Alþýðublaðið - 05.03.1978, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 05.03.1978, Qupperneq 2
Sunnudagur 5. mars 1978J 2 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprcnt h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, sfmi 81866. Kvöidsfmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 1500krónur á mánuöi og 80 krónur i iausasölu. Sundurþykk ríkisstjórn ( umræðum um efna- hagsráðstaf anir ríkis- stjórnarinnar hefur hún m.a. veriðgagnrýnd fyrir tvennt: Annars vegar að hafa engin raunveruleg samráð haft við laun- þegasamtökin, áður en hún lagði fram tillögur sínar, og hins vegar að hafa lagt fram aðrar til- lögur en ræddar höfðu verið i verðbólgunefnd- inni, þar sem aðilar vinnumarkaðarins, full- trúar stjórnmálaf lokk- anna og embættismenn áttu sæti. AAálgögn ríkis- stjórnarinnar hafa borið á móti þessu. En hver er sannleikurinn í málinu? Ríkisstjórnin boðaði fulltrúa launþegasam- takanna til tveggja funda. Einum eftirmið- degi var varið til þess að ræða við helztu hags- munasamtök í landinu. Fundurinn með f ulltrúum launþegasamtakanna tók um hálfa klukkustund. Getá slíkar viðræður kall- ast alvörusamráð? Til síðari fundarins var boð- að eftir að frumvarpið um efnahagsráðstafanir hafði verið sent til prent- unar, þ.e. meðan verið var að setja það í prent- smiðjunni. Slíkt eru auð- vitað ekki samráð, heldur ósvifin ögrun, enda bend- ir margt til þess, að til- ætlunin hafi einmitt verið að óvirða forystu- menn launþegasamtak- anna, a.m.k. kosti af hálfu einhverra ráð- herra. Það er þvi óhrekj- anleg staðreynd, að engin raunverulega samráða voru höfð við launþega- samgökin áður en til efnahagsráðstafana var gripið. Slíkt er eins dæmi og á verulegan þátt í því, hversu mikil reiði hefur gripið um sig meðal laun- þega í garð ríkisstjórnar- innar. Hvert var svo efni til- lagnanna, sem ríkis- stjórnin lagði fram? Var um að ræða tillögur, sem ræddar höfðu verið ýtar- lega í verðbólgunef nd- inni? Eins og skýrsla verð- bólgunef ndarinnar ber með sér, voru ræddir þar f imm valkostir og raunar þrjú afbrigði af þeim fimmta. Það kom skýrt fram í hinum ýtarlegu umræðum innan nefndar- innar, að fulltrúar stjórnarf lokkanna og em- bættismennirnir hölluð- ust helzt að þeim valkost- inum, sem nefndur var 5 b, enda kemur það f ram í upphaf i skýrslunnar, sem birt hefur verið opinber- lega, að þeir mæla með þeim valkosti. Er álit þeirra dagsett 8. febrúar. I þessum valkosti fólust m.a. eftirtaldar ráðstaf- anir, til viðbótar gengis- breytingunni: Lækkun vörugjaldsins um helm- ing eða úr 18% í 9%, hækkun niðurgreiðslna um 1900 nillj. kr. og minnkun á framlögum til framkvæmda á fjárlög- um og lánsf járáætlun eða öðrum útgjöldum hins opinbera um 2000 millj. kr. Skyldu nú ákvæði um þetta hafa verið í frum- varpi ríkisstjórnarinnar? Ekki aldeilis. Samkvæmt frumvarpinu skyldi vöru- gjaldið lækka um 2%, niðurgreiðslur aukast um 1300 millj. kr. og heimilt, ekki skylt, að lækka út- gjöldtil framkvæmda um 1000 millj. kr. Auðvitað sér hvert mannsbarn, að hér er ekki um sömu tillögurnar að ræða. En hvers vegna í ósköpunum leyfa málgögn ríkisstjórnar- innar sér þá að halda sliku fram? Það er í sjálfu sér skiljanlegt, að því sé ekki haldið hátt á loft, hvílíka IftiIsvirðingu ríkisstjórnin sýndi full- trúum sínum og em- bættismönnum í verð- bólgunefndinni með því að láta þá ræða og síðan samþykkja vissar tillög- ur, meðan hún sjálf var að taka ákvörðun um annað. Það er saga út af fyrir sig, að þeir skuli hafa látið bjóða sér slíkt. En hitt er auðvitað vita gagnslaust að halda því fram, að tillögur rikis- stjórnarinnar hafi verið þær, sem fulltrúar henn- ar í verðbólgunefndinni og embættismennirnir mæltu með, og er þá alveg horft fram hjá því, að í frumvarpinu voru upphaflega ákvæði um breytingu á visitölu- grundvellinum, sem alls ekki höfðu verið rædd í verðbólgunefndinni. Framkoma ríkisstjórn- arinnar í garð launþega- samtakanna og verð- bólgunefndarinnar dag- ana áður en frumvarpið var lagt fram, er eins dæmi í stjórnmálasögu síðari ára. Sennilegasta skýringin á þessum ein- stæðu atburðum er sú, að innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar hafi verið djúp- stæður ágreiningur um, hvað gera skyldi, og að hreinskilnin á stjórnar- heimilinu hafi ekki verið meiri en svo, að sá ágreiningur hafi ekki komið upp á yfirborðið fyrr en á allra síðustu stundu. Sé þetta rétt, ber það stjórnarsamvinnunni ekki fagurt vitni. GÞG „Sauðalitirnir” sem létu lit HeimilisKdnadarfélagid gagnrýnir hardlega blöndun íslenzkrar ullar Vegna mikilla umræðna og blaðaskrifa, sem að undanförnu hafa orðið um íslenzka ull og ullariðnað- inn í landinu, viljum við undirritaðar f.h. HEIMIL- ISIÐNAÐARFÉLAGS Is- lands benda á eftirfarandi atriði. Mikilvægasta markmiB Heim- ilisi&naðarfélags íslands er og hefur alla tlð verið, að efla Is- lenzkan heimilisiðnað og stuðla að vöndun hans og fegurð. Hverj- um manni er ljóst, að nær eina innlenda hráefnið sem viö höfum til heimilisiðnaðar er islenzka ull- in og því hefur það komið af sjálfu sér, að aðaláherzlan hefur veriö lögð á vandaða framleiðslu úr Is- lenzkri ull og hefur öll starfsemi félagsins, fyrr og siðar, verið að meira eða minna leyti bundin is- lenzku ullinni, enda innan félags- ins aldrei leikið neinn vafi á sér- stæðu ágæti hennar. 1 27 ár hefur Heimilisiðnaðarfé- lagið rekið verzlun i Reykjavik, þar sem yfirgnæfandi meirihluti verzlunarvörunnar hefur jafnan verið handunninn úr islenzkri ull. Verzlunin kaupir inn af fólki viðs- vegar að. Fyrir nokkrum árum fór að bera á þvi, að ull I varningi sem bauðst væri öðruvisi en við mætti búast af islenzkri ull. Þetta var einkum áberandi I lopapeys- um. Vaknaði fljótlega sterkur grunur um, að hér mundi ekki allt með felldu. Hafði ull islenzka fjárins tekiö stökkbreytingum? Nei, vitanlega var ástæðan önnur. Farið var að flytja inn i stórum stil ódýra ull frá Nýja Sjálandi og þarna var hún að öllum likindum komin i „islenzkum lopapeys- um”. Og ekki nóg með það, held- ur fóru um svipað leyti, að berast kvartanir um að „sauðarlitirnir” létu litinn. önnur stökkbreyting þar! 1 janúar 1974 sendi Heimilisiðn- aðarfélagið bréf til ullarverk- smiðjanna þriggja, Alafoss, Framtiöarinnar og Gefjunar, þar sem borin voru fram tilmæli um að þær merktu framleiðslu sína, sem I væri notuö Islenzk ull, þann- ig að greinilegt væri, hvort um hreina islenzka ull væri að ræða eða ekki og hvort litur væri sauð- arlitur eða ekki. Heimilisiðnaöar- félagiö leitaði einnig til landbún- aðarráðuneytisins i jan. 1974 vegna þessa máls og fór þess á leit, að ráðuneytið léti fara fram rannsókn á þvi, hvort og þá aö hve miklu leyti framleiðsla verk- smiðjanna, sem i væri notuð is- lenzk ull og seld sem slík, væri blönduð með erlendri ull. Þessi rannsókn fór fram á sama ári hjá Rannsóknarstofnun landbún- aðarins. Hún sannaði aðeins þaö, sem haldið hafði veriö fram sem grun af hálfu Heimilisiðnaöarfé- lagsins. Lopi og band var að meira eða minna leyti blandað erlendri ull, þó ekki frá Gefjun. (Rannsóknarstofan vissi ekki hvaðan sýnishornin komu). 1 öllum þessum bréfum og reyndar miklu oftar, s.s. I viðtöl- um viö ýmsa menn i áhrifastöð- um, benti Heimilisiðnaöarfélagiö á þá staöreynd, að islenzka ullin væri alveg einstæð og að Iblöndun erlendra tegunda spillti helztu sérkennum hennar, gljáanum, léttleikanum og fjaðurmögnun- inni. Islenzka ullin hefði aflaö sér vinsælda vegna einstæöra eigin- leika og sérstæðra náttúrulita, þvi væru þaö vörusvik að selja er- lenda og litaða ull sem islenzka ull i sauöarlitum. Slikt myndi fyrr eöa siðar draga dilk á eftir sér. Væntanlega I framhaldi af rannsóknumum á lopa og bandi, óskaöi landbúnaðarráöuneytiö eftir þvi, að viðskiptaráðuneytið „gerði drög aö reglum um merk- ingu ullargarns og vara úr is- lenzkri ull, sem yrði á boðstólum innanlands”. 1 október 1974 fékk Heimilisiönaöarfélagið send til umsagnar „Drög að auglýsingu um merkingu ullargarns, sem selt er i smásölu”. Þessi drög voru þannig úr garði gerð, aö hægur vandi yrði að ganga alger- lega framhjá þeim þáttum, sem Heimilisiönaðarfélagið haföi lagt megináherzlu á að fram kæmi i merkingu. Heimilisiðnaðarfélag- ið sendi ráðuneytinu allnákvæma umsögn um drögin og fór þess jafnframt á leit, að fá að fylgjast með frekari framkvæmd. Enn sjást þess engin merki, að reglur riki um merkingu vara úr Is- lenzkri uii. Það hefur alla tið verið Heim- ilisiðnaðarfélagi Islands ljóst, að islenzk ull er gullsigildi. Þetta rann upp fyrir fleirum, þegar eftirspurn jókst erlendis frá eftir fatnaði úr islenzkri ull. En I staö þess að leggja sérlega rækt við is- lenzku ullina og gera tilraun til að tryggja markaöinn með megin- áherzlu á sérstæöu ágæti hennar, var farin ofangreind leið, hvers afleiðingar eru að koma i ljós þessa dagana. Menn i útlöndum hafa nefnilega uppgötvað, aö þeir geta búið til „islenzka ull” úr ný- sjálenzkri blöndu rétt eins og ís- lendingar og meira að segja litað i*sauðalitum”.Enhvernig sem ull- inni er blandaö og hvort sem það er gert á Islandi eöa I útlöndum, veröur útkoman aldrei Islenzk uli. Það er staðföst sannfæring Heimilisiönaðarfélagsins, aö Is- lenzk ull sé okkur mun verömæt- ari en erlend ull og aö hægt muni, vegna fágætra eiginleika hennar, að fá hana metna i hærri verð- flokk en verið hefur. En til þess að fá það mat viðurkennt veröur aö vanda ræktun og framleiðslu til hins ýtrasta. Það mun takast, ef allir sem hlut eiga að máli, vinna saman að þvi markmiði I krafti sannfæringarinnar. A hrjóstrugu eylandi verður aldrei unnt aö stunda, nema tak- markaða sauðfjárrækt, m.a. þess vegna ber okkur skylda til að fara vel meö alla islenzka ull og vinna hana á fjölbreyttan hátt I vönduö- ustu vörutegundir. I þvi tilliti mætti ætla, að ýmislegt myndi hægt aö læra af formæörum og feðrum og aldagamalli hefð I is- lenzkum ullariönaði. Þó að vinnu- aðstæöur séu breyttar, þá er hrá- efnið enn hið sama. Þessi greinargerð er send fjöl- miðlum og aðstandendum is- lenzkrar ullar, I fyrsta lagi til aö benda á þá staðreynd að frá HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGI ISLANDS hafa á undanförnum árum margoft komið athuga- semdir og ábendingar vegna blöndunar erlendrar ullar i Is- lenzka og annarra vafasamra framkvæmda i sambandi viö is- lenzka ull. Sú eftiröpun. sem nú á sér stað erlendis á ullariðnaði frá tslandi, kemur Heimilisiðnaðar- félaginu ekki á óvart, þó að flestir aðrir virðist koma af fjöllum, ef dæma má af umræðum um ullar- iðnaöinn. I öðru lagi er tilgangur þessara skrifa sá að hvetja alla hlutaðeigendur I verksmiöjum, verkstæðum og vinnustofum, handprjónafólk, vefara, útflutn- ingsaöila, stjórnvöld og siðast en ekki sizt sjálfa ræktunarmennina, sauðfjárbændur, til aö standa vörð um okkar ágætu ull, til að vinna henni þann sess sem henni ber. Reykjavík I febrúar 1978 f.h. Heimiiisiðnaðarfélags tslands Gerður Hjörleifsdóttir Sigriöur Halldórsdóttir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.