Alþýðublaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 27. janúar 1978.j alþýöU' Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Rcykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, sími 81866. Kvöldsími fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónur I lausasölu. 79 Undarlegir menn íslendingar 7 7 ,,Undarlegir menn ís- lendingar" kynnu ein- hverjir að hugsa, sem ókunnugir væru og kynntu sér iðnaðarfram- leiðslu hér á landi. Þeir flytja inn ull til að prjóna úr, en á sama tíma selja þeir ull úr landi til að láta aðra prjóna úr. „Skrítnir menn Islend- ingar". Þeir flytja út grásleppuhrogn og þorsk- hrogn, sem aðrar þjóðir framleiða úr gæðavöru og (slendingar kaupa svo til landsins fullunna. „Sérkennilegir menn (s- lendingar" Þeir hafa flutt út saltaðar gærur svo aðrir geti f ramleitt úr þeim hinar ágætustu skinnavörur og keppt við islenzkan iðnað. Á þennan hátt gætu hin- ir ókunnugu rekið sig á fjölmörg dæmi um und- arlega háttu í fram- leiðslugreinum þjóðar- innar. Á sama tíma og skipulögð er dýr herferð til aðefla íslenzkan iðnað og hvetja almenning til að kaupa íslenzkar iðnaðar- vörur, er þannig staðið að ýmsum þáttum hans, að menn rekur í rogastanz. Fréttir um útflutning á íslenzkum lopa og ullar- garni, sem ódýrt vinnuaf I annarra þjóða prjónar úr, hafa vakið mikla athygli. Launalágar konur í Suð- ur-Kóreu prjóna úr íslenzkri ull fatnað, sem er nauðalíkur hinum íslenzka. Þessi fatnaður er síðan sendur á mark- að, þar sem hann er í harðri og beinni sam- keppni við íslenzkar f ramleiðsluvörur. Sömu sögu er að segja frá öðr- um löndum, t.d. Danmörku og Bretlandi. Það bítur þó höf uðið af skömminni, að til íslands er flutt u11 erlendis frá, sem blandað er saman við þá íslenzku, og síðan er prjónað úr blöndunni. Það þarf ekki mikla þekkingu til að geta fullyrt, að þarna er rang- lega að málum staðið. Aðrar þjóðir hagnast á íslenzku hráefni og um leið er stefnt í hættu erlendum markaði fyrir íslenzkar ullarvörur. Þetta heitir ekki að efla íslenzkan iðnað. Á sama hátt flytja íslendingar út ýmis dýr hráefni úr sjó, sem út- lendingar síðan f ullvinna. Þeir selja vöru sína á sama markaði og (slend- ingar og stefna einnig í hættu markaði fyrir lag- metisvörur Islendinga erlendis. Þetta eflir held- ur ekki íslenzkan iðnað. Það hef ur verið yf irlýst stefna langflestra stjórn- málaflokka og forystu- manna í iðnaði á (slandi, að hér beri að stefna að því að fullvinna sjávar- afla og landbúnaðar- afurðir. Einmitt á þessu sviði eru íslendingar helzt samkeppnisfærir, einfaldlega vegna þess, aðþeirra hráefni er betra en annarra og er viður- kennt sem slíkt víða erlendis. Það væri því fullkom- lega eðlilegt, að leggja miklu meiri áherzlu en gert hefur verið á þessa þætti iðnaðarins. Og tak- markið er auðvitað það, að f lytja ekki úr landi eitt einasta kílógramm af verðmætum hráefnum, heldur breyta þeim í ennþá verðmætari full- unna vöru. íslenzkum iðnaði er ætlað að taka við veruleg- um hluta þess vinnuafls, sem kemur á markaðinn á næstu árum. Það er því ekki úr vegi að líta nokk- uð nánar á það, sem er að gerast í fisk-, og ullar- og skinnaiðnaði hér á landi og láta íslenzkt vinnuafl ganga fyrir að vinna úr þeim hráefnum, sem við bezt eigum. —ÁG UR YMSUM ATTUM Gleymskan mikilvægur lidur andlegs heilbrigöis Þaö er ekki hægt aö segja aö fréttin um timabundið niðurlag flugs til Eyja vegna gleymsku beri eingöngu vott um and- streymi og illsku þessa heims. Gleymskan er nefilega mikil- vægari þátur i andlegu heil- brigði manna en margan grun- ar. Eftilvill hafa þeir menn er sjá áttu um isetningu bremsu- prófunartækja i nýja bilinn þeirra Vestmannaeyinga haft i mörgu öðru að snúast. En þrátt fyrir að þeim hafi verið full- kunnugtum nauðsyn isetningar bremsuprófunartækjanna gleymdist þeim það nauösynja- verk. Sálfræðingar skipta heilabú- inu i tvennt, annarsvegar vit- urnd eða meðvitund og hinsveg- ar undirmeðvitund. í meðvit- undinni höfum við allt þaö vit er viðþurfum á að halda þá stund- ina, ensiðan er þvi sem ekki er i notkun þrýst niður i undirmeð- vitundina, misjafnlega djúpt. Úr undirmeðvitundinni, sem er einskonar geymsla, eru siðan teknar hugmyndir þegar á þarf að halda eða þeim skýtur upp á yfirborðið af sjálfu sér. Meðan þær hugmyndirokkar sem eru i undirmeðvitundinni eru þar eru þær gleymdar. Þessi hæfileiki mannsins til þess að geyma eða gleyma hluta vitundarinnar i undirmeövitundinni er siðan mikilvægur liður i andlegu heil- brigði hans. Þvi ef öllum þeim hlutum er maðurinn hefur safn- að saman i vitund sinni væri fyrirkomiði meðvitundinni yrði hann hreinlega snarvitlaus. Gleymskan vegur þvi þungt á metunum sem hvildartæki likamans ekki siður en svefninn. iggur niðri gleymsk SJ — Fiugfélag tslands haföi lekki áætlunarflug til Vest- íannaeyja á mánudag og i gær, vegna þess aö tæki til aö gera þremsuprófanir á flugbrautun- eru ekki á staðnum. I desember kom ný bifreið til jtkunar á flugvellinum, en sú íla var aflögð og gleymdist i a ö setja bremsunrófunartæki kominn til Reykjavikur um hæl og verið að setja tækin I hann. Ekki hefur þurft á bremsu- prófunartækjunum aö halda i Eyjum eftir að bilaskiptin urðu fyrr en nú og þvi dróst svo aö þessi mistök uppgötvuðust. Bremsuprófa þarf flugbrautirn- ar i snjó og hálku. Nú er snjóföl á flugveliinum i Vestmannaeyj- "Jtlar flugvélar frá öðrum um þrátt fyrir þetta. Herjólfurj fer einnig milli lands og Eyjal daglega nema á miðvikudögum} svo ekki eru EyjabUar sam- bandslausir við umheiminn.J Gott var að þessi atburður áttil sér ekki stað fyrir fimm árum,| þegar nær allir ibúarnir vorul fluttir burtu á einni nóttu — aöj megninu tili flugvélum. En lár ið fylgir Vestmannaeyjum bæðl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.