Alþýðublaðið - 19.03.1978, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur 19. marz 1978 iSfö-
Skodun 3
verði að fara endurreisn efna-
hagslifs og atvinnulifs sem og
gjörbreyting á kosningaskipan-
inni til fullkomins jafnréttis eigi
hann að gerast aðili að rikis-
stjórn. Við skulum hafa frum-
kvæði um að taka af skariö i þess-
um efnum og ekki skilja neitt eftir
á þessu sviði handa hinum ,,æfðu
st jórnmálamönnum” til að
makka með.
Efling Alþýðuflokksins
er ljósið i myrkrinu.
Ég vil i lokin láta þá skoðun i
ljósi, að núverandi rfkisstjórn
muni halda áfram störfum sinum
að kosningunum loknum, þótt hún
verði fyrir einhverjum skakka-
föllum, svo lengi sem hún getur.
Þó er nú svo komið, að fáir bera
orðið traust til hennar né imynda
sér að hún muni geta leyst vanda-
mál þjóðfélagsins. Það er sama
hvort hún situr lengur eða
skemur, áfram mun fara sem
horfir um ringulreiðina i efna-
hags- og atvinnumálunum. Þvi
aðeins er hægt að hugsa sér að
hún sundrist að annar hvor eða
báðir stjórnarflokkarnir yerði
fyrir verulegum skelli. Engar
horfur eru á að Alþýðubandalagið
geti veitt þeim slika ráðningu,
eini möguleikinn til þess er sá að
Alþýðuflokkurinn eflist verulega,
mjög verulega.þá er von úl þess
að stjórnarsamstarfið sundrist og
við taki ný rikisstjórn, sem
stjórni i anda réttlætis og bræðra-
lags, félagshyggju- og vinstri-
manná.
Versiunarmannafélag
Reykjavíkur
Aðalfundur
Aðalfundur Verzlunarmannafélags
Reykjavikur verður haldinn á Hótel Sögu,
Súlnasal, þriðjudaginn 21. marz kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Lagabreytingar.
Verzlunarmannafélag Reykjavikur
ÞAU rÁST Í ÖLLLM VCRSLLNLM.
Minningarorö
þegar hún er öll rifjast ósjálf-
rátt upp margar minningar um
þau glaðværu og áhyggjulausu
ár þegar leiðir lágu saman i leik
og skólanámi. Rúna var glað-
sinna og félagslynd, tók þátt i
iþróttum og skátastarfi og var
vinsæl meðal félaga og jafn-
aldra. A seinni árum tók hún
mikinn og góöan þátt i starfi
Alþýðuflokksins á Akranesi og
fram til þess siðasta starfaði
hún af lifi og sál að gera hlut
hans sém bestan.
Lifið virtist blasa við Rúnu
Valtýs, hamingjurikt og fullt
bjartra vona. Hún eignaðist
góðan lifsförunaut, Ármann
Sigurðsson, vélstjóra, og með
samhentu átaki byggðu þau sér
eigið hús að Bjarkargrund 47,
hér á Akranesi. Þau eignuðust
fjögur börn, Báru Valdisi, Sig-
urð, Valtý Bergmann og
Jóhannes Kr. En fyrir fáeinum
árum kenndi hún sér þess
Guðrún Bergmann
Valtýsdóttir
Dáin 11. marz 1978
Sofnar ei og sofnar ei,
þótt sigi til viðar,
sælust dagstjarna,
— sést hún enn að morgni.
Nú er lokið átta ára baráttu
Rúnu Valtýs við einn af þeim
vágestum, sem læknavisindun-
um hefur enn ekki tekizt að
vinna bug á.
Sú barátta var sannkölluð
hetjusaga hennar, sem að lok-
um varð ofurliði borin.
Guðrún Bergmann Valtýs-
dóttir var fædd á Akranesi 3.
sept. 1941. Var hún næstelzt af
fimm börnum þeirra hjóna,
Báru Pálsdóttur og Valtýs
Benediktssonar, sem nú er lát-
inn. — A Akranesi sleit Guðrún
barnsskónum og ól þar allan
sinn aldur.
Kynni okkar Rúnu hófust,
þegar hún var aðeins þriggja
ára hnáta, en þá urðu,á vissan
hátt, kaflaskipti i lifi okkar
beggja, við það, að foreldrar
okkar fluttu i nýbyggt tvibýlis-
hús. — Sambýii það er enn við
lýði og hefur þar aldrei brugðið
skugga á. Þar var alla Uð gagn-
kvæm þátttaka i gleði og sorg
beggja fjölskyldna.
Á barnsaldri er fimm ára
aldursmunur tveggja of mikill,
til að félagsskapur nái að þró-
ast, en á fullorðinsárum minnk-
ar oft bilið. Slik varð reyndin
hjá okkur Rúnu. — Mér veittist
sú ánægja að kynnast henni
nánar, er hún var vaxin úr
grasi, flutt úr föðurhúsum og
hafði stofnað sitt fallega heim-
ili með eiginmanni sinum, Ar-
manni Sigurðssyni vélstjóra.
Leiöir okkar Rúnu lágu fyrst
og fremst saman i félagsstörf-
umi i Svannasveit skáta og i
Alþýðuflokknum. Hvar sem hún
gerðist liðsmaður, starfaði hún
af eldmóði og ósérhlif ni. í stjórn
Skátafélags Akraness var hún
um árabil og á seinni árum i
stjórn Svannasveitarinnar,
enda átti skátahreyfingin sterk
itök i henni og var drjúgur þátt-
ur i lifi hennar öllu. Hugur Rúnu
hneigðist snemma að jafnaðar-
stefnunni og málefnum Alþýðu-
flokksins, hún fór ekki dult með
þá skoðun sina og gerðist, ung,
virkur liðsmaður i flokknum.
Siðar varð hún einn af stofnend-
um Kvenfélags Alþýðuflokksins
á Akranesiog var þar i stjórn til
hinztu stundar. — 1 fyrrgreind-
um félögum var Rúna i fullu
starfi, þar til fyrir fáum vikum,
en sýndi brennandi áhuga og
spurði frétta, af gangi mála,
fram á siðasta dag, þótt helsjúk
væri.
Stærsti og hamingjuríkasti
þáttur i lifshlaupi Guðrúnar
Valtýsdóttur er þó enn ónefnd-
ur, fjölskyldu- og heimilislif
hennar.
Hún og Armann áttu þvi láni
að fagna að eignast fjögur
mannvænleg börn, Báru Valdisi
17 ára, Sigurð 12 ára, Valtýr
Bergmann 11 ára og Jóhannes 8
ára. — Heimili þeirra bar ætið
vott um sérstakan myndarbrag,
enda var Rúna afburða húsmóð-
irog mikil og natin móðirbarna
sinna og þau, hjónin, samhent
við að byggja upp heimilið og
hlúa að þvi á allan hátt. — Hver
færskilið þá ráðstöfun aimættis
að kalla nokkurn burt úr starfi,
svo þýðingarmiklu? E.t.v. var
tilgangurinn sá, að kenna okk-
ur, samferðamönnum Rúnu, að
lifa lifinu. Eitt er vist, að lær-
dómsrikt var það, þótt sárt
væri, að kynnast þeirri hetju-
lund, sem Rúna sýndi i þessari
löngu baráttu við manninn með
ljáinn. — Þjáningar sinar bar
hún ekki á torg, heldur reyndi af
öllum mætti að dyija þær á bak
við glaðlyndi sitt, létt spaug,
æðruleysi og óbilgirni.
Ég er forsjóninni þakklát
fyrir, að mér auðnaðist að eiga
Guðrúnu Valtýsdóttur að vini,
samfylgdin með henni var
ómetanleg og gleymist aldrei. —
Égog f jölskylda min öll biðjum
henni blessunar.
Eiginmanni hennar og börn-
um, móður, systkinum og öðr-
um ástvinum vottum við okkar
dýpstu samúð og biðjum þess,
að ljúfar minningar megi verða
þeim huggun harmi gegn.
Rannveig Edda Hálfdánardóttir
„Slokknaði fagurt lista ljós.
Snjókólgudaga hriðir harðar
til heljar draga blómann jarðar.
Fyrst deyr f haga rauðust rós.”
J.H.
Þessar linur listaskáldsins
komu mér i hug er ég heyrði
andlát skólasystur og jafnöldru
minnar, Guðrúnar B. Valtýs-
dóttur, en hún lést 11. þ.m. á
Sjúkrahúsi Akraness.
Fyrir nærri 20 árum, vorið
1958 útskrifaði Ragnar Jó-
hannesson, skólastjóri, sinn
siðasta hóp gagnfræöinga frá
Gagnfræðaskólanum á Akra-
nesi. Ein í þessum hópi var
Rúna Valtýs, eins og hún var
iafnan nefnd og við andlát
hennar er fyrsta skaröið i hann
höggvið.
Rúna Valtýs var fædd hér á
Akranesi, 3. september 1941.
Dóttir þeirra Báru Pálsdóttur
og Valtýs Benediktssonar frá
Skuld, sem látinn er fyrir ail-
mörgum árum og ólst hún upp i
fjölmennum systkinahópi á
heimili foreldra sinna, sem
lengst af hafa búið að Sunnu-
braut 16.
Rúna iauk venjulegri skóla-
göngu hér heima á Akranesi og
meins, sem að lokum dró hana
til heljar. En barátta hennar
var einstök og aðdáunarverð.
Lét aldrei bilbug á sér finna.
Lifsgleðinog lifsþrótturinn virt-
ist óþrjótandi, en svo fór um
siðir, að það, sem áldrei
bognaði, brast i einni svipan og
hetjulegri baráttu var lokið.
„Fyrst deyr i haga rauðust
rós” og Rúna Valtýs er nú ekki
lengur okkar á meðal og i dag
verður útför hennar gerð frá
Akra neskirk ju . Armann
Sigurðsson, eiginmaður hennar
og börn þeirra fjögur horfa með
sárum söknuði á bak þvi ljósi,
sem lýsti þeim skærast. Bára
móðir hennar og systkini, vinir
ogvandamenn syrgja hana. Vil
ég færa þeim öllum innilegar
samúðarkveðjur og bið þess, að
sá sem öllu ræður veiti þeim
styrk í þungri raun. Þökk sé
Rúnu Valtýs fyrir allt það já-
kvæða og góða, sem hún skilur
eftir sig. Blessuð sé minning
hennar.
Guðmundur Vésteinsson
I dag, laugardaginn 18. mars
verður til moldar borin frá
Akraneskirkju, frú Guðrún
Bergmann Valtýsdóttir.
Ég sem þessar linur rita,
kynntist Guðrúnu fyrir aðeins
hálfu ári siðan, en það var er við
báðar vorum staddar i
Munaðarnesi i Borgarfirði
snemma i haust, en þar hélt
Samband Alþýðuflokkskvenna
ráðstefnu, og var Guðrún ein af
þátttakendum frá Kvenfélagi
Alþýðuflokksins á Akranesi.
Þessi fallega, indæla kona
vakti athygli mina sakir glað-
værðar sinnar og lifandi áhuga
á þeim verkefnum sem voru til
umfjöllunar. Hún haföi augljósa
ánægju af að vera þátttakandi.
Það var ekki fyrr en nokkru
seinna, að ég vissi að Guðrún
átti við erfiðan sjúkdóm aö
striða. Þess vegna var ekki
hægt annað en að dást að þreki
hennar.
Guðrún hefur orðið mér
óvenjulega minnisstæð, þrátt
fyrir stutt kynni, og hvað eftir
annað hef ég séð hana fyrir mér,
hugrakka og glaða þrátt fyrir
þungbær'örlög. Hún er þeim
sannarlega fyrirmynd, sem
eftir lifa.
Samband Alþýðuflokks-
kvenna hefur nú séð a bak ötulli
og áhugasamri félagskonu, sem
við munum ávallt i minnum
hafa.
Eiginmanni og börnum biö ég
blessunar i þeirra sáru sorg.
Fyrir hönd Sambands
Alþýðuflokkskvenna,
Kristin Guðmundsdóttir