Alþýðublaðið - 08.03.1978, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 8. marz 19781
Fjölbrautar-
skólinn í
Breidholti:
i kvöld/ klukkan hálf
níu, verður haldinn stofn-
fundur samtaka áhuga-
fólks um Fjölbrautar-
skólann í Breiðholti.
Samtök þessi eiga að láta
sig varða málefni skólans
skipuiag og uppbyggingu
og eiga aðild að stjórn
skólans, beint eða óbeint.
Forsaga stofnunar
samtaka þessara er
nokkuð löng og verður
hún rakin hér í örstuttu-
máli.
4 kynningarfundir.
Forsvarsmenn Fjölbrautar-
skólans i Breiðholti hafa allt frá
upphafi lagt rika áherzlu á að
tengja skólann með sérstökum
hætti við umhverfi sitt, Breið-
holtshverfin og ibúa þeirra.
Skólinn er hverfisskóli, sérstak-
lega ætlaður ungmennum i
Breiðholti, er hyggja á nám að
loknu grunnskólanami.
A árinu 1972 var haldinn
fræöslu- og umræðufundur með
ibúum Breiðholts um væntan-
legan sameinaðan framhalds-
skóla i Breiðholti. Þar lagöi
Jóhann Hannesson, fyrrum
skólameistari að Laugarvatni,
fram hugmyndir um slikan
skóla. Þannig skapaðist strax á
árinu 1972 umræða um skólann
meðal Breiðholtsbúa. -
Annar kynningarfundur -var
svo haldinn i arpil ’75, en þá var
svo komið að skólinn skyldi taka
til starfa um haustið. Mikið
fjölmenni mætti á fundinn og
sýndi það áhuga Breiðhyltinga á
skólanum.
A þriðja fundinum, sem hald-
inn var i marz ’77, var hægt að
leggja til grundvallar þá
reynslu, sem fengizt hafði af
rekstri skólans. A fundinum, en
á honum voru um 300 manns,
kom fram sú hugmynd, aö æski-
legt og eðlilegt væri að stofna til
sérstakra félagasamtaka, er
beitti sér fyrir málefnum
Fjölbrautarskólans i Breiðholti.
Fjórði og siðasti kynningar-
fundurinn var svo haldinn nú i
haust. Sá fundur, eins og þriðji
fundurinn, var haldinn sameig-
inlega af Framfarafélagi Breið-
holts 111 og skólanum sjálfum.
A fundinum mættu á 5. hundrað
manns og þar var svohljóðandi
tillaga samþykkt:
„Kynningarfundur um
Fjölbrautarskólann i Breiðholti
haldinn i skólanum 24. nóv. ’77
telur æskilegt og nauðsynlegt að
nú þegar verði stofnuö samtök
áhugamanna um skólann er láti
sig varða málefni hans, skipu-
lag og uppbyggingu og eigi aðild
að stjórn skólans, beint eða
óbeint”.
Stofnfundur ákveðinn.
Var nú kosin 7 manna undir-
búningsnefnd, fjórir kosnir á
fundinum úr hópi Breiðholts-
búa, einn fulltrúi skipaður af
nemendaráði, einnfulltrúi kenn-
ara kosinn á kennarafundi og
skólameistari, er kalli undir-
búningsnefndina saman.
Nefndin var kölluð saman til
fyrsta fundar 31. janúar s.l. og
hefur haldið fundi vikulega sið-
Samtök áhugafólks
um skólann stofnuð
an. Formaður undirbúnings-
nefndarinnar var kosinn Sigurð-
ur Már Helgason og Lena M.
Rist ritari.
Arangurinn af starfi nefndar-
innar er sá, að i kvöld klukkaiT
20:30 verður haldinn stofnfund-
ur „samtaka áhugafólks um
Fjölbrautarskólann i Breiö-
holti”. Fundurinn verður i húsa-
kynnum Fjölbrautarskólans viö
Austurberg. A fundinum verður
meðal annars rætt um eftirfar-
andi efni: Hvernig geta samtök-
in styrkt og eflt skólann i upp-
byggingarstarfi sinu?
A hvern hátt er hægt aö
styrkja nemendur skólans til
félagslegra átaka, t.d. til
iþrótta- og tómstundaiðkana?
Hvernig má kynna starfsemi
skólans þeim félagasamtökum
og starfsstéttum, er réttinda-
mál nemenda taka til?
Það er von undirbúnings-
nefndarinnar, að ibúar Breið-
holtshverfa fjölmenni á fundinn
og geri sér ljóst, að þeir geti
sjálfir stuðlað að framgangi
skólans og staðið þannig vörð
um menntun barna sinna i nútiö
og framtiö.
Guðmundur Sveinsson, skóla-
meistari
Brautryðjendastarf.
Fjölbrautarskólinn i Breið-
holti er forvitnilegur um margt
og þar hefur verið unnið mikið
brautryðjendastarf á flestum
sviðum skólans. Skólinn er eins
konar „sameinaður framhalds-
skóli”, með 7 framhaldsskóla
eða námssvið. Þessi námssvið
eru:
Almennt bóknámssvið —
menntaskólasvið, með sex
brautir.
Heilbrigðissvið, með þrjár
brautir.
Hússtjórnarsvið, með tvær
brautir.
Listasvið, með tvær brautir.
Tæknisvið, með sex brautir.
Uppeldissvið, með eina braut.
Viðskiptasvið, með sex brautir.
Brautryðjendastarf skólans
mun teljast sérstæðast á
heilbrigðissviði, tæknisviði og
viðskiptasviði, þó nokkuð braut-
ryðjendastarf hafi verið unnið á
öllum námssviðunum.
Hingað til hefur nám
heilbrigðisstétta á framhalds-
skólastigi falið i sér blindgötur
er gerðu nemendum erfitt fyrir
að halda áfram námi ef hugur
þeirri stæði til frekara náms og
meiri réttinda. Avegum skólans
hefur I fyrsta sinn verið byggt
upp nám heilbrigðisstétta á
íslandi. Þannig hafa þrir þættir
sérstaklega verið hafðir i huga,
skrifstofu- og stjórnunarþáttur-
inn, verzlunar- og söluþáttur-
inn, og samskiptaþátturinn.
Skólameistari Fjölbrautar-
skólans i Breiðholti hefur frá
upphafi verið Guðmundur
Sveinsson.
—ATA
Sigurður Már Helgason, formaður undirbúningsnefndar, leiöbeinir nemanda viö smiöar.
framhaldsskólastigi er miðast
við þrepanám, þannig að einn
námsáfangi taki eðlilega við af
öðrum.
A tæknisviði varð skólinn
fyrstur til að framkvæma og
fylgja námsskrám þeim er
Iðnfræðsluráð lét semja á árun-
um ’75 — ’76 fyrir verknaáms-
brautirmálmiðna og tréiðna. Þá
hefur skólinn verið einn i hópi
þriggja skóla sem annazt hefur
tilraunakennslu eftir námskrá
fyrir verknámsbraut rafiðna.
Iðnfræðslubrautir fjölbrauta-
skóla hafa að öllu leyti fengiö
sömu stöðu og hefðbundnir iðn-
skólar og atvinnuréttindi
nemenda þeirra að námi loknu
eru tryggð sem annarra iðn-
nema.
A viðskiptasviðiskólans hefur
verið lagt inn á nýjar brautir og
reynt að miða við þá þróun, sem
orðið hefur i nágrannalöndun-
um en einnig verið leitazt við að
skapa brautaskiptingu á við-
skiptasviðinu er kæmi til móts
við þarfir nútimaþjóðfélags á
Nemandi á listsviði
Nemendur á hjúkrunarsviöi
AB-myndir: -GEK
ÆTLA AÐ GEFA TÆKI
TIL RANNSÓKNAR-
STOFU í ÓNÆMISFRÆÐI
i frétt frá Gigtarfélagi tslands
kemur fram aö félagiö vinnur nú
að tækjakaupum til rannsóknar-
stofu I ónæmisfræði, en félagiö
mun ætla aö gefa tæki til þessarar
stofnunar.
Þá kemur einnig fram i frétt-
inni að starfsemi félagsins hefur
veriö mjög lifleg á s.l. ári m.a. i
tengslum við alþjóðlegt gigtarár
1977.1 tilefni gigtarársins var efnt
til nokkurra fræöslufunda þar
sem kynnt voru málefni gigt-
sjúkra. Auk þess efndi félagiö til
sérstaks gigtardags, sem minnzt
var með hátiðarfundi i Háskóla-
biói þann 19. nóvember s.l.
Aðalfundur Gigtarfélags Is-
lands var haldinn 5. þ.m. og var
hann mjög vel sóttur. Stjórn fé-
lagsins skipa nú: Guöjón Holm
lögfræðingur, formaður, og með-
stjórnendur Kári Sigurbergsson
læknir, Einar S. Ingólfsson lög-
fræðingur, Sigurður H. Ólafsson
verzlunarmaður og Guðrún
Helgadóttir Iþróttakennari.
Múrarafélag Reykjavlkur
segir upp samningum
Múrarar í Múrarafé-
lagi Reykjavíkur sam-
þykktu 28. febrúar s.l. á
félagsfundi að segja upp
öllum kaupliðum gildandi
kjarasamnings við Múr-
arameistarafélag
Reykjavíkur.
Samningnum er sagt upp með
tilliti til breytinga á gengi krón-
unnar og vegna setningar laga,
sem breyta ákvæðum samn-
ingsins um greiðslu verölags-
uppbótar á laun. Miðað er við aö
uppsögnin taki gildi á miðnætti
1. april n.k.
Jafnframt var samþykkt á
fundinum ályktun þar sem
harölega er mótmælt afskiptum
rikisvaldsins af gildandi kjara-
samningum verkalýðsfélaga og
vinnuveitenda.