlegasta stofnun sem ég hef kynnst i lifinu. Maður er lokaður þarna inni hálfan daginn við að gera ekkert, nema að spila i timum og svoleiðis. Utan skóla- tima gerði ég svo ekkert nema leika mér og það græðir enginn á þvi, svo eitthvað varð að ske. Hugmyndin um að gefa Ut blað hafði komið upp, en einhvern veg- inn ekki orðið úr. Ekki fyrr en tveir aðrin náungar i minum bekk fóru að skrifa og gefa Ut, þá sáum við að nú var að hrökkva eöa stökkva, ef við áttum að geta orö- ið ofan á i samkeppninni, NU er- um við lika búnir að setja þá á hausinn.” Hefur þú fengist við að skrifa utan blaðsins? „Já, ég hafði þó nokkuð skrifað áður en blaðið varð til. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þvi að koma áróðri á blað”. Ætlar þú þá að gera blaða- mennskuna að ævistarfi? „Nei, Ætli ég velji mér ekki eitthvert göfugra starf, einhverja göfugri starfsgrein. Verst að heildsöluleyfið er svo skrambi dyrt, kostar tvö hundruð þúsund krónur. Svo þarf maður að vera Verzlunarskólagenginn. Ég veit bara það, að ég ætla ekki að verða prófessor og grotna niður i einhverri rikisstofnun, svo sem á Keldum, eða eitthvað álika”. Hefur þú tima til að gefa Ut blað meðan þU ert i skólanum? „Nei. Ég hef engan tima til að vera í skólanum. Enda er það bara tímaeyðsla. Maöur lcrir ekki neitt. Þetta er sama tuggan allan veturinn, svo það er ekkert að gera nema spila”. Att þú þá ekkert að læra . heima? „Ha? Jfi... jú, ég held við höf- um átt að gera eitthvað heima. Jú, það var vist sett fyrir, einhver verkefni eða eitthvað svoleiðis. En það geri ég bara i skólanum þegar ég er ekki að spila”. Þarf þá ekki að lesa nein fög, eins og íslandssögu? „Islandssögu? Jú, akkúrrat. Það kemur fyrir, þegar ég á erfitt með að sofna i timum, að ég grip i hana. Það getur verið ágætt.” Græðir þú á útgáfunni? Já, já. Tugi þúsunda á blað nú- oröið. En fyrstu eintökin voru slök. Það fyrsta kom lika út bara i tuttugu og fimm eintökum. Annað blaöið i tuttugu og sjö eintökum, en siðan hefur það vaxið og nú er það i fimm hundruð eintökum, þannig að ég ætti að græða vel á þessu eintaki”. Er eitthvað fleira i takinu? „Tja.. já, vist er það. Við erum með eittfyrirtækiþrirsaman. Við gefum út spil. Fjölskylduspil sem heitir Veðspilið og er ágætis spil. Það bara selst ekki og verður þvi enginn gróði af þvi. Það er ekki nógu girnilegt. I útliti.” „Ja, það heitir eiginlega Tapfé- lag Halla, Villa og Steinþórs. Nú eða Tunnan s/f, eða Brask s/f. Þetta siðasta ættir þú kannski ekki að nefna. Það hleypur svo illa i fólk.” Eitthvað fleira i bigerð? „Ekkertsem ég segifrá eins og er” Nú gengur þér vel að selja blað- ið, þótt spilið sé á hausnum. Hvar selurðu helzt? „I fyrirtækjum. Það er bezt aö eiga við menn á vinnustað. Það þýöir alls ekkert að fara i heima- hús, þar skellir fólk bara á mann. I skólanum þýðir ekki heldur að selja það. Það væri allt upp á krit og fengist aldrei borgað, þvi þar eru allir svo blankir”. Þú sérð um þetta allt sjálfur? „Já, allt. Nema aö strákur sem byrjaði með mér, Garðar Guðna- son, er lausráðinn blaðamaður hjá mér. Ég sé um mest af skrif- um, safna auglýsingum, sjá um prentun, sem ég kaupi hjá Prent- val, og svo söluna. Hvenær má svo búast við næsta tölublaði? „Þegar ég er búinn að selja allt upplagið af þessu og búinn að skrifa hitt, safna auglýsingum i þaö og láta prenta það. Auglýs- ingarnar þurfa að borga prentun- ina.” Aö lokum ein spurning. Hvað gerir þú við gróðann? „Það er aðeins tvennt til i þvi máli. Maður verður jú að fjár- festa. Ég hef tekið þá kosti að fjárfesta i skuldabréfum annars vegar, en hins vegar i erlendum gjaldeyri”. Tilkynning til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Kjósarsýslu Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Hafnarfirði, Garðabæ og Kjósarsýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafn- númer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna er launþeg- ar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð er kaupgreiðandi fellir á sig, ef hann vanrækir skyldur sinar sam- kvæmt ofansögðu eða vanrækir að halda eftir af launum upp á þinggjöld, sam- kvæmt þvi sem krafist er, en i þeim tilvik- um er hægt að innheimta gjöldin hjá kaup- greiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn i Kjósa- sýslu. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreiðar, pick-up bifreið og nokkrar ógangfærar bif- reiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 17. janúar kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNALIÐSEIGNA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.